Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 8
Hluti af náttúrubyggð. Hér hugsar arkitektinn sér að nokkur hús standi saman innan í veðurhjúp undir bitum og gleri. U M H V E R F I NÁTTÚRUBYGGÐ Um vistkerfistengdar byggingar undanförnum árum hefur áhugi fólks á vist- fræði aukist á meginlandi Evrópu. Orsakirnar til þess eru einkum þau augljósu áhrif, sem aukin umhverfismengun hefur í för með sér. Er þar nóg að nefna: Skógardauðann, vatna- Nú þegar er unnt að sjá fyrir sér náttúrubyggð: Hverfi samansett af einskonar garðbýlishúsum og 10 -15 þeirra látin mynda þyrpur í góðri fjarlægð hver frá annarri. Yfir þessa byggð yrði síðan gerður veðurhjúpur og allur úrgangur leystur með þurrkerfi. Eftir EINAR ÞORSTEIN ÁSGEIRSSON dauðann og nú síðast alvarleg áföll í vist- kerfí innhafa Evrópu. Hérlendis hafa nokkur félagasamtök starfað í anda vakningarinnar í Evrópu um árabil, en vegna tiltölulegs, blessanlegs hreinleika „okkar" lofts, lands og láðs er almennur skilningur á þýðingu þessa mála- flokks enn ekki fyrir hendi í neinum mæli. A Norðurlöndunum hafa verið mynduð heildarsamtök á því sviði vistfræði, sem tengir daglegt líf almennings við vistkerfí náttúrunnar. Þau kallast Nordisk Netværk, en þar skortir það á í norrænni samvinnu að Island verði með. Vafalaust er kominn tími til þess að sams konar félagasamtök hér tengist norrænu starfseminni því að þessi mál hafa engan veginn farið framhjá okkur eins og áður segir. Þegar rætt er um vistkerfi umhverfís okkar, vistkerfí jarðarinnar, má taka á mál- um á tvennan hátt: Endurbætur á því sem .aflaga hefur farið og í öðru lagi: Pyrirbyggj- andi aðgerðir, sem grundvallast á þeirri heildrænu hugsun, að allar okkar gerðir hafi afleiðingar fyrir umhverfíð. Flestum er að verða ljóst, þó að í smáum mæli sé, að endurbæta þarf marga þætti í umhverfí okkar vegna mengunar. Þetta á bæði við um vatn, loft og land. Þá þarf einn- ig að huga að jafnvægi í stærð ýmissa dýra- stofna: Björgun tegunda jafnt sem fjölgun og fækkun tegunda. Dæmi um hið síðast- nefnda er óeðlileg fjölgun hrafnsins og ann- arra vargfugla hér á landi, sem orsakast af kæruleysi ýmissa fískvinnslufyrirtækja með úrgang vinnslunnar. Starfsemi þeirra sem setja útrýmingar- hættu ýmissa dýrategunda á oddinn hefur fengið einna mesta umfjöllun í fjölmiðlum vegna þeirra árekstra hagsmuna og tilfínn- inga, sem þar óhjákvæmilega verða. En hlið- amar eru miklu fleiri þótt minna, áberandi séu og standa einstaklingnum nær en marg- ir gera sér grein fyrir f fljótu bragði. Til dæmis er það ekki óalgengt að sjá alvarlega þenkjandi umhverfíssinna með sígarettu: Oft er betra að koma auga á annarra vandamál en sín eigin. Seinni þátturinn, þ.e. fyrirbyggjandi aðgerð- ir, verður ekki framkvæmdur nema að fyrir liggi skilningur á hringrás vistkerfis jarðar- innar, m.ö.o. heildræn hugsun umhverfís- mála. Hér erum við komin að meginefni þessa pistils: Vistkerfístengdum byggingum. Hug- takið inniheldur þá hugsun að öll kerfí bygg- inganna sem hafa áhrif á umhverfið, t.d. mengun þeirra, eru þannig útbúin að þau starfa í samræmi við náttúruna. Þau starfa ekki móti henni og flokkast því undir fyrir- byggjandi aðgerðir á vistfræðisviðinu. Tökum dæmi til þess að þetta verði skýr- ara: Það virðist ekki vera stórmál fyrir nútímamann að sturta niður úr einni klósett- skál á dag út í sjó. En sé það haft í huga að 250 þúsundir manna sturta niður 365 sinnum á ári á einu litlu landi, þá lítur dæmið öðruvísi út. Vildi nokkur verða á vegi þó ekki væri nema eins dags niðurskol- un íslenskra klósetta? Þegar hver hugsar til þess sem hún eða hann gerir sýnist málið ekki stórt, en þegar heildin er tekin getur það orðið geigvænlegt vandamál. í framhaldi af þessu er rétt að líta nánar á þessa stórkostlegu, já á sinni tíð stórkost- legu uppfinningu: Vatnssalemið. Það er vissulega eitt af kerfum innan bygginga, sem hafa bein áhrif á umhverfíð. En hvemig starfar það? Því er ætlað að láta úrgang hverfa með skjótum hætti og flytja hann síðan eitthvað ótiltekið í burtu. í leiðinni a) mengar það hreint vatn í tugum tonna á mann á ári b) dreifir síðan úrgangi og bakt- eríum um stærra svæði en án vatnsskolunar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.