Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.01.1989, Blaðsíða 6
Ljóðlistin bindur traustum böndum sálarlíf okkar og náttúuna. Það er augljóst, að fá kvæði ijalla um kaffivélina, brauðristina, bílinn, tölvuna og sjónvarpið, svo nefndir séu nokkrir algengir hlutir úr lífí nútíma- mannsins. Til hápunktanna á starfsferli mínum í Norræna Húsinu teljast tvímælalaust Ljóða- hátíðin 1985 og Bókmenntahátíðin 1987, sem ég átti frumkvæði að, en fékk íslenzk skáld. rithöfunda og fræðimenn til liðs við mig. Ég er viss um, að þessar hátíðir eru með því markverðara sem gerzt hefur á þessu sviði - ekki bara í Norræna Húsinu - heldur á öllum Norðurlöndunum. Hér tókst okkur nefnilega að ná saman nokkrum beztu norrænu höfundunum og úrvalshöfundum annarsstaðar að. Og ekki er það sízt, að okkur tókst að fá stóran áheyrendahóp, sem hafði bæði áhuga á upplestri og fyrirlestr- um. Þetta var stórkostlegt og ég efast um að svipuð stemmning og áhugi hafí nokkum tíma náðst sem á þessum listahátíðum. Það voru heldur engir miðlungsmenn, sem við buðum. Meðal þeirra sem komu lengra að voru Isabel Allende, Alain Robbe-Grillet, Kurt Vonnegut, Fay Weldon, Seamus Hea- ney, Justo Jorge Padrón og Luise Rinser. Að baki slíkum listahátíðum liggur ótrúlega mikil vinna og skipulagning og ég vil koma því á framfæri, að þessar hátíðir hefðu aldr- ei orðið svona vel heppnaðar og eftirminni- legar, ef ekki hefði komið til sú geysimikla vinna, sem íslenzka undirbúningsnefndin leysti af hendi. Þessar listahátíðir sýna einmitt hve mikil- vægt það er að Norðurlönd einangrist ekki, heldur séu við því búin að taka á móti því bezta sem býðst og gefa umheiminum það bezta“ „Það var þó að minnsta kosti eitt skemmti atriði á bókmenntahátíðinni, sem þjóðin fékk að sjá í sjónvarpinu: Þegar Guðbergur sagði þeim að halda sér saman og koma sér heim, þessum vælukjóum sem sífellt eru með mærðarfullt tal um Sögueyjuna. Ef ég man rétt, var þessu einkanlega beint til Svía. En í framhaldi af bókmenntahátíðunum ætlaði ég raunar að drepa á annað; nefnilega tón- listina. Norræna Húsið hefur einnig verið vettvangur tónlistar í þinni tíð. “ „Já, tónlistarlífíð hefur blómstrað. Og hér hef ég haft mikla hjálp frá konu minni, Þorgerði Ingólfsdóttur, sem verið hefur helzti ráðgjafí minn á tónlistsviðinu og hér gæti ég bætt við: Helzta hjálparhella mín í allri vinnu hér í Norræna Húsinu. En það sem ég held að eftir standi sem eftirminni- legast af tónleikahaldi eru tónleikaraðimar tvær með ungum norrænum einleikumm, sem við stóðum fyrir 1985 og 1987. Mig langaði til að gera eitthvað fyrir alla þá ungu hæfileikamenn á tónlistarsviðinu, sem við eigum á Norðurlöndum og þá komu til allir þessir tónleikar. Einnig fékk ég hjálp Jóns Nordals við að velja tónlistarmenn úr hópi þeirra sem höfðu fengið að koma fram á biennalnum fyrir unga, norræna einleik- ara. Fyrir marga af þessum ótrúlega snjöllu og hæfíleikaríku, ungu tónlistarmönnum, var þetta fyrsta stóra tækifærið til þess að koma fram á alþjóðavettvangi. Við höfum einnig haft sérstakar dagskrár um tónskáld. Til dæmis taldi ég að ekki hefði verið vakin nóg athygli á því að Haf- liði Hallgrímsson fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs og átti þá hugmyndina að Þorgerður og Knut utan við Norræna þennan janúardag. „Hafliða-dögum" hér í Norræna Húsinu með tónleikum, sýningum og fyrirlestrum, sem allt vakti athygli á einu merkasta tónskáldi Norðurlanda nú á dögum. Ég hugsa líka að margir muni lengi minnast sýningarinnar miklu, sem við fórum af stað með í sam- bandi við evrópska tónlistarárið og opnuðum seint um á árinu 1985: Tónlist á íslandi, sem ef til vill var fyrsta stóra sýningin um tónlist hér á landi. Við byijuðum nánast með tvær hendur tómar, því mjög lítið var til skrifað um íslenzka tónlistarsögu og ekk- ert skipulegt. Mér fínnst ég hafa notið þess í öllum samskiptum við landsmenn að vera „tengda- sonur þjóðarinnar" eins og stundum er sagt. Ég er þarmeð giftur inní íslenzkt menning- arlíf. Tengdaforeldrar mínir - Inga Þorgeirs- dóttir og Ingólfur Guðbrandsson - hafa bæði lifandi áhuga á öllu jákvæðu menning- arlífí þessa lands; tengdafaðir minn hefur lyft því grettistaki í íslenzku tónlistarlífi að aldrei gleymist. En þetta hefur samtímis stuðlað að því að gera gæðakröfuna harð- ari, því að í þessari flölskyldu gildir ekkert miðlungsgott. En kynni mín af íslandi eru mun eldri en nemur starfí mínu hér. Ég kom fyrst til íslands 1971; var þá í stjóm Rithöfundasam- bands Noregs og sendur hingað á ráð- stefnu. Þá kynntist ég strax íslenzkum rit- höfundum, sem urðu góðir vinir mínir; mönnum eins og Thor Vilhjálmssyni, Matt- híasi Johannessen, Einari Braga og fleirum. Þetta hafði þau áhrif, að ég fór þá undir eins að læra íslenzku. Mér þótti þetta svo merkilegt tungumál og tveimur árum síðar þýddi ég ljóð Einars Braga á norsku og hann þýddi ljóð eftir mig á íslenzku. Ég hef síðan þýtt ljóð eftir Ólaf Jóhann, Matthías, Stefán Hörð, Jón Óskar, Þorstein frá Hamri, skáldsögu Thors, Fljótt, fljótt sagði fuglinn - og skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar, Riddara hringstigans, svo og miðaldaljóðin Lilju og Geisla. En auk Einars Braga hafa Matthías Johannessen, Siguijón Guðjónsson og Jakob Jónsson þýtt ljóð eftir mig á íslenzku og Sigurbjöm Einarsson biskup hefur þýtt sálma eftir mig. Skáld- saga mín, Amungar, hefur og komið út í íslenzkri þýðingu Heimis Pálssonar. Fleira gæti ég nefnt, sem tengir mig íslenzkum listamönnum, til dæmis tónverk eftir Atla Heimi og Mist Þorkelsdóttur við ljóð eftir mig“ „Ætlar skáldið að draga sig út úr skark- ala heimsins þegar lýkur starfinu (Norræna Húsinu og kannski að hverfa til yrkinga í friðsælum fírði eða þröngum dal íNoregi?“ „Fyrst um sinn að minnsta kosti, ætlum við að reyna að eiga heima í tveimur lönd- um, en það kemur til með að kosta mikil ferðalög. Ég hef haft lítinn tíma til þess að skrifa fyrir sjálfan mig þessi fjögur ár í Norræna Húsinu, svo ég fagna því nú að hafá aftur tíma til að yrkja. Það er svo margt sem liggur og bíður: riss, nótur, hálf- ort kvæði og frumdrög að skáldsögum í skrifborðsskúffum og jakkavösum. Nú hefur norska Stórþingið nýlega út- nefnt mig sem heiðurslaunaþega, svo ég get varið öllum mínum tíma til skrifta. Það er einn mesti heiður sem vísindamönnum og listamönnum er sýndur að vera útnefnd- ur til heiðurslauna; það er í rauninni fram- tíðarstaða með föstum launum. í hinum fámenna hópi heiðurslaunaþega eru flestir Húsið, þar sem éijagangurinn hamaðist vísindamenn sem vinna að óvenjulegum rannsóknum, svo sem Thor Heyerdahl og Helge Ingstad. Þetta gerir mér kleift að starfa bæði hérlendis og heima f Noregi. Við eigum íbúð í Þrándheimi, - ég var menningarstjóri fylk- isins Syðri-Þrændalaga áður en ég tók við starfínu í Noræna Húsinu. En svo á ég einnig erfðajörð í Raums- dal, sem ég leigi nú meðan ég er í öðrum störfum. Þar eru margra alda gömul timbur- hús að síga í jörðu. Þau hafa lokið hlut- verki sínu, svó ég verð að hýsa bæinn að nýju. Þessi jörð er nokkuð stór með ökrum og túnum, skógum og fjöllum og ég vil gjaman fá að vera þar sem rætur mínar eru. Það er líka svo gott að vinna við mold og skóg; einkum hef ég mikla gleði af skóg- inum, - skógrækt og skáldskapur eiga margt sameiginlegt. Tréð hefur öðlazt dýpri merk- ingu í mínum huga, ef til vill aðeins í mínum huga, þó gæti sú merking verið almenn. Eg nefndi fyrr, að starfíð í Norræna Húsinu hefur verið erfítt og ég býst við því, að það hafí valdið miklu um, að ég fékk kransæðastíflu fyrir hálfu öðru ári. Þrisvar hef ég verið lagður inn á hjarta- deild Landsspítalans í Reykjavík. Ég upp- lifði eins og sjálfsagt allir sem fá slíkan sjúkdóm, að dauðinn er ekki fjarlægur; að lífíð er ekkert sjálfsagt mál lengur. Ég skildi það glöggt hve stutt lífið er, hve ör- skömm er vor stund hér á jörðu, og hve miklu máli skiptir að nýta tímann vel, fái ég að lifa lengur. Á þessum þungbæru og erfíðu stundum sá ég skóginn heima svo ljóslega fyrir mér og innri rödd sagði mér, að ég ætti að fara heim og gróðursetja tré. Síðan hef ég hugs- að um það, að sá sem gróðursetur skóg, hann vinnur framtíðinni og lífínu sem kem- ur eftir hans dag. Það hefur mikið tákn- rænt gildi að gróðursetja tré - það gerir maður ekki fyrir sjálfan sig, heldur fyrir komandi kynslóðir, sem eiga eftir að standa undir hárri, blaktandi krónu trésins, sem spratt af þessari örlitlu plöntu" „Það fer tvennum sögum af því, hvort við íslendingar séum líkir frændum vorum í Noregi. Sumir telja það tvímælalaust, en það hef ég heyrt frá sumum íslendingum, sem búið hafa í Noregi, að þeir telja með ólíkindum, hvað Norðmenn séu ólíkir okkur; svona álíka langt leiddir í sparseminni eins og við erum í eyðsluseminni, svo eitt dæmi sé tekið, sem gæti lýst þjóðareinkennum. Þú hefur ugglaust skapað þér skoðun um, hvort þessar þjóðir séu fremur líkar eða ólíkar?“ „Þessar þjóðir eru ótrúlega líkar. Ég sé enga ástæðu til að rengja í aðalatriðum frá- sögn Landnámu um upphaf byggðar hér. ísland byggðist frá Noregi. Þessar þjóðir eru bræðraþjóðir, en um þúsund ár hefur sjálfsagt margt þróast á mismunandi hátt. Samt fínnst mér ég vera meiri útlendingur í Svíþjóð en á íslandi. Náttúran hefur vísast sett mark sitt á fólkið; sú staðreynd að ís- lendingar eru eyþjóð hefur og haft mikil áhrif á mannlíf hér á landi. Auk þess er það væntanlega alltaf svo að það er meiri munur á einstaklingum innan sömu þjóðar en á milli þjóða. Það eru til allskonar Islend- ingar og allskonar Norðmenn. Ævintýra- menn og raunsæismenn, vitrir menn og heimskir, auðugir og fátækir, góðir og vond- ir, eyðslusamir og nískir og í flestum býr bæði gott og illt. Það er svo erfítt að segja nokkuð um einkenni þjóða af því fólk er svo ólíkt. Það er heldur ekki neinn stórmunur á íslendingum og Norðmönnum hvað snertir áhuga á bókum og skáldskap. Samkvæmt nýútkominni UNESCO-skýrslu eru íslend- ingar mesta lestrarþjóð heimsins en Norð- menn koma þeim næstir og minni getur munurinn ekki orðið. Eitt er að minnsta kosti algjörlega víst, og það er að Norð- menn líta á lslendinga sem nánustu vini sína og bera takmarkalausa virðingu fyrir íslenzkri þjóð og íslenzkri menningu. „Erþað með einhverri eftirsjá aðþú víkur nú frá forstöðu Norræna Hússins?“ „Nei, ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að framkvæma það sem ég hafði ætlað mér. Ég veit ekki hvort það var of dýru verði keypt. Hjartað varð veikt og sennilega hef ég elzt um tíu ár á þessum fjórum. Kannski var það þess virði. íslenzkir og skandinavískir listamenn, sem ekki stendur á sama um það, hvemig Norræna Húsið er rekið, hafa sagt mér að þetta hafi verið góður tími og það þykir mér vænt um að heyra. Ég gerði mitt bezta og gaf það sem ég átti; meira gat ég ekki og minna gerði ég heldur ekki. Nú bíða mín mörg mikilvæg störf sem heiðurslaunaþega og skálds. Ég get nefnt, að ég hef tekið tilboði frá stóru, norsku forlagi um að skrifa bók um ísland, sem á að fjalla um land, sögu, menningu, stjóm- mál og fleira. Svo fagna ég því líka að hafa fengið það áhugaverða verkefni frá Det Norske Teatret að þýða leikgerð af Sölku Völku eftir Halldór Laxness, sem á að sýna í Ósló undir leikstjóm Stefáns Bald- urssonar. Það verður líka gaman að vinna með Stefáni. Bækur mínar hafa á seinni árum verið þýddar á mörg mál og gefnar út í mörgum löndum, m.a. nýlega í Ungveijal- andi, Frakklandi og Kanada. Það nýjasta er að prófessor við háskólann á Möltu fæst við að þýða úrval ljóða minna á tungu Möltubúa. Það er væntanlega eins mikið sér á parti og þýðing á íslenzku". KNUT 0DEGÁRD Naustið Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi Naustið á vetri, troðfullt af innibyrgðum draumum. Á nætumar læðast hljóðlaus dýr kring um naustið, læsa kraman snjóinn hvössum klóm. Ég hef gengið langar leiðir til baka til bernskunausts míns um vetur. Ringlaður af jörð sem hringsnýst hraðar og hraðar um öxul sinn, með hjartað troðfullt af innibyrgðum draumum ríf ég upp dyrnar fell inn í naustmyrkrið, þreifa eftir bátnum. En naustið er tómt. Naustið tómt! Þreifa í myrkrið, hrasa. Er ég vakna, stendur dýrið yfir mér, loppan með klæmar við hjarta mér, dýrsaugu lýsandi inn í augu mín. Og ég veit að fyrir löngu hefur naustið rotnað niður með bemsku minni, stórbátnum hrundið fram meðal stjamanna. Og ég legg hönd á hjarta. Þegar ég fer út undir stjörnunum sé ég að það er blóð á höndum mínum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.