Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1989, Blaðsíða 5
„Það stendur þannig á því, Steinn minn, að ég hef alltaf haldið að heildsalar væru tekjuhærri og þess vegna borgunarfærari en ung íslensk ljóðskáld." „Nú?" segir Steinn. „Var það af þeim ástæðum?" „Já, auðvitað," sagði ég. „Þá er þetta allt í lagi," sagði hann auð- mjúklega. Þetta var skýring sem Steinn sætti sig við. Þar með fólst engin móðgun í því þótt hann væri settur á lakara hótel en heildsal- inn. SUÐURGANGA STEINS Eitt kvöldið vorum við einir. Þá bað ég Stein að segja mér dálítið úr ævi sinni. Þá segir Steinn: „Veistu það, Kristján. Það er dálítið þér að kenna að ég fór nokkurn tíma út í heim að skoða mig um. Ég var sveitapiltur í Dölum og það komu tvö blöð í sveitina: Tíminn og Vörður. Þá varst þú ritstjóri Varðar. Mér þótti Vörður miklu forvitni- legra blað, ekki af því sem í því stóð heldur af því að það var með myndum. Þessar myndir nörruðu mig út í heim. Þær vöktu í mér óþolandi löngun til að komast burt og sjá eitthvað meira. Ég kenni þeim mest um það að ég fór að heiman." Þetta eru einhverjar ýkjur, Steinn hefði farið hvort sem var. En myndirnar hafa ýtt undir útþrána. „Einn daginn labbaði ég af stað," sagði Steinn. „Ég fór gangandi til Reykjavíkur. Þar átti ég einn frænda sem ég vissi um, Pétur Pálsson, skrautritara. Hann var skrýt- inn maður. Hann var að skrifa sjálfsævisögu sína í þrem bindum, og hafði aldrei neitt komið fyrir hann á ævinni! Ég leitaði hælis hjá honum og fékk inni hjá honum og hann gaf mér að borða." Síðan segist Steinn hafa'leitað sér að atvinnu en hann var með þessa vöðvarýrnun og hafði ekki líkamlega krafta til að vinna erfiðisvinnu. En með því fyrsta sem hann fékk að gera var að byggja hús Ólafs Thors. Hann sagði mér að hann hefði feng- ið atvinnu við að aka möl í hjólbörum í sem- entsbyggingu Ólafs Thors. Þá sagði Steinn: „Þarna fór ég að hata Ólaf Thors. Af hverju í andskotanum var ég að byggja hús yfír Ólaf Thors en ekki sjálfan mig?" Steinn segist ekki hafa haft neina krafta til að stunda erfiða líkamlega vinnu. Þá segist hann hafa frétt um mann í Grindavík, Sigvalda Kaldalóns, tónskáld og lækni, sem væri ákaflega gestrisinn. Öllum þeim sem bæri að garði byði hann upp á kaffi og jafn- vel brauðsneið. Einn daginn segist Steini hafa dottið í hug að ganga til Grindavíkur. Það stóð heima: Hann hitti þennan elskulega mann og hann bauð Steini undireins í kaffí. Síðan spyr Sigvaldi Stein hvort hann ætlaði að reyna að fá sér eitthvað að gera en Steinn lætur lítið yfir því þar sem hann gæti illa unnið erfiða líkamlega vinnu. Samt segist Steinn hafa fengið vinnu sem vitavörður á nóttunni í Reykjanesvita. Hann hafði atvinnu af því í heilan vetur að passa vinduna sem sópaði snjónum af glerinu svo ljósið sæist ætíð. Þarna segist Steinn hafa byrjað að yrkja af alvöru til þess að halda í sér lífínu, hann var að verða vitlaus úr leiðindum." STEINN UM SKÁLDSKAP SINN „Á þessum tíma var Drífa Viðar líka í París. Við fórum oft þrjú saman út að kvöldi dags. Þar byrjaði ég að kynnast Steini fyrst að ráði, hvað hann gat verið skemmtilegur. Hann var skarpur í hugsun og býsna dómharður, ekki síst um sjálfan sig. Hann var afskaplega laus við það að vera það sem kallað er „embilskur" eða vera eitthvað, á beinan eða óbeinan hátt, að gorta af sjálfum sér." — Vildi hann tala um skáldskap sinn við Þig? ,,Já." Ég sagði einu sinni við Stein: „Lofaðu mér að heyra nokkur kvæði eftir þig, nokk- ur af þínum bestu." Og Steinn svaraði: „Ég man kvæði min ákaflega illa." Ætli það standi heima? Ég átta mig ekki á því hvort hann sagði satt þarna eða hvort hann sagði þetta bara af hæversku. Svo fór hann með kvæðið Columbus. Þetta sagði hann að sér fyndist gott kvæði: Columbus Um saltstorkið hár þitt skein sóldýrð ókunnra landa og sægrænu bliki sló um þinn stormbitna hvarm. Mót heimsálfu nýrri hófstu þinn máttuga arm og heilsaðir fyllingu draumsins og sigri þíns anda. Samt duldist sál þinni dimmiír og ögrandi grunun Mun draumurinn rætast að lokum? Er þetta þá allt? Hvað er fyrir handan? Það hljómaði storkandi og kalt eins og hlátur hins brimhvíta storms gegnum úthaf sins drunur. Og skip þitt hélt áfram um áttleysur hrynjandi sjóa. Sjá! Enn er hin sigg-gróna hönd þín á stjórnveli föst, og eirðarlaust blóð þitt mun eilífð ei kyrra né róa. Svo sigldu þá, skipstjóri, án sátta við drottin og fjandann! Það er sál þín, sem kallar úr djúpsins hrapandi röst jafn friðlaus og þjáð eins og forðum: Hvað er fyrir handan? Það var einhver Englendingur búinn að þýða nokkur kvæði eftir Stein. Til stóð að birta þau í tímariti í Englandi. Steinn hló og sagði: „Þetta munu nú þykja lítil tíðindi í Englandi. Þeir hafa nú séð annað eins." Svona talaði Steinn. Steinn var þarna hjá okkur í París og ekki varð ég var við að hann væri að yrkja. Ég man að af kvæðum Steins er eitt merkilegast og með „geniölustu" kvæðum sem nokkur íslendingur hefur ort. Það er kvæðið / draumi sérhvers manns er faii hans falið. Þetta er virkilega djúpgáfulegt kvæði — og meistaralegt. Alveg snilldar- legt. Þarna er Steinn mikið skáld. Steinn hafði engan bakgrunn, fékk sára- litla skólamenntun og hafði aldrei þekkt neitt skáld nema Jóhannes úr Kötlum. Á unglingsárunum hefur hann tæpast þekkt Steinn Steinarr. Kolateikning efitir Nfnu Tryggvadóttur, 1943. nokkurn sem talandi var við. Þó hann kynn- ist mönnum eins og Brynjólfí Bjarnasyni, Einari Olgeirssyni og Vilmundi Jónssyni þá eru þetta örstutt samtöl til þess eins að bjarga honum úr vandræðum. Þeir tala tæpast mikið við „hungraða smáskáldið á götunni". Það má ólíklegt þykja að Steinn hafí sjálf- ur gert sér grein fyrir því hvað í honum kynni að búa. Að hugsa sér þennan dreng sem gengur þarna úr Dalasýslu, fyrrum sveitlægur fátæklingur — gengur til Reykjavíkur og verður „raffínerað", fínt og djúpviturt skáld — og reyndar eitt af mestu skáldum landsins. Það er kraftaverk. Svona rísa stórir einstaklingar upp úr jafnsléttunni. Svo les hann hluti sem setjast svo djúpt í hann. Steinn segist t.d. hafa orðið alveg nýr maður eftir að hafa lesið Manifeste du surréalisme eftir André Breton. „Ég gæti ekki lifað ef ég hefði ekki lesið þessa bók," sagði hann enn fremur. Þær fagurfræðilegu hugmyndir sem þarna koma fram hafa slegið Stein og hann hefur haft gáfur til að skilja þetta og notfæra sér. Svona eftirminnilega hefur hann lesið stefnuskrá súrrealistanna. Ég hef aldrei getað orðið hrifinn af Bret- on. Eg las einu skáldsögu hans, Nadja, ein- um tvisvar sinnum. En ég hef sjálfsagt ekki verið nógu greindur til að skuja að þetta væri eitthvað stórkostlegt. Samt var Breton bráðgáfaður essayisti." — Hvernig kom Tíminn og vatnið þér fyrir sjónir? „Ég kann ekki við svona skáldskap. Hann verkar á mig sem kaldur tilbúningur. Mér finnst hann tilgerðarlegur. Og ég skil hann ekki, veit ekki alltaf við hvað er átt og hvert reynt er að fara." Öldungurinn tekur sér málhvíld og mér dettur í hug hvort ég eigi að tefja lengur í dag, hann er greinilega orðinn þreyttur. En Kristján ryfur þögnina: „Hér er saga sem ég þarf að segja þér." SkáldánSkyrtu „Þegar Steinn var í París 1946 þá voru allir hlutir erfiðir. Hann hafði komið frá Lundúnum til Parísar. Hann fór með skyrt- urnar sínar í þvott í Lundúnum og gat ekki fengið þær nógu snemma aftur svo hann varð að skilja þvottinn eftir og gera ráðstaf- anir til að hann yrði sendur til Parísar. Á þessum tíma var ekki hægt að kaupa skyrt- ur, menn þurftu að hafa miða upp á það. Allt fataefhi var ákaflega nákvæmlega skammtað, bæði í París og Lundúnum. Steinn kemur til Parísar en skyrturnar koma ekki úr þvotti frá Lundúnum. Hann varð að sætta sig við það að ganga í sömu skyrtunni allan tímann sem hann var í París og fór svo heim til íslands án þeirra. Einn góðan veðurdag kemur heilmikill pakki frá Lundúnum í sendiráðið í París. Þarna voru komnar skyrturnar hans Steins. Það var erfitt að senda svona pakka á milli á þessum tímum. Póstsamgöngur voru slæmar og þurfti tollafgreiðslu og allan fjárann. Ég kann engin önnur ráð en þau að setja pakkann í stjórnarpóst og skrifa með honum til Agnars Klemens Jónssonar sem þá var ráðuneytisstjóri. Þar segi ég hvernig stend- ur á þessum skyrtum. Eg segist ekki þora annað en senda þetta í hvelli því stjórnar- póstur barst hratt. Svo segi ég: „Því það er ekki gott að skáldin séu skyrtulaus og getur jafnvel gengið út yfir andagiftina — og verður þá hins að minnast sem segir í frægum kveðskap: „og fátæka þjóð, hún má ei við minna en missa hugsjónir skáld- anna sinna"." Þetta má kannski teljast nokkuð óvenju- legt bréf í stjórnarpósti. En Agnar Klemens Jónsson svarar í sama dúr og segir: „Skyrtumál skáldsins Steins Steinars eru „fait accompli" og þurfa ekki að ræðast frekar." Þau voru sem sagt orðin staðreynd, þýddi ekkert meira um þau að tala og því tekin af dagskrá." Kristján hlær að þessari minningu og við hlæjum báðir. Gluggatjöldin halda áfram að blakta og þegar flúorblár geislinn sker sér leið inn ( herbergið og lýsir upp vanga- svip öldungsins í ónáttúrulegum lit, þá fyrst veiti ég því eftirtekt að það er orðið dimmt í herberginu. Ég kveð Kristján þar sem hann situr hreyfíngarlaus í dimmunni. Ég sé ekki leng- ur snör augun og er að hugsa um að kveikja h'ós en hætti við það. í hugskoti þessa manns er bjart, sama hversu dimmt verður í einu herbergi. Höfundurinn er kennari í Kiel í Þýzkalandi og stóð að sjónvarpsþætti um Stein Steinarr í sjónvarpinu. AGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Þrjú Ijóð um ástina Ökuferó Hönd á stýri hin um herðar mér augnsamband á gulu kossar á rauðu ástarjátning á grænu ekið á Iöglegum talað í hálfum. Faðmlag á leiðarenda. Litbrigdi Rautt hjarta hvít hugsun himinblámi þú í litum regnbogans Breyting Þú varst einn úr hópnum ósýnilegur innan um fjöldann svo aðeins þú sjáanlegur íhópnum. Höfundur er háskólanemi. GEIR G. GUNNLAUGSSON Síðasfi bondinn i Voginum Vorið er komið í Voginn, það vekur starfsþrá manns, þó bóndinn sé þreyttur og boginn, þá bætir það líðan hans. Hann hefur baslað og borið byrðar í tímans hyl. Hann vonar og trúir á vorið og veit að Guð er tíl. Gróðursins kynngikraftur er hvers manns líf og brauð, hann gefur aftur og aftur, öllum sinn veraldarauð. Höfundur er bóndi f Lundi i Fossvogi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20.MAÍ 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.