Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1989, Blaðsíða 9
rúmsloftinu. En þessi aðferð hefur heldur óheppilegar aukaverkanir: Rakinn í teppun- um skapar sveppagróðri álq'ósanleg lífsskil- yrði. I röku og hlýju umhverfi þrífst slíkur sveppagróður ágætlega og myndar brátt örfín grókom, sem einnig geta orsakað of- næmi. Fjölskrúðugt LÍFRÍKI Áttfætlu-mauramir em sem sagt alls ekki einustu lífvemmar, sem dafna í rykinu innanhúss. Fjölmargar tegundir baktería og sveppa hafa sérhæft sig í að nýta það æti sér til viðurværis, sem fyrir hendi er í ryk- inu í híbýlum manna. Keratín úr húðflögum, kítín úr ytra byrði skordýra og sellulósi úr timbri og pappír em allt efni sem einungis fáar lífvemr geta hagnýtt sér sem næringu. En samt em þó nokkrar lífvemr sem lifa góðu lífi á þess háttar efnum í rykinu, til dæmis örsmáir sveppir eins og cladosporium og altemarra. Nokkm stærra dýr, sem einnig þrífst ágætlega á því æti sem í rykinu finnst, er kallað silfurtítla. Hún lifír að vísu ekki á rykinu sjálfu, heldur nærist á .hinum fjöl- mörgu trefjum sem innihalda sellulósa og em í bland við rykið. Þau á að gizka 400 öjóduftskom og 300 000 sveppagró sem að meðaltali em fyrir hendi í einu grammi af húsryki, mynda nauðsynlegan fjörefna- auka bæði handa silfurtítlunum og öðmm dýmm sem lifa af rykögnunum í húsrykinu. Ryk Berst Víða Að Hvaðeina sem menn taka sér fyrir hend- ur hefur í för með sér rykmyndun, og er aðalreglan sú, að því kappsamlegar sem gengið er til verks, þeim mun meiri er ryk- myndunin. Maður sem stendur kyrr eða sit- ur fellir rúmlega 100 000 örsmáar agnir á hverri mínútu. Sé unnin vinna af léttara tapnu, er rykmyndunin strax orðin um það bil tíu sinnum meiri. Og það er ekki nóg með, að hvers konar athafnasemi verði þess valdandi að ryk myndist, heldur þyrlast um leið upp það ryk, sem fyrir er, og dreifíst vítt og breitt. En það er þó einungis einn þriðji hluti alls ryks, sem myndast beint af mannavöld- um, því að náttúran sjálf sér um að mynda meginhlutann, m.a. við eldgos og skógar- elda. Hið gífurlega sprengigos í eyjunni Krakatá í indónesíska eyjaklasanum í ágúst- mánuði 1983 var ekki einungis hinn mesti voðaatburður fyrir alla Indónesíu heldur einnig stærsta og magnaðasta rykupp- sprettan á jörðu frá því að sögur hófust. Þá spýttust hvorki meira né minna en 16 rúmkílómetrar af ryki og gjósku upp í 40 km hæð. Þremur árum eftir að Krakatá sprakk í loft upp var dagsljósið daufara en við eðlilegar aðstæður víða í heiminum — einnig í Evrópu — vegna þess mikla magns af rykögnum í andrúmsloftinu sem gosið olli. Vindar sjá um að bera rykið vítt og breitt út um allar jarðir, heimshomanna á milli. Samsetning þess er þó verulega mis- munandi frá einum stað til annars, og stafar það m.a. af því að byggingarefni er margvíslegt og byggingaraðferðir frá- brugðnar eftir stöðum á jarðarkringlunni. Meira Rykfall Innanhúss Enutan Jafn furðulegt og það kann að virðast þá er það samt staðreynd, að rykfallið er um það bil tvisvar sinnum meira innanhúss en utan; eina undantekningin frá þessari reglu er lykmettað loft í miklum iðnaðar- borgum. Vilji menn því hafa minna ryk í híbýlum sínum, er gott að galopna gluggana og láta kröftugan súg sópa burt rykskýinu innanhúss. Ferska loftið sem berst inn í húsið flytur samt með sér örlítið magn af plöntuftjódufti, grókomum sveppa, sótagn- ir, sandkom og hluta af líkamsleyfum skor- dýra og leirdusti sem blandast því ryki inn- anhúss, sem eftir situr, efítr að búið er að viðra húsakynnin. Rykið á heimilum manna endurspeglar annars einkar vel samsetningu jarðvegsins í næsta nágrenni hússins. Sand- ur og leir verður alltaf í mestu magni á þeim hæðum sem em næst jörðu, því að mikið af því ryki sem berst inn í hús að utan, kemst inn fyrir þröskuldinn á skóm og fatnaði íbúanna. Innanhúss er líka þó nokkur munur á samsetningu ryksins eftir herbergjum. Ryk- ið í svefnherbergi líkist ekki svo mjög því ryki, sem fyrirfínnst í eldhúsi heimilis. í stómm dráttum má greina af samsetningu ryksins, til hvers viðkomandi herbergi er notað. Segja má, að heimilisiyk sé bæði spegilmynd af framferði og háttum þess fólks sem myndar það, og er auk þess ein- staklega kröftugt og margbreytilegt lífríki með eigin, sérstaklega aðhæfðar lífvemr sem þar dafna. Kórmynd í Háteigskirkju ákvæði fylgdi, að verkið skyldi unnið í mósaík. Sú varð niðurstaðan, að nefndin valdi úr þijá listamenn í lokaða sam- keppni: Björgu Þorsteinsdóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Benedikt Gunnarsson. Þau skiluðu hvert um sig fleiri en einni tillögu og dómnefndin, skipuð Halldóri H. Jonssyni arkitekt kirkjunnar, Leifí Breið- §örð glerlistamanni og séra Tómasi Sveinssyni sókarpresti í Háteigssókn, fór með tillögumar í kirkjuna, þar sem þeim var varpað með ljóskastara á kórvegginn. Endanleg niðurstaða varð eins og kunn- ugt er sú, að önnur af tveimur tillögum Benedikts Gunnarssonar var valin og var hún unnin í mósaík hjá glermyndafyrirtæk- inu Franz Mayersche Hofkunstanstalt í Múnchen í Þýzkalandi. Sjálfur fór Bene- dikt einnig utan til að hafa umsjón með verkinu og réði því, að myndin er ekki með flötu yfirborði eins og stundum tíðkast, heldur er hún lögð úr mjög mis- þykkum steinum og fæst af þeim sökum sérstakt birtuspil og þrívíddaráhrif. Þetta glermyndafyrirtæki var stofnað 1845 og er eitt stærsta sinnar tegundar í Þýzkalandi og hefur unnið steinda glugga og mósaíkmyndir í á annað hundrað dóm- kirkjur víðsvegar í Evrópu og allskonar aðrar byggingar, til dæmis í Arabíu. En myndin í Háteigskirkju er hinsvegar sú fyrsta, sem Franz Mayer vinnur í kirkju á Islandi og í samvinnu við íslenzkan lista- mann. kór Háteigskirkju. Gunnarssonar í Ljósm.Lesbók/Bjami. Krossinn og ljós heilagrar þrenningar, nefnir Benedikt Gunnarsson kórmynd sína í Háteigskirkju. Þetta athyglisverða kirkjulistaverk var afhent við messu í kirkjunni 18. desembe sl. og við það tækifæri sagði listamaðurinn nokkur orð um verk sitt og birtist sumt af því hér. Kvenfélögin hafa látið margt gott af sér leiða og fleira en almennt er vitað. Meðal þess sem Kvenfélag Háteigs- sóknar hefur afrekað er að eiga frumkvæði að og hafa fjármagnað nýtt og áhrifamikið kirkjulistaverk í Há- teigskirkju. íslenzkir myndlistarmenn hafa verið næsta tómlátir gagnvart trúarlegum verkefnum, enda eiga fæstir þeirra verk í kirkjum, - og í annan stað stingur í augu, hvað sumar nýjar og nýlegar kirkjur eru listsnauðar. Þar á meðal má nefna stærstu kirkju landsins, Hallgrímskirkju, og fleiri af kirkjum höfuðstaðarins hafa ekki af miklu að státa í þessu efni. Kvenfélag Háteigssóknar vann þrek- virki við fjármögnun þessa verks. Formað- ur félagsins er Unnur Halldórsdóttir. Fyrst leitaði kvenfélagið til Kirkjulistamefndar, sem leitaði í fyrstu til nokkurra lista- manna, en undirtektir gátu naumast talizt góðar. Samt var myndefnið fijálst, en það Meginhluti mósaíkefnisins er hand- steypt plötugler og feneyskt glersmelti af mismunandi þykkt og áferð, ásamt margs- konar náttúrusteinum. Hvíti marmarinn er úr hinum frægu Carrara-námum á ít- alíu. Einnig eru í myndinni svonefndir hálf-eðalsteinar, svo sem sodalit, onyx og blátt granít frá Brasilíu, - og blaðgull og blaðsilfur, sem brætt er fast milli glærra gleija. Einnig antík-gler og þykkt, til- höggvið glært gler. Þetta er klassískt efni til mósaíkgerðar, framúrskarandi að feg- urð, litstyrk, blæbrigðaauðgi og ljósþolið er það eins og nærri má geta. Þegar kórmyndin var afhent við messu í kirkjunni 18. des. sl., flutti Benedikt Gunnarsson ávarp, þar sem hannn ræddi um þær hugmyndir, sem voru viðfangsefni hans. Verkið nefíiir Benedikt: Krossinn og ljós heilagrar þrenningar. Hann sagði m.a. svo: „Þungamiðja myndefnisins er krossinn, áhrifamesta trúartákn sem þekkist, tákn kristinnar trúar. Önnur tákn eru einnig i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. FEBRÚAR 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.