Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 2
MATVÆLA F RÆÐ I Hvað er náttúrulegt? Orðið „lífrænt“ hefur verið túlkað á tvo vegu. Ein túlkunin hefur verið mikið notuð og er frá J.I. Rodale, ritstjóra bandaríska tímarits- ins „forvamir“ (Prevention). Tímarit þetta hefur notið vinsælda í Bandaríkjunum í ára- Það hefur oft reynst erfitt að ráðleggja fólki sem hefur trú á lækningamætti og hollustu hollefna eða lífrænt ræktaðrar fæðu. Sumir telja sig hafa gott af og er það vel. Aðrir hafa ekki orðið varir við neinar breytingar, en sumir hafa slæma reynslu. EftirÓLAF SIGURÐSSON tugi. Samkvæmt skilgreiningu Rodales er lífræn fæða sá matur þar sem notast er við lífrænan áburð eins og tað, skördýraeitur er ekki notað og við framleiðsluna er ekki notast við aukefni. Önnur skilgreining er efnafræðilegs eðlis. Lífrænt þýðir á þeim bænum, að um sé að ræða lífræn efnasambönd eða sameindir gerðar úr kolvetni, vetni og súrefni. Þar með er allur matur „lífrænn". Líkaminn getur hins vegar ekki greint á milli þess hvort næringarefnin koma frá lífrænum ræktuðum mat eða hefðbundnum. Þegar rætt er um „lífrænt ræktað" er oftast átt við Rodale-skilgreininguna, þ.e. enginn tilbúinn áburður, skordýraeitur eða aukaefni. Orðið „náttúrulegt" eða „náttúrufæði" getur haft svipað inntak en á frekar við það þegar eiginleikum matvælanna er lítið sem ekkert breytt frá upprunalegu ástandi. Með „heilsufæði" er átt við bæði „lífrænt ræktað" og „náttúrulegt" fæði. Það er venjulegur matur, sem er lítið meðhöndlaður eins og heilhveiti en einnig sjaldgæfari fæða eins ogger, hveitiklíð ogjurtate. Hið síðast- nefnda á oft að hafa einhvem lækninga- mátt. Erum við þá komin að því sem gjam- an er nefnt „hollefni". Þetta eru ýmis efni unnin á ýmsa vegu, t.d. þurrkuð, tempruð við hita eða kulda, eimuð o.fl. o.fl. Það er því ljóst að mörg þeirra teljast ekki vera náttúruleg. Þessi efni eru seld sem heilsubótarefni, sem hafa margvíslegan lækningamátt. Þessi efni hafa sum verið notuð um langan aldur en erfítt hefur reynst að sanna lækningamáttinn samkvæmt vísindalegum aðferðum. Að minnsta kosti hafa mörg samtök næringar- fræðinga, lækna og lyfjafræðinga ályktað á þann veg að vara beri fólk við notkun þeirra. NÁTTÚRULYF GETA VERIÐ Varasöm Hagnast neytandinn eitthvað á þvi að kaupa heilsufæði umfram venjulegt fæði? Þegar matvælin sjálf hafa verið skoðuð, hafa engar vísbendingar fundist, sem sýna að heilsufæðið hafí einhver heilsusamleg áhrif umfram önnur sambærileg matvæli. En þegar neytendurnir eru athugaðir, hefur komið í ljós að í rauninni eru þeir að-kaupa sér sálarró. Þeim er jafnan lýst sem einstakl- ingum sem sækjast eftir „hreinleika"; þeir vantreysta tækninni og sérstaklega „tilbún- um efnum" og eru einnig áhyggjufullir um heilsuna. Þeir sem selja hollefni eða reka heilsu- verslanir eru oft í hlutverki lækna. Þeir „greina" sjúkdóminn sem kúnninn kvartar yfír og gefa „lyf“, þ.e. mat, pillur eða duft sem á að fjarlægja einkennin. Fyrir þessa þjónustu verður neytandinn pft að borga umtalsvert meira en það sem sambærileg vara kostar í næstu matvöruverslun. Lækningamátturinn felst í mjög margvís- legum atriðum eins og lækningu á gigt, getuleysi, bættu minni, minni óþægindum í nýrum eða blöðru, vömum gegn hjartasjúk- dómum o.fl. o.fl. Neysla ýmissa jurtaafurða eða hollefna getur verið varasöm af ýmsum orsökum. Þær falla ekki undir neina skilgreinda staðla, sem jafnan eru settir af heilbrigðis- yfírvöldum um ýmis matvæli á sama hátt og pökkuð matvæli, sem þurfa að bera umbúðamerkingar samkvæmt settum lög- um. Holléfnin lúta því ekki sama eftirliti og matvælin hvað varðar neytendavemd. Margar jurtablöndur innihalda náttúmleg eiturefni og ber því að nota þau í mjög litl- um mæli eða alls ekki. Sassafras inniheldur til dæmis safrole, sem eitrar lifrina. Ofnotkun ginsengs framkallar ýmis sjúk- dómseinkenni og hin vinsæla jurt chamom- ile getur valdið taugaáfalli. Meira að segja hunang er ekki saklaust. í hunangi hafa fundist bakteríugró (dvalar- form sumra jarðvegsbaktería), sem geta spírað í líkamanum og getur bakterían myndað bótúlínumeitur. Vegna þess hve lítið magn er venjulega um að ræða (í þeim tilvik- um sem þetta á sér stað) er líklegast engin hætta á ferðinni fyrir fullorðið fólk, en böm undir eins árs aldri ættu aldrei að fá hun- ang. Hætta getur stafað af mengunarefnum sem býflugumar geta borið með sér. Einnig er talið að hunang hafí getað tengst nokkr- um tilvikum vöggudauða. Er Maturinn Eitthvað Skárri? í tímariti bandarísku læknasamtakanna hefur verið varað við því þegar matareitmn- artilvik greinast, að þar geti verið um að ræða eitrun vegna neyslu jurtates eða ann- arra hollefna frá heilsuverslunum. í grein eftir A. Brynjólfsson um geislun matvæla og næringu, sem birtist 1979 (Professional Nutritionist bls. 7-10) er greint frá því að um 700 plöntur hafí valdið dauða eða alvar- legum veikindum á vesturhveli jarðar. Á sama tíma virtust engin veikindatilvik fínnast af völdum leyfílegra aukefna í mat- vælum (M.W. Pariza, prof. nutr. haust ’79). Hin síðari ár hefur hins vegar verið rætt um svonefnt aukefnaþol. Það er ekki eigin- legt ofnæmi þar sem mótefni mælast í blóði, heldur greinast sömu einkennin án mótefna. Ekki er vel ljóst um hversu háa tíðni er að ræða eða hvort þetta hafí alltaf verið til staðar en í minna mæli þar sem mörg auk- efnin eru náttúruleg. Einnig getur það ver- ið mismunandi eftir neyslumynstri, fæðu- venjum, þjóð eða þjóðarbroti og svo má lengi telja. Það getur því verið erfítt að fullyrða um hversu mikið og alvarlegt mál fæðuóþol er vegna m.a. skorts á rannsóknum en ljóst Þegar talað er um „náttúru- legt“, merkir það að matvæl- ia eru óunnin. Þannig eru þau hollust, því vinnsla rýrir iðulega bæti- eútin. Hinsveg- ar er bætiefha- innihald lífrænt rækt- aðs grænmetis ekki meira en í öðru græn- meti. er að það er raunverulegt og alvarlegt mál fyrir þá sem verða fyrir því. NÁTTÚRULEGT OG LÍFRÆNT Ræktað FÆÐI Mælir þá ekkert með því að við neytum „lífrænnar“ eða „náttúrulegrar" fæðu? Jú, að sjálfsögðu en kannski ekki það sem maður gæti átt von á. Hvað varðar lífrænt ræktað grænmeti, mun efnahagslegi þáttur- inn vega þyngst. í Bandaríkjunum er meira en helmingur úrgangs frá landbúnaði. í lífrænni ræktun er allur úrgangur end-- umýttur en ekki brenndur eða grafínn. Grænmetið fær því nóg af kalíum, fosfati og köfnunarefni hvort sem um tilbúinn eða efnafræðilegan áburð er að ræða. Þetta hefur mikla efnahagslega þýðingu fyrir mörg ríki og gefur jafngóða vöru sé rétt á málum haldið. Hvað varðar skordýraeitur má segja að það sé mjög óæskilegt ef leifar þess fínnast á garðávöxtum við neyslu. Þó má telja að á Vesturlöndum sé nokkuð gott eftirlit með notkun þess. Annað er að garðávextir inni- halda sjálfir skordýraeitur sem aldrei yrði leyft í því magni sem telst vera náttúrulegt og að skordýraúðun dregur verulega úr rýmun og skemmdum og lækkar þannig verðið. Hvað varðar náttúrulegar afurðir (þær sem em lítið unnar) er ljóst að matvæla- vinnsla getur rýrt verulega bætiefnagildi þeirra. Hvítt hveiti er jafnan vítamínbætt þar sem bætiefnatap er verulegt við vinnsl- una. Um 75% treijaefnanna tapast og 50-90% bætiefnanna. Tómatar innihalda einnig mun meira af bætiefnum en tómat- sósa og epli meira en eplasafi og svo má lengi telja. Til að forðast bætiefnaskort eigum við því að neyta fjölbreytts fæðis úr dýra- og jurtaríki og því nær upprunalegu formi sem matvælin eru þá má gera ráð fyrir að þau innihaldi meira af sínum upprunalegu bæti- efnum. Eitt ráð til vamar er að kanna hverju við borðum mest af. Ef við borðum til dæmis mikið af brauði er heilhveitibrauð mun holl- ara en fransbrauð. Annars er fransbrauð ekki óhollt ef við borðum ekki mikið af því. Sömuleiðis er tómatsósan ekki óholl ef hún er ekki verulegur hluti af daglegu mataræði okkar. Náttúmlegt fæði er því að jafnaði hollara en unnin matvæli hvort sem það er lífrænt ræktað eða ekki. Ekki Eru Allir Alltaf Sammala Það er ljóst að ekki munu allir sammála öllu því sem hér hefur verið greint frá, enda kannski ekki við því að búast. Það hefur oft reynst erfítt að ráðleggja fólki sem hefur trú á lækningamætti og hollustu hollefna eða lífrænt ræktaðrar fæðu. Sumir telja sig hafa gott af og er það vel. Aðrir hafa ekki orðið varir við nein- ar breytingar en sumir hafa slæma reynslu. Það er eins og vænta má, að ekki á það sama við um alla. Næringarráðgjafar láta jafnan neyslu hlutlausra eða skaðlausra og jákvæðra hollefna eiga sig en reyna að vara við þeim neikvæðu. Það getur stundum reynst erfítt þar sem viðkomandi hefur greitt fyrir eftiið og vill ekki láta annan segja sér að hann hafi verið blekktur. Það getur því verið um að ræða sært stolt. Einn- ig getur verið um að ræða svonefnd þóknun- arhrif, sem geta þýtt að sjúkdómseinkennin hverfa að mestu eða einhveiju leyti um tíma vegna þess hve neytandinn trúði sterkt á lyfið. Mörg læknislyf (m.a. hjartalyf) hafa verið tekin af lyfjaskrá vegna þess að þau náðu ekki að lækna umfram þóknunarhrifín. Það þarf því að fara mjög varlega að þeim einstaklingum sem hafa trú á hugsan- lega varasömum efnum — ef á að fá þá til að hætta við þau. Lokaorð Grein þessi er að mestu leyti byggð á ýmsum köflum í bandarískri kennslubók í næringarfræði eftir Whitney og Hamilton, sem er kennd við Háskóla íslands. Þar er vitnað í heimildir um þessi mál. Ljóst er að ýmislegt þar á við um annað samfélag en okkar; vonandi kemst þó meg- ininntakið til skila. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál frekar (þar sem erfítt er að gera fyllilega grein fyrir öllum hliðum þeirra í stuttri yfirlitsgrein), er bent á þá bók og að fyrirlestrar í næringarfræði (og reyndar ýmsum öðrum greinum) við Háskólann eru opnir almenningi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.