Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 4
K E F L A V m 1 K M 1 L 0 K S J ■ ■ 0 T T A M A R A T u G A R 1 N S Mynd: Steingrímur Eyfiörð Elvis Presley og J ames Dean voru fyrirmyndir gagnfræðaskólaárum mínum í Keflavík 1956-59 var bærinn ekki fjölmennari en svo að þá þekktust allir íbúamir meira eða minna. Ekki til sá Keflvíkingur sem ekki þekkti „Óla póst“, Ólaf Kjartansson sem starfaði hjá póst- - SÍÐARI hluti Meðal þess sem hreif hina uppreisnargjörnu unglinga í Keflavík á þessum tíma voru hugmyndir úr Þriðja ríki Hitlers og leiddi af sér stofnun Pósistaflokksins, sem gaf út blað, sem síðan var bannað og ekki átti flokkurinn heldur langt líf fyrir höndum. Eftir ÓLAF ORMSSON inum við p>óstútburð, oftast á hjóli upp og niður Hafnargötuna, maður kominn á miðj- an aldur, kátur og vingjamlegur, í hans augum allir jafnir, fór ekki í manngreinar- álit, sonur Kjartans Ólafssonar, innheimtu- manns hjá Rafveitunni. Of langt mál er að telja upp í stuttri blaðagrein þá flölmörgu Keflvíkinga sem settu svip á bæinn á mínum unglingsámm í Keflavík, ég hef áður hér í Lesbókinni minnst á nokkra þeirra, í tveim- ur greinum. Gagnfræðaskólaárin em enn sá tími sem rétt er að fjalla örlítið nánar um. Ég hafði áþuga á flestu öðra en því sem var að ger- ast innan veggja skólastofunnar, enda námsárangur eftir því. Helst að ég næði einhveijum árangri i sögu, landafræði, stíl, málfræði eða náttúmfræði. Ég fékk lengst af 1-2 í aðaleinkunn í náttúmfræði þar til ég var tekinn í yfírheyrslu, að mig minnir hjá Bjama Halldórssyni, og sagt að þannig gæti þetta ekki gengið mikið lengur, að ég tók tillit til slíkra athugasemda og á vor- prófí náði ég allt í einu 7,5 í aðaleinkun og var annar eða þriðji í röðinni í náttúmfræði í mínum bekk, þriðja bekk B, og Bjami taldi nú ljóst að líklega gæti ég bara orðið góður námsmaður, skilyrði auðvitað að ég liti í námsbækumar. Svo upptekinn var maður af því að kynna sér það sem var að gerast úti í þjóðlífínu, í útvarpi, blöðum, skák, innlendum og erlendum stjómmáium, að skólinn var raunar það sem skipti minnstu máli. Heimurinn þar fyrir utan var minn heimur, skólinn líkastur stofnun sem hefði frelsi unglingsáranna. Ég vildi vera með opinn huga, fijáls og kynnast á sem allra skemmstum tíma því sem lífíð hafði upp á að bjóða. Að baki var nám í Bamaskólanum þar sem ríkti oft strangur agi, undir leið- sögn kennara sem nemendur bám vissulega virðingu fyrir, Vilborgar Auðunsdóttur, Hermanns Eiríkssonar skólastjóra, Hallgríms Th. Bjömssonar og þeirrá Fram- nessystra Guðlaugar og Jónu. Síðan tók við öryggisleysi unglingsáranna, þar sem borin var lítil virðing fyrir kennumm og öllu yfir- valdi. Óstöðug og áhrifagjöm ungmenni leit- uðu sér fyrirmyndar meðal poppstjama, kvikmyndaleikara og svo var þetta heimur kjamorkusprengjunnar, ógnin mikla, heims- styijöld eins og stöðugt yfírvofandi. FATATÍSKAN SVIPUÐ OG NÚ Eftir Hafnargötunni fóm áætlunarbílam- ir frá Sérleyfísbílastöð Keflavíkur áleiðis til Reykjavíkur, höfuðborgarinnar, þar sem allt átti að gerast og ég sá ef til vill sjálfan mig siljandi aftast í rútunni með ferðatösku á hnjánum að halda út í hinn stóra heim. Rokkið var að slá í gegn víða um lönd, Bill Hailey, Elvis Presley, Tommy Steel ásamt minni spámönnum, Little Richard, Paul Anka, Ricky Nelson, Fats Domino, Connie Francis og ótal mörgum öðmm vom að koma fram á sjónarsviðið og heyrðust dag- inn út og daginn inn í útvarpi vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vinsældalisti þeirra ára var leikinn aftur á bak og áfram; ungl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.