Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1989, Blaðsíða 4
I
Eftir BERGLINDI
GUNNARSDÓTTUR
Frederico Garcia Lorca og sviðsmynd úr Yermu.
„Hve sælt að dvelja með
þér dauði minn ...“
Skáldið FREDERICO GARCIA LORCA
byrjun 20. aldarinnar kemur fram á sjónarsviðið í
Evrópu og báðum álfum Ameríku nýr straumur lista
sem vildi sópa til hliðar öllum gömlum gildum og
hefja upp merki ungrar listar á nýjum tímum vel-
'gengni og tæknilegra framfara. Til Spánar blésu
„Paradís, Lokuð Fyrir
MARGA“
Sagt hefur verið, að á
Spáni, einkum á Suður
Spáni, hafi allt fram á
þessa öld verið við lýði
svokölluð menning
dauðans, sem skýrast
megi sjá í ýmsum
hefðum, svo sem
nautaatinu og
trúarathöfnum
páskavikunnar. Saga
Spánar er raunar full af
ofbeldi og leik að dauða.
En með því að ögra
dauðanum má sleppa frá
honum með sæmd og
öðlast á þanh hátt yfirráð
yfir honum.
vindar stefnu þessari einkum frá Suður-
Ameríku og Frakklandi og á 3. áratug aldar-
innar kemur þar fram efnilegur hópur ungra
ljóðskálda sem nefndur hefur verið 27-
kynslóðin. Þessi ungu framúrstefnuskáld
höfnuðu skilyrðislaust tengslum við fortíð-
ina, sneru baki við gamla Spáni myrkurs
og miðalda og beindu sjónum sínum til
Evrópu og þess sem þar var helst að ger-
ast. Þeir hrifust af fýrirbærum nútímans,
tækninni og framförum hennar, og ortu ljóð
um símann, ritvélina, útvarpið, flugvélina
og jafnvel íþróttir. Hinar gömlu og viður-
kenndu stefnur, rómantík jafnt sem raun-
sæi, urðu að hopa úr ljóðum þessum. Ljóðið
skyldi hreinsa af mannlegum kenndum og
tilfinningum; á oddinn var sett hið „hreina
ljóð“.
Þessari viðamiklu menningar- og andófs-
stefnuskrá fylgdi einnig þátttökuleysi og
andstaða við stjómmálastarf í landinu. En
er nær dró spænska borgarastríðinu, er stóð
frá ámnum 1936—1939, veittist skáldunum
erfiðar að halda sig við stefnuskrá sína.
Og eftir stríðið og sigur Francos var þar
með endi bundinn á þessa gróskumiklu og
skapandi hreyfingu og tímabil er kallað
hefur verið af ýmsum silfuröld spænskra
bókmennta. Skáldin ungu tvístruðust um
allar jarðir, fóru í útlegð til annarra landa,
lokuðu að sér og létu lítt á sér bera. Eyði-
leggingin á öllum sviðum menningar og lista
var alger eftir stríðið.
í þeim gífurlegu umbrotum sem fylgt
höfðu fæðingarhríðum hins unga lýðveldis
og afnámi konungsveldisins voru Spánveij-
ar, allir sem einn, knúnir til að taka af-
stöðu. í hópi skáldanna ungu sem fylktu sér
í baráttusveit fyrir hinu unga lýðveldi voru
m.a. þeir Rafael Alberti og Federico García
Lorca. En þeir félagar voru samt býsna ólík-
ir. Alberti snerist til fylgdar við heimsbylt-
inguna og gekk í Kommúnistaflokk Spánar.
Lorca var á hinn bóginn ekki pólitískt með-
vitaður á sama hátt; hann neitaði því að
hann væri bundinn neinni pólitískri hug-
myndafræði og samt eignaði spænsk alþýða
sér verk hans fremur en nokkurs annars
af þessari kynslóð. „Dijúgur hluti verka
hans er sem sé alþýðlegur í þeim skilningi
að þau eru þrungin hálfmeðvituðum tilfinn-
ingum þjóðar hans, efldum og auknum af
list hans og höfðuðu því til almennings. Sú
tilfinningaorka, sem hann leysti úr læðingi,
varð vatn á myllu hinna óskipulegu bylting-
arafla Spánar, hvort sem honum líkaði bet-
ur eð verr.. segir Arturo Barea.
Af þessu má ljóst vera að Lorca höfðaði
mjög til tilfinninga fólks f verkum sínum,
andstætt hinu „hreina ljóði" 27-kynslóðar-
innar. Og hann leitaði einnig fanga í þjóðleg-
um alþýðukveðskap og blandaði í verk sín
ævintýri og veruleika, dansandi sígauna-
meyjum, flýjandi stigamönnum og dauða.
* þýðing: Hannes Sigfusson. Sjá Tímarit Máls og
menningar, 1959.
Federico García Lorca fæddist þann 5.
júní 1898 og ólst upp í sveitum Granada
sem er í syðsta héraði Spánar, Andn,,’aíu.
Faðir hans var dugmikill bóndi sem eignað-
ist jarðir og komst í góð efni svo að hann
gat sent böm sín til náms. Móðir Federicos
var kennari, listræn kona og hæfileikarík
sem studdi alla tíð son sinn á þeirri braut
er hann valdi sér. Eftir því sem Federico
segir sjálfur erfði hann ástríður föður síns
og gáfur móður sinnar. En ef til vill einnig
næmleikann því það var móðir hans sem
kenndi honum að lesa og ræktaði með hon-
um listfengi og virðingu fyrir manninum.
Og af vinnufólkinu og bamfóstrum sem
vistuðust hjá foreldmm hans lærði hann
ógrynnin öll af þjóðvísum og gömlum sögu-
sögnum sem geymdust honum í minni og
varð honum óþijótandi efniviður síðar meir
í skáldverk sín.
Borgin Granada á sér enduróm í ljóðum
Lorca. Hún er sérkennileg og fögur; austræn
í gerð sinni með vestrænu ívafi. A þessum
tíma, í bytjun aldarinnar, lifði hún í minn-
ingu sögufrægðar sinnar og bar minna á
henni en öðrum stærri borgum í Andalúsíu,
svo sem Sevilla, Málaga og Córdoba. Hún
stóð sem tákn um endalok aldar sem rann
sitt skeið á enda er kristnir menn unnu
borgina af márum á öldum áður og settu
hjól endurreisnarinnar í gang. Með harðri
hendi drottnuðu kristnir menn síðan yfir
íbúum borgarinnar sem flestir voru márar
og gyðingar. Og borgin sjálf ber merki
þessa. Hlið við hlið standa dýrmæt djásn
máranna, eins og til að mynda hin fræga
Alhambra-höll, og byggingar hinna kristnu
sem oft á tíðum skyggja á yfirlætisfullan
hátt á finlega arabíska drætti sem fínna má
í þröngum öngstrætum. Innan um ríkulega
skreyttar byggingar og mannvirki þreifst
svo víða mikil fátækt íbúanna, að stóru'm
hluta betlarar og nunnur.
Það var eins og borgin væri, mitt í and-
legri ládeyðu sinni, full af djúpum söknuði
eftir róstusamri og horfínni fortíð: Paradís,
lokuð fyrir marga.
Við þessa borg tók Lorca ástfóstri og um
i
4