Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1989, Side 16
; íT fiRfií .ijlfTctA ,?.t íIUOAQflAOUAxI QIQAJímUDflOM Söguslóðir í Skagafirði Margir ferðamenn fara um SkagaQörð — éitt helsta sögu- hérað landsins. En hvað sjá þeir af söguslóðum? Kannski harla lítið. Tíminn, mannshöndin og náttúruöflin hafa sléttað yfir söguna, sem liggur hulin blámóðu fortíðar í landslaginu. En góðir menn í Skagafirði vilja endurvekja söguslóðir og hafa unnið þarft átak. Á engan er hallað þó að nafii Jóns Gauta Jónssonar, kennara og náttúrufræðings með meiru, sé þar nefiit fyrst, en Jón hefúr látið ferðamál í Skagafirði mjög til sín taka. Hólar í Hjaltadal - Sögnslóð Á vori komanda lítur nýr bæklingur dagsins ljós. Hann ber nafnið „Hólar í Hjaltadal — Söguslóð" og er ætlaður fyrir ferðamenn, sem vilja ganga um á sögustaðnum Hólum. Ferða- menn sem koma að Hólum, kunna oft ekki við að betja upp á til að fá leiðsögn um staðinn og margir hafa farið án leiðsagn- ar frá höfuðbólinu. En núna geta allir gengið „söguslóðina á Hól- um“ eftir merktum póstum — staðnæmst við hvern póst og les- ið sér til um hvað gerðist merki- legt á blettinum, þar sem þeir standa. Fjórtán póstar eru á söguslóðinni, merktir með stik- um og sést á milli stika. Margir ferðamenn eiga eflaust eftir að koma að Hólum í sumar, í tilefni af því að nú hefur kirkjan öll verið endurgerð að innan og færð í upprunalegan búning. I fyrrasumar var tekið í notkun nýtt anddyri í Bændaskólanum. Kaffihlaðborð verður alltaf til staðar fyrir ferðamenn í sumar. Ferðafólk getur líka brugðið sér í sundlaug og heita potta í skjólríkum innigarði skólans og skolað af sér þreytu og ferðaryk. Kort og minnisvarði um Orlygsstaðafundinn í fyrrasumar var þess minnst, að 750 ár voru liðin frá hinum fræga Örlygsstaðafundi. Þá var afhjúpaður minnisvarði 21. ágúst. í sumar stendur til að koma fyrir korti í hlaðinni vörðu í Örlygsstaðagerði, þar sem háð var fjölmennasta orusta, sem Islandssagan greinir frá, en þar börðust um 3000 manns. Kortið sýnir atburðarás fundarins, sem til er mjög góð lýsing af. Einnig er ætlunin að merkja þennan stað við þjóðveginn og stika leið- ina upp að minnisvarðanum og kortinu. Þannig gefst ferðafólki kostur á að kynna sér þessa miklu orustu í máli og myndum og átta sig um leið á öllum stað- setningum fylkinganna og hvar þeir feðgar Sighvatur og Sturla féllu. Minnisvarði um Örlygsstaðafundinn. Sæludagar í Skagafirði Sumarhótelið Áning á Sauðár- króki, undir stjórn Jóns Gauta Jónssonar, mun standa fyrir -sæludögum- á sumri komanda fyrir litla hópa. Hótelið var með slíka -sæludaga- í fýrrasumar og þátttakendur voru almennt Kortið af Örlygsstöðum. Sumarhótelið Áning á Sauðárkróki. mjög ánægðir. Ýmsu hagnýtu og skemmtilegu verður blandað saman á sæludögunum — menn- ingarkvöldum, með upplestrum, söng og tónleikum — skemmti- ferðum um Skagafiörð og nú stendur til að bjóða upp á margs- konar námskeið, til dæmis í jur- talitun, tóvinnu, torfhleðslu, spuna og gömlum vinnubrögð- um. „Við viljum hrekja á brott þau ummæli, er ýmsir ferðamenn hafa látið sér um munn fara, að þeir viti ekki hvað þeir geti gert af sér í Skagafirði," segir Jón Gauti Jónsson. Gönguleiðir á íslandí Skíðagönguland á Mosfellsheiði Um leið og birtan færist meira inn yfir sjóndeildar- hringinn, fi-eistar tæra loftið til útiveru. Hvít snjóbreiðan gefur möguleika til skemmti- legra gönguferða á skíðum, sem er um að gera að nýta. Á síðasta ári kom út bók, er nefnist „Gönguleiðir á íslandi, 1. Suðvesturhomið“, eftir Einar Þ. Guðjohnsen, gefin út af Al- 'menna bókafélaginu. Óhætt er að mæla með bókinni, sem veltir upp ýmsum gönguleiðum í ná- grenni við Reykjavík — staðar- kort fylgja. Við skulum líta á kafla, sem ber nafnið „Skíða- ganga frá Leirvogsvatni um Borgarhóla að Hafravatni“ og gera orð Einars í inngangi bókar- innar að okkar: „Veðrið hefur of mikil áhrif á göngur flestra. Ef við klæðum okkur rétt hverju sinni lærum við, að veðrið er aldrei vont, aðeins mismunandi gott.“ Á Mosfellsheiði er mjög gott skíðagönguland. Hefja má gönguna við Leirvogsvatn og stefna næstum í sjónhendingu á Borgarhóla — gera þar góðan stans í víðum útsýnishring. Betra að hefja gönguna sunnan undir Litla Sauðafelli og forðast með því nokkrar brekkur upp í móti. Frá Borgarhólum má taka stefnu til suðvesturs — eftir Seljadal eða Seljadalsbrúnum, niður Þor- móðsdal eða Miðdal og Hafra- vatni. Á góðum sólskinsdegi fæst þarna löng og góð ganga móti sól. Gangan er um 16 km að tekur 3-5 klst. Annar möguleiki, þegar komið er að Borgarhólum, er að stefna til austurs nokkru norðan við Sköflung og á Hæðir 375 m. Þaðan er frábært útsýni yfír Þingvallavatn og umhverfi. Frá Hæðum má síðan stefna á Litla Kort er sýnir göngnleiðir, þetta er bara ein leið af mörgum. Sauðafell, þar sem gangan hófst — eða Leirvogsvatn. Þessi gönguleið er um 25 km og tekur 5-7 tíma, nema fyrir vant skíða- göngufólk. Þriðji og léttasti möguleikinn er að snúa við í Borgarhólum og ganga sömu leið til baka — láta 15 km göngu nægja. Sigling með finnskum ísbrjóti Það er ævintýralegt að sigla um ísi lögð sundin í Finnlandi að vetrarlagi. Um miðjan vetur frystir heimskautakuldinn haf og Iand og snævi þakin íshella hafsins blindar augun í sólinni. Og mörgum finnst þetta svo ævintýralegt að núna eru í boði sérstakar ferðir með ísbrjót. Frá desember fram í maí siglir ísbtjóturinn SAMBO með ferða- menn í tvo til sex tíma í senn. Það er undarleg tilfinning að heyra brakið í margra metra þykkum ísnum, þegar brotist er í gegnum hann. Uti á miðju sundi er numið staðar og farþegar fá tækifæri til að fá sér göngutúr. Hægt er að halda ferðinni áfram á vél- hreindýrasleðum eða ganga á skíðum yfir ísinn og þeir ríkustu geta pantað sér þyrlu til að láta ná í sig! Það eru greinilega marg- ir möguleikar fyrir þá, sem leggja upp frá Kemi, innst í Bottenviken, með — eina ísbijótnum í heimin- um, sem siglir eingöngu til að skemmta ferðamönnum! Laugavegi 59, 2. h., sími: 1 52 50 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.