Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 5
Frú Stefanía Guðjónsdóttir tveimur hurðum sem hann safnaði í úrvals- bókum. Hann átti íslendingasögumar fal- lega innbundnar, Eddumar og Skími, Grím Thomsen og margar fleiri. Pabbi var aldrei á réttri hillu í lífinu. Eftir að hann og mamma voru flutt hingað á Suðurgötuna til mín, í herbergi sem tengdamóðir mín leigði áður fyrri oft námsmönnum, þá sat hann jafnan í ljósgeislanum frá loftljósinu í miðju herberginu og las. Foreldrar mínir voru mjög áfram um að við systkinin lærðum Mamma hafði líka gaman af að lesa. Hún las dönsku þó ekki viti ég hvaðan henni kom sú kunnátta. Einu sinni var ég t.d. að syngja danskt kvæði úr bók sem Guðný systir mín var að læra í Kvennaskólanum, þá tók mamma undir. Hún kunni það kvæði. Mamma sá um að við bömin lærðum, en sjálf hafði hún takmarkaðan tíma til bóklest- urs. Fyrir utan heimilisstörfín saumaði hún ýmislegan fatnað fyrir heimilisfólkið, líka föt á pabba, sem var stór maður. Hún komst einhvemtíma á klæðskeranámskeið. Hún vann líka oft utan heimilis, t.d. við að breiða físk, og svo bar hún oft timbur með ann- arri konu hjá Völundi. Þær höfðu herðapúða og bám á milli sín á herðum sér timbur- stafla frá bryggjunni upp að Völundi. Ég var þá lítil og Guðný systir mín gætti mín heima á meðan, en bræður mínir voru í sveit. Seinna hafði mamma mig með sér í kaupavinnu á sumrin. Foreldrar mínir urðu langlíft fólk, mamma varð 94 ára og var hjá mér í 25 ár, en pabbi varð 87 ára. For- eldrar mínir voru mjög áfram um að við systkinin lærðum. Guðný systir mín var eitt ár í Kvennaskólanum og seinna í húsholdn- ingsskóla sem fröken Guðlaug Sigurðardótt- ir frá Kaldaðamesi stýrði. Þetta var mjög fínn skóli og systir mín þurfti að búa sig út með kappa og sérstaka kjóla. Ekki veit ég hvemig mamma gat útvegað henni þá. Guðný var líka látin læra að strauja, hjá konu sem kölluð var Guðrún strauj og hafði nemendur. Hún straujaði fyrir fólk bæði bijóst, kraga og skyrtur. Guðný lærði líka kúnstbroderí og vann um tíma á kjólaverk- stæði. Guðný giftist Óskari Ámasyni hár- skera og þau eignuðust fjögur indæl böm. Guðni bróðir minn var sendur að Hvann- eyri. Hann hét eftir fyrri manni mömmu. Pabbi þekkti Halldór á Hvanneyri og sendi Guðna til hans. Halldór kvað svo uppúr með það að Guðni væri ekkert fyrir búskap svo það varð úr að hann fór komungur til Ameríku og kom undir sig fótunum þar. Lærði að mála og var í Ameríku í 19 ár og kom aðeins einu sinni heim þann tíma. Svo flutti hann heim og giftist hér og vann fyrir sínu heimili sem málarí. Sigurður bróð- ir minn fór í kennaraskólann. Hann var mikið fyrir sögu og landafræði en var lítið fyrir stærðfræði eða slík fög. Seinna var Börn Lárusar og Stefaníu. F.v. Jóhannes, Jósefína Lára og Guðjón. hann í tíu ár við Askov-lýðháskólann. Hann kenndi lengi við Verslunarskólann og var af krökkunum kallaður Siggi lærer. Mig sendi mamma í saumatíma áður en ég fór í bamaskóla, ég á enn saumapoka o.fl. sem ég saumaði mér þá. Þegar ég kom í bamaskólann þá eignaðist ég margar góð- ar vinkonur, en ég mátti ekki fara inn til þeirra. Mamma vildi það ekki og ég fékk heldur ekki að hafa krakka inni hjá mér nema ég væri veik. Þama niður frá bjuggu mest húseigendur en við vomm bara leigj- endur. Þeir vissu af sér þessir sem áttu hús. Kannski var það þess vegna sem mamma vildi ekki láta mig vera inni hjá neinum eða hafa krakka inni hjá okkur, ég veit það þó ekki. Þó við ættum ekki hús þá fann ég næst- um aldrei til þess að við værum fátæk. Ég man þó að ég fékk ekki að kaupa dýran hatt sem mig langaði eitt sinn í. Það fékk vinkona mín sem átti heima fyrir neðan mig og átti föður sem vann í sláturhúsinu og hafði miklu hærra kaup en pabbi. Hún fékk plusshatt sem kostaði 5 krónur en ég fékk bara flókahatt sem kostaði 3 krónur. Hennar hattur var blár og sá litur klæddi mig mjög vel því ég var ljóshærð, en minn hattur var ekki blár. En ég fékk svo fínni hatt seinna, þegar ég fékk stúdentshúfuna. Ég missti mína einu æskuvin- konu Ég fór í menntaskólann beint úr bama- skóla. Til að komast í menntaskóla þurftu menn að hafa 35 stig en ég hafði 50. Með mér fór æskuvinkona mín sem hét Ingveld- ur Klara Sveinsdóttir, pabbi hennar var snikkari og hún var austan úr Fljótshlíð. Hún dó úr „galoperandi" berklum þegar við vorum í fimmta bekk í menntaskólanum. Þá fannst mér veröldin mín vera að hrynja. Við höfðum alltaf verið saman og einnig lesið mikið saman. Svo fór hún skyndilega á hælið og var þar í tvo mánuði. Ég heim- sótti hana þangað, gangandi náttúrlega. En henni batnaði ekki, berklamir drápu hana, eins og svo margt ungt fólk á þeim árum. Ég missti þannig mína einu æskuvin- konu. Hinar stelpúmar sem ég þekkti áður en ég fór í menntaskólann fóru ekki í skóla. Þær urðu búðarstúlkur eða vinnukonur og ég missti alveg samband við þær. Við byijuðum níu stúlkur í menntaskólan- um en vorum bara tvær sem lukum stúd- entsprófí, ég og Ingibjörg Bjömsdóttir Berg- mann, sem lengi var bankagjaldkeri í Lands- bankanum en nú er látin. Bekkjarbræður okkar vom slíkir séntilmenn að þeir brúk- uðu aldrei grófyrði í návist okkar Ingibjarg- ar. Þetta urðu líka allt tómir læknar og lögfræðingar. Við emm fjögur skólasystkin á lífi nú. Þeir héldu mjög vel saman strák- amir og hittust oft, en það vom þeirra skemmtanir, við Ingibjörg fengum ekki að vera með í því. Ég bragðaði ekki vín fyrr en ég var komin á sextugsaldur, þá sagði ég við Guðjón son minn: „Ætli mér sé ekki óhætt að fara að taka sherryglas eða borðvín úr þessu." Jú, hann hélt það nú. Síðan hef ég gert það, en í miklu hófi. Eg varð stúdent 30. júní 1922 með fyrstu einkunn, og þann dag komum við öll saman skólasystkinin í Kveldúlfsporti, Thor Thors var með mér í bekk. Þaðan fómm við á Þingvöll og þar vomm við í 3 daga. Þar var gaman, strákamir skemmtu sér við að fljúgast á í Almannagjá, obbolítið kenndir, í yndislegu veðri, það var alltaf gott veður í þá daga. Eftir stúdentspróf tók ég „fíluna", sem var fyrsta árið I Háskólanum. En ég ætlaði mér aldrei í neitt sérstakt nám. Þá var ég trúlofuð Lámsi Jóhannessyni sem ég hafði kynnst meðan ég var enn í mennta- skólanum. Hann kom oft upp í skóla á laug- ardagseftirmiðdögum. Hann var rúmum þremur ámm eldri en ég og var þá að ljúka háskólanámi. Hann sat reyndar stutt í menntaskóla því hann fékk berkla og varð að lesa mikið utanskóla. Hann tók samt afar góð próf. Hann tók lögfræðina yngst- ur, á stysta tíma og með hæstu einkunn, sem þá hafði verið gert. Honum stóðu eftir það allar gáttir opnar. Við Lárus gifitum okkur hjá séra Bjarna Þegar við Láms höfðum opinberað trúlof- un okkar bá var ákveðið að Lárus Jóhannesson holdningsskóla en það varð nú minna úr því en ætlað var. Eftir stúdentsprófíð veikt- ist ég af hægfara botnlangabólgu en fékk svo svæsið kast og var skorin upp á líf og dauða. Eftir að mér batnaði giftum við Láms okkur hjá séra Bjama og sungum sjálf við athöfnina. Tengdafaðir minn var bæjarfógeti í Reykjavík þegar ég kom í fjöi- skylduna. Hann var með kontóra uppá lofti í Þórshamri og bjó þar á miðhæðinni. Árið 1924 gekk Láms frá kaupum á Suðurgötu 4 fyrir föður sinn og þá fluttu tengdaforeldr- ar mínir hingað. Tengdamóðir mín bjó til garð við þetta hús, sem lengi var talinn fallegasti garður í Reykjavík. Láms hafði kontóra sína á efstu hæðinni en þau bjuggu á miðhæðinni. Við Láms fluttum sjö sinnum áður en við settumst að hér á Suðurgöt- unni. Við byrjuðum að búa á Baldursgöt- unni í húsi sem byggt var í burstabæjarstfl af Jóni Þorlákssyni. Svo fluttum við á Lauf- ásveg 10. Eigandinn hét Finnur Thorlacius, þar vomm við í fímm ár. Þá fluttum við enn með öll þau ósköp sem við áttum af húsgögnum. Það vom húsgögn í kontór, borðstofu, svefnherbergi og stássstofu. Þetta átti Láms allt saman áður en við gift- um okkur. Hann hafði keypt stofumublur af Guðmundi Eiríks, móðurbróður Vigdísar forseta, þegar hann var komungur maður. Þetta átti hann allt þessi tvö ár sem við vomm trúlofuð. Einhver sagði við tengda- föður minn að það væri óskiljanlegt að fólk sem ætti svona mikið dót skyldi ekki eiga hús. Árið 1941 eignuðumst við Suðurgötu 4. Skömmu áður hafði tengdamóðir mín veikst. Hún datt niður stiga og fékk mikið höfuðhögg og varð aldrei söm eftir það. Nokkm seinna fluttu þau til Elínar, yngri dóttur sinnar, og manns hennar, Bergsveins Ólafssonar augnlæknis, en við fluttum á Suðurgötuna. Þá sagði Láms við mig: „Við skulum hafa kontórana niðri, þeir em okkar lifibrauð," og þannig höfðum við það. Stéttaskipting var miklu meiri í þá daga en nú er. Það vom því að sumu leyti tölu- verð viðbrigði fyrir mig að giftast inn í fjöl- skyldu Lámsar, sem var yfirstéttarfjöl- skylda. En mér fannst ég eiga allan heiminn þegar ég var orðin stúdent og það hjálpaði mér mikið. Stúdentspróf var mikill áfangi og mikil menntun í þá daga. Þegar við Láms höfðum opinberað trúlofun okkar komu tilvonandi tengdamóðir mín og Anna dóttir hennar, heim til móður minnar. Hún var þá að þvo útitröppumar, blessunin, en ég var ekki heima. Foreldmm mínum og tengdaforeldmm kom ágætlega saman þó staða þeirra í þjóðfélaginu væri ólík. Guð veit að aldrei hef ég séð fallegri mann Ég var alin upp á heimastjómarheimili, pabbi hélt mikið af Hannesi Hafstein og hann hefur alla tíma verið mitt uppáhalds- skáld, hann er svo karlmannlegur. Mamma benti mér á hann í kirkju og guð veit að aldrei hef ég séð fallegri mann, hvar sem á hann var litið. Ég gleymi því ekki sem mér var sagt af honum þegar Ingvarsslysið varð. Hann ku hafa ætt með ströndinni í þessu voðalega roki og reynt að fá menn til að fara skipveijum til bjargar. En það var ekkert hægt að gera fyrir þá, og fólkið á ströndinni sá hvemig þeir hurfu í hvítfyss- andi sjóinn, einn af öðmm. Þetta var árið 1907, ég var þá 5 ára og man vel eftir þessu ægilega veðri. Hannes er enn mitt uppáhaldsskáld. Láras hélt aftur á móti mikið uppá Stefán frá Hvítadal, hann kunni mikið af kveðskap hans utanbókar og vitn- aði oft í hann: „Þá er ekki þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín,“ sagði hann gjam- an. Láms var sjálfur vel hagmæltur maður. Ljóðskáld vom mönnum hjartfólgin þegar mmmmmmmmmmmmmmmmm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.