Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Síða 7
Síðari helmingur telur það vera vitrum manni hin versta sótt að una sér ekki við neitt. Hér er því fjallað um einstöðu manns- ins annars vegar og hins vegar það hugar- angur sem stafar af slíkri einveru. Undur- legt mætti það heita ef hér væri um að véla hundgamlar hugmyndir úr norrænni heiðni, enda er auðvelt að benda á hliðstæð- ur í suðrænum lærdómsritum sem gengu hér á tólftu öld og síðar. Hér skal fyrst drepa á glefsu úr Díalógum Gregóríusar mikla (d. 604), en þeim viðræðum var snar- að á móðurmálið fyrir lok tólftu aldar: „Svo sem engi veit hug manns nema manns andi er í sjálfum er, svo veit og engi þá hluti er guðs eru nema guð einn.“ Gregóríus hirti þessa málsgrein úr Fyrra Kórinþubréfi Páls postula, sem hijóðar svo í nýlegri þýðingu: „Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins sem í honum er? Þann- ig hefur heldur enginn komist að raun um hvað Guðs er, nema Guðs andi.“ Eins og blasir við sjónum, þá er hér um að ræða tvær andstæðar málsgreinar: hin fyrri veit að manninum sjálfum og hin síðari að guði. Hér eins og raunar víðar þegar glímt er við áhrif útlendra rita á íslenskar fombók- menntir, þá skiptir guðfræði harla litlu máli, en hins vegar getur engum dulist skyldleikinn með Hávamálum og fyrri stað- hæfingu hins foma bréfritara. Óhætt mun vera að gera ráð fyrir því að spakmælið í Díalógum Gregóríusan Engi veit hug manns nema manns andi í sjálfum, er hafi verið notað eitt sér, enda gæti það verið fyrir- myndin að speki Hávamála: Hugur einn það veit er býr hjarta nær. Einn er hann sér um sefa. Enginn skyldi láta sér bregða yið þau tíðindi að höfundur Hávamála notaði sér atriði sem á rætur sínar að rekja til heilagr- ar ritningar. í sjálfu sér er þetta engu undra- verðara en að höfundur Grettlu lætur Þor- stein drómund vitna í hundraðasta sálm Davíðs: „Satt er það er mælt er,“ segir bróð- ir hins sterka Miðfirðings. „Engi maður skapar sig sjálfur." í Hávamálum verður mörgu saman blandað, og það má einmitt teljast eitt af afrekum hins óþekkta skálds hve snilldarlega honum tókst að lesa sér sundurleitt efni úr ýmsum áttum og fínna hverju atriði maklegan stað í verkinu í heild. 9 Glöggir fræðimenn hafa veitt því athygli að ýmsum setningum í Hávamálum, öðrum en þeim sem ég hef drepið á, svipar til spak- mæla í fomritum Rómveija og Gyðinga, og skal nú nefna nokkur dæmi. Kvæðið leggur mikla áherslu á að rækja vináttu af alúð. Ef þú átt trúan vin, segir skáldið, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara og finna oft. Orðtakið að „blanda geði við einhvem“ mun ekki koma fyrir annars staðar í fornrit- um okkar, enda er það eitt af þeim atriðum í Hávamálum sem bera ósvikinn keim af útlendum lærdómi skáldsins. Árið 1983 benti þýski fræðimaðurinn Ronald Köhne á að hugmyndin sem fólgin er í þessum ljóðlín- um og raunar orðtakið sjálft kynni að vera komið úr riti Cicerós Um vináttu, en það má teljast höfuðrit vestrænnar menningar um eðli og hlutverk vináttunnar. Á til- teknum stað í ritningu sinni ræðir hið róm- verska skáld um þá ást á sjálfum sér sem hverjum manni, og raunar dýrum einnig, er í bijóst lagin, en hún á ekkert skylt við áhuga á hagnaði heldur veit hún að sjálfum sér einum. Nú getur enginn eignast sannan vin nema með því móti að unna honum samri ást og sjálfum sér. Og það liggur raunar í eðli náttúrunnar sjálfrar að slíkur maður sækist eftir því að blanda geði hans við sitt geð og með slíku móti gera að kalla eitt geð af tveim. Orðtakið „að blanda sify- um“ í 124. erindi gegnir svipuðu hlutverki: SiQum er þá blandað hver er segja ræður einum allan hug. Maður blandar geði við vin sinn þegar þeir ræðast við af fullri einurð og alúð, svo að hvor segir hinum hug sinn allan. Segj- anda er allt sínum vin er eitt af þeim spak- mælum sem lærdómsmaðurinn forni leikur sér að í Egils sögu. „Segi hvort öðru hvað í hjarta býr,“ hljóðar ráð í Pamfílusi. Árið 1945 lagði sænski fræðimaðurinn Rolf Pipping til að 21. vísa ætti rætur sínar að rekja til rómverska höfundarins Seneca. Vísan hljóðar á þessa lund: Hjarðir það vitu nær þær heim skulu og ganga þá af grasi, en ósvinnur maður kann ævagi síns um mál maga. Á sínum tíma bar Seneca saman menn 2 og dýr; þau vita hvenær þau skulu hætta að éta, en menn halda áfram að troða í sig af einskærri græðgi, enda kunna þeir sér ekki magamál. Hugmyndin í Hávamálum er ekki einungis hin sama og í riti hins forna Rómveija, heldur er orðalagið svo svipað latneska textanum að þetta gæti vel verið þýðing. Ummælin í Hávamálum spretta ekki af því að skáldið hafi tekið eftir hegð- un sauðkinda á beit, heldur hlýtur hún að vera komin frá latneskri fyrirmynd. Ég hef raunar rekist á svipaða staðhæfingu í mið- aldaritum. Sama má segja um eftirfarandi málsgrein í öðru riti sem snarað var úr latínu forðum: „Skynlegt kvikindi, sem það kemur í haga, greinir gras frá grasi og velur sér til lífs það sem gott er, en hafnar hinu.“ í þeirri vísu sem kemur næst á und- an fróðleiknum um vanþekkingu á maga- máli segir um gráðugan mann að hann éti „sér aldurtrega“. Það er að segja slíkur maður bregður lífi sínu með ofáti. Þegar ég var að skrá þessar hugleiðingar mínar um Hávamál rakst ég á latneskan orðskvið frá miðöldum sem hljóðar á þessa lund: „Sá sem étur yfir sig er dauður, þótt hann haldi sjálfur að hann sé lifandi." Skömmu fyrir lok síðustu heimsstyijaldar kom út rit eftir Samuel Singer um spak- mæli á miðöldum, og í því bendir hann á hliðstæður með ýmsum setningum í Háva- málum og spakmælum í fomum letmm Gyðinga og Rómveija. Um skyldleika Síraksbókar og Hávamála skrifaði Nore Hagman ritgerð sem birtist árið 1957 og árið 1972 birtist stórmerk bók eftir franska fræðimanninn Régis Boyer um trúarlíf á íslandi á tólftu og þrettándu öld, en í því benti hann á allmargar setningar í Hávamál- um sem kynnu að vera runnar frá Orðskvið- um heilagrar ritningar og einnig þeirri bók sem forfeður vorir kölluðu Þingheyjanda uns tunga þeirra spilltist af dönskum áhrifum og þeir fóm að nota heitið Prédikarann. En sá fræðimaður sem hefur skrifað einna rækilegast um áhrif á Hávamál er Þjóðveij- inn Klaus von See, einkum í ritsmíðum frá 1972 og 1975. Hann hefur sérstaklega ijall- að um áhrif Hugsvinnsmála á Hávamál, en Hugsvinnsmál em fijálsleg þýðing á latn- esku spekikvæði frá þriðju öld sem var skólabók hérlendis frá því á elleftu öld og langt fram yfír siðaskipti. Fyrir þrem ámm birtist í Lundúnum ný útgáfa á Hávamálum og er hún ætluð stúd- entum þeim sem leggja stund á slík fræði. Þótt útgefandinn, David Evans, geri skil- merkilega grein fyrir þeim ritgerðum sem ég nefndi nú rétt í þessu um skyldleika ýmissa setninga í Hávamálum við fomrit Rómveija og Gyðinga, þá virðist slíkur fróð- leikur ekki hafa haft nein áhrif á hinn breska fræðimann, heldur telur hann kvæð- ið vera heiðið og standa djúpum rótum í strjálum byggðum Noregs. Hugmyndir mínar um Hávamál mega heita þveröfugar við það sem David Evans heldur fram, enda má renna miklu fleiri stoðum undir kenning- una um lærðan uppruna kvæðisins en gert hefur verið hingað til. 10 Ef það er rétt athugað að allmargar spak- ar setningar í Hávamálum séu komnar úr bókum sunnan úr heimi, þá má slíkt kallast hluti af lærdómi kvæðisins, eins og ég hef þegar gefið í skyn. Annar þáttur af lærðum toga er fólginn í ýmsum öðrum hugmyndum sem virðast ekki vera heimafengnar. Ég hef þegar drepið á kvenhatur sem er tvímæla- laust af lærðum rótum runnið, og hér skal einnig minna á kenningar Hávamála um einveru mannsins, dauðleika og ófullkomn- um sem koma prýðilega heim og saman við hugmyndir lærðra manna fyrr á öldum, en við þetta má ýmsu öðru bæta. í þriðja lagi bendir notkun dæmisagna, þótt örstuttar séu, til útlends lærdóms. Og í fjórða lagi ber tungutak hins forna skálds glögglega með sér lærð sérkenni. Orðið „hjarta“ kem- ur sex sinnum fyrir í Hávamálum og öllum þeim setningum bregður í ætt til lærðrar málvenju: blóðugt er hjarta þeim er biðja skal sér í mál hvert matar (37). snoturs manns hjarta verður sjaldan glatt (55). á hverfanda hveli voru þeim (þ.e.a.s. konum) hjörtu sköpuð (84). hugur einn það veit er býr hjarta nær (95). hold og hjarta var mér hin horska mær (96). sorg etur hjarta ef þú segja né náir einum allan hug (121). Hér er enginn tími til að ræða um orð- færi allra þessara setninga, heldur skal minna á eitt sérkenni á lærðum stíl íslend- inga og Norðmanna að fornu, hvort sem þeir ortu í lausu máli eða bundnu: Af latn- eskum höfundum og námi í málskrúðsfræði lærðist þeim sú list að verða miklum mun djarfari en ólærðum mönnum að beita ýmiss konar orðum í óeiginlegri merkingu. Glöggt dæmi um slíkt er síðasta setningin sem ég nefndi þar sem sögnin að „eta“ gegnir hlut- verki sem hefði þótt heldur en ekki nýstár- legt áður en fólk hér norðurfrá fór að kynn- ast suðrænum málshætti. Sögnin að „eta“ er vitaskuld jafnan notuð um fólk og dýr og andlagið er þá venjulega matur eða fóð- ur, en hér bregður svo við að sorgin er gerð að lifandi veru sem rífur í sig hjarta hins harmþrungna manns. Frumlag, um- sögn' og andlag eru öll notuð í óeiginlegri merkingu. Orðtakið „sorg etur mann“ kem- ur raunar fyrir í Eneasarkviðu Virgils, en hvaðan sem skáld Hávamála kann að hafa kynnst slíku orðbragði, þá hefur fyrirmynd- in vafalaust verið latnesk. Annars staðar í fornritum okkar þar sem sögnin að „eta“ er notuð í óeiginlegri merkingu er um að ræða þýðingar úr latínu, svo sem í Pam- fílusi, og þá er frumlag sagnar yfirleitt „öf- und“, sem er persónugerð eins og „sorgin“ í Hávamálum. Hávamál telja að maður fái aldrei óbrigðri vin en mannvit mikið, og beri aldrei betri byrði að brautu en mikið mannvit, enda þyki það auði betra í ókunnum stað; hins vegar er ofdrykkja öls hið versta vegnesti sem hann getur lyft af jörðu. Orðin „vin- ur“, „byrði“ og „vegnesti“ eru notuð hér í óeiginlegri merkingu og eiga sér ýmsar hlið- stæður í latneskum ritum fyrri alda. Þannig telur spakmæli eitt frá miðöldum að mann- vit sé besta vegnestið (viaticum), og annað að fróðleikur sé besta famesti manns; hug- myndinni að vinur sé betri en auður bregð- ur víða fyrir. „Viska er betri öllum auðævum heims,“ segir í gömlum latneskum orðskvið. Að undanfömu hef ég lagt sérstaka stund á að kynna mér latnesk spakmæli sem gengu víðs vegar um álfuna fyrr á öldum. Sum em komin úr rómverskri heiðni, sum em enn lengra að, en óvíst er um uppmna margra. Latneskum spakmælum frá miðöld- um hefur verið safiiað saman af Hans Walther og em nú út komin átta stór bindi; spakmælin þar skipta tugum þúsunda. Þeg- ar Klængur Þorsteinsson fór að hnýsast í Manvélar Óvíðs (og raunar fram eftir öld- um), vom mjög í tísku svokölluð florilegia (orðið merkti bókstaflega ,,blóma-lestur“) en það vom syrpur með sundurleitum fróð- leik, hrafli úr ritum heiðinna skálda ella þá úrval úr verkum kristinna höfunda. í slíkum syrpum var kristni og heiðni yfirleitt ekki blandað saman fremur en í Hávamálum sjálfum. Oft hafa þær spakmæli úr sígildum bókum Rómveija og er því ekki að undra hve mikið af slíkri speki slæddist hingað norður eftir. Kynni mín af latneskum speki- orðum hafa leitt til þess að ég þykist nú hafa skýrari hugmyndir en áður um ýmsa staði í Hávamálum, enda getur enginn vafi leikið á því að höfundi þeirra var tiltækur ýmiss konar fróðleikur sem ég hef rekist á í minni eftirleitan. Mikill meirihluti þeirra spakmæla sem Hávamál hafa inni að geyma eiga sér hliðstæður í latneskum ritum frá miðöldum. Eins og öðrum lesöndum, þá hefur mér löngum þótt mikið koma til 47. erindis sem hljóðar á þessa lund: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega. Auðugur þóttumk er eg annan fann. Maður er manns gaman. Hér virðist allt vera svo skýrt eins og best verður á kosið. Ungur maður fer að heiman og villist, enda er hann einn sér. En svo þykist hann auðugur eftir að hann finnur annan. Samkvæmt kenningum mið- alda — og mér kemur ekki til hugar að selja þær dýrar en ég keypti — þá fer snauð- ur maður jafnan einn, enginn hagnast á því að hafa neitt við hann saman að sælda. Hér virðist málið horfa ofurlítið öðruvísi við, og þó kemur allt í einn stað niður: „Meðan ég var ungur, fátækur var ég einn og yfirgefinn, en eftir að ég hafði fengið mér félaga þótti ég ríkur maður.“ Sem sagt: menn eru ekki einungis taldir ríkari þegar þeir hafa félaga en meðan þeir eru einir sér, heldur þótti einvera manns vera örugg ábending um örbirgð hans. Samkvæmt Hávamálum er dýrum og fólki það sameiginlegt að hvorutveggja er dauð- legt: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama.“ Þetta er vitaskuld alkunn hugmynd sem er orðuð á þessa lund í Díalógum Gregóríus- ar mikla: „Guð reyndi sonu manna og sýndi þá glíkja vera dýrum því að einn er dauði manna og smala og jafnt eðli hvors tveggja. Svo deyr maður sem smali og hefir hann ekki framar en kykvendi.“ Hávamálum og spakmælum fyrri alda kemur saman um að enginn njóti dauðra manna. Nýtur manngi nás. Hallgrímur Pétursson (sem stundaði nám í Hólaskóla tæplega fjórum öldum síðar en Klængur) bergmálar þetta svo í Passíu- sálmunum: „Andvana lík er til einskis nýtt.“ Og raunar kemur svipuð setning fyrir í Ólafs sögu helga: „Ég ætla dauða menn ekki mega öðrum til gagns gera.“ En þegar Hávamál eru borin saman við speki í mið- aldaritum sést að einn munurinn á dýrum og mönnum hefur fallið niður; dauð dýr verða til nytja: Þegar sauðkind fellur frá er skrokkurinn einhvers virði, en þegar maður deyr ferst holdið með skinni og beinum. 12 Andúð Jóns helga á Manvélum Övíðs virð- ist engan veginn hafa stafa af trúarfarsleg- um ástæðum, heldur voru þær einvörðungu siðferðilegar, enda var næsta lítil hætta að þessi vinsæla bók hins rómverska skálds mynda hagga við kristnum kennisetningum í bijósti hins unga prestlings norður í Hjaltadal. Vafalaust hefur Jón biskup sjálf- ur lesið sitt af hveiju eftir heiðna Róm- veija, enda varð ekki hjá slíku komist á skólabekk: hér á landi lásu námspiltar til að mynda bækur eftir þá Sallúst og Lúkan. Og vitaskuld hefur Jón helgi verið nógu vel að sér í Óvíð til að geta áttað sig á þeim háska sem stafaði af Manvélum hans. Mun- urinn á fyrsta ritskoðara íslenskrar þjóðar og ýmsum fræðimönnum sem hafa frjallað um Hávamál undanfama mannsaldra er að einu leyti fólginn í því að nú spyija menn í ákafa hvort kvæðið kunni að fela í sér einhvem snefil af kristni, sem yrði hiklaust talinn mikill ljóður, en hins vegar hirða þeir öllu minna en Hólabiskup forðum um siðferðilegt gildi. Eins og oft hefur verið bent á, þá fer harla lítið fyrir kristnum kenningum í Hávamálum. Um það atriði ættu allir hugsandi menn að vera á einu máli. Hins vegar er engin ástæða til að draga af slíku þá ályktun að Hávamál í heild hljóti að vera ort af heiðnu skáldi. Sannleikurinn er einfaldlega sá að þetta höfuðkvæði íslenskrar menningar ijallar ekki um trúarbrögð, og því er óheimilt að nota kvasðið í því skyni að bollaleggja um kreddur skáldsins. Það sem skiptir máli er hvorki kristni né heiðni, heldur að hve miklu leyti kvæðið er norrænt eða suðrænt, hveij- ir þættir i því em þegnir úr bókum að sunn- an og hveijir frá fólki sem ættað var að austan. Hvað er innlendur fróðleikur? Hvað er útlendur lærdómur? Hér komum við að einhveiju brýnasta vandamáli íslenskra bók- mennta, bæði í lausu máli og bundnu. Vita- skuld getur verið erfitt að skera úr hvort tiltekið atriði sé norrænt að uppmna eða suðrænt, en hér eins og endranær skiptir höfuðmáli hvers konar aðferðum er beitt. Staðhæfingar um suðrænan uppmna em harla lítils virði nema skjalleg gögn verði til stuðnings. En á hinn bóginn er það ein- ber íjarstæða að telja Hávamál og önnur fomkvæði vera norræn í heild sinni, þótt ýmislegt af efni þeirra sé vitaskuld af inn- lendum stofni. Éinhver skýrasta veilán í þeirri ritskýringu sem hér hefur tíðkast um undanfama öld er sú að menn hafa talið sér miklu skyldara að fást við athafnir og persónur fremur en hugmyndir, sem oft hafa orðið útundan. í Hávamálum skipta hugmyndir höfuðmáli, enda er ekki hægt að átta sig á kvæðinu nema með því móti að kanna af stakri gaumgæfni þær sígildu setningar sem ég nefndi áðan. Én það háir mjög rannsóknum á fornum bókmenntum okkar að hugmyndasaga íslendinga hefur aldrei verið sk-ráð; ef slíkt rit væri fyrir hendi myndu menn eiga miklu auðveldara með að gera sér grein fyrir suðrænum þátt- um í Hávamálum. Hér er ærin ástæða til að geta um eitt atriði sem hefur ruglað margan þann í ríminu sem hefur fengist við að skýra Háva- mál. Sú venja hefur löngum tíðkast að skipta öllum kveðskap íslendinga og Norðmanna fram undir lok fjórtándu aldar í tvo hópa: Eddukvæði annars vegar og dróttkvæði hins vegar. Hvert einstakt kvæði frá því fyrir 1400, að rímum og dönsum einum undan- skildum, heyrir öðrum hvorum flokki til samkvæmt slíkri venju. Nú hafa hugtökin „dróttkvæði“ og „Eddukvæði“ aldrei verið skilgreind á þá lund að slík tvískipting eigi rétt á sér. Þótt fólk hafi yfirleitt veitt því eftirtekt að Hávamál séu að ýmsu leyti ólík öðrum „Eddukvæðum", er margt af því sem skrifað hefur verið um þau miðað við slíkan kveðskap í stað þess að fjalla um þau í ljósi allra þeirra letra, í bundnu máli og óbundu, sem varðveist hafa frá fyrri öldum. Höfundur er prófessor við Edinborgarháskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.