Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Side 9
Lrt Deco á þriðja og fjórða áratugnum,“ egir Michele De Lucchi. Margir hafa ruglað saman póstmódern- smanum og Memphis. Michele dregur skýr nörk þar á milli, hann segir að póstmód- ■rnisminn hryggi hann, þar sé eftirsjá og í ■ersta falli eftiröpun gamalla stíltegunda, ikkert nýtt. Memphis er eitthvað nýtt, seg- r hann. Sá er munurinn. Undir áhrifum Frá Pönki En þótt til sanns vegar megi færa að Vlemphis sé eitthvað nýtt, gætir þar alls conar áhrifa. Margir þykjast greina and- •úmsloft hippatímans, þegar allt var leyfi- egt og litagleði í hávegum höfð. Ég ber )að undir Michele De Lucchi. „Allt sem er kring um mann, tónlist, tíminn, fólkið, lefur áhrif á sinn hátt. Það eru einkum íugmyndirnar sem kvikna til dæmis þegar ;g er að hiusta á rokktónlist, horfa á um- íverfið, hlusta á heimspekilegar vangaveltur kring um mig, sem ég veit að endurspegl- ist í mínum verkum. En mín hönnun er 3kki stæling á einu eða neinu, heldur endu- •ómur, áhrif, minning. Og ég sæki meira ;il pönksins en hippatímans, tónlistin, litirn- r, ögrunin og uppreisnin í pönkinu koma frekar við kvikuna í mér en það sem fylgdí lippatímanum. Tónlistin vegur kannski pyngst áhrifa í nútímanum, hún hefur sama sess og helgimyndir áður fyrr.“ Það var raunar lag frá upphafsárum lippatímans sem gaf Memphis-hópnum nafn útt. Upprunalegu meðlimirnir í Memphis- sýningunni 1981 hafa sagt söguna þannig: ,,Við sátum eitt kvöldið heima hjá Ettore 3ottsass og vorum svo niðursokkin í áætlan- ir og umræður um sýninguna sem framund- m var að við tókum ekki eftir því að platan sem Natalie (Du Pasquier) hafði sett á, með Bob Dylan, endurtók í sífellu lagið með bessu stefi: „Stuck outside of mobile with the Memphis blues again ...“ Og þegar við fórum að huga að nafni á hópinn varð það Memphis, og okkur þótti það fyndið og falla vel að okkar hönnun, andstæðurnar hróp- andi, lagið með Dylan, Memphis tákn um fornegypska (svo) menningu og svo til að kóróna allt er Memphis í Tenessee fæðingar- borg Elvis Presley!“ Þessi litla saga er orð- in eins konar nútímaþjóðsaga í listasögunni ag því svolítið undarlegt að heyra Michele endurtaka hana með heimilislegum áhersl- um. Þjóðsögur geta sem sagt verið sannar. Auk Michele voru í upphafshópnum Ett- ore Sottsass, Matteo Thun, Marco Zanini, Aldo Cibic, Andrea Branzi, Martine Bedin, George J. Sowden og Natalie Du Pasquier. ■i lii ' Uthugsuð; Leikgleði : Var leíðin á tqppinn greið? Michele, skelli- blsbr. „Né-hei!“ i segir hann með áherslu.1 „Þkð leist svo sannarlega engurn á okkur til að byrjá með. Það var ekki fyrr ep Em- esto Gismohdi eigandi Artemide-fyrirtækis- ins álkvað |að veðja á okkur, að við gátum farið að láta vinna hugmyndir okkar. Það var hann sem gerði fyrstu sýninguna okkar mögulega." \ 1 ______________.______Li — En eftir það hefur leiðin verið greið og þið orðin rík og fræg. Stingur það kannski í stúf við það sem stundum hefur verið sagt að sé gmnnur Memphis, að nýta alls konar efni, kannski ódýr efni, en svo eru þessir munir rándýrir listmunir? Michele svarar á ská, svolítið þungbúinn á svip. En svo kemur það fram sem hann í raun er að segja, eftir smá þóf: Memphis er dýr eins og öll góð list, en þó má finna muni innan um sem em hlægilega ódýrir, miðað við þá hugmyndavinnu sem að baki liggur, nýsköpun og tilraunir. Það að þessi tegund listar hefur notagildi rýrir ekki gildi hennar sem listar. Vel á minnst, notagildið, það er ekki fyrr en á þessu stigi málsins að ég veiti því eftirtekt að það fer ljómandi um okkur í F/rst-stólunum við Burgundy- borðið (1985), hvorttveggja hönnun Mic- hele. Leggur hann mikið upp úr notagildi húsgagna sinna og muna? Hann svarar: „Góð hönnun þarf að hafa þrennt til að bera: Ótvírætt notagildi, hana þarf að vera einfalt að framleiða og svo verður hún að vera einstæð. Annars lifir hún aldrei. Eftir módernismann kom ekkert fyrr en Memphis varð til. Memphis sló í gegn vegna skemmtí- legheitanna, leikgleðinnar. I raun em Memphis-hönnuðirnir afskaplega ólíkir, við emm með strangan Austurríkismann, Hans Hollein, sem vinnur úr náttúmefnum með rætur í miðevrópskri hefð, Japanann Shiro Kuramata, sem er sér á parti, Michael Grav- es, ég velti því stundum fyrir mér hvemig hans hönnun getur átt sér stað, svo ólík öllu öðru, Natalie með öll mynstrin sín, Ettore Sottsass, einstakur líka. Það sem sameinar okkur er að vera að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt, þora að skreyta og skemmta okkur eftir strangleika módern- ismans. Við gemm það hvert á sinn hátt. Notkun okkar á plastefninu laminente var nýtt framlag til húsgagnahönnunar. Og húsgögnin okkar geta verið í hvaða her- bergi sem er, engin „eldhúslína", „borð- stofulína“ og þess háttar. Og við gleymum notagildi og framleiðsluþættinum." Ég spyr hvort nú sé að verða stefnubreyting hjá Memphis, ungu hönnuðimir virðast ekki eins leik- og litaglaðir og uppranalegi hópurinn. „Það er rétt,“ segir Michele. „Þeir nota líka frekar náttúruefni en þau sem á undan komu. En þeir hafa fmmleikann og fersk- leikann til að bera á sinn hátt, nýjan hátt. Það skiptir öllu máli.“ Kannski Vilja Yfirmenn- IRNIR EKKERT ALLT OF Glaða Starfsmenn Michele De Lucchi hannar nytjahluti fyr- ir Olivetti milli þess sem hann sleppir sér lausum í Memphis. Hann hefur ásamt öðmm hönnuðum Olivetti, þeirra á meðal Ettore Sottsass, sýnt nokkra dirfsku í hönnun skrif- stofuvéla og -búnaðar. En langur vegur er frá Memphis til þess heims, og á skrifstof- unni er meiri íhaldssemi en á heimilunum. Hvers vegna? „Ætli munurinn sé ekki sá að þú kaupir sjálf húsgögn á heimilið þitt, en yfirmennirnir kaupa á skrifstofuna. Þetta er alvöramál fyrir þá. Kannski vilja yfir- mennirnir ekkert allt of glaða starfs- menn...?“ Höfundur er blaðamaður í lausamennsku. „Hönnun nytja- hluta tekur 50% aftíma mínum og færirmér90% tekna minna “, segir De Lucchi. Hann er einn þriggja aðalhönn- uða Olivetti skrif- stofuvéla ogþað erhans aðalstarf. Þessir nytjaliluti eru úrröðinni „Appliances “ frá árinu 1979 og eru tíuáragamalt sýnishorn afþví h vernig Michele sérþað hvers- dagslega á spánýjan hátt. Michele De Lucchiá íslenzkusíð- degi viðstólinn sinn, FIRST (1983), fyrsta Memphis-hús- gagniðsem náði almennum vinsældum og verulegri fjöldaframleiðslu. f '• ■ / £ r. H i! ff — x v U M L Um ríkis- eftirlit með réttind- um böðla Ritsóðar og æmmorð- ingjar vaða hér uppi“ er haft eftir Braga Steinarsyni vararíkissaksóknara í tímaritsviðtali ný- lega. Og fylgir því reiðileg ljósmynd af yfirvaldinu. Þessi orð hefur ríkissaksóknarinn til vamar umdeildu lagaákvæði sem gerir hann að sérstökum eftirlitsmanni með munnsöfnuði okkar hvenær sem mis- gerðir opinberra starfsmanna ber á góma. Þá er það skylda hans að krefj- ast fangelsisvistar og heimta peninga- greiðslur af hveijum þeim sem tjáir hug sinn til opinbers starfsmanns á svokallaðan ótilhlýðilegan hátt. Hvaðsem það á nú að merkja? „Aðdróttun að opinbemm starfs- manni fellur undir 108. grein almennra hegningarlaga. Núgildandi hegningar- lög vom sett 1940, en þessi vemd opinberra starfsmanna á rætur að rekja til enn eldri hegningarlaga frá árinu 1869,“ segir yfirvaldið réttilega. Og það em líka til fræðimenn sem kafað hafa enn dýpra í uppmna 108. greinar- innar alræmdu. Sumir þeirra vilja halda að þetta ákvæði hafi í bytjun verið gjöf konungsins til böðuls síns sem lýðurinn hafði einhveija dularfulla ár- áttu til að níða og svífyrða. Sá arfur hefur varðveist í frávikinu frá „ex- ceptio veritatis“-reglunni sem enn lifir í þessum orðum 108. greinarinnar: „Aðdróttun (að opinbemm starfs- manni), þó sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Öðmvísi var náttúrlega ekki hægt að koma lögum yfir fólk sem hafði til- aðmynda ávarpað háæmverðugan böð- ul konungsins svofeldum orðum: — Þú drepur fólk, helvítið þitt! Böðull er nú enginn lengur í Dana- veldi en hér útá Islandi sitja enn 30 eða 50 þúsund opinberir starfsmenn og njóta böðulsréttindanna í 108. grein almennra hegningarlaga. Þó stjómar- skrá banni sérréttindi stétta. Hefur núlifandi fólk annars beðið um þessa ofvemd? Best er að segja hveija sögu einsog hún gengur. Þessi réttindi kóngsböð- ulsins gerðu engan sem gegndi því embætti að betra manni. Það treystu sér fáir nema málleysingjar og tungu- skorið fólk að drekka með böðlum og líf þeirra varð einmanalegt kvalræði. Þangaðtil afnám dauðarefsingar bjarg- aði stéttinni. Nú er hún sæl og horfin. Og gott væri ef böðulsréttindin hyrfu þá líka. Þeim fylgir ekki góður andi. Fyrgreint orðbragð varasaksóknarans vitnar um það. Nú er á brattan að sækja í launamálum opinberra starfs- manna. Hvernig væri að bjóða þá ríkis- valdinu þau kaup að 108. greinin yrði numin úr lögum og ríkisstarfsmenn fengju einn launaflokk í staðinfyrir vemdina? Af því yrðu þeir bæði sælli og betri menn. Allir. Líka Bragi Stein- arson vararíkissaksóknari. Þorgeir Þorgeirson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. APRÍL 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.