Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 3
Manmg H@S® [y] 'n| b][Tj ía] SSrrjsg Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 691100. Stúdents- próf var mikil menntun í þá daga, segir Stefanía Guðjóns- dóttir, ekkja Lárusar Jóhannessonar, í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur. Hún var af alþýðufólki kom- in og ólst upp í Skuggahverfínu. Gagnstætt því sem þá var algengast, fór hún f Menntaskólann og tók stúdentspróf og það árið voru aðeins tvær stúlkur, sem luku því. Ferðablaðið er heldur betur á framandi slóðum núna. Þær Guðlaug Steindóttir og Linda Björk Hólm segja frá ævintýraferð til Galapagoseyja út af strönd Ekvador í Suður Amer- íku, sem fægar eru m.a. fyrir fjölskrúðugt dýralíf. Ennfremur er sagt frá ævintýrasiglingu frá Vestmanna- eyjum til Færeyja. Forsíðan Myndin er af nýju kirkjulistaverki: Kórmynd í Háteigs- kirkju eftir Benedikt Gunnarsson listmálara. Hann vann samkeppni, sem kirkjan efndi til um listaverk í kór kirkj- unnar og þessi altaristafla Benedikts er í senn frumleg og tekur mið af bogadregnum formum kirkjunnar. Hér koma fyrir kristin tákn og umfram allt krossinn, sem tengir myndhlutana tvo, sem jafnframt eru táknrænir fyrir himinn og jörð. Verkið var unnið í mósaík úti í Þýzkalandi og er nánar sagt frá því á bls 9. Gótfteppin eru ekld alveg eins þirfaleg og við höldum, jafíivel þótt ryksugað sé vikulega. í þeim er flölskrúðugt lífríki, sem ekki sést með berum augum, en þyriast upp þegar gengið er um gólf og ekki sízt þegar tyksugunnmi er beitt. ---------------;-----------------------------í SNORRI HJARTARSON IMú greiðist þokan sundur Nú greiðist þokan sundur yfir sjónum og suðrænn ljómi stafar breiðar öldur og streymir himinhlýr í köldum blænum um holt og nakinn meið, og áin glitrar undir sól og heiði en undir bældri sinu stráin dreymir og hjartað gleymir stutta unaðsstund stormum og hrundum múrum. Senn vaknar jörðin ung sem áður fyr, með elfarflaumi vorið ber að dyrum, sólhlýum byr í seglin bláu andar og sandinn hvíta fægir léttum bárum, því yndissmáir eru fætur þeir sem eiga senn að stíga þar á land með frið og líkn; hún lét í haf í dag til langþráðs tryggðafundar. Gætið þið hennar, góðu þýðu vindar, og greiðið henni för um djúpin víð! Eg hvíli einn við opin hallarrið í ugg og von, mér blæða heitar undir sem engin nema ísold bjarta, þú mín unga þrá, má græða. Ég man, ég man þá eilífð angri firrða í örmum þínum, vors míns frjóu kyrrð; lauf spratt á skógum, hvítir söngvar svifu svanir af hafi, blóm af aldinkvistum, og allt var gleði, fegurð, frumung dýrð. Fölan og örvum nístan vegna þín lykja mig snjógrá línþök, kaldir skuggar og Iangar stundir. Já ísold ísold flýttu þinni ferð því feigðin situr þyrst við rauðar lindir! Þau nálgast seglin blá sem blóm í hlíð og byrinn kvíðans nöpru raddir þaggar, ég bíð þín rór, mér vaggar draumaværð, finn voryl kveðju þinnar strjúka um vanga; fínn mjúkar bjartar himinhendur fara um hjartasár mín, græða þau og Ijúka upp þokuhliði þess sem áður var, hins þráða græna friðlands okkar beggja. Land tækifæranna að er stundum haft í flimtingum um sveitir, sem orðnar eru sárlega fámennar, að þar séu embættismenn orðnir fleiri en íbúamir. Það þarf hreppstjóra, hrepps- nefhd og oddvita hennar, hundahreinsunarmann, fjallkóng og fjall- skilanefnd, bamavemdamefnd og áfengis- vamamefnd og hvað þær nú heita allar. Skólinn er sennilega horfínn úr sveitinni, en kirkjan er eftir, og þá þarf sóknamefnd, meðhjáJpara, organista og helst einhvem vísi að kirkjukór, og loks þarf einhver að sjá um veðurathuganimar. (Hér teljum við einungis opinber störf, ekki frjálsan félags- skap eins og kaupfélagsdeildina, kvenfélag- ið og ungmennafélagið.) Það þarf ekki að vera fjarri lagi að embættin séu tvö eða þijú að jafnaði á hveija fulltíða manneskju með heilum sönsum. En embættin em auð- vitað flest ólaunuð og ekkert þeirra er neitt í Kkingu við aðalstarf. Þegar við hæðumst að embættafjölda fámennra sveita, er það af því að við höfum þéttbýlið til viðmiðunar. Þar eru flestir íbú- amir embættislausir með öllu, enda nytu margir þeirra hvorki eigin trausts né ann- arra til opinberra trúnaðarstarfa. Þar gildir verkaskiptingin: fáir trúnaðarmenn og ráðn- ir embættismenn annast um málin. I sveit- unum er ekki um annað að ræða en að fá sem flesta til að spreyta sig. Hvort er nú betra? Vissulega er það oft vandamál í fámennum byggðum að fínna fólk sem ræður við öll verkefnin; það er raunar ein af röksemdunum fyrir samein- ingu sveitarfélaga. Á hinn bóginn em verk- efnin viðráðanlegri í smærri byggðum; þar er auðveldara að hafa yfírsýn yfír hin sam- eiginlegu mál og öll samskipti em milli kunningja og granna. Þar við bætist að margir vaxa með verkefnum sínum, verða þroskaðri og fjölhæfari menn vegna þess margvíslega trúnaðar sem þeim er falinn. í fámenninu fá margir tækifæri til að spreyta sig eitthvað. í flölmenninu em þeir fáir, en þeir fá líka tækifæri til að takast á við stærri verkefni og helga sig þeim við miklu betri aðstæður, kannski í fullu starfí með skrifstofulið og ráðunauta á hveijum fíngri. Sama á við í félagsmálum og menning- arlífi. í þéttbýlinu höfum við greiðan aðgang að þjónustu listamanna og skemmtikrafta og að hvers kyns dægradvöl sem fram er boðin gegn gjaldi. Nokkur hópur þéttbýlis- búanna fær líka tækifæri til að helga sig menningu, listum og skemmtunum sem lifí- brauði. I stijálbýli er varla um slíka atvinnu að ræða, en hins vegar meiri hvati fyrir áhugamenn að spreyta sig í frístundum. Að vissu leyti er hið sama upp á teningn- um ef við berum okkar íslenska samfélag saman við milljónaþjóðir umheimsins. ísland er land tækifæranna, hinna mörgu og smáu tækifæra. Af fullvinnandi fólki er u.þ.b. einn af hveijum 10.000 annaðhvort forseti, bisk- up, ráðherra eða seðlabankastjóri. Eftir sama hlutfalli ættu 3.000 manns að gegna sams konar störfum í Frakklandi. Hvað þá ef við væri bætt þingmönnum og sendiherr- um, þjóðleikhússtjórum, flugmálastjórum og hitaveitustjórum, háskólarektorum og hæstaréttardómurum. Slíkir menn eru hlut- fallslega færri í Frakklandi, en eiga að sama skapi meira undir sér hver um sig (nema hel8t hitaveitustjóramir, en þar koma kjam- orkuverastjórar í staðinn). Mannvirðingum er sem sagt jafnar útdeilt í smærra þjóð- félagi en stærra. Sama gildir á sviðum vísinda, menningar og lista, og svo í sjáifum fíölmiðlunum. Það er út af fyrir sig fámenn sveit sem hér annast jarðfræðirannsóknir eða semur orðabækur eða spilar í sinfóníuhljómsveit eða skrifar útvaipsfréttir. En þó eru það margir miðað við fólksflölda. Þegar hlutverkin em orðin svona mörg — alltaf miðað við fólksfjölda — þá verður smáþjóðin að jafna metin á sama hátt og fámenna sveitarfélagið, með því að fela sama fólkinu mörg verk í senn. Sérhæfíng í störfum verður minni en annars staðar og mikið um að verk séu unnin í hjáverkum ef ekki frístundum. Það er nærri því eðlilegt í fámenninu að upp komi nefndakóngar sem taka að sér að hafa vit á nánast hveiju sem er; það vantar bara nefndadrottningar til að nýta á sama hátt hæfíleika kvenþjóðar- innar. Það er líka alveg f stíl að við skulum eiga gríðarmarga góða rithöfunda — miðað við fólksfjölda — en flestir þeirra hafí aðra vinnu með, a.m.k. dijúgan hluta starfs- ævinnar. Hér verður tiltölulega auðvelt að „slá í gegn“ og verða „heimsfrægur um allt ísland" eins og það er kallað, og fjöl- hæft fólk þarf ekki að einbeita sér að einu viðfangsefhi til að „komast á toppinn", held- ur getur það notið sín við margt í senn. 1 kaffítíma um daginn heyrði ég fólk vera að býsnast yfir því hvað happdrættin okkar séu farin að auglýsa óhæfílega háa vinninga, því að það sé miklu farsælla að fleira fólk fái vinninga sem það munar veru- lega um en að örfáir fái risaupphæðir sem þeir hafi ekkert við að gera. Samkeppnin um auð, völd og frama er hjá stórþjóðunum lík happdrætti með fáum vinningum og stór- um. I okkar þjóðlífí er vinningshlutfallið kannski ekki hærra, en vinningamir dreif- ast a.m.k. jafnar, og er það ekki í rauninni farsælla? Helgi skúli Kjartansson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.