Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.09.1989, Síða 15
inn í frumskóginn i íeit að nýju landi. Þetta er mikið vanda- mál því olían er álitin mikilvægari fyrir þjóðina en nokkrir indíána- þjóðflokkar. Því er lítið hugsað um hagsmuni og nauðsynjar þessa fólks sem berst vonlítilli baráttu fyrir tilveru sinni. Það var skrýtin tilfinning að þramma í gegnum háan þykkan frumskóginn, nokkuð sem okkur hefur dreymt um í mörg ár. íklædd- ár stuttbuxum, regnjakka og stígvélum óðum við í leðju á eftir leiðsögumanninum sem hjó okkur leið gegnum grænt þykknið. Það hafði rignt mikið nóttina áður en við lögðum á stað og um miðjan dag var loftið ennþá mjög rakt. Ekki getum við sagt að okkur líki vel við köngulær og önnur skor- kvikindi en þarna var það bara heimilislegt að hafa þessi viðbjóðs- legu, loðnu og slímugu skordýr með þreifara skríðandi á sér. Fyrst í stað öskruðum við eins og stúlkur almennt gera en undir lokin hlógum við bara að þessu. Vinátta okkar var ekki gagnkvæm við moskító- flugurnar. Þó við hálfböðuðum okkur uppúr illa lyktandi gulum vökva á hveiju kvöldi, sem átti að verja okkur gegn moskítóbitum, sjúkdóma og magavéiki. Éinnig hafði hann milli handanna jurtir sem hann sjálfur neytti til að finna þjófa og morðingja. Á leiðinni til baka heimsóttum við hótel sem hafði til sýnis ýmis villt dýr í búri. Á meðal þeirra var pardus, sem er skyldur tígrisdýri, í keðju. Linda hinn mikli dýravinur hélt að parduskötturinn væri tam- inn svo hún klappaði honum blíðlega. Skyndilega réðst hann að henni öskrandi með klærnar úti. Það sem varð Lindu til bjargar var vindjakkinn sem hún hafði saman- brotinn i fanginu. Dýrið læsti klón- um í jakkann og hvæsti á alla sem nálguðust. Loks tókst leiðsögu- manninum að lokka dýrið í burtu með stórum safaríkum kjötbita. líann leiddi svo Lindu frá sem var stjörf af hræðslu. Þó Ekvador sé ekki stórt land þá er endalaust hægt að finna eitt- hvað nýtt að sjá, því andstæður eru miklar bæði í náttúru og mannlífi. Það sannast kannski best á því að við vinkonurnar erum bún- ar að vera hér í tæpa fjóra mánuði í stað eins mánaðar eins og upphaf- lega var áætlað. Linda Hólm, Guðlaug Steinsdóttir. Kátir krakkar í Ekvador gagnaði það okkur ekki. Eftir fyrsta daginn litum við út eins og rauð gatasigti. Eftir að hafa gengið í 3-4 tíma, komum við að mosagrænni á og tókum þar nokkra sundspretti. íijádrumbur sem kom laumulega siglandi niður ána hálfrotaði Gullu. Eftir það höfðum við augun hjá okkur. Maturinn var ljúffengur og ávextirnir tíndir af tijánum. Við prófuðum kakó sem var blaut hvít froða í harðri skel. Við fundum nú bara baunabragð svo ekki vitum við hvaðan súkkulaðibragðið kem- ur. Næstu þijá dagana_ reyndi gangan mjög á okkur. Á einum stað var brúin yfir hyldjúpa gjá langur, mjórtijábolur, svo stundum reyndi á Tarzan-hæfileikann sem blundar í öllum. Allt gekk það nú eins og í sögu nema einu sinni þegar Linda ætlaði að taka Tarzan- sveiflu með „stæl“, rann þá til og hlammaðist ofan í leðjuna. Hún fann hvernig hún byijaði að síga niður í eðjuna með öll sín kíló og tók að öskra tryllingslega og baða út örmunum. Leiðsögumaðurinn sagði þá rólega: „Viltu ekki bara standa upp?“ Linda viðurkenndi að henni leið hræðilega þegar hún stóð á fætur hjálparlaust og drullan náði henni bara upp að lærum. Eitt stjörnubjart kvöldið fórum við á kanó í leit að krókódílum. Við siluðumst varlega um síkin í myrkrinu og til að koma auga á ► þá þurftum við að nota vasaljós. En þeir voru hræddari við okkur en við við þá og þeir voru ekki lengi að forða sér er þeir urðu okkar varir. En það var ævintýralegt að sigla þarna um í húminu og heyra í þeim allt í kringum okkur ásamt öllum hinum dýrunum sem eru ótrúlega fjölskrúðug og hávær. Síðasta daginn fórum við í heim- sókn til töfralæknis sem var klædd- ur venjulegum vestrænum fötum, með indíánahálsfesti og höfuðút- búnað úr fjöðrum. Hann sýndi okk- ur ýmsar tijátegundir sem læknað gátu alla kvilla, aðallega þó blóð- Kort af flugleiðum Luft- hansa og Interflug á milli ríkjanna. Áætlunar- flug hafíð á milli A- og V-Þýska- lands I fyrsta skipti eftir að Þýskalandi var skipt í lok seinni heimsstyrjaldar — hafa ríkin tvö komið sér saman um beint áætlunar- flug sín á milli. Samninga- umleitanir tóku 4 ár. Lufthansa mun hefja áætl- unarflug tvisvar í viku, mánu- daga og fimmtudaga, frá Frankfurt til Leipzig. Aust- ur-þýska flugfélagið Inter- flug mun líka verða með fast flug tvisvar í viku, milli Diisseldorf og Leipzig. Hing- að til hefur áætlunarflug milli þýsku ríkjanna aðeins verið um Vestur-Berlín, sem liggur innan austur-þýsku landa- mæranna. Ferðamenn til Austur-Þýskalands þurfa vegabréfsáritun. Þau eru vön að aðstoða magaveika ferðamenn! Hinn hagsýni ferðamaður Magatruflanir í sólarlandaferðum Sunday Times. Magatruflanir hjá ferðafólki eru nokkuð algengar fyrstu eina til tvær vikurnar, sem dvalist er í framandi umhverfí. Algengustu orsakir eru gerlar og sýklar, sem leynast í fæðu og vatni. Einkennin eru magakrampi, uppköst og sótthiti, ásamt niðurgangi. Algengt er að slíkar magatruflanir vari í 2-3 sólarhringa. í heitara loftslagi er hætta á að sjúklingar fái ekki nægan vökva í líkamann. Eftirfarandi aðferðir hafa reynst vel: 1. Hvílið magann. Forðist áfenga drykki og mjólkurafurðir í 12 tíma, eftir að síðasta kveisa gerði vart við sig. Ef mjög ung börn veikjast, er nauðsynlegt að koma mat ofan í þau. 2. Það er mjög nauðsynlegt að bæta upp það vökvatap, sem líkaminn verður fyrir. Byijið strax að dreypa á vökva. Bland- ið sléttfullri teskeið af salti og 8 sléttfullum teskeiðum af sykri saman við lítra af hreinsuðu vatni (flöskuvatn). Mjög mikil- vægt að blandan sé rétt, einkum ef hún er ætluð fyrir yngri börn. Drekkið tvö glös af blöndu eftir hveija kveisu. Fullorðinn maður er talinn þurfa um 3 lítra á sólar- hring. Meðal annars eru Lepor- amide-töflur taldar góðar gegn niðurgangi. Takið eina töflu eftir hveija kveisu — allt að 8 töflum á dag. Ef magaveikin stendur í meira en fjóra daga, eða blóð kemur frá sjúklingi, skal leita strax til læknis. Nánari upplýsingar hjá: „Medical Advice Services (fyrir ferðamenn eriendis), Masta, Keppel Street, London WCIE 7HT. Sími: 01-831-5333. Þaðan er líka hægt að panta rétta syk- ur- og saltupplausn í vatni. Kost- ar um 100 kr. Athugið samt fyrst hvort hún fæst ekki í næsta apó- teki! Veðurhorfur íseptember Hæsta/ lægsta hKastig Raka- stig Regn- dagar Aþena 29/19 42 4 BuenosAires 18/ 7 45 5 Kaíró 32/20 69 0 Kaupmannahöfn 18/11 69 15 Jerúsalem 29/17 36 0 Lissabon 26/17 54 6 london 18/11 65 13 LosAngeles 27/14 51 1 Mexíkóborg • 23/12 54 23 Miinchen 19/ 9 61 13 Paris 21/12 65 13 Prag 29/ 3 51 10 Santa Fe 23/ 9 39 8 Sydney 19/11 55 12 Miðað er við rakastig siðdegis Heimild: The Times Books World Weather Guide“ Vagga golfsins Skotland er vagga golfsins. Bærinn St. Andrews er eins þekktur fyrir golf og Lech í í Austurríki fyrir skíðin. Golfhótelið í St. Andrews stendur skemmtilega á milli sjávar og golfvalla. Það býður upp á „dvalarpakka“, þar sem er innifalið: gisting, morgun- verður, hádegismatur og 2-5 golfhringir á þekktum brautum (að eigin vali). Verðið er (fyrir hvern mann í tveggja manna herbergi) frá 14.000 kr. fyrir þriggja daga dvöl upp í 33.000 kr. fyrir vikuna. Veiðitíminn Englandi Veiðitíminn í Englandi hefst um miðjan september fyrir þá sem vilja taka þátt í akur- liænuveiðum. Veiðifélag Suðaustur-Eng- lands býður upp á 2-4 daga dagskrá, þar sem gist er á breskum herragörðum. Ef meiri áhugi er fyrir anda- eða dádýra- veiðum er líka hægt að útvega þær. Oftast eru það herragarð- seigendur sjálfir sem sjá um gestina. Verð fyrir hvern skot- inn fugl er frá 1.200-1.900 kr. Tíu á toppnum í DanmÖrku Ferðaþjón- usta gefur frændum okkar Dönum milljarðatekj- ur. Meira en 10 milljónir ferðamanna streyma til Danmerkur. Og það er gaman að vita í hvað allir þessir ferðamenn sækja. Listi yfir „tíu á toppnum" fylgir hér á eftir: 1. Tívolí í Kaupmannahöfn, 4 milljónir ferðamanna 2. „Bakken“, 2 milljónir. 3. Dýragarðurinn í Kaup- mannahpfn, 1,1 milljón. 4. Legoland, 1 milljón. 5. Tívolí í Álaborg, 600.000. 6. Louisiana-safnið, 475.000. 7. Dýragarðurinn í Álaborg, 400.000. 8. Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, 380.000. 9. Tónlistarhúsið í Árhúsum, 350.000. 10. „Djurs Sommerland", 325.000. Og það eru ekki aðeins bjór- framleiðendur, sem hafa þurft að setja í „hágír“ í sum- ar. í fyrra innbyrtu Danir (og ferðamenn) um 43,7 milljónir lítra af ís. Núna benda allar líkur til að hesthúsaðar verði yfir 50 milljónir lítra — eða um 10 lítrar á hvern Dana! Geri aðrir betur! V- FLÓRÍDA ENN VINSÆLLI Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GÍFURLEGUR ferðamanngQöldi hefúr verið á Orlando- svæðinu í Flórída það sem af er árinu. Ferðir bandarískra Qölskyldna þangað virðist álíka þýðingarmikill punktur í til- verunni og Þingvallaferð er Islendingum. Að auki koma 10-12 milljónir erlendra ferðamanna til Flórída á hverju ári og flest- ir leggja leið sína í Disney World-garðana. Kuldinn í norðlægari ríkjum Bandaríkjanna hefur líka haft áhrif á straum ferðamanna suður eftir, því í Flórída hefur hiti ver- ið yfir meðallagi og úrkoma hverfandi lítil. Svo mikil hefur aðsóknin verið í Disney-garðana að undanförnu, að fólki hefur verið vísað frá um miðbik dagsins eða á tímabilinu frá kl. 13 til 17. Eftir kl. 17 hafa garðarnir síðan fyllst á ný enda mikið þar um að vera langt fram á kvöld. Það hefur vakið athygli á Or- lando-flugvelli að þegar farþegar eru kallaðir út í flugvélar Flug- leiða til Íslands og Lúxemborg- ar, mæla starfsmenn félagsins einungis á ensku og dönsku. Er þetta sögð eina „stóra“ lending- arstöð Flugleiða þar sem enginn af starfsmönnum félagsins á flugvellinum talar eða skilur íslensku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. SEPTEMBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.