Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 2
B w 1 L A R HONDA SHUTTLE - fjöl- nota bíll með sítengdu aldrifí Samkeppnin á bílamarkaðnum stendur ekki sízt um sérhæfíngu. Leitað er eftir allskonar frávik- um frá hinum hefðbundna fólksbíl, sem við skul- um segja að sé fjögurra dyra, með skotti, með drifí ýmist á fram- eða afturhjólum og tekur fímm manns í sæti. Þegar frá eru talin fyrir- bæri svo sem §alla- og torfærubílar og spymutryllitæki, er jeppinn það frávik, sem sker sig mest frá meðalfólksbílnum. Vin- sældir jeppanna hafa sýnt, að veruleg þörf er fyrir bíla með aldrifí, hvort sem hún er ímynduð eða raunveruleg. En milli jeppans og hins venjulega fólksbfls er bil, sem sum- ir framleiðendur hafa reynt að brúa. Á því bili fínnum við fjölnotabflinn, sem býður uppá innréttingu og þægindi fólksbflsins, flutningsrými sem er talsvet langt umfram það sem gerist í fólksbflum og síðast en ekki sízt aldrif. Ekki em allir flölnotabflar með aldrifí, en sameiginlegt er þeim að hafa mun meira rými að innan en gengur og gerist í venjuleg- um bflum. Til em bflar, sem dálítið er óljóst hvort telja má i þessum flokki, Toyota Terc- el til dæmis. En meðal hinna hreinræktuðu má telja Ford Aerostar og Dodge Caravan frá Ameríku og Renault Espace 2000 (með framdrifi) og Renault 25TXE (mað aldrifí). Þessir ásamt Mitsubishi Space Wagon hafa einna mest flutningsrými og em ívið stærri en Nissan Prairie og sá sem hér verður til umræðu eftir reynsluakstur. Honda Shuttle l,6i-4wd. Hann er hinsvegar sprækastur í þessum flokki. Skutlan eins og þessi bíll verður kallaður hér, hefur þá sérstöðu meðal fjölnotabfla að vera tiltölulega kraftmikill og í hann em innbyggðir eiginleikar sportbfls í miklu rfkari mæli en keppinautanna. Hann er 4.10m á lengd og um 25 sm styttri en þeir amerísku, sem era stærstir í þessum flokki. Á móti því kemur ll6 hestafla vél, sem er vel í lagt miðað við að heildarþyngd bflsins Stýri og mæl aborð. Skipting in er trá bærlega létt, en fyrir al driBð er engin skipt ing, því það er sítengt. er 1080 kg. og þessu ágæta afli er skynsam- lega ráðstafað: Hámarkshraðinn fremur í lægri kantinum, 172 km á klst, en samt miklu meira en nóg hér á landi, - viðbragð- ið aftur á móti sérlega gott, 8,9 sek (samkv. upplýsingum Automobile Revue) og ben- síneyðslan furðu lítil á móti svo mikilli orku, 6-11 lítrar á hundraðið eftir sömu heimild. Fjöðmnin hefur verið löguð að sportlegum eiginleikum Skutlunnar; tvöfaldar gorma- spyrnúr að framan og aftan, fjöðranar- kerfi, sem fyrst og fremst var þróað í sport- bflum. Það er þó alls ekki stíft og Skutlan er fjærri því að vera höst. I hönnun hefur Honda langalengi haft fomstu meðal japanskra framleiðenda og er hvorttveggja, að Hondabflar hafa sitt eigið svipmót; þeir skera sig úr og þekkjast og þar að auki em flestar gerðir Honda vel teiknaðir bflar. Skutlan er vel leyst hönnun- ardæmi, bæði frá fagurfræðilegu sjónarmiði og því praktíska. Að vísu má segja, að venju- leg Honda Civic, árgerð 1988 og 89, sé fagurfræðilega betur unninn hlutur, því há yfírbygging Skutlunnar gerir hann dálítið kubbslegri. Sem sagt; það er fómað því sem nefnt er rennilegt útlit fyrir ríkulegt innra rými. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið. Þó leiðir þetta af sér ákveðin þægindi. Það Sætin eru vel form uð og öku maður situr frem ur hátt og hefur góða yBor sýn. er sem sé mun auðveldara að setjast uppí og fara útúr Skutlunni en venjulegum Civic, að ekki sé nú talað um hversu mun auðveld- ara er að spenna á sig öryggisbeltin. Einnig má telja það til þæginda - og kannski til öryggis einnig - að maður situr hátt og hefur mjög góða yfírsýn. Stjómtækin em eins og í Civic; þeim er vel fyrir komið og gólfskiptingin er svo mátulega létt og nákvæm, að á betra verð- ur naumast kosið. Sætin era afar vel mótuð og hæfílega stinn án þess að vera hörð. Eins og nærri má geta í bfl af þessu tagi, og affermingu auðvelda. Vélin er fjögurra strokka, 16 ventla, 109 hestöfl, og það er hún sem lætur sportbfls- hjarta slá í þessum bfl og gerir að verkum, er hægt að leggja aftursætisbökin alveg niður, en einnig rúman helming þess og halda einu sæti að aftan. Afturdymar em alveg niður að stuðara og gera fermingu og affermingu auðvelda. Vélin er flögurra strokka, 16 ventla, 116 hestöfl, og það er hún sem lætur sportbfls- hjarta slá í þessum bfl og gerir að verkum, að jafnvel hinir kröfuhörðu á þessu sviði munu aka honum af ósvikinni ánægju. En þessi sama vél á líka mestan þátt í stærsta og eina galla Skutlunnar; nefnilega að vélin er fúll hávær. Hún er miklu háværari en vélin í venjulegum Civic og hefur þennan dálítið grófa og frekjulega tón, sem unnend- um sportbfla fínnst eins og hver önnur guð- dómleg músík. Og ekki verður því neitað, að maður upplifír kraft vélarinnar og við- brögð bflsins með sérstökum og næmari hætti vegna þessa hljóðburðar. Þar að auki var bfllinn sem reynsluekið var, á mjög negldum vetrardekkjum og verður af því mikill gnýr, sem er óþarfur með öllu, því nagla á ekki að þurfa undir bíl með aldrifi í Reylq'avíkummferðinni. Annarstaðar, þar sem mjög brattar brekkur koma við sögu, er það ugglaust betra. Sú niðurstaða, að Skutlan þurfí naumast negld vetrardekk nema við afbrigðilegar aðstæður, er byggð á því, að hann er með drif á öllum hjólum; er með sítengdu al- drifí. Með sítengingu er átt við, að maður þarf ekki að skipta í aldrifíð, því hann er alltaf í því. Raunar heitir það svo, að Skutl- an sé í grandvallaratriðum með framdrif; snúningsvæginu, sem svo er nefnt, er beint til framhjólanna. En kerfíð sem verkfræð- ingar Honda hafa þróað til að jafna aflinu á öll hjólin er „geníalt" og samt mjög einf- alt eins og margar snjallar lausnir. Þetta byggist á tengslum, sem dreifa aflinu á hjólin eftir því sem þörf krefur. Á leið upp bratta brekku mundi aflið lenda mestanpart á afturhjólunum; í hliðarhalla á fram- og afturhjólinu, sem undan brekkunni snúa. Þessi sjálfvirka stjómun á sítengdu al- drifí Skutlunnar veldur því, að bfllinn er fótviss með afbrigðum. Ekki kemur það sízt í ljós í hálku, þar sem hægt er að svipta honum til og leggja krappt á hann án þess að hann haggist. Verðið er um það bil slétt milljón þegar þetta er skrifað, en ódýrari lausn er til: Shuttle GL, sem er eins í útliti, en er með ögn orkuminni vél og fæst aðeins með fram- drifi. Niðurstaðan verður sú, að með Honda Shuttle l,6i-4WD hafí fundizt snjöll lausn á fjölnotabfl, sem kveikir í ökugleðinni hjá þeim sem kunna að meta góða eiginleika og snerpu í viðbragði, en þurfa aðeins rúm- lega á því lými að halda sem fæst í venjuleg- um fólksbíl. Gísli Sigurðsson. Fáeinar tæknilegar upplýsingar Lengd: 4,10m Breidd: 169 sm. Hæð: 151 sm. Bil milli öxla: 2,50 m. Þyngd: 1080 kg. Vél: 4ra strokka, 116 ha. Drif: Sítengt aldrif. Hámarkshraði: 172 km. á klst Viðbragð, 0-100 km: 8,9 sek. Verð: Um ein milljón. Nissan Silvia kiörínn bíll ársins NISSAN Silvia, ihinn rennilegi sportbfll, hefur verið kjörinn bfll ársins 1988-1989 í Japan. Silvia er nefndur 240SX í Norður Ameríku og 200SX í Evrópu. Var bfllinn valinn sá besti úr hópi bfla sem kynntir vom á japönskum markaði frá 1. nóvember 1987 til 11. nóvember 1988. Þessi bfll hlaut einnig hönnunarverðlaun árið 1988. Sérstök framkvæmdanefnd stendur að verðlauna- veitingunni en hún er skipuð 21 fulltrúa blaðamanna og ritstjóra bflatímarita. Valið sjálft er ákveðið af 65 manna nefnd sem í eiga sæti blaðamenn, gagnrýnendur og sér- fræðingar í bflaiðnaði. Fjölmörg atriði em tekin til skoðunar eins og jafnan þegar val- inn er bfll ársins í hinum ýmsu heimshlut- um, hönnun og útlit, vinnsla, gæði, verð og yfírleitt hvaðeina er máli skiptir. Fleiri frá Nissan Alls vom skoðaðir 52 bflar frá 9 japönsk- um bflaframleiðendum. Þrír aðrir bflar frá Japan Nissan komust á blað Cedric, Cefíro og Maxima og vom þeir meðal 10 fremstu bflanna. í umsögn nefndarinnar var m.a. komist svo að orði um ástæður fyrir valinu á Silvia bflnum: Bfllinn er frábær hvað varðar aksturseig- inleika, þægindi, öryggi og ánægju við akst- ur, miðað við bfl með drifí á afturhjólum, vélina að framan enda hönnun á fjaðrabún- aði sérlega vel heppnuð. Útlitið er nýtísku- legt og hann ber vitni um skynsemi í vélar- stærð. Vélin er lipur flögurra strokka, 1,8 1 - það fæst mikið fyrir peningana og óþarfa búnaði er sleppt. Nissan Silvia hefur mjúkar ifnur að utan sem innan, sæti, mælaborð og hvar sem á Kann er litið, mýktin er látin sitja í fyrirr- úmi við hönnun. Vélin er sem fyrr segir 1,8 1, 16 ventla og hefur 170 túrbóhestöfl. Nær bfllinn 220 km hraða og er 7,5 sekúndur í 100 km hraða. Ingvar Helgason hf. hefur þegar pantað þrjá bfla af þessari gerð fyrir viðskiptamenn Nissan Silvia eða 200SX var & Þorláksmessu kjörinn bUI ársins í Japan. sína og var verð þeirra fyrir áramót kringum 1300 þúsund krónur. Ekki verður lagt í sérstakan markaðs- eða auglýsingakostnað, enda hér um mjög sérhæfðan bfl að ræða en umboðið mun að sjálfsögu panta fleiri ef áhugi verður fyrir hendi. Gert er ráð fyrir að bflamir komi til landsins í febrúar. Nýr Prairie En snúum okkur þá frá hinum sérhæfða sportbfl að öllu venjulegri bfl eða hinum nýja Prairie flölskyldubfl. Hann er nú kom- inn í all breyttri mynd. Hann tekur 5 eða 7 farþega og er með 2 1 vél, sem er 99 hestöfl. Hún getur skilað bílnum upp á 170 km hraða og er 13,5 sekúndur í hundraðið. Bfllinn verður bæði fáanlegur með fram- hjóla- og fjórhjóladrifí og þykir rúmgóður í alla staði og hentugur sem fjölskyldu- og ferðabfll.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.