Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Síða 7
r sovétrIkjn PAKJSTAN Franskur læknir við skriðdeka sem sijómarheriim hafði skilið eftir í Jurm. Morgunverður, te og þurrt brauð snætt í fjöllunum, yfirgefið. Samt hefur mér aldrei fundist að ég væri í nokkurri hættu. Þennan dag höldum við áfram fram í myrkur. Fyrsta „tjæhranan sem við komum að er ful) og við neyðumst til að fara á þá næstu. Það er komið kolamyrkur, fjalla- hringinn allt í kring ber við blásvartan him- ininn. Hestamir virðast skynja að við erum að nálgast næturstað. Meira að segja mestu letitruntumar fara á stökk. FVábært að þeysa svona áfram í myrkrinu. Við fáum pláss á næsta stað og sofum í ískulda úti á verönd. Það er skárra en að kúldrast inni í litlu herbergi fullu af reyk með öllum hin- um. Svo fær maður ekki heldur flær úti. Þeir una sér betur inni í hlýjunni. SofiðÍGjótu í 4000 Metra Hæð Næstu dagar em hver öðmm líkir. Vjð finnum auðvitað hvergi neitt að borða og lifum því á þurm, hörðu brauði og hitum okkur te þegar við finnum eldivið. Við þok- umst smátt og smátt nær fjallgarðinum sem skilur að Afganistan og Pakistan. Kvöldið áður en við fömm yfir hann, sláum við upp búðum við rætur fjallgarðsins í skógarlundi skammt frá ísilögðu stöðuvatni. Skæmlið- amir safna brenni og kveikja bál. Það er grimmdargaddur enda hljótum við að vera í að minnsta kosti 4000 m hæð. Ég sef í gjótu milli tveggja risastórra steina sem mynda þak yfír mig. í morgunsárið leggjum við á brattann. Kafir Kotal skarðið 5600 m hátt. Það er hrikalega bratt og því ofar sem dregur því meiri verður snjórinn og isinn. Hestamir klöngrast upp að háskarðinu án stórvand- ræða. En síðustu 500 metramir em nær ein íshella og skæmliðamir toga hestana og ýta þeim upp brattann. Þeir sem við mætum á leið inn í Afganistan með hesta hlaðna vopnum, eiga í meiri erfiðleikum en við. Þeir binda hnút á tagl hestanna, og svo hanga þeir tveir til þrír i hverjum hesti, á meðan þeir skauta nær stjómlaust niður. Ég finn aftur fyrir háljallaveikinni þegar ég á eftir nokkra metra upp í háskarðið. Ég sest niður og mér fínnst þessi smáspölur ósigrandi. Ég kúgast, mér sortnar fyrir augum og fætumir neita að bera mig. En þetta hefst á þijóskunni eins og svo margt annað. Við horfum yfir Nooristan sem virð- ist vera hver oddhvass fjallatindurinn við annan. Höldum strax niður hinum megin vegna kulda í háskarðinu. Alls staðar em hræ burðardýra sem standa mismikið rotin upp úr snjónum. Vopnin sem þessi dýr hafa borið þekja efsta hluta leiðarinnar. Við finn- um vatn. Fabien neitar að drekka það vegna allra hræjanna sem em ofar í brekkunni. Ég er kærulausari að venju og drekk af áfergju. Ég veikist svo af gulu í Pakistan en ekki hann. Um kvöldið sofum við í tjaldi, við rætur Devana Baba fjallaskarðsins. Á milli Afganistans og Pakistans. Dagur er mnninn upp. Ef allt gengur að óskum yfírgefum við Afganistan í dag. Hestar og menn em teknir að lýjast. Efst í skarðinu mætum við annarri hestalest. Þetta er ísilagt einstigi og við bíðum uns hin lestin er öll komin yfír. Þeir eiga í sömu erfíðleikum og við að koma hestunum yfír hér eins og í Kafir Kotal. Ótrúlegt hvað hægt er að leggja á þessar skepnur. Skarð- ið er að baki klukkan þijú síðdegis. Pakist- anska landamærastöðin blasir brátt við okk- ur. Ekki Mátti Heyrast Að ÚTLENDINGAR VORU MEÐ Við Fabien fömm inn í kjarrskóg í hlíðinni með Karbon uppáhalds skæmliðanum okk- ar. Við bíðum myrkurs vafin inn í „patú“ teppin, sem Afganir nota fyrir yfirhöfn. Það er orðið dimmt þegar við sjáum ljósmerkið neðar í hlíðinni. Okkur er óhætt að fara niður. Við vöðum jökulkalda á í mið læri. Hinum megin bíður okkar heitt te, í katli fyrir eldi, í skóarijóðri. Við leggjum af stað til Garm Chisma, þar sem við þekkjum einn mann, sem felur okkur Vesturlandabúana venjulega. Þangað er fimm tíma reið. Eftir tvo tíma kemur bíll á móti okkur. Við veflum vel að okkur „pat- únum“ og keyrum „pakólinn" skæruliðahúf- una niður í augu. En bíllinn heldur áfram án þess að forvitnast sé um ferðir okkar. Það er farið að nálgast miðnætti þegar við sjáum ljósin frá bænum. Við förum í gegn- um fyrsta landamærapóstinn í skjóli hest- anna í myrkrinu með „patúinn" vafínn þann- ig að aðeins sést í augun. Við getum varla beðið eftir því að fá hvíld. Nú eru liðnar 18 klukkustundir frá því við lögðum af stað og 4500 m hátt fjallaskarð að baki. Við ríðum þögul eftir götum bæjarins í leit að manninum, sem ætlar að hýsa okkur. Við megum hvorki tala frönsku okkar á milli né persnesku við skæruliðana. Þá myndi strax heyrast að við erum útlendingar. Við förum hús úr húsi og þræðum þá fáu veit- ingastaði sem eru opnir. Við áttum okkur ekki á þvi hvað er að gerast en skynjum einhver vandræði. Við höldum út úr þorp- inu. Maðurinn hlýtur að búa í útjaðri bæjar- ins. Ég hvísla að Fabien; „ Við erum örugg- Brú yfir cfjúpt gljúfur. Þær vom ekki mjög traustvekjandi við fyrstu sýn og sveifiuðust tii meðan gengið var yfír þær. lega á leið til Chitral". Hann verður fjúk- andi reiður og kallar á foringjann. Ég reyn- ist hafa rétt fyrir mér. Maðurinn sem átti að vera gestgjafí okkar var ekki heima og enginn vildi hýsa útlendinga af ótta við landamæralögregluna. Þvílík vonbrigði. Ég get ekki meir. En það er engra kosta völ. Eg hagræði mér ofan á farangri mínum á hestinum, er kominn með reiðsæri undan hnút á reipunu, sem heldur honum saman. Skyndilega nemum við staðar við keðju sem liggur þvert yfír veginn. Fyrir neðan veginn er þverhnýpt niður í á, fyrir ofan brött skriða. Þetta reynist vera nýr landa- mærapóstur sem við vissum ekki um. Verð- irnir sofa í tjaldi á vegkantinum. Þeir verða fokillir þegar við vekjum þá. Hleypa hestun- um einum og einum í gegn og leita á hverj- um skæruliða fyrir sig. Það fer um mig kaldur hrollur. Mig langar ekki að enda þessa ferð með því að enda í pakistönsku fangelsi. Ég sem er búin að sjá fyrir mér MSF-húsið í Chitral með heitri sturtu og nóg af góðum mat. Verðimir eiga eftir að sjá það strax, að ég er kvenmaður, þó það sjáist illa nema í návígi. Allt í einu sé ég að Karbon smyglar hestinum með bak- pokanum mínum yfír landamærin bak við vörðinn. Mér er alveg hætt að lítast á blik- una, röðin er alveg að koma að mér. Karb- on skýst til mín og segir: „Komdu nú förum við yfir.“ Við göngum alveg upp að verðin- um og þegar hann er önnum kafinn við að leita á einum samferðamanni okkar hnippir Karbon í mig og teymir mig fram hjá keðj- unni handan við hana. Ég hugsa með mér: „Nei, Karbon svona gerist bara í lélegum bíómyndum.“ Eg hefði getað snert bakið á verðinum. Enda finnur hann að eitthvað óeðlilegt er að gerast en í öllum asanum sem fylgir hópi af hestum og mönnum er hann greinilega ekki viss um hvað það er. Hlauptu, Hlauptu Hann hættir samt að leita og tekur að lýsa framan í alla sem eru komnir yfír landamærin. Allir hugsa n\jög hratt. Ég tek að mér að halda í hest sem stendur afsíðis og skæruliðinn sem gætti hans og Karbon blanda sér í hóp hinna. Vörðurinn hættir að lýsa upp svæðið áður en hann kemur að mér, Karbon kemur aftur og segir: „Hlauptu, hlauptu." Ég hleyp út í myrkrið yfír brú og fel mig á bak við stein í veg- kantinum. Skömmu seinna heyri ég þrusk, það eru Karbon og Fabien. Saga Fabiens er jafnótrúleg og mín. Það var komin röðin að honum og vörðurinn ýtti í hann vasaljósi sínu og romsaði eitthvað út úr sér á framandi tungu. í sama bili kemur hann auga á pokann á hesti Fabiens og rótar í honum og finnur myndavélamar okkar. Það veldur miklu flaðrafoki og hann heimtar að fá að vita hver á þær. Þeir segj- ast hafa verið beðnir um að flytja þær en því trúa verðimir ekki og segjast halda þeim eftir. í miðjum þessum hasar segir Karbon við Fabien: „ Komdu nú skulum við hlaupa yfir.“ Hlaupa yfír? Þvert í gegnum ljósgeislan sem lýsir upp svæðið og beint fyrir framan nefið á verðinum? En þetta er allt skipulagt. Skyndilega breiðir foringi okkar út „patúinn" sinn eins og til að færa hann betur upp á axlimar. Afganir gera -þetta-oft-og -nú ~ kemur ■þetta sér ve} jþví í skjóli hans hleypur Fabien út í myrkrið. Við hröðum okkur niður veginn og eftir dágóðan spöl felum við okkur bak við stór- an stein. Hófadynur berst utan úr myrkr- inu. Það verða fagnaðarfundir, þeim hefur tekist að halda öllum eigum okkar. Ég hef engu tapað nema tannburstanum mínum og tannkreminu sem ég henti út í myrkrið í fátinu. Skæruliðar em ekki með slík tæki í vasanum. Við fömm aftur á bak og höldum áfram. Við heyram í bíl. Ekki geta verðimir verið með síma í þessu tjaldi? Auðvitað vita þeir nú að einhversstaðar em útlendingar á ferð, þó þeir viti ekki hvar. Bíllinn stoppar og lýsir upp svæðið. Við reynum að láta sem minnst fyrir okkur fara á bak við eina stein- inn í nágrenninu. Foringinn segir þetta vera afganska flóttamenn sem hafí verið að flytja franska lækna upp að landamæmnum. Sami bíll og við höfðum mætt fyrr um kvöldið. Þetta var þá MSF-fólkið sem við höfðum alltaf átt von á að hitta á leiðinni. Bílstjór- inn býðst til að flytja okkur niður að bænum Chitral. Þvílíkur léttir. Þangað er tveggja tíma keyrsla en minnsta kosti 10 tíma reið á svona þreyttum hestum. Ekki Allt Búið Enn Hann skilur okkur eftir í Mosku, í fyrrver- andi skæmliðabúðum í um það bil 5 km fjarlægð frá Chitral. Það er lögreglueftirlit á aðalgötunni í Chitral á nóttunni svo við getum ekki' farið þangað. Við leggjumst til svefns á bem steingólfínu kl. 3. um morgun- inn eftir 22 tíma ferðalag. Vöknum tveim tímum síðar við að Múllan byijar að syngja morgunmessuna. Köll hans bergmála í tómri byggingunni. Ég verð bara ergileg: „Skilur maðurinn ekki að allir skæmliðar em löngu famir úr þessum búðum?“ Spennan yfir að nú sé þessu öllu bráðum lokið kemur í veg fyrr að ég geti sofið meir. Ég sendi mann til að leigja bíl til þess að flytja okkur inn til Chitral. Hann kemur mörgum stundum síðar og segir, að við getum ekki farið til Chitral núna því það sé sérstakur dagur í dag. Ég skil ekki persneska orðið sem hann notar yfír daginn og bið hann á útskýra það. Ja, það er dag- ur sem skæmliðar mega alls ekki vera á ferðinni, svarar hann. Ég verð íjúkandi reið, húsið okkar er nokkra km í burtu og ég á það yfír höfði mér að hýrast hér matarlaus í sólarhring. Ég ríf tvö blöð úr dagbókinni minni og skrifa tvö bréf, þegar mér er mn- in mesta reiðin. Lími þau saman með plástri og bið skæraliðan að koma þeim í bíl. Ann- að er til hóteleigandans sem ég dvaldist hjá í þijá mánuði í fyrra og hitt til MSF-krakk- anna. Upp úr hádegi koma þau og sækja okkur. Það em forsetakosningar í Pakistan í dag og það er orðið sem ég skildi ekki á persneskunni. Hestamir og skæraliðamir era nýkomnir. Þeir hafa verið á ferðinni í 32 tíma án hvfldar og næringar. Hestamir era þaktir sáram á leggjunum og grind- horaðir. Við föram til Chitral og tekst eftir mikla leit að fá keypt hey handa þeim. Það er hátíðisdagur í dag í Pakistan og álíka erfítt að fá þjónustu og á föstudaginn langa í íslandi. Næstu dagar fara í að leita að vörabflum til að flytja hestana til Peshawar. Það geng- ur illa. Loks tek ég það til bragðs að fara út á veg og stöðva alla vörabfla sem fara fram- hjá. Eftir dágóða stund fínn ég einn bflstjóra sem ég get dekstrað til að bíða á meðan ég fer og sæki hestana. Fjallaskarðið yfír til Peshawar er að lokast vegna snjóa og hann því hræddur við alla töf. Ég ákveð því að ná í alla hestana og bíða með þá í vegkantinum. Og þetta var greinilega það eina sem dugði. Eftir klukkutíma era allir hestamir lagðir af stað til Peshawar. Yfir- mönnum mínum þar er mjög skemmt þegar ég hringi og læt þá vita. „Fórstu á puttan- um með hestana? Ég er viss um að ef þú hefðir farið út á brautarenda væra þeir nú á leið með flugi. Ef ég væri flugmaður myndi ég að minnsta kosti hugsa með mér: Það er best að taka þessa hesta annars losna ég aldrei við hana.“ Ég man seinna að ég gleymdi að segja skrifstofumanninum, að það væri eitt múl- dýr á bflum. Er hrædd um að bflstjóramir verði ásakaðir um að hafa skipt á því og hesti. Krakkamir í Chitral sannfæra mig um að skrifstofublókin kunni ekki að gera greinarmun á hesti og múldýri. Þegar við komum til Peshawar fréttum við að hann hafí sagt sem svo: „Einkennilegt höfuðlag á þessum hesti.“ Þessari ferð til Afganistans og hlutverki mínu þar er lokið. Mér verður hugsað til þess hvílíkt þrekvirki það verður að koma á fót sæmilegri heilsugæslu fyrir þetta stríðshijáða fólk. Að því verður hins vegar ekki unnt að vinna, fyrr en friður ríkir með þessari herskáu þjóð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. APRÍL 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.