Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 11
SÖGUFORMIÐ ;■* ■; . •: . um; én'ég éí oi'éirðarlaus til að skrifa nokk- uð. MérBetur — Notar þú „Ósjálfráða skrift" við þínar skríftir? Það eru mjög mismunandi skoðanir á því hvort hægt sé að skrifa ósjálfráða skrift. Súrrealisminn er byggður upp á autoisma (sjálfvirkni). Súrrealistar héldu því fram að maður gæti skrifað eins hratt og hann hugs- aði. Og studdust mikið við Freud, þó hann sé að mörgu leyti úreltur í dag. En fyrir mér er súrrealismi eins og grísk heimspeki er fyrir mörgum. En ég hef kannski velt mér of lengi upp úr honum. — Eru þá aðrar stefnur sem eiga meira upp á pailborðið hjá þér? Eg hef verið að lesa hitt og þetta. Hef verið að sækjast eftir ungum höfundum. Nú er alltaf verið að segja að söguþráðurinn sé kominn aftur í sögur, en mér sýnist hann vera fokinn út í veður og vind. Eg er hrif- inn af Cathy Acker, breskri skáldkonu. Skáldskapur hennar er eins og flæði, hún notar mikið ljóð og tekst að skera málið alveg upp. Þetta eru líka áhrif frá William Burroughs, sem allir hafa verið niðursokkn- ir í síðustu ár. En það er frekar popp- bransinn sem hefur gefið Burroughs þá stöðu sem hann á skilið. En „intelligensían" sem hefur hafnað honum. Popp-bransinn getur auðvitað líka verið hættulegur að því leyti að þar er ákveðin intelligensía á ferð- inni sem ákveður hvað passar og hvað ekki. — En hvernig datt þér í hug að skrifa skáid- sögu? Mér hefur aldrei fundist ég vera gott ljóð- skáld. Kannski hef ég gert eitt eða tvö góð ljóð. Þetta urðu alltaf svo miklir prósar hjá mér, þannig að það lá einhvemveginn bein- ast við. Ég held að söguformið henti mér betur. Ég hef líka mikið verið að velta fyr- ir mér forminu. Það er svipað og þegar myndlist fer að renna saman við skáldskap. Hugmyndafræði mín í skáldskap hefur mót- ast mjög mikið út frá myndlist og ég skil ekki bókmenntafræði, finnst hún full af frös- um og stöðluðum kennisetningum. Búbblíbúbblí Ég hugsa mikið út frá myndlist. Ég er ekki vel lesinn, en hef verið að bæta úr því, upp á síðkastið. Las ekkert að ráði fyrr en um 17 ára aldur, þá las ég Meistarann og Margarítu sem var hrein hugljómun. Laxness hefur aldrei höfðað sérstaklega til mín, en um tvítugt las ég Vefarann mikla, og sú bók skipti mjög miklu máli. Svo fer maður út í alger „smáatriði“, eins og að skrifa bara setningar með lágstöfum. Gyrð- ir Elíasson hefur náttúrlega gert þeirri tækni ágæt skil. Þórbergur Þórðarson pældi í þessu og sagðist geta séð hvort skáldskapur væri þess virði að lesa hann, bara með því að líta yfir blaðsíðuna. Ég uppgötvaði þetta þegar ég var að leika mér með dadaískan texta, fyllti heila síðu af allskonar orðum: Búbblíbúbblí og svo framvegis og svo þegar ég virti blaðsíðuna fyrir mér úr fjarlægð, var komið myndlistarform. En mér finnst nauðsynlegt að kanna þetta form, skáldsög- una. Það eru svo margir sem halda því fram að það sé ekki hægt að gera neitt nýtt. Það er della. Margir nýir hlutir eru að gerast í myndlist. 20. öldin hefur verið tilraunaöld og ekki óeðlilegt að menn séu að þreifa fyrir sér og taka ýmislegt úr fortiðinni og vita hvað hægt er að nota. Lesendur eru oft óþolinmóðir, þeir vilja að þeim sé rétt allt uppí hendurnar. Kannski er ég að koma á móts við þessa óþolinmæði. Söguna mína er hægt að lesa eins og hveijum dettur í hug. Fletta upp hér og hvar. Eins og síma- skrána. . . eða ljóðabók. En lesendur búa til hluta af sögunni, með því að lesa hana. Það sem listamaður segir um verk sín kem- ur málinu ekkert við. Maður fær líka aðra dómgreind á verk sem maður er búinn að liggja yfir. Sá sem tekur á móti býr til meira en helminginn. Það sést t.d. á hvern- ig maður upplifir bók öðruvísi ef maður les hana með 10 ára millibili. Mig langar að skrifa skáldsögu, sem væri eins og leikfang. Sem hægt er að raða saman, eins og þegar böm raða saman kubbutn. er að tæla lesendur — Þú segir að sagan sé ástarsaga. Hvaða augum lítur þú ástina? Eg get ómögulega skilgreint ástina. Mér fínnst sambúð mjög fyndið fyrirbæri. Ástin hlýtur að vera samsett úr ótal elementum. En ég nota ástarsambandið í upphafi til að tæla lesendur. — Og hvernig líður þér núna þegar sög- unni er lokið? Ég er bara að bíða. Það er þrælerfitt. Það er ný saga byrjuð að gerjast í hugan- — Hefurðu skrifað leikrit? Mér finnst óhemju leiðinlegt að lesa leik- rit. Allir þessir tvípunktar fara í taugarnar á mér, og líka þegar er verið að lýsa svið- inu. Ég fer aldrei í leikhús, það er einhvem veginn ekkert inni í mínum rytma. Þó hef ég reynt að skrifa leikrit, en ekki tekist. Á Skruggubúðartímanum kom eitthvert leik- húsfólk til okkar og bað okkur um að skrifa leikrit. Við skildum voða lítið hvað þau voru að fara. Eftir á að hyggja, fínnst mér að ég hefði nánast getað rétt leikstjóranum autt blað og sagt honum að hann mætti túlka þetta einhvem veginn. Og hann hefði orðið sallaánægður. En hver veit. — Kannski á ég eftir að skrifa leikrit samt. — En svo ertu í hljómsveit. Hljómsveitin Hið afleita þríhjól er bæði til og ekki til. Það vill alltaf brenna við að um leið og eitthvað heitir eitthvað, er það orðið eitthvað. Neglt niður. Við erum tveir, ég og Þór Eldon, stundum fáum við aðra til að spila með okkur. Við lítum svo á að okkur geti ekki mistekist, því við erum bara að skemmta okkur. Ég var fyrst á hljóm- borði, en hætti því, en syng eða flyt ljóð. Við höfum spilað í útlöndum, hituðum upp fyrir Sykurmolana í Birmingham, í Club International. En það veit enginn. — Svo em líka þessi ótrúlegu skáld í Sykurmolun- um, Þór, Bragi og Björk. — Geta ekki allir skrifað? Það liggur oft við að skáld biðjist afsökunar á tilveru sinni. Fyrst biðjast þau afsökunar á að lesa upp ljóðin sín og síðan biðjast þau afsökunar á ljóðunum. Þetta er bæði minnimáttarkennd, gagnvart einhveij- um sem er búið að stimpla góð skáld, eða vond, og endurspeglar hins vegar þann móral, sem ríkir í þjóðfélaginu gagnvart þeim sem skrifa. Það liggur við að sumir skammist sín fyrir að skrifa og lesa upp ljóð. Allt Er leyfilegt — Upplifir þú aldrei popptónleika eins og kirkjusamkomur? Jújú, ég reyni líka oft meðvitað að ná fram þannig stemmningu. Ljóðin mín em einatt skopstæling á ræðum. Ljóðið Þið getið ekki neitt er skammarræða. Mér fínnst það afrek útaf fyrir sig að geta ekki neitt. Það er afrek að geta ekki málað. Fólk er svo uppfullt af komplexum, eins og þegar það segir: Ég get ekki teiknað af því að einhver reynir kannski að mála borð og borðið er með skakkar lappir. Þannig em naivistar oft bestu málaramir. Einlægir og kraftmiklir og ekki uppfullir af akademísk- um leiðum. Það þarf alltaf að segja okkur hvað sé gott og þar með viðurkennt. en það em sömu hlutir að gerast í skáldskap og málaralist. Allt er leyfilegt. Annars er þess- um postmoderisma sem nánast öllu er troð- ið undir mglað saman við plúralisma. Post- modernismi þýðir þjóðfélagsgagnrýni. — Þú ert ekki á leiðinni með málverka- sýningu? Ekki í bráð. Reyndar er konseptlist sem ég er hrifinn af, ein fyndnasta listastefna, sem upp hefur komið. Konseptlistamenn gera kannski holu í gólf eða jörð, fylla hol- una af einhveiju og loka henni og verkinu er talið það helst til foráttu að enginn geti keypt það. En svo kemur einhver milljóna- mæringur og kaupir húsið .. . eða jörðina. Eða þegar einhver tekur upp á því að stíga upp og niður af stól og gerir það 20 sinn- um. Það er mjög fyndið. En ungt fólk tekur konseptlistina svo alvarlega, búið að lesa allt þetta hugmyndafræðilega kjaftæði og þegar er búið að reikna dæmið, koma allir svo háalvarlegir út. Marcel Duchamp, upp- hafsmaður konseptlistarinnar, og félagar hans tóku sig ekki alvarlega nema að því leyti að þeir vom að gera grín að listaheimin- um, gera grín að ljótleikanum og yfirborðs- mennskunni. Þetta er svipað og þegar pönk- ið var „keypt“ og gert að tísku. Allir, sama hvar í stétt þeir standa, klæddir í leðurföt og svo er talað um að ef einhver sendir frá sér óvenjulega bók, að þetta sé það nýjasta sem er að gerast í pönkskáldskapnum. — Hvað fínnst þér bitastæðast í íslensk- um skáldskap um þessar mundir? Mér fínnst ég vera í miðri hringiðunni, og á svolítið erfitt með að leggja mat á það. Ég bíð spenntur eftir skáldsögu frá Jóni Gnarr. Nefni enga fleiri í bili. En það er nauðsynlegt að gera tilraunir, og eins að geta gert grín að sjálfum sér. Öll skáld sem em að gera eitthvað af viti em að gera tilraunir. — Ein háfleyg spurning í lokin. Hvaða hlutverki gegnir listin? Ég neita að svara þessu! — AHt í lagi, önnur lokaspuming, áttu ömmu? Ömmu? — Svona eins og Laxness? — Já, og eins og Sjón ... . . . jájá, ég á ágæta ömmu. Fína ömmu. Örsaga eftir Frederic Brown Marteinn Þórisson þýddi Uti ríkti nóttin, kyrr og stjömubjört. Inni í setu- stofu hússins var loftið þmngið spennu. Karl- maðurinn og konan sem þar vom stödd sendu hvort öðm hatursfullt augnaráð. Hnefar karlmannsins vom krepptir líkt og hann vildi beita þeim og fingur konunn- ar vom gleiðir og bognir eins og klær. Bæði héldu samt handleggjunum stífum meðfram síðunni. Þau vom nefnilega sið- menntað fólk. Rödd hennar var lágvær. „Ég hata þig," sagði hún. „Ég er farin að hata allt við þig.“ „Auðvitað gerirðu það,“ sagði hann. „Núna þegar þú ert búin að svipta mig aleig- unni með fjárbmðli þínu, núna þegar ég get ekki lengur keypt allt sem eigingjam hugur þinn..." „Það er ekki málið, og þú veist það. Ef þú kæmir fram við mig eins og þú gerðir áður fyrr þá myndirðu vita að peningar skipta engu. Það er .. . það er þessi kona." Hann andvarpaði eins og sá andvarpar sem hefur heyrt eitthvað í tíu þúsundasta skiptið. „Þú veist fullvel," sagði hánn, „að hún var mér einskis virði. Þú knúðir mig til að ... gera það sem ég gerði. Og jafn- vel þótt hún hefði verið mér einhvers virði þá sé ég ekki eftir því. Ég myndi gera það aftur." „Þú átt iíka eftir að gera það aftur, eins oft og þú getur. En þá verð ég ekki til stað- ar. Ég læt ekki auðmýkja mig framar. Ekki fyrir framan vini mína ...“ „Vini! Þessar illgjömu tæfur sem þú tek- ur meira mark á en .. Ofsaskært leiftur og brennandi hiti. Bæði vissu þau hvað klukkan sló. í blindni stigu þau nær hvort öðm, fálmandi út höndunum. Bæði héldu þétt og örvæntingarfullt utan um hvort annað þá sekúndu sem þau átti eftir. Ekkert annað skipti máli nú en þessi lokasekúnda. „Ó, ástin mín ég elska...“ „John, John, elskan ...“ Höggbylgjan reið yfír. Uti í nóttini sem verið hafði kyrr óx nú rauður sveppur og teygði sig í átt til himins. GEIR G. GUNNLAUGSSON Heiðurínn mestur Á farseðil lífs míns faðir minn reit, þau fegurstu boðorð, sem hugurinn veit. Að efna sín loforð og halda sín heit, er heiðurinn mestur í gæfunnar leit. Vetur Ég kvíði vetri með kulda og snjó, konungi myrkurs og dauða. Hann helför fegurstu blómum bjó, með byljum á jörðina auða. En hvenær þiðnar og kemur vor þá klaka og snjóar leysir, er fákur lífsins með fluglétt spor um firði og dali þeysir. Þá vakna úr dvala mín dýrðlegu blóm við dagsins birtu og hlýju, og fuglamir syngja með samstilltum róm og sumrinu fagna að nýju. Höfundur býr í Lundi í Fossvogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRIJAR 1QRQ 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.