Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 14
t <r Á Longboat Key við Sarazota eru margir golfvellir. Þangað er ekki langt að fara frá St. Peters- burg, þar sem flöldi íslendinga hefur dvalið. sumum er reyndar varla hægt að mæla með - en Pasadena-völlur- inn í St. Petersburg er ágætur völlur með dæmigerðum Florida- einkennum: Skógi, vötnum og víðáttumiklum sandglompum. Og flatimar þar em framúrskarandi hraðar og hafa leikið suma íslenzka golfleikara grátt. Golfstaðurinn Grenelefe Það sem flesta golfleikara dreymir um á þessum slóðum, er að geta búið hjá golfvelli, annað- hvort á golfhóteli, sem hefur sinn eigin völl eða velli, eða í íbúð, sem er þá venjulega í stökum húsum (bungalow) umhverfis völlinn. Þá er stefnt að því að kaupa í matinn í næsta kaupfélagi og hafa að minnsta kosti morgunverðinn heima, eða borða þar alfarið. Þeir sem vilja hafa meiri stæl yfir dvöl- inni, velja fremur goifhótel með morgunverði og kvöldverði og mæta í hann í sínu fínasta pússi. Sem dæmi um framúrskarandi golfstað, þar sem gestum gefst kostur á að búa í stökum húsum og borða þar - eða í veitingahúsum á staðnum- er Grenelefe, sport og ráðstefnustaður með áherzlu á golf og tennis. Nokkrir íslenzkir kylfingar hafa reynslu af þessum stað og heimild blaðsins um hann er einn þeirra. Að sögn hans var almenn ánægja ríkjandi í hópi, sem þangað fór á síðastliðnu hausti; þar er flest sem einn golf- stað má prýða og verðið telst við- ráðanlegt. Eftir upplýsingum frá íslenzkri ferðaskrifstofu kostar 10 daga ferð þangað nú í febrúar Doral í nánd við Miami er einn af fínu og dýru golfstöðunum á Florida. Sandglompurnar eru víða eins og hér má sjá; heil flæmi með graseyjum. auðveldastur að skora af völlunum þremur. Austurvöllurinn þykir lítið eitt strembnari, en ella eru vellirnir bráðfallegir og skemmti- legir; allsstaðar eru vötn og skóg- ur, en hann er ekki mjög þéttur. Mikið fuglalíf er þama og krókódílum bregður fyrir í vötn- unum. Yfírleitt em stórar flatir á þessum völlum og verður að lesa þær vel og vandlega, ef gera á atlögu að vallarmeti. Þær em látnar halla á ýmsa vegu, en gagnstætt því sem víða gerist í Florida, em þessar flatir taldar hafa normal hraða og veitist okk- ar mönnum ekki erfitt að aðlag- ast þeim. Öll hirðing er til fyrir- myndar. Þarna eins og víðast í Florida er skylda að vera á hjóla- tík. Fyrir þær em sérstakar braut- ir og er sætið selt á 12 dollara. Á Grenelefe er ekki golfhótel á einum stað, heldur fá menn inni í stökum húsum, sem standa við 54.900 (flug, íbúð fyrir tvo og vallargjöld) Um páskana er toppur í verðlagi og eftirspum og þá mundi sami tími kosta 67.900, en þegar kemur fram í apríl slaknar á eftirspum og þá bjóðast kosta- kjör: 46.400 fyrir samskonar 10 daga ferð. Grenelefe er um það bil 45 mínútna akstur frá flugvellinum við Orlando og þaðan er um hálftíma akstur á Disney World. Þarna er völ um þijá golfvelii: Vesturvöll, Suðurvöll og Austur- völl, sem allir em 18 holur. Mikið orð hefur farið af Vesturvellinum, sem Robert Trent Jones hefur teiknað og hefur hann sjö sinnum verið valinn bezti golfvöllur Florida. Hann er að sjálfsögðu langur; 6.592 metrar af öftustu teigum, en 5.579 af hvítu teigun- um. Suðurvöllurinn er mikill vatna- völlur, en þó talinn léttastur og Á Grenelefe. Vötn og skógur er alltaf í nánd, en sandglompurn- ar eru grunnar. Einn 'af þeim innfæddu: Alligator, sem er smávaxinn krókódíll, sést víða í vötnunum á Florida og stundum er hann að sóla sig á golfbrautunum, en flýtir sér venjulega í vatnið, þegar menn nálgast. vellina. Og þegar ferð er keypt héðan, þá er selt í einum pakka flugið til Orlando, gisting í húsi, sem búið er heimilislegum hús- gögnum, ísskáp, sjónvarpi og öllu sem þarf í eldhúsi. Vallargjöld geta líka verið innifalin, en þau em annars 33 dollarar. Gestamóttaka er miðsvæðis og ^þar fæst allskonar þjónusta. Þar em tveir veitingastaðir; annar þeirra fínn, hinn hvunndagslegur. Og þar er verzlun með matvæli og drykkjarföng. Á sama stað em tvær sundlaugar, klúbbhús fyrir alla vellina og golfbúð. Fyrsti teig- ur á Austurvellinum er uppi á klúbbhúsinu, framan við golf- búðina; þar er slegið af gervigrasi. Öll þjónusta er til fyrirmyndar. Ekki þarf annað en taka upp símann, þá er komið frá miðstöð- inni og menn em sóttir og farið með þá hvort sem þeir vilja á ein- hvem af völlunum þremur, eða á æfingabrautina. Ekki munu vera stórmarkaðir eða „mall“ þama í námunda og verða þeir sem em í verzlunar- hugleiðingum að skjótast spöl- korn, t.d. til Disney World eða Orlando. Ekki er heldur hægt að segja, að margt merkilegt sé að sjá þama í næsta nágrenni og ekkert sérstakt við að vera annað en sportið. Þessvegna er ættu þeir sem ekki leika golf að velja sér aðra staði fremur. Þetta er fyrst og fremst frábær golfstað- ur, þar sem einnig er hægt að dvelja sér til hvíldar, njóta þeirrar sérstöku náttúmfegurðar sem þarna er vissulega - að ógleymd- um nautasteikunum og bjómum, sem aldrei er betri en þá er kom- ið er inn í klúbbhús að leik loknum. í næsta ferðablaði Lesbókar verður vikið að fleiri golfstöðum á Florida. GÍSLI SIGURÐSSON Vegvísar og vegakort Að finna réttu leiðina! EITT af því, sem ökuþórar í sumarfríi á ókunnum slóðum, þurfa að verða sér úti um — er vegakort. Þeir sem skipuleggja ferðina vel fyrirfram, liggja kannski yfir leiðakorti áður en lagt er af stað, merkja við áhugaverða staði, velja hraðbraut (merkt með- grænu á evrópskum vegakortum) á milli staða, ef þeir eru tímabundnir eða aka um hægfara hliðar- eða sveitavegi (merktir með bláu), til að sjá meira og njóta ferðalagsins betur. Uppgefin tímalengd á milli staða er miðuð við meðalhraða á hraðbrautum. Reikna má með þriðjungi eða helmingi lengri tíma, ef þræddir eru sveitavegir. Tveir eða tvö á ferð geta unnið skemmtilega saman eða eins og keppendur í spennandi rallakstri — skipst á að vera undir stýri eða lesa á' kortið og vegmerkingar. Merkingar á vegum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum eru það góðar, að mjög auðvelt er að rata. Hugsið ykkur aumingja ferða- mennina, sem hingað koma og eru stundum 3 daga að villast eftir þjóðveginum til Akureyrar — hvemig skyldi þeim ganga annars staðar á landinu? Sá sem er einn á ferð, verður að læra vegmerking- ar utan að og aka á milli pósta, sem hann velur sjálfur. Oft er skemmtilegra að stjóma ferðinni, en að vera undir stýri! Notkun á vega- eða leiðakortum krefst þess (1) að hafa undirstöðuþekkingu í landafræði og (2) hafa áttaskyn. Vegakort eru misjafnlega gerð. Gamansamur maður sagði, að Sov- étmenn gæfu út ónákvæm vega- kort til að villa um fyrir ónæðissöm- um ferðamönnum! En yfirleitt má telja að vegakort séu það vel gerð, PARK f)ntiru‘ f' A3ANT/ Aá41_L tÍ. / T? ,'" Ms. fWwcfcö IWÍ ,f. Cheapyt rx>yfc« ?£&r' .*• i (*'/j e»iii : Að villast af réttri braut! 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.