Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Síða 6
£
4
Eru hugmyndir
Hávamála norrænar
eða suðrænar?
eir sem lesið hafa Hávamál að einhverju gagni
hljóta að hafa áttað sig á því einfalda atriði
að öllum setningum (og raunar málsgreinum
einnig) í kvæðinu má skipta í tvo hópa eftir
gildi. Annars vegar eru þær setningar sem
Hvað af Hávamálum er orðið til fyrir kynni höfiindar af Manvélum Óvíðs og hvað
er af norrænum uppruna? Hvað er innlendur fróðleikur, hvað útlendur lærdóm-
ur? Hverjir þættir kvæðisins eru þegnir úr bókum að sunnan og hveijir frá fólki,
sem ættað var að austan?
Handan við Hávamál
2. hluti
Það er einber fjarstæða
að telja Hávamál og
önnur fornkvæði vera
norræn í heild sinni, þótt
ýmislegt af efni þeirra sé
vitaskuld af innlendum
stofni. En það háir mjög
rannsóknum á fornum
bókmenntum okkar, að
hugmyndasaga
íslendinga hefur aldrei
verið skráð.
Eftir HERMANN
PÁLSSON
hafa ákveðinn geranda eða þolanda, svo sem
sémafn eða fornafn sem beitt er um til-
tekna persónu. Slíkar setningar mætti kalla
sérgildar, enda er hlutverk þeirra bundið
við umhverfi og aðstæður. Þegar sérgildri
setningu er fengið nýtt umhverfi breytist
hlutverk hennar og merking, en eitt helsta
samkenni þeirra er að þær þrífast helst ekki
í öðm samhengi en þeim var ætlað í fyrstu.
Sem dæmi um sérgildar setningar skal taka
fyrra hluta 78. vísu:
Fullar grindur
sá eg fyr Fitjungs sonum;
nú bera þeir vonarvöl.
Á hinn bóginn em setningar sem hafa
að geranda hugtaksheiti, fornafn sem er
ekki tengt við tiltekna persónu ella þá nafn-
orð sem hefur almenna merkingu. Nú skal
benda á síðara hluta 78. v. en hann er al-
menns eðlis:
Svo er auður
sem augabragð.
Hann er valtastur vina.
Önnur dæmi: „Hverf er haustgríma,"
„Dælt er heima hvað.“ „Vin sínum / skai
maður vinur vera / og gjalda gjöf við gjöf.“
Vitaskuld heyra fmmlagslausar setningar
hér til: „Að kveldi skal dag leyfa." „Við eld
skal öl drekka." Setningar á borð við þær
sem nú hafa verið nefndar mætti kalla
sígildar, enda hafa þær almennt gildi sem
breytist ekki þótt þeim sé fengið nýtt um-
hverfí. Allar sérgildar setningar Hávamála
em hlutar af frásögn: þær lúta að atvikum
sem flest era tengd við Óðin, þótt nokkrar
aðrar persónur komi þar einnig við sögu. í
fyrra hluta 78. vísu lýsir skáldið tilteknu
atviki sem hann kveðst hafa séð sjálfur:
„Fullar grindur sá eg fyrir Fitjungs son-
um:“ Þeir bræður hafa verið forríkir menn,
enda áttu þeir fullar grindur fjár. En í þriðja
vísuorði kveður við annan tón: „Nú bera
þeir vonar völ.“ Þeir hafa sem sé tapað öllu
sínu fé og em komnir á vergang. Þótt frá-
sögnin sé í sneggsta lagi, þá er hér um eins
konar dæmisögu að ræða. Engin skýring
er gefin á gjaldþroti þessara manna, en
Esóp og aðrir snillingar í dæmisagnagerð
hefðu vafalaust gefíð í skyn hvað olli þessum
ósköpum. í helgra manna sögum og öðmm
ævintýmm sem snúið var úr latínu á sínum
tíma em ýmsar frásagnir af auðkýfingum
sem urðu þurfamenn og er þó enginn vegur
að vita hvaðan Hávamálum kom þessi hug-
mynd. En síðari hluti vísunnar dregur al-
menna ályktun af eignatjóni Fitjungs sona:
auðævum er ekki treystandi: „Svo er auður
sem augabragð. Hann er valtastur vina.“
Hér vísar fomafnið hann til auðs enda má
gera ráð fýrir tveimur sjálfstæðum setning-
um sem notuðu sama geranda: „Svo er
auður sem augabragð" og „Auður er valtast-
ur vina.“ í sambandi við þá Fitjungs syni
skal minna lauslega á latneskan orðskvið
frá miðöldum sem hljóðar svo: „Auðmaður
árla dags, öreigi að kveldi.“
Um sígldar'setningar er þrennt að at-
huga: í fyrsta lagi teljast þær allar til spak-
mæla, sem er langtum víðtækara hugtak
en „orðskviðir" eða „málshættir"; þeir eru
einskorðaðir við stutt kjarnyrði með fastri
hrynjandi og eru yfirleitt stuðlum bundnir.
Spakmæli geta hins vegar verið heilar máls-
greinar, til að mynda aðalsetning með einni
eða fleirum aukasetningum.
Sá einn veit
er víða ratar
og hefir pld um farið
hveiju geði
stýrir gumna hver.
Slíkar staðhæfíngar teljast til spakmæla
engu síður en kjamyrði á borð við „Halur
er heima hver“ og „Glík skulu gjöld gjöfum"
sem flestir munu telja til málshátta.
í öðru lagi er auðvelt að skipa sígildum
setningum í flokka í samræmi við merkingu
þeirra og hlutverk. Ýmsar fjalla um ástir,
aðrar um vináttu, víðförli, auð, mannvit,
hóf, líf og dauða, örbirgð, ofmælgi og svo
framvegis. Og í þriðja lagi er hægt að bera
sígildar setningar Hávamála saman við hlið-
stæð spakmæli á öðrum tungum, og með
slíku móti geta menn kannað hugmyndir
Hávamála um vináttu, ástir og önnur mann-
leg vandamál í Ijósi þeirra rita sem lærðir
íslendingar fyrr á öldum munu hafa kynnst,
og voru sum þeirra bækur sem Jón helgi
mun ekki hafa reynt að fela fyrir prestling-
um á Hólum.
8
Nítugasta og fimmta erindi Hávamála
hljóðar á þessa lund:
Hugur einn það veit
er býr hjarta nær.
Einn er hann sér um sefa.
Öng sótt er verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una.
Merkingin í þessum ljóðlínum má heita
björtum vormorgni ljósari. Sjálfur veit einn
hvað býr í innsta hugskoti hans, hver mað-
ur er sér um geð sitt. Hver einstaklingur
fer ekki einungis einn saman, heldur getur
enginn annar kynnst huga hans til hlítar.
6