Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Side 4
Eftir SIGURÐ HRÓARSSON Fjölskyldan saman komin í stofunni á Fredsholm árið 1938. Skáldið situr lengst til hægri, við hlið hans er Úlfúr síðar læknir, þá eiginkona Gunnars, Franzisca og lengst til vinstri situr Gunnar yngri, síðar listmálari. í aldarminningu Gunnars Gunnarssonar Meinleg örlög unnar Gunnarsson rithöfundur (1889-1974) á aldarafmæli á fimmtudaginn kemur, 18. maí, og er þessi grein rituð af því tilefni. Gunnar er einn merkasti rithöfundur þjóð- arinnar frá upphafi vega, og ef til vill það Eftir 5 daga eru liðin 100 ár frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar, eins merkasta rithöfundar þjóðarinnar frá upphafí. Eins og greinarhöfundurinn tekur fram, var Gunnar ekki aðeins djúpvitur höfundur, heldur einnig mjög afkastamikill og samdi yfír tuttugu skáldsögur, þrjár ljóðabækur, þrjú leikrit, urmul smásagna, heimspekirit og fjöldann allan af ritgerðum og pistlum um ýmis málefni. í örfáum orðum má segja, að hann er heimspekilegt skáld, sem glímir við hinstu rök tilverunnar af takmarkalausri ástríðu. íslenskt skáld sem hvað rækilegast hefur rýnt í hugarfylgsni hins vitiborna manns — gjörðir hans, vitund og vit-leysur. Gunnar er mjög alvarlegur og ábyrgðarfullur rithöf- undur, honum er ávallt mikið niðri fýrir. Hann er heimspekilegt skáld sem glímir við hinstu rök tilverunnar af takmarkalausri ástríðu og kröftugri innri þrá — eða kröfu. Allt höfundarverk hans er blóðlitað af ódrep- andi lífsháska. Skáldverk hans eru tæpi- tungulaus styrjöld við angistarfull spuming- armerki tilvistarinnar; krafa um svör sem hvergi em til. Viljandi velur hann sér ósigr- andi andstæðing. Þessi í senn meðvitaða og ósjálfráða al- vömgefni veldur því að flestar em skáldsög- ur Gunnars ekkert áhlaupaverk. Þær henta illa þreyttum og skemmtisjúkum. Þær ýfa öldur í heilabúum og vekja efa um allt sem áður var víst — þær em menntandi í þess orðs bestum skilningi. Og þess vegna em þær ekki vinsælar — a.m.k. ekki nú á tímum ofáts og ævisagna. Hvað varðar okkur um almætti og örlagaglímur? — spuming dags- ins er um 16. sætið í Sviss. En Gunnar má ekki gleymast, og tilgang- ur þessarar greinar er sá einn að minna á mikil skáldverk sem eiga við okkur síungt erindi. Fyrst verður tíndur til einhver fróðleikur um skáldið, þá vikið að ýmsum meginein- kennum skáldverka hans, því næst minnst á þátt Gunnars í uppstokkun íslenskra bók- mennta á ámnum eftir heimsstyrjöldina fyrri, og í lokin vikið að skáldsögum hans Ströndin, Vargur í véum og Sælir eru einfaldir (1915-20) — sem fýrir ýmsar sak- ir em meðal merkustu skáldverka á íslenskri tungu. II Gunnar Gunnarsson fæddist fyrir réttum eitt hundrað ámm austur á Valþjófsstað í Fljótsdal. Þar og í Vopnafirði eyðir hann æsku- og uppvaxtarárum. Fyrstu ár Gunn- Gunnar Gunnarsson snemma á Dan- merkurárunum. ars vom áhyggjulaus leikur að stráum. At- lætið var gott, náttúran sátt, lífið auðskiljan- legt, og þægilegt samræmi í öllu sköpunar- verkinu. Gunnar bjó við ástríki sinna nán- ustu aðstandenda, og almáttugur Guð veitti honum óskeikula vemd. En fullkomnun reyndist Gunnari snemma svikull fömnaut- ur. Bam að aldri missir hann móður sína og hafði sá atburður gríðarlega djúpstæð og langvarandi áhrif á huga hans; frækorn efans var sáð, hann varð aldrei samur mað- ur. Við tóku ár knýjandi sjálfsleitar. Innra með honum brann skáldskapur sem engu eirði. Örlögin vom ráðin; rithöfundarbrautin var óumflýjanleg og metnaðurinn mikill: „Skáld verður maður ekki, — annað hvort er maður fæddur skáld eða ekki... En það em meinleg örlög“ — segir Begga gamla í Fjallkirkjunni. Bernskuverk Gunnars em tvær ljóðabæk- ur; Vorljóð og Móðurminning, báðargefn- ar út á Akureyri 1906. Gunnar var kominn á skrið — löng og ógnarströng leið var fram- undan — og nú héldu honum engin bönd. Aðeins 18 ára að aldri siglir hann til Dan- merkur, staðráðinn í að menntast og gerast rithöfundur á danska tungu, fylgja fordæmi Jóhanns Siguijónssonar, Guðmundar Kamb- ans og fleiri samlanda sem þar vora að hasla sér völl undir merki ný-rómantíkur. Fyrstu Danmerkurárin vom þrotlaus kvöl, andstyggileg barátta við fátækt, hungur og hyldjupt vonleysi. Lífið var lagt að veði. Og svo fór um síðir að Gunnar fékk erfiði sitt ríkulega ávaxtað; skáldsaga hans Saga Borgarættarinnar, sem út kom á dönsku í fjórum bindum á ámnum 1912-14, fékk afburða viðtökur þar ytra og skóp höfundi sínum frægð og frama. Gunnar kynntist líka ástinni einu um líkt Ieyti, festi ráð sitt og leið vel á líkama og sál. En alsælan boðaði ógæfu á nýjan leik — heimsstyijöldin fyrri helltist yfir Gunnar af ægilegri grimmd, angistin var vakin sem aldrei fyrr og ógnir mannkynsins lögðu heimsmynd hans í rúst. Alvaldið reyndist haldlaust; guð var lygi, og ekkert framundan nema nákalt, tilgangs- laust tóm. Nánar um það síðar. III Gunnar Gunnarsson er ekki aðeins djúp- vitur rithöfundur, hann er líka mjög afkasta- mikill. Hann hefur samið yfir 20 skáldsög- ur, þijár ljóðabækur, þijú leikrit, urmul smásagna, heimspekirit og fjöldann allan af ritgerðum og pistlum um ýmis málefni. Sjálfur hefur Gunnar skipað skáldsögum sínum í samstæða flokka og oftar en einu sinni ætlað hópi sagna að kortleggja tiltek- ið tímaskeið íslenskrar sögu eða afmörkuð viðfangsefni úr þjóðmálasögu landsins. Með nokkurri einföldun — en til glöggv- unar — má líka skipta höfundarferli Gunn- ars I femt, eftir aldartugum: 1910-20/ 1920-30/ 1930-40 og 1940 =>. Allt fram undir 1930 hafði Gunnar mikinn meðbyr í dönskum bókmenntum. Borgarættin féll vel að ný-rómantískum tíðarandanum og þá einkum þeim anga hennar sem kenndur hefur verið við átthagaskáldskap; dýrkun hins einfalda og uppmnalega, fmmstæða og jarðnána. Þetta vom „tískubókmenntir" á Norðurlöndum (og víðar) fyrir fyrra stríð; lífsþreyttir, pakksaddir borgarar vildu ólmir lesa um fmmstæða lífshætti og ólgandi til- finningar í afskekktum byggðarlögum. Blómstmðu þá skáld eins og Selma Lager- löf og Knut Hamsun. Ásamt, jósku-skáldun- um“ svonefndu urðu íslensku útlagamir í Danmörku átthagaskáld danskra bók- mennta, og ekki spillti fyrir að íslensk mál- efni vom þar um þessar mundir mjög vin- sæl. Hadda-Padda Kambans, Bóndinn á Hrauni, Rung læknir, Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur Jóhanns Siguijónssonar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.