Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 13
Bartolone var fallegasta eyjan að okkar matí. Heimsókn til Galapagos-evja út frá ströndum Ekvador Galapagos nefnist eyjaklasi í Kyrrahafinu um 600 kílómetra vestur af ströndum Ekvador sem eyjarnar heyra undir. Fyr- ir um það bil 10 árum voru Galapagos-eyjar lítt þekktar meðal almennings. Ferðafólk sóttist litið eftir því að fara þangað, en í dag er reyndin önnur. Ferðamenn streyma í sí auknum mæli til eyjanna. Um þessar mundir er ásetlað að um 26.000 manns heimsæki eyjarn- ar árlega, en að þeim Qölgi í 150.000 á næstu árum. Ef það gerist er hætta á að það hafi slæm áhrif á hagkerfi eyjanna. Það var seint á 18. öld sem sjómenn uppgötvuðu Galapagos og þóttust þá hafa himin höndum tekið, þvf fæðuöflun var auðveld á eyjunum. Einstaklega hag- kvæmt var að veiða risaskjald- bökumar, því hægt var að halda þeim á lífi í heilt ár eftir að búið var að veiða þær. Þannig var allt- af hægt að fá nýtt kjöt en skjald- bökumar em lq'ötmiklar og inni- halda auk þess olíu sem var not- uð. Þessi veiði gekk svo nærri stofninum, að hann ber þess merki enn þann dag í dag. 1832 tók fólk að setjast að á eyjunum. Það hóf landbúnað, flutti með sér húsdýr og plöntur til ræktunar og þar með breyttust lífsskilyrði á tilteknum eyjum. Koma húsdýranna átti eftir að hafa slæmar afleiðingar því sum þeirra eins og hundar, kettir og geitur sluppu frá eigendum sínum, urðu villt og tóku að lifa á hinum sjaldgæfu dýmm eyjanna, sér- staklega skjaldbökunum en einnig á iguana, sem em stórar eðlur og lifa á jurtum. Gróðurinn varð líka hart úti. Ennþá er verið að beijast við að útrýma þessum vágestum. Árið 1959 samþykkti stjóm Ekvador að gera Galapag- os-eyjamar að þjóðgarði og fimm ámm síðar var Darwin-stofnun komið þar upp, en hún hefur þann tilgang að rannsaka og vemda dýrin. í gangi hjá henni er nú mjög ströng áætlun, sem miðast að því að styrkja stofna iguana- eðlanna og skjaldbakanna, en það em þau dýr sem em í mestri hættu. Þegar við fómm að grennslast fyrir um ferðir til eyjanna kom- umst við að því að boðið er upp á margs konar siglingar um eyj- amar fyrir ferðafólk. Um miðjan nóvember síðastliðinn vora stofn- uð hagsmunasamtök bátaeigenda sem hafði í för með sér staðlað og helmingi hærra verð en áður. Ferðir sem áður var hægt að prútta niður í 30 bandaríkjadali fyrir daginn, kosta nú 50 dali. Því miður komum við eftir að þessi samtök vom stofnuð. En við ákváðum að slá til í 5 daga ferð ásamt 6 öðmm ferðamönnum frá ýmsum löndum og 4 manna hressilegri áhöfn. Við lögðum af stað á miðnætti og nóttin var notuð til að sigla til eyjarinnar Espanjola, þar sem flestar dýra- tegundir er að finna. Ekki er hægt að segja að við tvær séum ýkja vanar sjóferðum svo ekki leið á löngu þar til maginn fór að ólga og kaldur sjóveikissvitinn spratt fram, en sem betur fer komumst við fljótlega yfir þann slappleika og nutum stjömu- bjartrar nætursiglingar yfir Kyrrahafið. Galapagoseyjar reyndust allt HÖFUNDAR: Guðlaug Steinsdóttir og Linda Björk Hólm. Land-iquana lifir á kaktusblöðum eftir að hafa tin náiarnar af. Frigate-karlfugl i tilhugalifi, blæs út rauða blöðru framan á háls- inum. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.