Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 2
IARKENNSLA Greinar fyrir Fræðsluvarp Fárfuglar og fuglamerkíngar Farfuglar og staðfuglar eru hugtök sem flestir kannast við, enda hafa árstíðabundin ferðalög fuglanna (svonefnt far) heillað menn um aldir. Menn tóku snemma eftir því, að vissar fuglateg- undir hurfu yfír vetrarmánuðina en létu sjá sig á ný að vori. Lengi var ekki vitað hvert fuglamir fóru, og tók ekki að rofa til að ráði í þeim efnum, fyrr en fundið var upp á því að merkja fugla með númeruðum málm- merkjum. Fuglamerkingar og þekking á farháttum fugla eru því óijúfanlega tengd. Farfuglar - Staðfuglar Meðal þekktustu farfugla okkar eru kría, heiðlóa og spói, en kunnir staðfuglar eru t.d. hrafn, fálki og ijúpa. í hugum flestra eru fuglar annaðhvort farfuglar eða stað- fuglar. Þetta er þó ekki alls kostar rétt, þar eð sumar tegundir eru að hluta til farfuglar og að hluta staðfuglar. Þar eru góð dæmi skógarþröstur og smyrill, álft og stelkur. Flestir einstaklingar þessara tegunda hverfa suður á bóginn á vetuma, en lítill hluti af stofnum þeirra þraukar hér vetrarlangt. Ekki er heldur allt sem sýnist hjá sumum þeirra tegunda, sem hingað til hafa verið taldir einna dæmigerðastir staðfuglar, s.s. snjótittlingur og sendlingur. Snjótittlingar hafa vissulega vetmrsetu hér á landi í ríkum mæli en einnig hefur komið í ljós, að marg- ir þeirra fara til Bretlandseyja á vetuma. Sendiingur er' algengastur allra vaðfugla í §örum okkar á vetuma en líkur em á, að þetta séu að miklum hluta aðkomufuglar og íslensku fuglamir leiti á aðrar slóðir. Komutími - FARTÍMI íslenskir farfuglar koma til landsins á mjög breytilegum tíma eftir tegundum. EftirÆVAR PETERSEN ' Sama á við um hvenær þeir hverfa á braut að varptíma loknum. Um aldir hefur lóan, svo dæmi sé tekið, boðað vorkomu og því tengist koma farfuglanna almennt vorinu í hugum fólks. Fyrsti eiginlegi farfuglinn, en það er sílamáfur, kemur þó þegar hér er enn hávetur, eða í febrúar. Heiðlóa, skógar- þröstur og tjaldur koma í marslok, en flest- ir em að byija að láta sjá sig í seinni hluta apríl. Seinastir koma óðinshani og þórs- hani, upp úr miðjum maí. Nú skyldu menn ætla, að þeir fuglar sem koma fyrstir fari fyrstir. Þessu er þó ein- mitt öfugt farið. Margar tegundir sem koma snemma, eins og skógarþröstur, heiðlóa og sflamáfur, em hér fram eftir öllu hausti og fram á vetur. Óðinshanar og þórshanar byija hins vegar að hverfa á brott þegar um mánaðamót júní/júlí, og því áhöld um, hvort unnt sé að kalla þá fslenska, þar eð þeir dveljast hér aðeins stuttan tíma ár hvert. ÁRANGUR MERKINGA Fuglamerkingar em enn þann dag í dag viðamikill þáttur í rannsóknum á lifnaðar- háttum fugla. Fýrir atbeina merkingastarfs- ins safnast smám saman vitneskja um hvar fuglamir dveljast á vetuma og hvemig ferð- um hinna einstöku tegunda er háttað, t.d. hvar þeir era á mismunandi tímum. Marg- vísleg önnur vitneskja fæst með merkingum, s.s. hversu langlífir fuglar verða, hvað verð- ur þeim að aldurtila, hvenær þeir verða kynþroska, o.s.frv. Hér er um mikið starf að ræða, enda þarf vanalega að merkja mjög marga fugla af hverri tegund til þess að skýr mynd fáist af farháttum þeirra. Oftast fínnst ekki aftur nema lítið brot þeirra fugla sem em merkt- ir. Það er þó mjög breytilegt eftir tegundum og fer talsvert eftir því, hvort um sé að ræða tegundir sem em veiddar eða ekki. Á seinustu ámm hefur færst í vöxt að merkja fugla með lithringjum (auk númemðu málm- merlqanna). Þá þurfa fuglamir ekki endi- lega að nást, heldur má þekkja einstakling- ana úr fjarlægð á litmerkjunum. Við þetta eykst mjög sá fjöldi merktra fugla sem finnst aftur, og þannig hafa sömu einstakl- ingar sést aftur og aftur. Merkingar hafa sýnt, að langflestir far- fugia okkar leita yfír tii Evrópu á vetuma, og em Bretlandseyjar þar langþýðingár- mestar. Þangað fara t.d. margir vaðfugl- anna, endur og gæsir. Sumar tegundir koma þar við eða eiga þar leið framhjá, s.s. heiðlóa og þúfutittlingur, sem fara til SV-Evrópu. Sandlóa, sílamáfur og maríuerla leita enn lengra suður, eða til NV-Afríku, en lengst flýgur krían, eins og mörgum er kunnugt. Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvar merktar íslenskar kríur hafa fundist erlendis. Örfáar íslensku fuglategundanna leita vestur um haf á vetuma, s.s. lundi og rita, en líldega einnig sendiingur og húsönd. Margir sjófuglar, eins og fýll og langvía, ferðast fram og til baka um N-Atlantshaf utan varptíma og teljast því tæplega til hinna eiginlegu farfugla. Öðm máli gegnir um skúm og súlu, sem einnig em sjófuglar; súlan leitar suður til Afríku en skúmurinn ferðast alla leið til S-Ameríku. ÁGRIPÚRSÖGU FUGLAMERKINGA Það var Dani nokkur, kallaður Fugla- Mortensen, sem árið 1899 hóf fyrstur manna að merkja fugla með því að setja númerað- an hring með heimilisfangi sínu um fót þeirra. Hér á landi vom fuglamerkingar hafnar nokkuð snemma, eða árið 1923, og átti þá einnig í hlut Dani, Skovgaard að nafni, en honum var síðar veitt Fálkaorðan fyrir framtak sitt. Náttúrugripasafnið í Reykjavík (nú Náttúmfræðistofnun íslands) hóf að merkja fugla árið 1932 og hefur haldið því áfram óslitið síðan. Algengast er, að ein merkingastöð skipu- leggi merkingastarf í hveiju landi. Merk- ingastöðvamar hafa samskipti sín á milli, þegar fuglar sem merktir em í einu landinu finnast í öðm. Fuglar þekkja engin landa- mæri, og því er mikilvægt að náið samstarf sé á milli þjóða. Þetta sést m.a. af því, að fuglar sem merktir hafa verið hérlendis hafa fundist í náiega 40 þjóðlöndum heims. ísland hefur mest saman að sælda við merk- ingastöðvamar í Danmörku (sem einnig sér um merkingar í Færeyjum og á Grænlandi) og Bretlandi. Oft era einnig samskipti við Þýskaland, Holland, Frakkland og Spán, og einstaka sinnum, svo dæmi séu nefnd, Mar- okkó, Bandaríkin, Ráðstjómarríkin og Finn- lánd. Merkingastarfinu er að vemiegu leyti haldið uppi af áhugamönnum sem vilja leggja þessu málefni lið. Þeim er úthlutað merkjum sem þeir reyna síðan að koma á fugla. Vel á fjórða hundrað manns hafa fengið merki þau tæp 60 ár sem liðin em frá því Náttúmfræðistofnun hóf merkingar, þótt árangur hafi verið afar misjafn eftir mönnum, eins og gengur og gerist. Hér á landi era núna merktir 10—15 þúsund fugl- ar á ári hveiju. AðLokum Árangur fuglamerkinga er undir því kom- inn, að þeir sem fínna merkta fugla láti Náttúmfræðistofnun íslands (pósthólf 5320, 125 Reykjavík) vita. Mikilvægt er að skrá undir eins hjá sér (1) stað, (2) dag og (3) hvemig endurheimtuna bar að höndum. Æskilegast er að tilkynna fundinn eins fljótt og auðið er, annars er hætta á að það gleym- ist og mikilvæg gögn glatist. Þó era upplýs- ingar um gömul merki, sem láðst hefur að tilkynna, ætíð vel þegnar, enda betra seint en aldrei. Ef fínnendur gefa upp heimilis- fang, verða þeim sendar upplýsingar um fuglinn. HÖFUNDUR ER FUGLAFRÆÐINGUR 1. Um höfundinn: F. 15.1.1948. Menntaskólinn í Reykjavík 1964—1968. Nám í almennri dýrafræði í Skot- landi: University of St. Andrews, 1969—1971, University of Aberdeen, 1971—1973, lokið með B.Sc. (honours)-gráðu í dýrafræði 1973. Aðstoð- armaður í dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar íslands 1973—1974 (og oft á sumrum áður). Doktorsnám í fuglafræði i Englandi: University of Oxford 1974—1978, lokið með D.Phil.-gráðu í fuglafræði 1981. Doktorsritgerð: Breeding bio- logy and feeding ecology of the Black Guille- mot. Deildarstjóri dýrafræðideildar Náttúru- fræðistofnunar íslands frá 1.7.1978. Forstöðu- maður 1984-1986. Sæti í fugiafriðunamefnd frá 1978, formaður frá 1980. 2. Stofíianir: Náttúrufræðistofnun íslands, Laugavegi 105, pósthólf 5320, 125 Reykjavík: Annast merkingar á villtum fuglum, m.a. vegna rannsókna á far- háttum þeirra. Heldur uppi samstarfi við áhuga- menn. 3. Rit: Almenn yfirlitsverk um farfugla og fuglamerk- ingar eru ekki til á íslensku, en ýmis erlend rit hafa verið gefín út. Hér em nefnd nokkur þeirra, auk eins íslensks rits þar sem ýmislegt er að finna um farhætti íslenskra fugla í bland með öðrum upplýsingum um lifnáðarhætti þeirra. Ýmsar tímaritsgreinar era hins vegar til er snerta ís- land, bæði á íslensku og eriendum málum, en þær fjalla yfirleitt um takmarkað efni eða ein- stakar fuglategundir. Öll verkin sem era nefnd era til í bókasafni Náttúrafræðistofnunar fslands og er hægt að nálgast þau þar. Almenn rit: British Trast for Omithology 1984. Ringer’s Manual. 3. útgáfa. 138 bls. — Handbók um allt er lýtur að fuglamerkingum og því sem fugla- merkingamenn þurfa að hafa í huga. Bub, H. & H. Oelke 1985. Markierungsmethod- en fiir Vogel. Die Neue Brehm-Bucherei. 2. út- gáfa, endurskoðuð. 152 bls. — Fjallar um hinar margvíslegur aðferðir sem notaðar era til að merkja fugla, m.a. þegar þörf er á að þekkja einstaka fugla. Bub, H. 1983. Omithologische Beringungs- stationen in Europa. Dachverbandes Deutscher Avifaunisten. 190 bls. — Yfirlitsverk um fugla- merkingastöðvar í Evrópu og stutt umfjöllun um starfsemi þeirra. Dorst, J. 1962. The Migrations of Birds. Heine- mann, London. 476 bls. — Um farflug fugla, m.a. helstu farleiðir, ástæður fyrir árstfðabundn- um ferðum fugla, o.s.frv. Fuglar. Rit Landvemdar 8. 216 bls. Mead, C. 1974. Bird Ringing. BTO Guide no. 16. British Trust for Omithology. 68 bls. — Um fuglamerkingar og þær upplýsingar sem þær veita. Mead, C. 1983. Bird Migration. Country Life Books. 224 bls. — Um farhætti fugla almennt, m.a. um helstu farleiðir og hvemig far hefur þróast. Schmidt-Koenig, K. 1979. Avian Orientation and Navigation. Academic Press. 180 bls. — Um ratvísi fugla. Fjarkennslunefiid er nefiid sem skip- uð er af menntamálaráðuneyti til að vinna að eflingu Qarkennslu hér á landi. Framkvæmdastjóri Fjarkennslunefndar er dr. Sigrún Stefánsdóttir, vs. 693000. Umsjón með gerð útvarpsþátta (jar- kennslunefiidar annast Steinunn Helga Lárusdóttir. Umsjón með birtingu greina og efnis í tengslum við útvarps- þætti Fjarkennslunefhdar annast Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu Háskólans, vs.: 629920,-21. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.