Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 10
Ljósmynd/Matthías Magnússon Sagan er ráðgáta og púsluspil að er aldrei minnst á byggingu í bókinni. Sagan heitir Byggingin og nafnið felur í sér ákveðna merkingu. Eg er að pæla í byggingu skáldsögu, er kannski að gera grín að hefð- bundinni byggingu, en sagan er líka skot á felld inní myndheildina og vísa til kristinna lífssanninda. I upphafi samkeppninnar um mósaík- verk í kór kirkjunnar samdi ég eftirfar- andi markmiðsþætti, sem ég byggði alla hugmyndaleit og vinnsluþætti á: 1. Myndin verður að túlka háleitan kristinn boðskap. 2. Myndformið verður að vera einfalt og auðskilið og taka mið af byggingarstíl kirkjunnar - innviðum hennar. 3. Viðfangsefnið skal leysast á persónuleg- an hátt og hafa fagurfræðilega skírskotun til framsækinnar samtíma myndlistar. Þetta eru þeir þættir sem baráttan stóð um að samræma. Þetta var mikil vinna og ströng. Frumvinnan hófst hér í kirkj- unni; hér sat ég löngum og velti fyrir mér alls konar samræmingarmöguleikum myndmáls og byggingarlistar. Af þessari grunnvinnu spruttu allar síðari hugmyndir og tillögur. Þar sem dómnenfnd samkeppninnar valdi endanlega fyrmefnt verk mitt úr flokki innsendra tillagna, má telja að sam- ræming markmiðsþáttanna sem áður get- ur, hafi tekizt. I álitsgerð dómnefndar stendur m.a.: „Verkið sýnir vel þann grundvöll sem kristin kirkja byggir á, þ.e. hinn eilífa Guð, sem sendirsyni sínum Ijósið tiljarðar- innar - Guð reisir kirkju sína ájörð... Form verksins falla vel að byggingarstíl kirkj- unnar“. Eins og lífíð sjálft kviknar mynd mín af andstæðum - þ.e. form- og litfræðilegum andstæðum. Hún fjallar í knöppu formi um ljósið, ígildi lífsins sjálfs andspænis hrópandi kvöl og nístandi sorg. Hún er um hið sístreymandi lífsins Ijós, sem aldr- ei slokknar þótt fari langt um dimman og kaldan veg himindjúpsins. Hún er um Ijó- sið, sem þú átt líf þitt undir og ef til vill sálarheill. Hún er um sannkristin, guðleg öfl sem megna að færa þér huggun, frið og fegurð, hvort heldur þú tekst á við harminn eða fagnar lífí á gleðistund. Hún er um lífssannindi, sem alla varðar. Lítum nánar á myndina: A dimmbláum hringfleti lýsist upp helg- asta tákn kristindómsins, krossinn. Birtu sína fær hann að ofan, frá því afli sem tákngert er efst í ytra hringformi myndar - tákni heilagrar þrenningar. Þar er guli hringurinn tákn eilífðar, hvíti upphleypti hringurinn tákn Guðsföður, sonar og heil- ags anda. Ytri hringurinn, sem umlykur myndkjamann, krossinn og krossgrunn- inn, er Ijóðrænt tilbrigði við hringtákn eilífðarinnar. Hringurinn er sömuleiðis Ijósleiðari, sem flytur fjölbreytta, gullna birtu kringum myndmiðjuna. Efst er birtan sterkust en dvínar eftir því sem neðar dregur í hringblámanum. Ljósið lifír samt áfram í myrkustu hlut- um hringsins f formi lítilla blaðgullsflfsa, sem eru þar til að endurkasta hlýrri birtu. Lóðrétti flötur krossins leiðir marglitt Ijó- sið niður í blágrænu hálfhring, sem er hugsaður sem tákn jarðar og þjónar um leið sem baksvið altaris. Frá gullinni Ijóss- úlu jarðar, sem er í formrænni tengingu við krossinn, dreifíst svo birtan, hin kristnu lífsgildi í þúsundum litbrigða, allt til endi- marka jarðarinnar. Krossinn er upphafínn í veldi ljóss og myndræns formsamspils. Hinir sterku litir hans hafa táknrænt og tilfínningalegt gildi um leið og þeir mynda sterkustu litfræði- legu átök verksins. Mósaíkverkið má einn- ig kalla persónulegan vitnisburð höfundar um djúpa sorg og huggun - einskonar sáttargjörð í grimmum tilfínningaátökum lífs og trúar. Hér er um sammannlega reynslu að ræða sem snertir veigamikið umfjöllunarstef í boðun kristinnar trúar. Myndlistarverk í kirkju tengist predik- uninni og öllu helgihaldi kirkjunnar, beint og óbeint Það á að hvetja manninn til hugleiðinga um kristin lífsviðhorf, um dýpstu rök tilverunnar og um stöðu manns- ins í veröldinni. Það á að glæða fegurðar- skyn, efla tilfínningaþroska ogfæra mann- inn þannig nær Guði. Jesús Kristur er aflvaki þessa mósaík- verks, mynd hans lýsir alla innviði þess. Megi myndsýn mín og túlkun flytjast áfram og verða samgróin trúarvitund og lífísem fíestra manna. Megi kirkjan áfram vera það afl í íslenzkri menningu sem hún ætíð hefur verið og nýta sér mátt listarinn- ar ísókn sinni og baráttu fyrir manngildis- hugsjón kristinnar trúar og fyrir vemdun lífs á jörð“ GS. Rætt við JÓHAMAR, ljóðskáld og rokkara, sem heitir réttu nafni Jóhannes Óskarsson og sendi frá sér fyrstu skáldsögu sína fyrir síðustujól. Eftir ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR framúrstefnuskáldsögur. Sagan endar í anda James Joyce, því sem hann kallar Stream of consciousness, eða Ósjálfráð skrift, sem er aðferð sem súrrealistamir komu fram með, en Joyce endar Ulysses á þann hátt. í upphafi bókarinnar reisi ég múr, til að sortéra úr lata lesendur. Svo er þetta ástarsaga. Þeir sem hafa lesið hana segja að hún sé fyndin, en ég ætla ekki að fara neitt út í efni sögunnar. Sagan er hálf- gerð ráðgáta og ég upplifi hana svolítið eins og púsluspil. Ég er að vona að lesendur fái þannig meira út úr lestrinum, það er að segja, ef þeir komast í gegnum múrinn. Jóhamar, þekktari sem ljóðskáld og rokk- ari, hefur gefið út sína fyrstu skáldsögu. Smekkleysa gefur bókina út. Áður hefur hann gefið út smásöguna Leitina að spojíng. Jóhamar, hefur lesið upp ljóð á tónleikum, með ýmsum hljómsveitum, aðallega Sykur- molunum og sinni eigin hljómsveit, Hið af- leita þríhjól. Hann er einn af súrrealista- strákunum úr Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, sem á sínum tíma stofnuðu Medúsu og ráku galleríið Skruggubúð. Jóhamar les hærra en allir aðrir. Hann þrumar ljóð sín yfir áhorfendur af mikilli innlifun, stundum eru það opin bréf til Steingríms Hermanns- sonar, eftir Þór Eldon, eða hin fræga skammarræða, Þið getið ekki neitt, sem er ljóð. „Það er nauðsynlegt fyrir mig að vera í tengslum við músík. Eða það er einfald- lega brot af mínum heimi. Ég vil ekki sleppa því að hafa hljómsveit og vera rokkari. Upplestrartækni mín hefur þróast í gegnum rokktónleika. Tungumálið er til að tala það. Upplesturinn verður sjóbiss og á tónleikum skilur fólk hvað ég er að tala um, skilur þann heim sem ég hrærist í. Mér finnst mikill munur á því að lesa upp á Bestavini- ljóðsins, þar sem allir sitja penir og prúðir, vilja hafa það rólegt og gott — eða á rokk- tónleikum, þar sem fólk hikar ekki við að gúa mig niður, klappa og sýna viðbrögð. Ég þarf að beijast. Beijast fyrir athyglinni. ÉgErEkki að HNEYKSLA neinn — Hvað er svona pirrandi við Bestavin- Ijóðsins? Ég fæ einfaldlega klfgju við að horfa útí salinn. Ég mæti á svæðið og ætla að vera mjög penn, en það bara tekst ekki. Ég er ekki að koma til að hneyksla neinn. Ég nota röddina svona líka á tónleikum, vegna þess að það passar og svo er þetta oft ekk- ert annað en stress. En áhorfendur skiptast yfirleitt í tvo hópa, sumir ffla þetta, aðrir ekki. — En eigum við að halda þræðinum... í sambandi við skáldsöguna? Það er mikill söguþráður í bókinni. Ef til vill finnst hann ekki, en hann er ekki dulbú- inn fyrir mér. Sagan er byggð á eigin reynslu, eins og ég held að skáldskapur hljóti að vera, á einn eða annan hátt. Hvem- ig maður upplifir heiminn og eigin skáld- skap, hlýtur að vera reynsla. En ég ákvað ekkert fyrirfram, nema ég ákvað að lofa sögunni að gerast. Þegar ég skrifa, byija ég oft einhvernveginn, á einu orði, tré, hús ... eða þegar ég er að dfla við persónur vilja þær oft fljúga út í loftið. Stundum tek ég eina gamla setningu, sem ég á í fórum mínum og spinn með hana. En samt er Siggi í bókinni ekki ég. Ef þú skilur hvað ég er að fara. Ég hef margar skoðanir á hveiju máli. Heimurinn er síbreytilegur. — Er þá ekki gaman að fást við persón- ur sem eru ekki maður sjálfur? Gaman? Ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Ég get ekki verið án þess að skrifa. Ég ætlaði reyndar að verða málari. Kynnt- ist súrrealismanum í gegnum málverkin, eins og ég býst við að flestir geri. Þegar við vorum á kafi í þessu á Medúsutímanum var Alfreð Flóki okkar gúrú. Mér fannst hann eini myndlistarmaðurinn sem var að gera eitthvað af viti, og hann hefur ekki fengið þann sess sem honum ber. Ég hélt eina málverkasýningu í Skruggubúð. Reyndar langar mig að setja upp málverka- sýningu, sem yrði svipuð uppbyggð og skáldsaga. Kannski læt ég verða af því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.