Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 14
beið við veiðihúsið. í þessari leit okkar þótti mér eftirtektarvert hversu Hallddor — sem ekki er nema ellefu ára gamall — var athugull og glöggur á ýmislegt það sem við vorum að leita eftir. Ég held að það stuðli að auknum þroska bama og sé hluti af æski- legu uppeldi að gefa bömunum, þó ekki sé nema stöku sinnum, kost á ferðalögum um óbyggðir og vegleysur. Landakortið með blýants- og pennastrikum var okkar leiðarvísir. Örsjaldan sáum við móta fyrir gömlum bflförum. Var þess varla von vegna þess að undangengið veður hefur slétt- að yfír eldri hjólför. Til að byija með ókum við að Stóralóni og Bjöm reyndist glöggur við að „lesa sig áfram" eftir kortinu. Við snérum nú við og ókum norður með fjalli sem kortið segir að nái 774 m hæð y.s. Þar af brúninni horfðum við niður og norður yfír Lónakvíslina og sáum framhald vegarins í grónum bakkanum hin- um megin. Við þurftum ekki að leita lengur og talstöðvarsamband var haft við hitt fólkið. Ég til- kynnti að vegurinn væri fundipn og við mundum koma til lóðsa þau. Greitt var ekið aftur af stað upp yfír ósinn og að Lónakvíslar- bakka_þar sem bflförin höfðu áður sést. Ég fór út úr bflnum til að athuga aðstæður til yfírferðar. Þegar ég gekk þar út á eyrina sökk ég upp undir hné í sand- bleytunni. Vatnsmagnið var hér ekki til trafala heldur kvíslarbotn- inn sem á stöku stað var gljúpur og laus í sér. Fljótlega tókst okk- ur að fínna þokkalegt vað nokkru neðar. Það gekk tafarlítið að komast yfír kvíslina en brátt hurfu öll hjólför í gáróttan og næstum gróðurlausan sandinn. Dálitlar tafir urðu við að fínna framhald leiðarinnar og fengu bensínbflam- ir frí frá slíkum könnunarútúr- krókum. Fáum km ofar þar sem kvíslin féll á eyrum í opnu gili fundum við veginn á ný og héma á grónum bala var þokkalegt tjaldstæði sem áður var búið að segja mér frá. Héma á suðurbakka Lónakvísl- ar gerði Sigurþór rétt í því að draga upp pela og hlutu þar sum- ir kærkomna hressingu. En aðrir þeir sem töldu sig meiri ábyrgð bera urðu að afþakka slíkt enn um stund. Hér sagði ég fólkinu að það væri alveg öruggt að við fyndum réttu leiðina, en það væri aðeins spuming um það eitt hve langan tíma það tæki, því við viss- um ekki fyrirfram hve mikið þyrfti að leita fýrir sér. Sumir tóku nú að brosa með bjartari augum framan í svartan sandinn. Kortin voru skoðuð og okkur virt- ist sem það væri um 5 km leið að suðvesturtotunni á Langasjó. Ákveðið var að taka stefnuna nokkuð til hægri við Sveinstind og fast við hægri endann á dökk- um klettafjöllum er við töldum vera Hrútabjörg. En svona einfalt var málið ekki, því oft þurfti að sveigja framhjá hæðum og taka skyndiákvarðanir um það hvaða skörð yrðu næst valin inn á milli fjallanna. Eftir nokkuð tafarlítinn akstur komum við svo þvert á stikuðu leiðina sem liggur inn á Breiðabak (og þaðan í Botnaver við Vatnajökul). Við beygðum inn á stikuðu leiðina til hægri og inn- an skamms vorum við nú stödd vestan Sveinstindar (sem er hæsta fjall á þessum slóðum 1090 m y.s.) og við suðvesturtotuna á Langasjó (sem áður var nefnt Skaftárvatn). Þegar hér var komið sögu var klukkan orðin tvö. Var nú — með smá kaffihléi — ekið svo sem (stikuð) leið liggur fram með Hellnaá. Græni fjallgarður var nú á hægri hönd en Hellnafjall til vinstri og svo tók við fjallið Grett- ir. Þar var ætlunin að aka út af stikuðu leiðinni t.v. og komast þar í milli Grettis og Blautulóna. Ég hafði búist við því að þar yrði að leita fyrir sér með akstursleið. en margreynist öðru vísi en ætlað hefur verið því nú birtist vel greinilegur og margekinn afleggj- ari að Blautulónunum. Lónin eru aðeins tvö þótt þau séu sýnd fjög- ur á kortinu. Og þegar að eystra lóninu var komið fengum við skýr- ingu á því hvers vegna svona mikið er ekið að vatninu. Fyrst sáum við hvar ónotuð netadufl og annar útbúnaður lá í hrúgu uppi í landi, því næst hvar kaðlar lágu hér og hvar út í vatnið og svo kom í ljós að þar hafði verið lagður talsverður fjöldi neta. Ég frétti síðar að vötn þessi væru yfírfull af smábleikju og nú væri brýnt að grisja vötnin, þ.e. að veiða nógu mikið upp úr þeim til þess að sá físskur sem eftir yrði hefði nóg rými og æti til að ná eðli- legri stærð og þyngd. Ekki hefði okkur Land- og Holtamönnum öllum þótt netin vera klóklega lögð en það kemur kannske ekki að sök, því að ef vatnið er yfir- fullt af bleikjum þá veiðist í netin hvernig svo sem þau eru lögð. Og svo gilda kannske önnur veiði- lögmál þama en í Veiðivötnum norðan Tungnaár. Einhver lét þau orð falla, eftir að við höfðum séð svona mörg vötn á afrétti Skaft- ártungumanna, að þau væru hér hin fomu Fiskivötn Skaftfellinga en ekki norðan Tungnaár í Veiði- vötnum. Næst var ekið niðri í vatninu með fjallið Gretti fast á vinstri hönd og síðan beygt í hálfhring Við Blautulón — GræniQallgarður að baki. Kvislarlón — veiðihúsið er á miðri mynd. Foss í Lónakvísl. t.v. meðfram klettabelti sem er í 884 m hæð (y.s.). Leiðin lá síðan um nokkuð mishæðótt land, m.a. eftir „sandgili“, upp brekkur og eftir fremur mjóum hrygg. Héma birtist okkur líkt og risastórt opið landabréf Lakagígar og umhverfí þeirra en það var landsvæði sem þessum ferðahóp var kunnugt frá sl. sumri. Við þessa sjón held ég að einhver sérstök tilfínning hafí gripið alla; ætli það hafi ekki ver- ið einhver svipuð tilfinning og við værum að heilsa vinum sem við hefðum ekki séð í heilt ár. Veðrið spillti nú heldur ekki þeirri ánægju er fólst í því að skoða umhverfið. Til vinstri voru Uxatindar sem eru sérstakir í útliti og til hægri er Gjátindur. í suðri var „gamall vin- ur“ Leiðólfsfellið, en þar vestan undir dvöldum við eina nótt sl. sumar (1987). Um það leyti sem tók að halla , undan til „suðurs" (?) var ekið um sannkallaðan „gijótháls" og vestan hafs var farið niður nokkuð bratta, langa og eitthvað gijótuga brekku. Við höfðum svo sem séð það „svartara" áður í þessu ferða- lagi hvað brattleika snertir. Þegar niður kom var ég spurður að því hvort við þyrftum að aka þessa brekku upp aftur. Nokkru síðar var ég spurður hvort það væri ekki alveg ömggt að við þyrftum ekki að aka þar upp til baka. Um kl. fímm voram við komin á fyrirhugaðan næturstað, Skæl- inga. Engum ofsögum hafði verið sagt um töfra og viðkunnanleg- heit þess staðar. Þama era hraun- bunkar, með sléttum gróðurflöt- um og lækurinn liðaðist þar inn á milli. Við völdum okkur náttstað skammt frá kofunum og vestan undir hraunhólunum við lækinn. Allir munu hafa verið fegnir — eftir alls kyns veður og akstur á ógreiðfæra landi síðustu daga — að komast í unaðsreit sem þennan og fá í uppbót sólskin og næstum logn. Fyrst minnst er á veðrið, þá_ er ekki hægt að ætlast til þess á íslandi, ef lagt er upp í margra daga óbyggðaferð, að veðrið verði eins og eftir pöntun. Með það í huga hlýtur maður að kunna enn betur að meta þá blíðviðrisdaga sem manni era gefnir. Þetta kvöld var ýmislegt rætt og enn meira sungið. Meira að segja laglaus maður, eins og sá er þetta ritar, söng víst eitthvað líka. Höfundur er vaktmaöur í Gunnarsholti. Hvað býður friðsæld sveitanna ferðamanninum? Að safna orku til að gefa af „í hraða líðandi stundar er oft talað um, að fólk „brenni út“ — verði að hvíla sig og safna orku til að geta gefið frá sér — I vinnu og einkalífi. Og víst er, að marga vantar túna til að geta — í ró og næði — íhugað sín hjartans mál. Fólk veit almennt ekki um þennan möguleika að geta komist í burtu frá öllu, sem þreyt- ir það.“ Ferðablaðið er með Herbjörtu Pétursdóttur í simanum, eina af þeim húsmæðrum í sveit, sem helgar sig því að taka á móti ferðamönnum og skapa þeim góða sveitagistingu, hvíld, afþreyingu og veita þeim upplýsingar um næsta nágrenni. sér Gististaður Herbjartar er gamla prestssetrið að Melstað í Miðfirði, sem þau prestshjónin eru búin að leggja alúð við að endurnýja. Þar er nú svefnpláss fyrir 14 manns, tilvalið fyrir litla hópa eða stórar fjölskyldur. „Húsið er á þremur hæðum, með sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, stórt eldhús og rúmgóða setustofu (við látum ekki sofa í stofunni). Við eram með bækur og tímarit — spil og leik- föng fyrir inniverana — tvö ný reiðhjól og nokkur bamahjól, ef fjölskyldan vill hjóla um nágrenn- ið. Þegar snjór er yfír eins og núna, eru góðar byijendabrekkur við bæinn, bæði fyrir skíði og sleða. — Helgardvöl getur verið dijúg og það er notalegt í sveitinni að vetrarlagi, við höfum þá líka betri tíma til að sinna gestum okkar. Við erum með fáeinar kindur og Þessa mynd af Arngrími lærða (prestur á Melstað 1568-1648) er hægt að fá á Melstað. Séð frá fjárhúsunuin, sem eru í þægilegri gönguleið frá gistiheim- ilinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.