Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 11
Eigi er kyn, að okkar þjóð úr sé hrakið líf og blóð, soginn mergur, sál og fjör, sem við hjarta nísti dör. Óstjómar þvi ósköp fom er vor svarta hefndamom, höggormssvipa hörð og sár, hún út kreistir blóðug tár. Þessa neytti þrælalið, þá innfærði nýjan sið, guðsorð bar fyrir skálkaslgól, skímu sannleiks ágim fól. Árin hefír hundrað þijú - hroðaleg er reyndin sú - kynslóð eftir aðra fæðst, en til hvers er gáta stærst. Góðir bræður, gefíð hljóð! Gimast bæði menn og fljóð þrælaætt að auka meir, ef aldrei frjálsir verða þeir? Venð heldur ásta án en að þola slíka smán enn að nýju aldir þijár, öllum dauði sæmir skár. Danskir þrælar þöktu land, þjóðareignum veittu grand; ræntu konur, kirkjur, böm, kvoma eins var soltin göm. Argir böðlar Baunveijar, sem bölvi himinn, jörð og mar, fjötur þræla færðu’ oss í; frelsisvana hnigum því. . En með frelsi allt burt dró, eiturdreka hremmt af kló, sárri höggorms svæft af tönn, svo lá allt í dauðahrönn. Drekalyklgu dróma í dauft sló hjarta bijósti í; eitri dönsku deyfður af dauðvona þá hver einn svaf. í kaupmannslíki komu þá kvikindi þeim dönsku frá er dauðvona okkar þjóð út úr sugu merg og blóð. Þær blóðsugur baunverskar, böðuls þræla húsgangar, afhrak svart úr svikaþjóð, sogið hafa vort hjartablóð. Þetta bölvað þrælaok, þess ei grilli fyrir lok. En ef dugar ekki grand yfirgefum þetta land. Ekkert þolum þrælaok, þess er hægt að gera lok landnámsmanna lundar því leynist neisti bijóstum í. Allir höfum afl og þol upp að blása þvílík kol er vér sjáum yfrið glöggt aldrei Danir geta slökkt. Aumar konur okkar lands, að sem kreppir harmafans, er þær veslar varla sjá vá þótt skelli dyram á. - Það sem sárast ykkur er á nú hlut að máii hér, ætljörð, böm og ykkar menn ánauð grimmri lúta enn. Haldi sama áfram enn og ei Danir lúta senn þá er ykkar eina vörn aldrei meira fæða böm. Slíkar lafa á oss enn eiturkindur, viti menn, fyrirlíta fólk og land, flétta saman okurband. Allrar þjóðar örlög þung era veðsett þeirra pung. Smán er fyrir land og lýð lengur hýsa þvflík níð. Skuldadagurinn eftir er, allir þessa neytum vér; borgum kauðum best hver má belgi rauða fyrir grá. Óstjóm, hroki, ofurdramb, aurapúka þjóst og ramb, allt um síðir enda fær ofaní' djöfuls hrekkur klær. Ég veit, Danir ætla hér allt vort ráð í hendi sén heimska kisu hefir oft heitur grautur brennt á hvoft. Að þau saklaus, aum og smá augum blóðgum horfi á ættland sitt í öllu smáð orðið danskra hunda bráð. Storkni blóðið æðum í, ástin frjósi' í bjóstum hlý! Hertu guð, sem harm oss bjóst, hvert að steini móður bijóst. 2. Viðbætir Fyrrum ragmennsku ráðgjafa sinna rækti jöfur í stóðmerar ham, en af kjaftaþings útflæmdum slinna ergi fremst nú við Danmerkur gram. Haralds Gormssonar göfug dæmi goðrækum Danskinum sannist nú á, er íslendingum einum hjá ætíð vaka í fullu þjóðræmi; þess allir óskum vér að einkum Danaher nú hljóti blauður blessun þá sem Birgir Harald hjá. Danagrey, sem drottna hér, dæmi hunda taki sén þeir ef manna þýðast sið þykir miður eiga við. Ljótur sigur unninn er, ei er vert þeir hrósi sér: tanna neyta títt eg sá tík þá, sem að undir lá. Stjórn sem þrælkar lýð og lönd, Loka kaupir á sig bönd; harðsnúin að hennar kverk heljarsnara rennur sterk. Óvitur, sem aldrei sá, eigin bragði fellur á. Hrokafullum hætt er þijót, hann að falla á sitt spjót. Ef að sköpum allt nú fer, einhver leik á borði sér fyrr en allt úr okkar þjóð út er rannið frelsisblóð. Allir dagar eiga kvöld, eins um Dana fer nú völd, þeirra hroka, heimsku stjórn Helvítis mun kjörin fóm. 1. Viðbætir Foma landvætti liðsinnis kveður land vort kúgað sem Haralds á öld; fúlum útnyrðing andköldum meður eldfyöll greiði þeim landseta gjöld. Kveldriða illvætta orgsægur versti æri og glepji þau svívirðu fól; á hveija gnípu, hvol og hól heilög Saga níð þeim upp festi, er Dönum eilíf sé ættbölvun háð og spé. Fram, fram og aldrei gefið grið uns gleypið fjanda lið. Svo mörg voru þau orð. Samtímamaður Sigurðar Guðmundssonar einn heyrði Alda- hroll, kannski á kirkjuloftinu, og orti á móti kvæðinu, þar á meðal þessar vísur: Ég hef heyrt hann Aldahroll af Austanvéra saminn. Honum sjálfum kom í koll kjaftur hans ótaminn. Um „roðatíkur" ræða fer og „rassasleikjur" glaður. Þar fann nöfn á sjálfum sér sómaveikur maður. Hver mun minni arð og auð með eigin höndum vinna? Hver mun þiggja betra brauð af borði granna sinna? Okkar þjóð um aldir þijár eitrar Dana þrældómsfár hefir lifað heldur ríkt, hvað á lengi að þola slikt? Dönum bölva órétt er að því skulum gæta. Fyr sama dómi sem og vér senn þeir skulu mæta. Framfór bönnuð öll oss er ef að lífsmark hreyfir sér, eins og mýslu eða fló á oss Danir sletta kló. Fegnir mundu margir þá mega aftur taka orð sem vöram fóra frá, þau fást þó ei til baka. K I R K J U L I S T Hátíðarhökull Sigrúnar Jónsdóttur í Sigluijarðarkirkju. Hnkull til minningar um séra Bjarna Sigluíjarðarkirkju hefur verið gefinn hökull og er gjöfín í minningu séra Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds og prests á Siglufirði. Það eru afkom- endur séra Bjama, sem stóðu að gjöfínni. Sigrún Jónsdóttir listakona, sem mikla reynslu hef- ur af gerð kirkjulistmuna, var fengin til að hanna gripinn og var hann til sýnis um tíma í verzlun Sigrúnar, Kirkjumunum í Kirlqu- stræti. Sjálf er Sigrún hinsvegar búsett í Stokkhólmi. Um það myndræna, sem fram kemur bæði framan og aftan á höklinum, segir Sigrún svo: „Á baki hökulsins kemur fram tónútsetn- ing á hinu þekkta sönglagi séra Bjama, Kirkjuhvoli, og ennfremur vegurinn bak við hann, framhjá Hólshyrnu og að Siglufjarðar- skarði. Blái liturinn er dekkstur efst og framkallar táknmerki það, sem ætlað er bæði guði og frelsaranum, en fyrir ofan það getur að líta gull- og silfurþrasði, sem tákn um fortjaldið mikla. Á framhlið hökulsins er aftur á móti tón- útsetning á hinu þekkta sönglagi séra Bjama, Aftansöng. Stjaman á bláa himin- fletinum er lýsandi tákn hátíðarinnar". Ljóð vikunnar í Sjónvarpi 19. febrúar: Jú, ég hef áður unnað Eftir JAKOBÍNU JOHNSON Jú, ég hef áður unnað — en aldrei svona heitt. Ég veit ei veðrabrigði — og verð ei framar þreytt. Jú, ég hef áður unnað, en aldrei svona heitt. Þvf ef ég sé hann sofa, með sælufrið um brá, þá kýs ég alla ævi þann yndisleik að sjá. — Og vofum veruleikans ég vildi bægja frá. En aftur ef hann vakir, og augun dökk og skær, með brosi trausts og blíðu allt blessa nær og fjær, þá langar mig þau lýsi eins lengi og hjartað slær. Og ef hann leggur arma með ástúð mér um háls, og mjúkur vangi vermir — þá vaknar sál mín frjáls, að syngja’ um ást og yndi, þó oft sé varnað máls. Og ef hann mælir: „Mamma “ — þá man ég ekki neitt, nei, ekkert sem mér amar, og er ei vitund þreytt. — Jú, ég hef áður unnað — en aldrei svona heitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.