Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 15
í höfhinni á Hesti. Hafnarlíf í Þórshöfii. Ævintýraferðir Siglt frá Vestmanna- eyjum til Færeyja Haustið 1987 fengu nokkrir siglingafélagar úr Siglingafélagi Reykjavíkur, Brokey, ásamt nokkrum vöskum Borgnesingum, þá hugmynd að sigla saman til Færeyja á seglskútum. Áætlað var að fara í júní á fjórum 25 feta bátum, hver bátur með 3—4 manna áhöfn. Þama er um út- hafssiglingu að ræða, leiðin fram og til baka er um 1300 sjómflur. Góður undirbúningur skiptir því miklu máli. Þess var gætt að í hverri áhöfn væri a.m.k. tveir menn vanir seglasiglingum. Haldið var frá Eyjum mánu- daginn 6. júní, kl. 10.27, í góðu veðri. Vindur var vestan 3 vind- stig og sólskin. Tilkynningaskyld- an var látin vita um ferðir okkar. Einhugur var um að bátamir væru í samfloti alla leið til Fær- eyja, og þeim sem hraðar sigldu var gert að draga úr ferð til að svo mætti verða. Um miðjan dag jók vindinn, og undan Mýrdals- sandi var stórseglið tvírifað, og sett upp stormfokka. Við tókum upp reglubundnar vaktir, 4 tíma á í senn. Daginn eftir var vindur 5—6 vindstig að vestan, og seinni- part dagsins siglum við úr landsýn á bullandi lensi. Undir hádegið 8. júní risu Fær- eyjar úr sæ, Múlin á bak, Slætt- aranes á stjór og Vestmannasund framundan, og kættist þá flotinn allur. Þegar nær eyjunum dró fór að bera á straumi, en straumar em ákaflega sterkir í kringum Færeyjar. Við höfðum aflað okkur „streymiskorta" frá eyjaskeggjum fyrir ferðina, og vora þau nú dreg- in fram. Siglingaleiðin inn Vest- mannasundið er tilkomumikil, sæbrött fjöll á bæði borð. Fyrsta höfnin sem komið var til var Vestmanna á Straumey en þangað komum við kl. 18.45 að staðartíma. Meðan áhöfnin á Urtu dreif sig í bað í gagnfræðaskólan- um, fóra hinir að hringja í Þorleif Geirsson í Sandavogi á Vogey. Kom þá í ljós að hann hafði útveg- að okkur bryggjupláss þar, og að auki færeyskan bjór, því hann þekkti óskir „Landans". Var þá siglt af stað í snatri til Sandavogs en þar var vel tekið á móti okkur af Þorleifí og konu hans, Katrínu Magnúsdóttur, af miklum höfð- ingsskap. Hjá þeim fengum við að hringja heim, því hvergi fund- um við símstöð þar sem við gætum hringt til íslands og látið vita af okkur. Bæjarbúar vora einstak- lega greiðviknir, og fengum við afnot af félagsmiðstöð bæjarins til böðunar og þvotta. Næstu tveir dagar fóru í að skoða sig um og kynnast Vogey. Við fóram í stuttar gönguferðir og skoðuðum bæinn. Færeyjar eru Á leið tíl Þórshafiiar. mjög brattar, undirlendi lítið, en grasi vaxnar upp eftir öllum hlíðum, og alls staðar er fé á beit. Einum úr hópnum varð að orði: „Ekki vildi ég vera smali hér!" Það sem alls staðar blasir við er hversu mikil snyrtimenni heimamenn era. Flest húsin era eins og nýmáluð og við mörg þeirra era þurrkhjallar, sem sér- kennilega lykt lagði af. Trillumar einstaklega þrifalegar. Notuðum við einn daginn til að fara í skoð- unarferð um eyjuna, til Sörvogs og Böur. Fengum okkur kaffí á flugvellinum í nýrri og myndar- legri flugstöðvarbyggingu, en virtist eitthvað ódýrari en Leifs- stöð. Eyjaskeggjar vora einstak- lega vingjamlegir í garð okkar íslendinganna og laugardags- kvöldið 11/6 þegar haldið var brúðkaup mikið í Sandavogi var íslensku áhöfnunum boðið. Dans- aðir vora færeyskir dansar fram eftir nóttu, og skemmtu sér allir, vel. í veislunni var boðið m.a. skerpukjöt, og þekktum við þá aftur lykt þá sem lagði af þurrk- hjöllum heimamanna. Næsta dag færði Þorleifur áhöfninni (á Paradís skerpukjötslæri sem skip- stjórinn þáði með þökkum, en áhöfnin hótaði uppreisn nema lærið væri geymt fram í akkeris- geymslu. Þennan sunnudag, 12. júní, var síðan haldið frá Sanda- vogi áleiðis til Þórshafnar. Höfð var stutt viðdvöl á eynni Hesti, en höfnin þar er svo lítil að varla var pláss fyrir fjóra segl- báta þar inni. Athygli okkar vakti skemmtilegur hlaðinn gijótvegg- ur upp af höfninni úr sæbörðu fjöragrjóti. Til höfuðstaðarins Þórshafnar var komið um kl. 18.50 að kvöldi eftir 26 mflna siglingu á seglum alla leiðina. Tollskoðun fór þar fram, með mikilli vinsemd og skilningi. Höfnin er góð, og full Tinganesið í Þórshöfii. af smábátum, nokkrar seglskútur vora þama, allar erlendar. Þama búa um 15.000 manns, og ber staðurinn öll merki þess að hann er höfuðstaður eyjanna. í Sandavogi höfðum við byijað að lesa bók Hannesar Pétursson- ar, Eyjamar átján, sem er dagbók úr Færeyjaferð hans 1965. í henni fundum við ágætis yfírlit um sögu eyjanna og hvemig honum komu þær fyrir sjónir fyrir 23 áram. Við skoðuðum helstu merkis- staði bæjarins næstu daga. Það sem helst vakti athygli okkar var Tinganesið sem er elsti hluti Þórs- hafnar. Þar era götur þröngar og við þær gömul lítil hús er hallast hvert upp að öðra. Mörg þeirra er verið að gera upp. Enda virðist það vera í tísku að búa á Tinga- nesi. Einnig skoðuðum við Norr- æna húsið og helstu stórverslanir. Flest veitingahús staðarins vora reynd. Skiptar skoðanir vora um ágæti þeirra, en sameiginlegur galli allra þeirra var, að enginn var vínlistinn. Greinarhöfimdar komnir til Færeyja. Þriðjudaginn 14. júní fóra greinarhöfundar í skoðunarferð í bfl um Straumey og hluta af Austurey. Komum m.a. í Saksun, en það er einn afskekktasti staður eyjanna. Þar er nú minjasafn. Safnvörðurinn er íslensk kona er flutti ung til Færeyja og talar vita- skuld enn mjög góða íslensku. Fórum þaðan til Eiðis, en það er dæmigerður fískibær á Austurey. Þar var okkur túristunum sýnt þegar verið var að landa físki af Islandsmiðum. Vegakerfíð er all- staðar mjög gott, með göngum og skörðum, en það er samt öllu skemmtilegra að sigla milli eyj- anna. Hvar sem við fóram um sáum við laxeldiskvíar. Tíminn í Þórshöfn var einnig notaður til að ditta að bátunum, gera við það sem úrskeiðis hafði farið. Ennfremur var keyptur kostur í Kringlu þeirra Þórshafn- arbúa, er nefnist Mikligarður. Við fengum að hringja heim á Sjó- mannaheimilinu. Þess háttar heimili var einnig í Klaksvík. Þessi sjómannaheimili era hrein og snyrtileg, selja góðan mat á vægu verði og þar fæst ódýr gisting. Ennfremur er þarna góð síma- þjónusta. Veðrið var gott meðan við dvöldum í Þórshöfn, eins og reyndar allan tímann sem við vor- um í Færeyjum, sólskin og þurrt. Eyjamar era annars þekktar fyrir þoku og rigningu. Miðvikudaginn 15. júní var siglt frá Þórshöfn til Klaksvíkur. Þang- að var komið eftir 26 mflna skemmtilega siglingu milli eyj- anna. Þessi staður er mjög ólíkur öðram bæjum sem við höfum komið til. Hann ber þess merki að vera mikill athafnabær, enda er þetta stærsti útgerðarbær Fær- eyja. Þar fundum við matstað við höfnina er heitir Reykstofan, en eigandinn þar er íslenskur, Sig- urður Þór Ottósson, og reyndist hann okkur vel. Þessi vinabær Kópavogs var skoðaður, og þama erm.a. falleg og stflhrein kirkja. Þetta var síðasti viðkomustaður fyrir heimferð. Því var strax farið að huga að veðri, og hringt í Veðurstofu íslands til að fá fyrir hafíð milli Færeyja og íslands. Ákvörðun var tekin að leggja af stað heim á leið næsta dag. Við hrepptum vitlaust veður á leiðinni heim, mikið særok og 8-10 vindstig. Sjaldan höfum við verið eins fegnir að hafa fast land und- ir fótum og þegar við náðum inn á Djúpavog á miðnætti 17. júní, og sjaldan verið eins þreyttir. Sofíð var fram til hádegis næsta dag, en þá var hafíst handa við að þrífa og þurrka bátana og gera við ýmislegt sem úrskeiðis hafði farið. Vegna veðurs vora bátamir skildir eftir á Djúpavogi, en áhafnimar flugu til Reykjavíkur um kvöldið. Bátunum var síðan siglt til Reykjavíkur nokkram vik- um seinna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.