Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1989, Síða 20
Gönguferðir: Fossar o g gljúfragöng við túnfót borgarbúa ... Fyrsta gönguleiðin, sem lýst verður, er gömul, góð og vinsæl. Áfangastaðurinn er Tröllafoss í Leirvogsá sem fellur úr Leirvogs- vatni niður Mosfellssveit og til sjávar í Leirvogi. Þar sem Leir- vogsá fellur á móts við Hauka- §öll nærri Stardal, þrengist þessi litla vinalega á og fellur ofan í langt og hrikalegt gljúfur. Þar heitir Tröllafoss þar sem þetta gljúfur byrjar og er fossinn sér- kennilegur og fagur. Þessi nátt- úrusmíð er svo að segja við tún- fót höfuðborgarbúa, því ekki er nema um það bil 20 mínútna akstur þangað sem styst er að ganga að fossinum og varla meira en hálftíma gangur þaðan. Jafnvel þótt fólk taki það ofur rólega ætti heildarferðin ekki að taka nema fáeinar klukkustund- ir. Það er hægt að aka alla leið að Tröllafossi og er þá þrædd slóð frá bænum Skeggjastöðum, en til hans er ekið af Þingvalla- vegi skammt fyrir ofan Gljúfra- stein. Ef sú leið væri ekin áfram, væri komið að brú yfir Leirvogsá við bæinn Hrafnhóla. Þaðan hefja margir gönguna upp með ánni til Tröllafoss. Aðrir aka áfram Þingvallaveginn og aka áleiðis Stardalsveg og ganga síðan niður með ánni. Sá sem þetta ritar hefur reynt báðar leiðir og telur þær eins og svart og hvítt. Mikl- um mun tignarlegri leið er þegar gengið er upp með ánni, því gljúfrin í ánni er ekki síður stór- kostlegt augnayndi heldur en fossinn sjálfur. En auðvitað er hægt að ganga áfram niður ána til þeirra þótt gengið sé frá Stard- al. Þegar gengið er upp með ánni er farið um norðurbakka árjnnar, enda sjást bæði fossinn og gljúfr- in mun betur frá þeim bakka. Þegar gangan er svo sem hálfn- uð, kemur lítil beygja á ána og Við stífluna gömlu í Ketilhyl. Laxveiðimaður kastar flugu. neðst í henni fellur lítill lækur í Leirvogsá ofan úr Esjuhlíðum. Efst í þessari beygju er lítill foss þar sem heitir Ketilhylur. Þar er gömul stífla í ánni með laxastiga sem er ekki lengur notaður. Þess- ar rústir eru gamlar minjar og gæða þennan litla gljúfrafoss friðsælum en torskýrðum þokka. Best er að halda sig uppi á gljúfurbörmunum, en varast að fara of framarlega. Bæði til þess að fara sér ekki að voða, svo og fyrir kurteisissakir í garð lax- veiðimanna, sem oft eru þarria á ferð að sumarlagi, enda Leir- vogsá mjög góð laxveiðiá og gljúfrin oft krök af laxi. Er sjálf- sagt mál að göngufólk og veiði- menn virði rétt hvort annars, enda fólk af sama meiði, útivi- starfólk. Við látum þessu svo lokið að Á sumrin má oft fínna rokvæna svartsnigla í brekkunum upp með Leirvogsánni. Margir eru stærri en þessi... þessu sinni, en í næsta Ferða- blaði verður haldið á aðrar slóð- ir . .. — gg- Útsýni ySr Bandama-völlinn & Gran Canaria. Á hæðinni til hægri stendur klúbbhúsið, en í baksýn sést framaf fiallinu til úthverfa Palma og út á haSð. Vetrargolf: Bandama á Kanaríeyjum Sú tíð er liðin, að golfleikarar komi kylfunum sínum snyrtilega fyrir í geymslunni með það fyrir augum að hreyfa þær ekki fyrr en allt er orðið grænt næsta vor. Hvorttveggja er, að kylfíngar hafa í mjög vaxandi mæli reynt að nota þær gæftir sem gefast á auðri jörð að vetrinum hér á landi og eins hitt, að verulegur fyöldi kylfínga fer eitthvað suður á bóg- inn í vetrarfrí og þá er gjaman farið þangað sem hægt er að leika golf. Þegar tekið er mið af því sem stendur Islendingum til boða á viðráðanlegu verði, fara kylfing- ar nær eingöngu til tveggja landa í vetrargolf. Annar valkosturinn er Florida með urmul af golf- hótelum og golfvöllum í öllum verðflokkum, en hinn kosturinn er Kanaríeyjar; Tenerife, þar sem einn völlur er og hægt að komast í tíma hjá John Jacobs, þeim fræga golfkennara, - og Gran Canaria, þangað sem megin- straumur íslenzkra ferðalanga liggur. Þar eru tveir vellir: Gamli völlurinn sem svo er nefndur í Maspalomas á Playa del Inglesi og er mikið notaður völlur af kylf- ingum hér. Hinn er Bandama, golfvöllur klúbbsins í höfuðstaðn- um, Palma. Sá golfklúbbur er elzt- ur á Spáni, stofnaður af Bretum 1891. Völlurinn var í fyrstu skammt frá Palma og fór fyrir félögum líkt og í Golfklúbbi Reykjavíkur, að borgin þurfti svæðið fyrir byggingarland og lét klúbbnum í té áhugavert og fjöl- breytt landsvæði í nánd við foman eldgíg og mikið og bratt gljúfur uppi á fjalli. Þar heitir Bandama og er útsýni þaðan yfír Palma, nærleggjandi strendur og langt út á haf. Veglegt klúbbhús er á Bandama og á að sjást frá klúbb- húsinu á allar flatir vallarins. Hann er ekki ýkja langur, 5,510 metrar, parið 71, SS-skor líklega 70. Það eru nú liðin 11 ár síðan sá er þetta ritar, lék síðast á Bandama. Þá var allstór hópur íslenzkra golfleikara á Playa del Inglés og mest var leikið á nýja vellinum í Maspalomas, sem bar sig víst ekki sem fyrirtæki og var lagður niður. En nokkrum sinnum fómm við og lékum á Bandarna. Þá virtist ekki vera komin sjálf- virk vökvun á brautir og voru þær þá illa grónar og afar þurrar. Það hefur nú breyzt; þar er nú komið vökvunarkerfi, en vatn er eitt- hvert mésta dýrmæti sem til er á Kanaríeyjum. Flatimar voru hins- vegar góðar. Fyrsta braut er mjög stutt par-4; aðeins 225 metrar og fram- af allhárri brekku, svo það á að vera allgóður möguleiki að slá upphafshögg alla leið á flöt. Þrátt fyrir mishæðótt landslag skortir brautimar tilbreytingu; þar eru næstum allar með sveig, annað- hvort til hægri eða vinstri, allar í hliðarhalla, allar umluktar lágum olífuviðartijám og flestar fremur þröngar. Víða er samdglompum raðað í brautarkanta meðfram tijánum og óþarft er að reyna að leita að þeim boltum, sem fara útaf, þegar leikið er meðfram gljúfrinu. Einnig kemur hinn fomi eldgígur við sögu á síðari helm- ingi. Eftir að nýi völlurinn í Lasp- alomas var lagður af, hefur verið mjög áskipað á gamla vellinum þar og menn verða helzt að eiga gantaðan tíma til að komast að. Á Bandama er hinsvegar miklu minni ásókn vegna þess að þang- að verður að taka taxa, nema verið sé á bílaleigubíl. Það á að vera óhætt að aka þangað án þess að eiga pantað og í ensku golfblaði var þess getið nýlega, að stjóm Golfklúbbsins í Palma vildi gjaman stuðla að því að fá fleiri ferðamenn til að leika golf á Bandama; íslenzkir kylfingar sem að vanda munu fjölmenna suður á Kanaríeyjar í febrúar og marz, ættu að hafa í huga, að þeir eru sérstaklega velkomnir á Bandama. GS 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.