Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1989, Blaðsíða 16
B M 1 L A R Fiat tipo BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU Þegar Fiat tipo var hleypt af stokkum og kynntur fyrir blaðamönnum í janúar 1988, fylgdi því meiri eftirvænting en venja er til, þegar nýir bílar í þessum flokki eru kynntir. Ástæðan var sú, að búið var að beija sér á bijóst og blása í lúðra í upphafs- landi óperunnar og lýsa yfir því, að nú skyldi velt af stalli bflum eins og Volks- wagen Golf, sem notið hefur mikillar hylli í Evrópu. Hjá Fiat hafði runnið upp betri tíð með blóm í haga með tilkomu Fiat Uno, sem fyllti menn bjartsýni á, að kannski gæti Evrópa þrátt fyrir allt haft við Japön- um f smábflaframleiðslu. Með Fiat Uno í flokki smábfla var tónninn gefínn og Fiat Tipo, sem telst í minni millistærðarflokki, er framhald þeirrar hönnunar og þess sér- staka útlits, sem sjá má í Fiat Uno. Aðeins hefur verið hnykkt á nokkrum atriðum, sem ljá þessari gerð sérstakan persónuleika, svo honum verður t.d. varla ruglað saman við jafn stóran, japanskan bfl. Með samlíkingu við skóinn, sem er stór að innan, en lítill að utan, má segja að tekizt hafí að gera fremur fyrirferðarlítinn bfl, 3.96 m á lengd, ótrúlega rúmgóðan að innan. Það er sumsé notagildissjónarmið, sem setið hafa í fyrirrúmi: Fiat tipo er bfll sem rúmar prýðilega 5 í sæti og þá er eftir dágott rými fyrir farangur. Frumlegast og sérstæðast er þetta útlit að aftan, því „mitt- islínan" sem stundum er nefnd svo, sveigist upp aftast og hliðarglugginn aftan við aftur- hurðina setur sinn svip á þessa hönnun einn- ig. Svo langt nær þakið aftur, að litlu mun- ar að úr verði hreinræktaður skutbfll. En svo er ekki; það er allgóður halli á afturrúð- unni, svo Fiat tipo telst vera hlaðbakur. Og með því að afturhurðin opnast alveg niður að stuðara, verður hverskyns hleðsla auð- veld. Notagildið er undirstrikað með því, að hægt er að leggja aftursætið allt niður, en einnig að hluta, sem getur verið hag- kvæmt, ef jafnframt þarf að koma fyrir einum farþega í aftursætinu. Sérkennilegan svip setur það á afturendann, að ljósin eru höfð óvenjulega stór - og öryggisatriði er það einnig. Til notagildis - og þæginda- má einnig telja, að hurðirnar opnast alveg í vinkilrétta stöðu. Þetta er hönnunardæmi, sem telja má að sé vel leyst, bæði frá sjónarmiði notagild- is og fagurfræði. Af því leiðir, að sá markað- ur sem Fiat tipo höfðar til, er geysilega stór; þetta er svo til nákvæmlega farartæk- ið, sem venjuleg kjamafjölskylda, hjón með tvö böm, sækist eftir til daglegs brúks og til þess að geta haft með sér nokkum far- angur í suamrleyfið. Ekki ætti eyðslan held- ur að ganga fram af neinum; Revue Au- tomobile gefur upp 5,2 - 8,5 lítra á hundrað- ið eftir því hvort ekið er á vegi eða í borgar- umferð. Vélin er að sjálfsögðu fjögurra strokka, þverstæð. í meginatriðum er um tvær vélar- stærðir að ræða; í þeim sem hér var reynslu- ekið er 1372 rúmsm. vél, 72 DIN- hestöfl og drifið er á framhjólunum. Það tekur hann 13 sek að ná 100 km hraða frá kyrr- stöðu og hámarkshraðinn er 161 km á klst, sem ítölum finnst kannski í lægri kantinum á Autostrada del Sol, en er miklu meira en nóg hér. Fáanleg er sprækari gerð með 90 hestafla vél og verður viðbragðið í 100 km þá 12 sek. Einnig fæst tipo með dísilvél, 58 hestafla, sem sögð er vinsæl í föðurlandi Fiat tipo, - og þá er ótalinn enn einn kost- un Smærri og enn eyðslugrennri vél, sú sama og notuð hefur verið í Fiat Uno. Svo mkið orð sem fer af ítalskri hönnunar- snilld, mætti búast við meiri tilþrifum innan- stokks í Fiat tipo. Sætin eru prýðilega vel formuð eftir höfund sætanna í Concorde- þotunni og þau eru nokkuð stinn á þýzkan máta, óþarflega stinn mætti kannski segja. Það er merkilegt, hvað sú stefna hefur öðl- ast víðtækar vinsældir hjá framleiðendum; ég held samt að bfleigendur almennt hafí mjög skiptar skoðanir á því og mörgum finnst beinlínis óþægilegt að setjast uppí bfl með hörðum sætum. En ugglaust er það rétt, að sæti af þessari gerð fara vel með ökumann og farþega. Hlýlegt er hvernig hurðimar eru klæddar að innan og yfirleitt hefur höfundum þessa bfls alveg tekizt að sneiða hjá því plast- útliti, sem einkennir orðið marga bfla í lægri verðflokkunum. Með mælaborðinu hafa ítal- ir viljað sýna, að þeir ætluðu ekki líkt og Japanir að herma eftir Þjóðveijum og því útliti, sem upprunnið er frá Benz og BMW, og skapað hefur áhrifamikla tízku. Neitakk, hér er eitthvað allt annað á ferðinni: Miklu framúrstefnulegra mælaborð með tölrænum upplýsingum í tveimur flöngum hólfum, sem virðast við fyrsta augnakast óþarflega þröng. Þegar til alvörunnar kemur, sýnir sig að þau eru nógu stór og að ökumaður hefur hraða, snúningshraða og annað full- komlega á hreinu og alls ekki síður en með hinum hefðbundnu, kringlóttu mælum. Mótbáran gegn þessu, a.m.k. frá hendi Þjóðveija, hefur verið sú, að betra væri frá öryggissjónarmiði að hafa sem rólegast yfir- bragð á mælaborði; annað kynni að draga athyglina um of frá akstrinum og gæti haft hörmulegar afleiðingar. Að vísu má öllu ofgera og þá getur þessi röksemd staðizt. En ég fæ ekki séð, að sú hætta sé fyrir hendi í Fiat tipo og eitt er ástæða til að benda sérstaklega á: Sá ökumaður sem þarf að lesa með gleraugum, en ekur gler- augnalaus, sér ef til vill ógreinilega á venju- lega mæla og þyrfti í rauninni að setja upp lestrargleraugun sín til þess. Með þessu tölræna og grafíska formi sjást allar upplýs- ingar svo miklu betur, _að þessi sérstaki vandi kemur ekki upp. Ég kem ekki auga á neina ókosti við tölrænar upplýsingar í hæfílegri stærð, en staðreynd er það engu að síður, að rafeindastýrð, tölræn mælaborð hafa verið til síðan um 1970; voru þá t.d. í Citroen GS, en hafa ekki náð fótfestu. Sjálfa umgjörðina; þessi tvö flöngu hólf í mælaborðinu er ég samt engan veginn sáttur við. Þrátt fyrir það orð, sem fer af ítalskri hönnun, þykir mér þessi umgjörð Mörg vel leyst smáatríði - en sum mið- ur eins og hóISn utan um hinar tölrænu upplýsingar á mælaborðinu. í fyrirrúmi. einfaldlega of frumstæð í hönnun og ekki nægilega falleg. Mestu máli skiptir þó vita- skuld, að nauðsynlegum upplýsingum sé komið á framfæri á hæfílega áberandi hátt. Það fyrsta sem eftir er tekið undir stýri, er að ökumaður situr fremur hátt og hefur góða yfírsýn. Stýrið er stillanlegt á hæðina, sem ekki er venjulegt í þessum verðflokki og sama er að segja um miðlæstar hurðir. Fiat tipo er ánægjulegur bíll í akstri með tilfinningu, sem er alveg evrópsk og aðeins frábrugðin þeirri tilfinningu, sem venjulegur japanskur bíll skilur eftir. Mér fannst Fiat Uno vera mikið framfaraspor á sínum tíma, en með tipo hefur verið gert enn betur og vel skiljanlegt og raunar eðlilegt, að reynslu- akstursmenn og blaðamenn bílablaða kusu hann bfl ársins í Evrópu 1989. Einnig hefur hann verið valinn bfll ársins í Danmörku. Slflct val snýst ævinlega um nýja bfla og segir ekki annað um samanburðinn við þá eldri en það, að nú hafi bæzt við verðugur keppinautur og í rauninni ný viðmiðun. Nokkur tæknileg atriði: Lengd: 3,96m Breidd: 170 sm. Hæð: 144,5 sm. Eigin þyngd: 970 kg. Gírkassi: 5 þrepa Vél: 4ra strokka, 72 ha. Hemlar: Diskar að framan skálar að aftan. Vindstuðull: 0,31 cd. Viðbragð 0-100: 13 sek. Meðaleyðsla: 6,91 á lOOkm. Verð: 754 þúsund PLÚSAR: Alhliða notagildi Aksturseiginleikar Rými að innan Flutningsgeta Formið á sætunum Útsýni Spameytin vél Góð ryðvöm Vel teiknað ytra útlit MÍNUSAR: Snjóþæfingur og hálka em ekki þær að- stæður, sem fyrst og fremst sýna kosti Eiat tipo. Framhjóladrif er heldur ekki það töfra- orð, sem öllu máli skiptir í hálku og fram- drifnir bflar em ótrúlega misjafnir í snjó. En tipo er lipur í umferðinni, sæmilega snar í viðbragði og beinlínis ánægjulegur á vegi, til dæmis á 90 km hraða. Gírskiptingin er lipur og öll stjómtæki vinna eðlilega; ekkert kemur ókunnuglega fyrir í sjálfum akstrin- um. Ökumaðurinn fær strax þá tilfinningu, að hann hafi alla tíð ekið þessum bfl. Fiat tipo kostar 754 þúsund, ryðvarinn og kominn á götuna. í erlendri umfjöllun um Fiat tipo hefur komið fram, að honum var frá upphafi stefnt gegn vinsælum Evr- ópubflum svo sem Volkswagen Golf, sem kostar hér frá 725 þús. kominn á götuna, og Ford Escort, sem með 5 gíra útfærsl- unni getur kostað 725 þús. Raunar em fleiri um hituna í þessum verðflokki; þar á meðal Peugeot 309, sem kostar frá 737 þús.kr. Brezka bflablaðið What Car bar þessa bfla saman á sl. ári og gaf punkta fyrir eftirtalin atriði: Kraft, þ.e. viðbragðs- og hámarkshraða, fjöðmn og aksturseigin- leika, verð, þægindi og loks alhliða einkunn fyrir notkun til lengri tíma. Niðurstaðan úr þessum samanburði varð sú, að Fiat tipo stóð undir nafni sem bfll ársins og varð einn um að fá fyrir heildina fjóra. punkta. Þijá punkta fengu Escort og Peugeot, en Golf rak lestina með tvo punkta, enda orðinn nokkuð við aldur. Ég get fallist á þessa niðurstöðu. Escort er að vísu sprækari og mér finnst Peugeot 309 hafa bezta aksturs- eiginleika af þeim öllum, en rými og margt annað í honum er síðra en í Fiat tipo. Hitt er svo annað mál, að hér á íslandi - og raunar í Evrópu einnig- er varla raun- hæft að bera Fiat tipo einungis saman við þessa þijá Evrópubfla. Harðasta samkeppn- in á markaðnum er af hálfu Japana. Þar á Fiat tipo í höggi við einn mest selda bfl heimsins, Toyota Corolla, sem kostar frá 752 þús og Mitsubishi býður fram Colt á 632 þúsund, sem er að vísu ögn minni, og Lancer, sem er ívið dýrari á 795 þúsund. Og síðast en ekki sízt er að nefna Honda Civic, sem kostar frá 720 þúsund. Það er þvi bersýnilegt, að sá sem hefur 750 þúsund til ráðstöfunar í nýjan bfl, hefur um ýmsa góða kosti að velja. Ekki er því að neita, að áður fyrr hafði Fiat orð á sér fyrir að ryðga meira en góðu hófi gegnir. En gerbreyting hefur orðið á framleiðsluað- ferðum og má geta þess, að allt stál í Fiat tipo er húðað eða galvaniserað báðum meg- in svo nemur 70% af öllu stáli í bflnum og gerist það ekki vandaðra nema lítið eitt í mun dýrari bflum. Sem sagt; hann á að vera frábærlega vel ryðvarinn. Það er alveg óraunhæft að bera Fiat tipo saman við bræður sína úr fortíðinni; þeir eiga naumast margt sameiginlegt nema nafnið og framleiðslustaðinn. Jafn víst er einnig, að Fiat tipo hefði ekki verið kjörinn bfll ársins, ef hann væri ekki miklum kostum búinn. Að lokum er því beint til bílaumboðanna, að hætta þessum blekkingaleik með að und- anskilja ryðvöm og skráningu, þegar verð er gefið upp. Þessi atriði verða allir bflkaup- endur að greiða; þau eru jafn óhjákvæmileg- ur hluti af verði bflsins og hvað annað. GÍSLI SIGURÐSSON Eiginleikar í hálku Sætin full hörð Vel teiknað útlit - Fiat tipo er ótrú lega rúmgóður að innan þótt hann sé aðeins innan við 4 m & lengd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.