Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 15
Prestshjónin, Herbjört Pétursdóttir og Guðni Þór Ólafsson, með tveimur af börnum sinum á tröppum gistiheimilisins, ásamt góð- um gesti, Guðmundi Inga frá Kirkjubóli. krakkar geta komið með til að gefa þeim. Ég bíð upp á morgun- verð og hann er oft vel þeginn að morgni brottfarardags. Gestir þurfa ekki að skila húsinu hreinu eins og eftir ven’ í sumarbústað. Ég álít að dvölin sá fyrst og fremst hvíld frá síma, sjónvarpi og dag- legu umhverfi — fjölskyldan þjappast betur saman í rólegu umhverfi úti í sveit. í fyrravetur tók þýskur maður „sumarfríið" sitt héma hjá okkur. ■Hann skildi konu og böm eftir, en tók með sér ýmislegt, sem hann hafði lengi langað til að starfa að: Gamlar dagbækur, Eddukvæðin og íslendingasög- urnar — byijaði líka að skrifa nið- ur sögu, sem hann hafði sagt börnunum sínum á kvöldin. Hann ætlaði að vera í eina viku, en dvölin lengdist upp í mánuð! Það var snjór yfir, bjart og kalt — hann hafði aldrei áður séð gang tunglsins eða norðurljósin og var heillaður. Héma hafa líka dvalið litlir hópar, sem hafa undirbúið sínar kvöldvökur fyrirfram. Maðurinn minn, Guðni Þór Ólafsson sóknarprestur, er alltaf með morgun- og kvöldbænir, ef fólk óskar, og er tilbúinn til að ræða við fólk um andleg málefni. í páskavikunni er messa að Mel- stað á annan í páskum, en á páskadag í Hvammstangakirkju. I fyrra byrjaði Guðni með skírdagskvöld, með líku sniði og hin vinsælu aðventukvöld. At- höfnin mun helgast af upplestri, á ljóðum eða stuttum texta og söng, sem veitir helgiblæ inn í komandi hátíð. Mörgum finnst fróðlegt að koma að Melstað, þar sem Am- grímur lærði var prestur á 17. öld — einn þekktasti fræðimaður ís- lands, sem vitnað hefur verið í allt fram til okkar daga. Hann aðstoðaði Guðbrand Hólabiskup við útgáfu Guðbrandsbiblíu. Hóla- biskupsstóll stóð hónum til boða eftir daga Guðbrands, en Am- grímur vildi heldur helga sig rit- störfum. Til að heiðra minningu Arngríms höfum við látið prenta mynd af honum, sem ferðamenn geta keypt hjá okkur. Rætt er um að halda hina ár- legu Vorvöku á Hvammstanga f páskavikunni, sem felst í sýning- um og stuttum skemmtiatriðum eða dagskrá út vikuna. Á Hvammstanga er góð útisundlaug með rennibraut og gufubaði. Þrír Séð yfir að Laugarbakka — gistiheimilið og Melstaðarkirkja í forgrunni. matsölustaðir em í nágrenninu. Nýja hótelið á Hvammstanga, . Vertshúsið, er með góða kokka og hefur boðið upp á Lomber- kvöld með veitingum — þorraborð og fleira — fólk hefur verið mjög ánægt með þjónustuna þar. Byggðasafnið við Reylqaskóla er almennt ekki opið að vetrarlagi, en fólk getur fengið að skoða það. Aðstaðan krefst ákveðins frum- kvæðis og er kjörin fyrir þá, sem leita næðis. Hún er tilvalin fyrir námskeiðahald hverskonar — list- sköpun og einbeitingu — undir- búning fyrir próf — skákmót — jafnvel nefndarfundi (athugandi fyrir stjómmálamennina okkar, hvort þeir gætu ekki einbeitt sér betur við að leysa vandamál þjóð- arinnar, úti í sveit heldur en að vera stöðugt undir smásjá fjöl- miðla!) Umhverfí sveitarinnar heldur fólki saman og styrkir §öl- skylduböndin." Ferðablaðið bend- ir lesendum sínum að kynna sér svipaða aðstöðu víða í íslenskum sveitum, í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Verð á Melstað fyrir manninn — svefnpokagisting: krónur 600 . — í uppbúnu rúmi: krónur 1.000. Afsláttur veittur, ef gisting er fullnýtt. Krakkarnir á Melstað skemmta sér vel í snjónum. Skíðað í Hlíðar- fjalli, Skála- felli og Oddsskarði Aður er búið að Qalla um Bláflallasvæðið og skiðasvæðið í Selja- landsdal á Isafirði, á þessum vettvangi. Fyrst vantaði snjóinn á skíðasvæðin í Skálafelli, Hlíðarflalli og í Oddsskarði, en síðan varð of sryóþungt til að hægt væri að komast upp í skíðabrekkurn- ar - meðalhófið er alltaf best. Við skulum vona, að gott skíða- færi verði á öllum skíðasvæðum innanlands um helgina. O víða er sólríkara og betra út- sýni en úr brekkum Skálafells. Svæðið liggur upp í 770 metra hæð — gaman að ganga síðasta spölinn upp á topp og renna sér alla leið niður. Fjórar lyftur bera ^rfir 3.000 manns á klst. upp í brekkumar — stólalyftan, sem er 1200 metra löng, fer úr 400 metra hæð upp í 700 metra — tvær samsíða toglyftur við þjónustu- miðstöð — toglyftan við KR-skál- ann í Beinagili, er 500 metra löng — bamalyfta að auki neðan við þjónustumiðstöð. í þjónustumið- stöð getur skíðafólkið borðað nesti sitt og fengið þjónustu. Ung- templarafélagið Hrönn hefur séð um að troða göngubrautir á svæð- inu. Lyftugjöld i Skálafelli verða hin sömu og í Bláfjöllum. og ekki hægt að taka á móti skíða- fólki, sem vill hafa skó- og fata- skipti, nema að takmörkuðu leyti. Húsið var ekki hannað fyrir þessa -þjónustu og er þess vegna í stöð- ugri endurmótun. Skíðakennsla er í fjallinu frá mánudegi til föstu- dags. Reynt hefur verið að hafa hópkennslu um helgar, en hún ekki fengið miklar undirtektir. í miðri viku eru troðnar göngu- bráutir 3V2 km, en ná 10 km um helgar. Andrésar andar-leikamir verða haldnir í 14. skiptið 20.-22. apríl, 530 krakkar tóku þátt í þeim í fyrra. Sérstakir útivistar- dagar verða á dagskrá í Hlíðar- fialli í vetur og alþjóðlegt skíða- mót 12.-13. apríl. Lyftuverð í Hlíðarflalli Skíðasvæðið í HlíðarQalli við Akureyri í Hlíðarfjall var að koma nýr snjótroðari og eru þá tveir á svæð- inu. Fimm lyftur eru í Hlíðar- fjalli, þar af ein stólalyfta, sem anna 3.300 manns á klst. Lengsta braut er 2,5 km (á móti 1,2 km í Bláfjöllum) og mesti hæðarmun- ur er 500 metrar. Flestar brautir eru flóðlýstar og opið til kl. 9 á kvöldin. Þjónustumiðstöð í endurnýjun Veitingasalan er ekki nógu af- kastamikil í gamla skíðahótelinu DAGSKORT: Fullorðnir 500 kr. Böm 250 kr. HÁLFSDAGSKORT: Full- orðnir 380 kr. Böm 170 kr. (Morgunkort gilda til kl. 2 og kvöldkort frá kl. 1) KVÖLDKORT: Fullorðnir 250 kr. Böm 130 kr. VETRARKORT: Fullorðnir 7.750 kr. Böm 3.875 kr. Skíðasvæði Austfirðinga í Oddsskarði Alls staðar er bratt á Austur- landi og þar ec þvi kjörið svigskíðasvæði. „Við sinnum gönguskíðafólki lítið, segir Ómar Skíðasvæðið í Skálafelli Skiðað í HlíðarQalli Skarphéðinsson, sem sér um skíðasvæðið, en núna er kominn fullkominn snjótroðari, sem þýðir betri þjónustu, þurftum áður að notast við snjóbíl til að troða svæðið." Skíðasvæðið liggur í 550-750 metra hæð, svo að skíða- snjór helst fram eftir vori — al- gengt að skíða þarna á sumardag- inn fyrsta. Tvær lyftur eru í Odds- skarði; 600 metra diskalyfta, með 180 metra fallhæð og 260 metra löng togbraut fyrir byijendur á öllum aldri — anna samtals 1.100 manns á klst. Togbrautin var lögð í fyrra á mjög sólríku svæði og gjörbreytti aðstöðunni. Skíða- svæðið er 800-1000 metra breitt, mjög gott svigland um hóla og tvö gil, en breiddin nýtist ekki sem skyldi, þar sem diskalyftan nær ekki nógu hátt. Dagsbirtan ræður opnunartíma Þjónustuskálinn er með veit- ingasal og þrískiptu svefnlofti, sem hýsir vel yfír 40 manns. Eng- in lýsing er í brekkunum og opn- unartími lengist eftir því sem sól hækkar á lofti. „Við höfum alltaf opið þegar fært er. Fólk sækir hingað mikið, bæði frá Héraði og fjörðunum í kring (54 km frá Egilsstöðum, en um sex tíma akstur frá Homafirði). Á páskum getur biðtími í lyftur farið upp í 20 mínútur, en hámark um helgar er yfirleitt um 3-7 mínútna bið- röð. Við áætlum að auka aðsókn um 20% með því að vera með sömu lyftugjöld og í fyrra," segir Ómar að lokum. Lyftugjöld í Oddsskarði DAGSKORT: Fullorðnir 400 kr. Böm 200 kr. ÁRSKORT: Fullorðnir 6.000 kr. Böm 3.000 kr. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MARZ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.