Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Qupperneq 18

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Qupperneq 18
Dæmigerð gönguskíðabraut I Noregi milli snjóklæddra grenitijáa og norskir krakkar í óðaönn að æfa skíðastökk. Hundasleði á ferð í norskri Qallavíðáttu. nýjan eða reyktan lax og fleira gómsætt. Norsk hótel bjóða gest- um sínum upp á ódýra nestis- pakka af hlaðborðinu. Norðmenn hlýja sér gjaman við arineld eftir skíðin. Víðátta og fegurð norsku fjallanna er einstök — „það eru engar biðraðir við lyftumar hjá okkur, nema um páska," segja Norðmenn. Hunda- og hreindýra- sieðaferðir em óvíða á boðstólum nema í Noregi. Skíðaleikir, byggð- ir á þjóðlegum hefðum, em víða iðkaðir á norskum skíðasvæðum. Ekki má heldur gleyma hinu þjóð- lega andrúmslofti, sem ríkir í norskum fjallagististöðum, þar sem húsakynnin em skreytt með skrautmáluðum tréskurði og víða sjást líkön af litlu tröllunum, sem em ómissandi þjóðsögn í norskum flallabyggðum. Skíðaíþróttin fyrir fjölskylduna Það er sagt að Norðmenn séu fæddir með skíði á fótunum, sem er rétt að því leyti, að skíðaíþrótt- in er fyrir alla fíölskylduna í Nor- egi og óvíða meira gert fyrir böm- in. A flestum skíðasvæðum em „skíða-dagheimili" eða skíðaskól- ar fyrir þau yngstu á meðan for- eldramir em uppi í brekkunum og gististaðir bjóða góðan fjöl- skylduafslátt, til dæmis norsku farfuglaheimilin. „Safari“-skíðaferðir — á hundasleðum yfir jökla Fyrir þá sem vilja ævintýraleg- ar skíðaferðir má benda á ferðir sem lengi hafa tíðkast í Noregi — að skíða á milli fjallakofanna í friðsælu vetrarríki ofar tijálínu. Norska fjallaferðafélagið -DNT- býður upp á skipulagðar vikuferð- ir frá 18. febrúar til 1. aprfl. Gist er í fjallabústöðum í fjögurra manna herbergjum í eigin svefii- pokum. Ferðafélagar verða að hjálpast að við eldamennsku og uppþvott, jafiivel að sækja vatn! Síðan er snætt á leiðinni, með kaffi eða te í hitabrúsum. Ferðim- ar em aðeins fyrir þjálfað skíða- fólk, sem verður að vera tilbúið til að skíða samfleytt í 6-7 tima dagiega eða lengur — í allskonar veðri og færð. DNT er líka með hundasleðaferðir yfir jökla, um landsvæði þar sem Scott og Amundsen þjálfuðu menn sína fyrir heimskautaleiðangrana. Tfu til tuttugu manna hópar, af margvíslegu þjóðemi, hristast vel saman í vikuferð yfir norsku jökl- ana. Ferðimar byija og enda í Osló. Skíða-höfuðborgin Ofan við Oslóborg, í ^allshlíð- um sem ná upp f 2.100 fet, era 1.500 mflur af vel merktum skíða- brautum og af þeim em yfir 60 mflur flóðlýstar, svo auðvelt er að skíða eftir að skyggja tekur. Uppi á Holmenkollen er Park Rica-skíðahótelið og á hæðunum aðeins ofar er Hótel Voksenásen — bæði fyrsta flokks hótel með öllum þægindum og fiábæm út- sýni yfir borg og fjörð. Á hag- stæðara verðiagi er farfuglaheim- ilið Haraldsheim, sem er fallega staðsett í fjögurra km fjarlægð frá miðbænum. Aðeins 4-6 rúm era þar í hveiju herbergi og fjöl- skylduherbergi em líka fáanleg. „Oslókortið" sparar pening og gefur ótakmarkaðan aðgang f öll almennings-samgöngutæki innan borgarmarka, afslátt á skíðaleigu, í veitingahús og verslanir, bfla- leigu, „safariferð" í nágrenni Osló, ókeypis aðgang í söfii og sundstaði. Litli bærinn Gjövik liggur 125 km norður af Osló, við stærsta vatn Noregs, Mjösa. Fjall- garðar í norðri og vestri skýla Gjövik, sem er eitt sólríkasta gönguskiðasvæði Noregs. Um 300 km af merktum, troðnum skíðabrautum liggja út frá Gjövik, bæði gegnum skóglendi og ofar tijálínu. Geilo Geilo við Ustedalsíjörð er eitt vinsælasta alþjóðlega skíðasvæði Noregs. Heimsbikarkeppnin var haldin hér 1986 og aftur 1990. Skíðasvæðin liggja beggja vegna fjarðarins, sem er ísilagður að vetrarlagi. Sextán lyftur anna 14.000 manns á klukkustund. Svigbrautir em 29 talsins og ná 26 km, sú lengsta 1500 metrar og mesti hæðarmunur er 265 metrar. Geilo liggur á brún Hard- angervidda, sem þykir frábært gönguskíðasvæði, með mörgum Qallakofum og veitingahúsum meðfram brautunum. Gönguskíðabúningur Norð- manna er yfirleitt hárauður, hlýr og litríkur, svo að skíða- fólkið sjáist vel á hvítri snjó- breiðunni. Skíðakennslan byrjar snemma í Noregi. Voss Voss liggur í 55 metra hæð, fremst í dalnum við Vangsvatn, um klukkutíma lestarferð frá Beigen. Nokkrar heimsbikar- keppnir hafa verið haldnar í Voss, sem þykir mjög gott svigskíða- svæði. Lyftukláfur flytur skíða- fólk á §ómm mínútum, frá miðju þorpi upp í skiðabrekkumar, þar sem 9 lyftur dreifa fólkinu um 40 km langar svigbrautir. Lengsta brautin er 5.000 metrar og mesti hæðarmunur 830 metrar. Útsýni þykir frábært yfir vestfjarðafjall- garð Noregs. Skíðaskólinn í Voss þykir jafnast á við þá bestu í Ölp- unum. Trysil Tiysil er stærsta skíðasvæði Noregs í 220 km frá Osló, nálægt landamæmm Svíþjóðar. Elsta skíðasamband í heimi á uppmna sinn í þessum 7.500 manna bæ, sem stendur við árbakka Trysil- ár. Hægt er að velja á mifli tveggja svigskíðasvæða, stökkbrauta og upplýstra gönguskíðabrauta. Á Tiysilfjalli tengja tólf skíðalyftur saman 30 km af svigskíðabraut- um. Aðeins 2 km em frá miðbæ Trysil til miðkjama skíðasvæðis- ins. Lengsta brautin er um 4.000 metrar, mesti hæðarmunur 640 metrar. Á svæðinu í kring er um 200 km af göngubrautum, svo allir ættu *að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nýtísku snjóblásarar sjá um að alltaf sé nægur snjór. Oppdal Nyrsta skíðasvæðið, Oppdal, iiggur miðsvæðis í Noregi rétt. suður af Þrándheimi. Þar var heimsbikarskeppnin haldin 1984 og 1988. Skíðasvæðið nær yfír §ögur fjalllendi, sem em tengd saman með lyftum, enda er hér lengsta, samfellda skíðasvæði Noregs. Svigbrautir em 26 tals- ins, um 50 km að lengd og 186 km af gönguskíðabrautum bugð- ast um fallegt landsvæði. Lengsta svigbrautin er 1.630 metrar og mesti hæðarmunur 485 metrar. Hemsedal Hemsedal er eitt vinsælasta skíðasvæði Noregs, í 650 metra hæð. í fjöllunum umhverfis er nýtísku lyftubúnaður og margar góðar svigbrekkur. Heimsbikar- keppnin var haldin hér 1986. Svigbrautimar, sem em 30 km að lengd, em yfirfamar með snjó- troðara og 13 lyftur tengja saman svæðin. Lengsta svigbrautin er um 4.000 metrar, með 610 metra hæðarmun. Göngubrautir em 145 km. Náttúraskilyrði og snjóblás- arar sjá um ömggan snjó fram í maí. Þorpið sjálft er nokkuð dreift og skemmtanalíf tengist hótelun- um. Beitostölen Áður var Beitostölen aðeins sumardvalarstaður, en hefur nú þróast upp að vera einn af stærri skíðastöðum Noregs. Fyrsta skíðalyftan var byggð hér 1964, en núna era hér 7 lyftur, þar af ein stólalyfta. Lengsta svigbraut- in er 1.200 metrar og mesti hæð- armunur 315 metrar. Merktar gönguskíðabrautir ná 100 km. Skíðaskólinn í Beitostölen er sá elsti í Noregi og þó víðar væri leitað. Skíðakennarar byggja á gömlum, þjóðlegum hefðum í skíðakennslunni og em til dæmis mikið með skíðaleiki, sem njóta vinsælda jaftit hjá fullorðnum sem bömum. Beitostölen liggur í suð- urhlíðum Jötunheimafjallgarðs- ins, um 200 km frá Osló. Hér hefur verið stiklað á stóm með helstu skíðastaði í Noregi, en segja má að Noregur sé eitt samfellt skíðasvæði að vetrarlagi, sérstaklega fyrir gönguskíðafólk. Á öllum fyrrgreindum skíðastöð- um em fjölbreyttir möguleikar til tómstundaiðju eftir skíði og úrval veitingastaða. Flestir staðimir era með sleðaferðir, upplýst skauta- svell og margir bjóða veiði í gegn- um ís, í vötnum og fjörðum. Víðast er hægt að velja á milli gistingar í lúxushótelum eða gistiheimilum, íbúðum eða bústöðum með eldun- araðstöðu. Góðar samgöngur em til allra staðanna frá Osló. Ferðafréttir frá Amsterdam Ferðatengsl milli íslands og Hollands Oft kemur manni á óvart hvaða hugmyndir aðrar þjóðir hafa um Island. TQ dæmis var Hollendingur fyrir skömmu i sinni fyrstu íslandsheimsókn, sem var alveg undrandi yfir gæðum íslensks matar og hót- ela. Hann sagði, að Hollending- ar tryðu því margir, að íslend- ingar byggju enn i torfhúsum! Meiri íslandskynningu vantar greinilega f Hollandi. En „batn- andi manni er best að li£a“, segir málshátturinn og á morg- un, 8. janúar, verður opnuð vegieg Islandskynning á Hótel Pulitzer, á vegum hótelsins, Amarflugs og veitingahússins Amarhóls, sem á vonandi eftir að gera ímynd Íslands áhuga- verðari fyrir hoUenska ferða- menn. Sýningin verður opnuð með hátíðakvöldverði, sem forsætis- ráðherra, Steingrímur Hermanns- son, og fleiri góðir gestir sitja. Skúli Hansen og Guðmundur Guð- mundsson, matreiðslumeistarar frá Amarhól, munu kynna íslenska matargerðarlist, dæmi- gert islenskt lostæti eins og Qalla- lamb, fuglakjöt og margskonar sjávarrétti, dagana 9.-22. janúar. Frá 8. janúar til 12. febrúar verð- ur íslensk myndlist á veggjum í „Pulitzer galleríinu" — eftir Óðin Pétursson, Kristin G. Harðarson, Tuma Magnússon, Rögnu Her- mannsdóttur og Magnús Kjart- ansson. Hótel Pulitzer sameinar skemmtilega gamait og nýtt. Tuttugu og ijögur verslunar- og vömhús frá 17. öld em tengd saman í hótelbyggingu og gamli byggingarstfllinn látinn halda sér eins og hægt er í innréttingum. í innigarðinum, sem tengir húsa- raðimar, er snúa stöfnum að síkjum beggja vegna, er hin líflega menningarmiðstöð í hjarta Amst- erdam; „galleríið" og Prins- engracht-tónleikasalurinn, með alþjóðlegum listviðburðum árið um kring. Pulitzer fjölskyldan í Bandaríkjunum, sem stendur á bak við hin þekktu Pulitzer- bókmenntaverðlaun, er aðaleig- andi þessarar sérstæðu menning- armiðstöðvar og hótels við hol- iensku síkin. íslendingar virðast sækja meira til Hollands en Hollendingar tii íslands, en um 1.500 íslenskar gistinætur vom á Hótel Pulitzer Hótel Pulitzer með síkin beggja vegna og menningarmiðstöð í innigarði, á milli húsaraða. í nóvember sl. Um 3.000 Hollend- ingar komu til íslands á árinu, sem _er 14% aukning frá fyrra ári. íslendingar sækja mikið til Amsterdam í verslunarerindum. í janúar og júlí em hinar árlegu útsölur, þá geta vömr lækkað um allt að helming.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.