Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 11
r jn ■ t s ff ttn j »ffftrfIH11 uIí! ! isi?!11!11111S!!iI) JARKENNSLA Greinar um Fræðsluvarp Hæggengir veirusjúkdómar — Síðari hluti Útbreiðsla og afleiðingar karakúlsjúkdómanna Votamæði kom upp fyrst karakúlpestanna, í Borgarfirði tæpum tveimur árum eftir inn- flutning fjárins. Hefði það verið í tvö ár í sóttkví, en ekki í tvo mánuði, hefði líklega orðið vart við hana í sóttkvínni. Visna sást fyrst í Borgarfírði skömmu síðar. Hún fannst aðeins á afmörkuðu svæði suðvestan- lands, en hinar karakúlpestimar breiddust út miklu víðar. Þurramæði fannst fyrst í Suður-Þingeyjarsýslu, árið 1939, sex ámm eftir innflutning karakúlflárins. Þar var þurramæði ein og hrein, en á Norðvestur- landi, Vesturlandi og Suðurlandi fundust bæði votamæði og þurramæði í sömu hjörð- unum og oft í sömu kindinni. Tjón af völdum votamæði og þurramæði varð að lokum slíkt, að gripið var til allsheijar niðurskurð- ar á sýktu svæðunum um 1950. Jarðir þar voru svo sauðlausar í 1—3 ár, en að þeim tíma liðnum var flutt á þær fé frá Vest- flörðum, úr sveitum, sem höfðu sloppið við karakúlpláguna. Þurramæðin kom upp aftur á afmörkuðu svæði á Vesturlandi um 1960. Henni var útrýmt með nýjum niðurskurði á því svæði. Gamaveiki er hér enn og er hald- ið niðri með bólusetningu. Enn nýtur þar verka Bjöms Sigurðssonar, sem er höfundur þess gamaveikibóluefnis, sem enn er notað hér og er innlend framleiðsla. VlSNA OG ÞURRAMÆÐI Eru Tvö form Sömu Veirusýkingar Árið 1957—1958 tókst Bimi Sigurðssyni og samstarfsmönnum hans á Keldum að rækta veirur úr visnuheilum og þurramæðil- ungum (8, 9). Sýkingartilraunir með þessar nýræktuðu veimr leiddu í ljós, að visna og þurramæði em heilasjúkdómur og lungna- sjúkdómur, sem stafa af sömu veimsýking- unni, og sýkir veiran líka ónæmiskerfí kind- anna, bæði frnrnur í eitlum og milta (10). Veirur fínnast ámm saman í blóði og mænu- vökva sýktra kinda, líka áður en sjúk- dómseinkenni komi fram. Veimr fara ekki yfír fylgju í lamb sýktrar kindar, en þær em alltaf í mjólkinni og smitast lambið þannig auðveldlega á fyrstu vikum eftir fæðingu, ef móðirin er sýkt. Erfitt er að fínna veirur í munnvatni, en þær vaxa úr flestum munnvatnskirtlum sýktra kinda, ef reynt er að rækta veirur úr þeim. Erfítt er einnig að rækta veirur úr nefslími og sýkt- um lungum. Þurramæði og visna höguðu sér ekki eins og kynsjúkdómar í íslensku sauðfé, þó að þær bæmst hingað með hrút- um. íslenskar sauðkindur lifa of fábreyttu kynlífi til þess að það geti skýrt útbreiðslu þurramæðiplágunnar. Tilraunir vora ekki gerðar til að rækta veirar úr sæði, en líklegt er, að þær hefður borið árangur, eins og tilraunir á mörgum öðmm sýnum, sem hafa í sér fmmur. Þurramæði og visna bárast Eftir MARGRÉTI GUÐNADÓTTUR milli bæja og héraða, ef fé úr sýktum hjörð- um var hýst með heilbrigðu fé. Oftast vora smitberar ær, og tíminn ekki fengitími. Fé smitaðist aldrei í sumarhögum eða réttum. Líklegasta smitleið þurramæði og visnu er þvi úðasmit í flárhúsum, eða smit sýktrar kindar í vatnsflát eða hey. Við þetta bætist svo hin vel þekkta smitleið frá móður með mjólkinni í lambið. Starfsemi ónæmiskerfísins í kind, sem sýkt er með visnuþurramæðiveim er brengl- uð. Við margar algengar veimsýkingar myndast sérhæfð mótefni, sem eyða sýking- armætti veimnnar og binda hana, svo að hún getur ekki valdið skaða. í visnu-þurra- mæðisýkingu mjmdast þessi mótefni bæði seint og illa og hafa lítinn hæfileika til að binda veirur. Mánuðum og jafnvel ámm saman getur leit að þessum mótefnum'ver- ið árangurslaus, þó að kindin hafí verið sýkt með miklu magni af veiram (10, 11, 12). Retroveirur Veiran, sem veldur þurramæði og visnu, er af veiruflokki, sem nefnist retroveirur. Retroveimr em gamlar í náttúmnni og flest- ar vel aðlagaðar að hýsli sínum, þannig að miklu fleiri em sýktir en þeir, sem veikjast. Þær skiptast í 3 undirflokka, oncoveirur, sem geta valdið krabbameinum, lentiveimr, eða hægu veiramar, og spunaveimr, froðu- veimmar. Visnu-þurramæðiveiran er fyrsta lentiveiran, sem ræktaðist. Síðan hafa fund- ist lentiveimr, sem valda blóðleysi í hestum, liðagigt í geitum, og síðast en ekki síst, eyðni í mönnum. Um uppmna eyðniveira era tvær tilgátur. Önnur er sú, að vel aðlög- uð mannaveira hafí breytt um erfðagerð og eðli, og hin að eyðniveimr séu aðkomnar í mannaheim úr öðm dýri, t.d. apa. Af eyðni- veimm em þegar þekktar tvær mismunandi ættir, uppmnnar á mismunandi stöðum í Afríku. Þær em nú kallaðar HIVl og HIV2 (HIV = Human Immunodefíciency Vims). Ymis afbrigði em til af ölium þekktum lenti- veimm, þó að tæplega sé hægt að kalla þau sérstakar ættir. Dæmi em til, að lentiveimr breyti sér í sama sjúklingnum, þannig að veirar, sem ræktast skömmu eftir sýkingu, era öðmvísi en þær, sem síðar ræktast. Þetta fyrirbæri fannst fyrst í visnu og síðar í eyðni. í visnu er það algengt og getur haft áhrif á næmi vefja, smitleiðir og gang sýkingarinnar (11, 12). Oncoveimr em stærsti undirflokkur retro- veira. Þær em talsvert frábmgðnar lenti- veimm og ólíkar innbyrðis. Sú fyrsta fannst árið 1911 í sarkmeini úr hænu. Auk sark- meina í hænsnum valda þær krabbameini í spenum músa, er berst með mjólk í ung- ana, og hvítblæði í fuglum, músum, kúm, köttum og mönnum. Ifyrstu oncoveimmar, sem valda hvítblæði í mönnum, fundust rétt á undan eyðniveimnni. Oncoveimr hafa ámm saman verið viðfangsefni krabba- meinsveimfræðinga og veimfræðinga. Við rannsóknir á oncoveimm hefur þróast mikið af nákvæmum aðferðum, sem vom tiltæk- ar, þegar glíman við eyðniveimmar byijaði. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, svo að eyðniveiran er nú betur þekkt en flestar eldri retroveimr. Um spunaveimr er mjög lítið vitað, og ekki enn vitað um neina sjúkdóma, sem þær valda. Allar retroveimr tengjast sýktum frutnum þannig, að erfðaefni veimnnar innlimast á sérstakan hátt í erfðaefni frumunnar og flyst í dótturfrumumar við frumuskiptingu. Þetta gerir baráttuna til útrýmingar retro- veira úr þeim sýktu mjög erfíða. Helsta vonin í þeirri baráttu er nú bundin við efni, eða lyf, sem verka á sérstaka hvata (enzym) veimnnar, hvata er hún framleiðir sjálf og em henni nauðsynlegir við fjöigun. Takist að eyðileggja þessa nauðsynlegu hvata, ætti að vera hægt að hefta frekari veija- skemmdir í líkama sjúklingsins, þannig að hann haldi bærilegri heilsu, þrátt fyrir sýk- inguna. Slík efnameðferð hefur verið rejmd á eyðnisjúklingum og lofar góðu. Horfur á nothæfri bólusetningu er mun verri. Við margar veimsýkingar, t.d. mænusótt, myndast sérstök mótefni, sem eyða sýking- armætti veimnnar og hægt er að koma í gang með bólusetningu. Þessi tegund mót- efna mjmdast bæði seint og illa eftir lenti- veimsýkingar, og binda þau lítið af veiram, sem losna gjaman aftur. Erfðaefni lenti- veira kemur sér vel fyrir í nýjum, næmum frumum, þrátt fyrir ónæmissvöranina í sýkt- um einstaklingi. Því er lítil von til þess, að mótefni eftir bólusetningu verði öflugri en þau, sem myndast eftir eðlilega sýkingu. Hæggengar Sauðfjár- sýkingarOgSam SVARANDIMANNASJÚKDÓM- AR Þeir hæggengu sauðfjársjúkdómar, sem að framan getur, eiga sér samsvömn í þekktum mannasjúkdómum. Til em manna- sjúkdómar mjög líkir riðu í sauðfé, t.d. sjúk- dómurinn kum á Nýju-Giuneu og örfáir, sjaldgæfír taugasjúkdómar á Vesturlöndum. Ekki er talið að riðusýkill geti borist úr sauðfé í fólk, heldur er hér um skylda sýkla að ræða. Ljóst er, að sjúkdómamir, sem lentiveir- umar, eyðniveira og visnu-þurramæðisveira valda, em mjög líkir. í báðum tilvikum er viss ónæmisbilun á ferðinni. Lömunarsjúk- dómur líkur visnu, og lungnasjúkdómur líkur þurramæði, hafa fundist í eyðnisjúklingum, auk annarra vefjaskemmda. Bæði í eyðni, visnu og þurramæði fínnast veirar víða í veQum og líkamsvessum allan tímann, sem líður frá sýkingu, þar til sjúklingurinn deyr. Eyðniveiran virðist þó vera heldur grimmari en visnu-þurramæðiveiran, t.d. kemst hún auðveldlega yfir fylgju í fóstur sýktrar konu og skaðar það alvarlega. Slflct gerist ekki í visnu-þurramæðisýkingu. Bæði eyðniveimr og visnuþurramæðiveirar fínnast í mjólk og komast með henni yfír í afkvæmið. Eyðni- sýkt kona ætti því ekki að hafa bam sitt á bijósti, ef það hefur sloppið við sýkingu í fósturlífi. Því er mjög mikilvægt að leita að eyðnisýkingu við mæðravemd og gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart baminu, ef sýkt kona fæðir. Samsvömn við votamæði er ekki eins ljós. Helst kannski ein sjaldgæf tegund af lungnakrabbameini af óþekktum orsökum. I sjaldgæfum tilvikum af algengum veim- sýkingum, t.d. mislingum og meðfæddri rauðuhundasýkingu, hafa sést heila- skemmdir, sem ágerast og haga sér eins og hæggengar veimsýkingar gera. Sumir hægt versnandi sjúkdómar, sem við þekkjum ekki enn orsakir að, gætu verið hæggengar veirasýkingar. Ótrúlegu magni þekkingar um eyðniveirar hefur nú verið safíiað. Gæti það komið að góðum notum við rannsóknir á öðram illvígum og langvarandi manna- sjúkdómum. Höfundur er prófessor viö Háskóla islands Tilvitnanir 1. Bjöm Sigurðsson: Observations on Three Slow Infections of Sheep; Maedi; Paratuberculosis; Rida, a Chronic Encephalitis of Sheep; with general re- marks on infections which develop slowly, and some of their special characteristics. Brit. VetJ. 110: 255-270, 307-322, 841-354, 1964. 2. Bjöm Sigurðsson: Annarlega hæggengir smitsjúk- dðmar. Skfmir 132: 165—183, 1958. 3. Margrét Guðnadöttir Slow Viral Infections of Animals: Experimental Models for Human Disea- ses. Medical Biology, 69: 77—84, 1981. 4. Þættir um innflutning búfjár og karakúlsjúkdóma. Útg. landbúnaðarráðuneytið, 1947. 5. Guðmundur Gislason: Maedi. í Encyclopedia of Veterinary Medicine, Vol. 3: 1780—1784. Útg. W. Green & Sons Ltd. Edinburgh, 1966. 6. Bjöm Sigurðsson, Páll Pálsson og Halldór Grfmsson: Visna. A De-myelinating Transmissable Disease of Sheep. J. Neuropath. Expm. Neurol. 16: 389-408, 1957. 7. Bjöm Sigurðsson, Páll A. Pálsson: Visna of Sheep. A Slow Demyelinating Infection. Brit. J. Expm. Pathol. 39: 519-628, 1958. 8. Bjöm Sigurðsson, Halldðr Þormar og Páll A. Páls- son: Cultivation of Visna Vims in tissue culture. Arch. Ges. Vimsforsch. 10: 868—381, 1960. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. MAR2 1989 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.