Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Qupperneq 5
Elín með gamla stóðhestinn Sörla.
um við gqtt húq og gerðuni hlé á barneignun-
um á meðan. Sex árum seinna kom svo
fyrsta bamið af þeim fjórum sem við eignuð-
umst eftir húsbygginguna.
Líklega er ég einfari
Búskapurinn hér gekk mjög vel fyrstu árin.
Ég man að ég fékk 10 þúsund króna lán í
Sparisjóði Hafnaríjarðar til jarðarkaupanna
og ég gat borgað það árið eftir. Ég starf-
aði aldrei í ungmennafélagi né heldur öðrum
félagsskap. Ég var svo einkennilega garlæg-
ur öllum félagsskap á þeim árum. Ég þótti
einrænn. Ég var t.d. slyngur sláttumaður,
en ég vildi aldrei vera i teig með öðrum.
Vildi alltaf slá einn og sjá hvað eftir mig
lægi. Láklega er ég einfari. Seinna fór þó
að koma fram í mér að ég hefði viljað vera
í einhverjum félagsskap, en þá var það of
seint. Láklega hef ég ekki í mér það sem
gerir menn eftirsóknarverða í félagsskap.
Það segir nú fólk að ég sé utan við mig, en
ég man ekki sérstaklega til að það hafi
komið að sök. Mér er hins vegar ljóst að
ég fer ekki leið fjöldans og það bitnar stund-
um á mér. Áhugamál mín hafa þótt óvenju-
leg. Það er ekki vel liðið ef einhver er öðruv-
ísi en allur íjöldinn. Það þótti t.d. skrítið
þegar ég fór að læra spönsku. En ég hef
haft áhuga fyrir Spáni frá því ég fór að
læra landafræði, svo einfalt var það.
Byrjaði að skrifa hálffertug-
ur
Þegar ég var hálffertugur, árið 1950, skrif-
aði ég mína fyrstu blaðagrein. Hún birtist
í Morgunblaðinu og vakti feiknarlega mikla
athygli, þó ég segi sjálfur frá. Þar deildi ég
á Benedikt frá Hofteigi sem skrifaði bók
um Smið Andrésson. Eg var þar að svara
fyrir rithöfundinn Jón Trausta sem ég hef
alltaf haft mikið dálæti á og hef lesið mikið
eftir. Þetta varð mér kærkomið tilefni til
þess að skrifa, ég gerði meira af slíku þeg-
ar fram liðu stundir. Árið 1953 fór ég að
læra spönsku og orðabókin kom út árið
1974. Eg fór að læra spönsku fyrir áhrif
frá Sigurbirni Einarssyni biskup. Hann er
frá næsta bæ við Laugarás og ég þekkti
eyjar á Breiðafirði. Þetta sumar fæddist
foreldrum mínum sjöunda barnið, drengur,
sem lést veturinn á eftir. Við, hin börnin
sex, vorum öll fædd fyrir norðan, auk þess
átti pabbi tvo syni áður en hann giftist.
Móðir mín andaðist nokkrum mánuðum
áður en litli drengurinn dó. Eftir lát móður
minnar fóru systkini mín til föður okkar í
Flatey en ég réði mig í vinnu.
Ég hafði þá að baki tveggja vetra nám
í íþróttaskólanum í Haukadal, og eins vetr-
ar nám í Samvinnuskólanum. í íþróttaskó-
lanum var ég síðustu tvo veturna sem við
bjuggum í Laugarási. Sigurður Greipsson
var þá skólastjóri. Ég hafði sannarlega mik-
ið gott af náminu í íþróttaskólanum þó ekki
væri ég neitt sérlega gefinn fyrir íjiróttir.
Mér stóð til boða að fara í langskólanám
en það vildi ég ekki, þó ég teldist hafa góð-
ar námsgáfur. Líklega hefur möguleikanum
á langskólanáminu verið haldið of mikið að
mér. Pabbi var af þessum gamla embættis-
mannaskóla. Læknar og prestar héldu sig
á þeim tíma fyrir ofan fólkið, ef svo má
segja, þeir þéruðu fólk og gættu þess að
það kæmi ekki of nálægt þeim. Ég var voða-
lega leiður á þessu og langaði ekki til að
feta í fótspor hans. Líklega hef ég verið
uppreisnargjarn. Kannski hefði. ég viljað
fara í langskólanám ef ég hefði ekki átt
kost á því.
Var tvö ár að Hólum
Ég var ekki náttúreraður fyrir skepnur á
unglingsárunum. En eigi að síður þróaðist
þetta á þann veg að ég vildi umfram allt
verða bóndi og það varð. Ég tel ekki að ég
sjái eftir því. Þessi löngun til fræðimanns-
starfa kom ekki snemma upp í mér, ekki
framan af búskaparárunum. En eftir 35 ára
aldur fór þetta að leita svo á mig að það
varð ómótstæðilegt. Eins og fyrr sagði var
ég í Samvinnuskólanum í einn vetur, en það
átti ekki við mig að sinna verslunarstörfum,
það fann ég fljótlega og hætti því við það
nám. Þar lærði ég þó þýsku sem ég hafði
mikinn áhuga á og komst nokkuð vel niður
í. Nokkru eftir að móðir mín dó ákvað ég
að fara norður að Hólum og þar var ég nær
tvö ár, árin 1933 til 1935. Þar var ég und-
ir stjóm Steingríms Steinþórssonar skóla-
Sigurður með spönskum sveitamönnum.
stjóra á Hólum og síðar forsætisráðherra,
hann var mikilhæfur maður. Ég var við nám
á Hólum í einn vetur og vann þar annan
vetur, tók að mér að sjá um fjósið þar, ég
þótti góður kúamaður. Ýmislegt annað tók
ég mér fyrir hendur áður en ég ákvað að
festa kaup á jörðinni hér í Hvítárholti. Var
við landbúnaðarstörf m.a. hjá Jörundi Brynj-
ólfssyni í Skálholti í ein þijú ár og tvö sum-
ur hjá Sigurði Greipssym í Haukadal. Þeir
voru báðir merkismenn. Áður en ég réðst í
jarðarkaupin vann ég veturlangt í Reykjavík
við venjulega daglaunavinnu. Ég safnaði
þeim peningum sem ég vann fyrir og frétti
svo af því að jörðin Hvítárholt væri til sölu
og keypti hana á 35 þúsund krónur. Fljót-
lega flutti Elín, kona mín, hingað til mín.
Elsti drengurinn okkar fæddist hér haustið
1942 en við giftum okkur árið eftir. Okkur
fæddust fjögur böm í gamla timburbænum
sem við vomm í fyrstu árin. En svo byggð-
hann vel. Hann kom eitt sinn í heimsókn
hingað og þá barst talið m.a. að Italíudvöl
Sigurbjörns. Ég man að Sigurbjöm sagði:
„ítalskan er svo fagurt mál að maður gæti
fallið í stafi yfir því að heyra málhreiminn,
þó maður skildi ekki eitt einasta orð.“ Ég
fór að hugsa um að þetta væri svipað með
spönskuna og nokkm seinna keypti ég
kennslubók í spönsku eftir Þórodd Þorgils-
son. Seinna sagði mér Spánveiji sem ég
kynntist síðar að hún væri svo þung að það
væri ógjörningur fyrir byijanda að læra
hana. Mér gekk heldur ekki betur en svo
að ég varð að búa til orðabókina til þess
að geta lært þessa bók. Ég gerði það þann-
ig að ég þýddi ensk- spánskt orðasafn. Ég
var nokkur ár að þessu og skildi ekki eitt
einasta orð þegar ég byijaði. Ég hef gert
aðra orðabók, íslensk-spánska, en hún er
enn hjá mér í handriti. Ég hef einnig þýtt
spánskt skáldverk eftir Carmen Laforet og
heitir Nada; seiq þýðir: Ekkert*- ég kall'aði
þetta verk á íslensku: Hljómkviðan eilífa,
og Jas það fyrir nokkmm ámm í útvarp.
Ég var 60 ára, árið 1975, þegar sá lang-
þráði draumur minn rættist að komast til
Spánar. Ég ferðaðist þar talsvert um, fór
m.a. til Granada, Malaga, Sevilla og
Cordoba. Ég talaði ekkert nema spönsku
þar og gat alveg talað við Spánveija þó ég
hefði aðeins lært málið af bókum. Eitt af
því markverða sem fýrir mig bar var að ég
hitti þama spánska sveitamenn og við töluð-
um saman með góðum árangri. Fyrst gekk
samtalið stirt en svo fór allt að ganga betur
og við vomm komnir í háasamræður þegar
rútan sem ég var í þurfti að fara. Þessir
spönsku sveitamenn héldu helst að ég væri
frá Ítalíu og urðu mjög hissa þegar ég sagð-
ist vera frá íslandi. Ég skrifaði dagbók í
þessu ferðalagi og uppúr því sauð ég tvö
erindi sem ég flutti í útvarpi."
Sigurður segir mér að hann skrifi æfin-
lega með sjálfblekungi og aldrei lengi í
einu.„Ég skrifa smápistla í einu en tek svo
til við önnur verk og skrifa aldrei á nætum-
ar,“ segir hann. „Meðal þess sem ég hef
skrifað era margar blaðagreinar um Njálu
og svo formáli að bókinni um Galtalækjar-
ætt sem Sögusteinn gaf út. Ég tók einnig
saman talsvert af þeim ættartölum sem í
þeirri bók em raktar. Ég hef líka skrifað
ritgerðir um þtjú skáld, þijá Guðmunda,
Guðmund Magnússon (Jón Trausta), Guð-
mund Friðjónsson og Guðmund Guðmunds-
son skólasl^áld. Þessar ritgerðir hafa allar
birst í Lesbók Morgunblaðsins. Einu sinni
samdi ég Iíka ritgerð um Matthías Joc-
humsson og Steingrím Thorsteinsson og
samband þeirra við Sigurð Guðmundsson
málara. Þetta vora þijú erindi sem ég nefndi:
Við listabrunn 19. aldar, ég flutti þau í út-
varp en þau vom svo prentuð í lesbókinni.
Þetta efni hafði sótt á mig og mér þótti það
merkileg saga þegar Sigurður hitti þessa
skáldbræður úti í Kaupmannahöfn. Núna
er ég að skrifa ævisögu mína og hef þegar
lokið að mestu við fyrstu kaflana."
Við enim ekki á sama máli í
pólitíkinni
Áður en ég kveð Sigurð og Elínu í Hvítár-
holti borða ég hjá þeim kvöldverð, þau
mega ekki heyra annað nefnt. Við kvöld-
verðarborðið berst talið víða. Þau segja mér
frá merkilegum fornleifarannsóknum sem
fram fóm í Hvítárholti fyrir nokkmm ámm.
Þá fannst þar rómverskur peningur. Tilvist
hans olli miklum vangaveltum hjá fræði-
mönnunum að sögn Sigurðar. Þeim fannst
undarlegt að slíkur peningur skildi fínnast
þama langt inn i landi. í þessu spjalli kemst
ég líka að því að það er ekki nóg með að
húsbóndinn sé allur á valdi hinnar þjóðlegu
fysnar til fróðleiks og skrifta, húsfreyjan
reynist vera í slagtogi við ekki síður þjóð-
lega hefð, hún yrkir ferskeytlur. Auðvitað
em hestamir henni hugstæðir sem endra-
nær. Um uppáhaldið sitt, hana litlu-Stjömu,
yrkir hún svo: ytla Stjarna leikur ^
létt um mel og grundir.
Fallega hún fótinn ber
foldin dynur undir.
Ég get ekki skilist svo við þau Sigurð
og Elínu að ég segi ekki frá stjórnmálaskoð-
unum þeirra, sem þeim verður tíðrætt um
við kvöldverðarborðið. „Við emm ekki á
sama máli í pólitíkinni,“ segir Sigurður og
kona hans bætir við: „Hér áður átti konan
alltaf að fylgja manninum, ég gerði það
ekki enda ég hef verið kvenréttindakona frá
því ég man eftir mér.“ Elín segir mér að
hún hafi sem bam heyrt á tal foreldra-
sinna.„Þau vom ekki efnað fólk og í þetta
sinn þurftu þau að taka lán,“ segir Elín.
„Ég heyrði pabba segja við mömmu að
bankastjórinn hefði sagt: „Þú skalt fá þetta
lán ef þú kýst mig í vor.“ Auðvitað gerði
pabbi þetta ekki og varð af láninu. Banka-
stjórinn var sjálfstæðismaður. Eftir að hafa
óvart orðið áheyrandi að þessu samtali for-
eldra minna hef ég fylgt Framsókn að mál-
um.“ Sigurður er augljóslega ekki uppnæm-
ur fyrir þessari áhrifamiklu frásögn konu
sinnar og segir heldur þurrlega: „Ég er sjálf-
stæðismaður og hef verið það frá því ég
vár ungur. Ég tók mína afstöðu eftir að
hálfbróðir minn kom að sunnan til að boða
okkur kommúnisma. Þær kenningar gat ég
ekki fellt mig við og snerist öndverður gegn
þeim. Á Hólum fór ég þó fyrst að fylgjast
með pólitík að gagni. Þar nyrðra vom þá
sögulegar kosningar og var á endanum hlut-
kesti látið ráða. Ég heyrði hvernig fram-
sóknarmenn töluðu og það styrkti mig í
trúnni á sjálfstæðismenn, sem ekki töluðu
þannig.“ Og með þessum pólitísku
lífsreynslusögum skulum við kveðja hjónin
í Hvítárholti í Hmnamannahreppi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. APRÍL 1989 5