Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Síða 4
BRAUTRYÐJENDUR I IÐNAÐI Höggin glurndu úr vinnustofu beykisins Klapparstígur er mjög blönduð gata. Þar hefur lengi ægt saman alls konar iðnaði og verslun í bland við íbúabyggð og eru sum hin gömlu íbúðarhús hálf umkomulaus innan um alla þessa atvinnustarfsemi. Þar hófu starfsemi Þarna var því líkast sem væru sérstök kauptún utan af landi, sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Mörg húsin höfðu nöfn, Krókur og Steinstaðir til dæmis og rétt hjá var mýrin svo ill yfirferðar, að menn urðu að fara í skinnbrækurtil að komast leiðar sinnar. Seinni grein um Klapparstíg Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON sína á fyrri hluta aldarinnar margir af braut- ryðjendum íslensks iðnaðar. Á síðustu öld og fram á þessa voru þó nær eingöngu íbúðar- hús við götuna og settu steinbæirnir lengi mikinn svip á hana. Á Lindargötu 9, rétt fyrir ofan Völundar- lóðina, eru tvö timburhús og stendur annað fyrir innan hitt. Þau heita bæði Bali og á þessum stað stóð samnefndur bær á síðustu öld og bjó þar lengi Friðrika Guðmundsdóttir ekkja enda var hús hennar einnig kallað Frið- rikubær af almenningi. Framan af þessari öld bjó Þórður Guðmundsson, kenndur við Glasgow, á Bala. Á nr. 10, næst fyrir ofan Flosaport, er þokkafullt en illa farið rautt timburhús sem reist var 1905 af Helgu Hafliðadóttur frá Gufunesi, ekkju Bergþórs Þorsteinssonar skipstjóra. Börn hennar voru Sigríður, kona Ólafs Theódórssonar húsasmiðs, Guðbjörg vefnaðarvörukaupmaður, Hafsteinn togara- skipstjóri og Þórunn, kona Sveinbjörns Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns.' Á nr. 11 var bær sem hét Krókur eða Magnúsarbær én síðar reis þar geysistórt timburhús sem enn stendur. Það átti lengi Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður, fyrr- um ritstjóri og þingmaður, og bjó í því ásamt konu sinni, Jarþrúði Jónsdóttur, æskuunnustu Þorsteins Erlingssonar skálds. HVÍLÍKT ÁSTAND! Meðal steinbæjanna við Klapparstíg, sem nú eru flestir horfnir, má nefna Klapparhús á nr. 13 — þar bjó Jóhann P. Ásmundssgn og fjölskylda hans —, Efri-Tóttir á nr. 14, Klapparholt á nr. 16, þar sem nú er Spegla- og glerslípunin, og Steinsstaðir á nr. 18. Síðastnefndi bærinn var reyndar meðal þeirra elstu í Skuggahverfi, reistur upphaflega sem torfbær árið 1838 og umhverfis hann var töluvert tún sem kallað var Steinsstaðablett- ur. Á Steinsstaðabletti stendur nú m.a. Danska sendiráðið. Merkilegt fólk bjó á Steinsstöðum. Um það segir Oddur af Skag- anum þar sem hann er að lýsa 'Reykjavík á æskuárum sínum í Harðjaxlinum 1925: „Suður frá Arnarholti stóðu Steinsstaðir, húsbóndinn þar hét Pétur en Jarþrúður hús- freyja, var hún systir Helgu á Klöpp . .. (sjá fyrri grein). Þau Pétur og Jarþrúður áttu dóttur sem einnig hét Jarþrúður. Báðar systumar (Helga og Jarþrúður) voru Á Klapparstíg 19 er steinbær frá 1879, upphafíega reistur af Sigurði Þórðarsyni í Kasthúsum. Þar bjó löngu seinna Westlund hinn fjölkunnugi og hafði vinnustofu í skúrunum sem sjást til hægri. í stóra timburhúsinu sem er áfast við bæinn bjó lengi Sigurður Hjaltested bakari og hafði bakaríið i kjallaranum. Ljósm. G.Fr. Stórhýsið á Klapparstíg 29 sem Valdimar Poulsen koparsmiður og kaupmaður reisti árið 1929, er sannkölluð steinsteypuklassík. Ljósm. G.Fr. fyrirmyndar konur, bæði í sjón og reynd. Báðar voru þær lágar vexti en samanreknar sem hnyðjur, vinnuvargar og búsýslukonur með afbrigðum og gæðamanneskjur, fljót- huga og skapstórar." Pétur á Steinsstöðum hafði þann galla, sem margir aðrir bæði fyrr og nú, að vera hneigð- ur til víns. Um þessar mundir var dóttir þeirra hjóna trúlofuð ungum og efnilegum manni, en svo slysalega tókst til að hún varð þunguð áður en hún giftist. Þetta féll gömlu konunni mið- ur, og svo var það einn dag um vorið að henni fundust óhöppin steðja mjög að sér og keyra úr hófi fram. Svo hagaði nefnilega til að þau hjónin tóku mjög mikinn svörð og höfðu þau daglaunamenn til þess að ryðja. Að öðru leyti vann fjölskyldan að þessu sjálf, og bar svörðinn út um jörðina á hryssu sem þau áttu. Þennan óhappadag, sem ég áður nefndi, komu verkamennirnir heim, og sögðu þau illu tíðindi, að jarðlag það, sem þeir hefðu verið að grafa í, væri sprungið og mórinn ónýtur af þeim ástæðum. Enn fremur að hryssan væri fylfull og þar af leiðandi frá allri notkun um vorið. Þegar Jarþrúður gamla heyrði þetta varð henni svo mikið um að hún skellti á lær sér og segir: „Hvílíkt ástand! Merin ólétt, Þrúða fylfull, stálið ónýtt og Pétur liggjandi blindfullur upp í bæli, hvílíkt ástand, hvílíkt ástand!““ Þar sem Steinsstaðir, bær Jarþrúðar, stóðu áður á Klapparstíg 18 er nú nýbyggt íbúðar- hús. Þess skal getið að hún var langamma Konráðs Konráðssonar læknis í Þingholts- strætinu. Gljáhýðisvinnustofa Og Westlund Hinn Fjölkunnugi í gamla steinhúsinu á Steinsstöðum, sem nú er horfið, var síðar einn af brautryðjendum í iðnaði við Klapparstíg. Það var Björn Eiríks- son járnsmiður, vélstjóri og einn af-fyrstu íslensku flugmönnunum. Hann nam málm- húðun á Englandi og setti síðan á fót fyrir- tæki á Klapparstíg 18 og var það eina vinnu- stofan í þeirri grein á landinu. í frétt í blöðun- um er hún kölluð gljáhýðis-vinnustofa og sagt að þar sé sett á alls konar málma gljá- húð úr krómi, nikkel og kopar. Á nr. 17 er stórt timburhús sem Sigurður Hjaltested bakari átti lengi og hafði hann bakarí sitt í kjallaranum. Áfast við það á Klapparstíg 19 er gamall bær með tveimur burstum, upphaflega reistur af Sigurði Þórð- arsyni í Kasthúsum árið 1879. En í þessum bæ bjó á árunum um 1930 og fram yfir 1950 Svíinn 0. Westlund, sem kallaður var hinn fjölkunnugi. Westlund kom hingað upphaf- lega sem prentari og starfaði við Isafoldar- prentsmiðju en náttúra hans fyrir vélar og hvers konar gangvirki leiddi hann til stofnun- ar verkstæðis þar sem hann gerði við allt frá bifhjólum til ritvéla og var sagt að ekki væri til sá peningaskápur í bænum að hann gæti ekki opnað hann. í grein um Westlund í Morgunblaðinu fyrir meira en hálfri öld segir þetta m.a. um upphaf að vélfræðiáhuga hans: ■ „Westlund vann sem sagt í ísafold í 2 ár. Hann lærði íslensku á einu ári, eins vel og Útlendingar læra ísiensku. Prentvélum hafði hann vanist í nokkur ár og kunni þær utan- bókar. Svo var það einn góðan veðurdag að maður var á bifhjóli inn við Elliðaár. Hjólið datt í árnar. Það skemmdist. Eigandinn fékk ekki gert við það og seldi það fyrir hálfvirði en Westlund keypti. Bifhjól eru merkilegir gripir. Það fannst Westlund. Hann plokkaði hjólið allt í sundur, ögn fyrir ögn, og einkum þó hreyfilinn. Af því lærði hann margt. Marg- ar tilraunir gerði hann. En að því kom að bifhjólið var sem nýtt og Westlund settist á bak margfróðari um hreyfla og hjól en er hann byijaði. Ári seinna fór hann í skemmti- ferð um Noreg og Svíþjóð á hjólinu. Hann seldi það í Málmey nokkur hundruð krónum dýrara en hann hafði keypt það. Og nú var hann orðinn sjálflærður vélfræðingur." Westlund hinn fjölkunnugi hafði náð sér í heimasætu úr litlum bæ við Lindargötu og bjó nú þarna ásamt henni og tveimur börnum sínum og hafði verkstæðið í bakhúsi.í fyrr- nefndri grein segir þannig um aðkomu í verk-' stæði hans: „Þegar maður kemur inn úr dyrunum hringja klukkur um allt húsið hátt og lágt. Það minnir mann á einhveija leynikrá í skuggahverfi stórborga þar sem ljósfælnir náungar hafa holað sér niður og vilja ekki láta koma sér að óvörum. Það er líka nokkuð til í þessu. Westlund er einn af þeim mönnum sem kæra sig ekki um að Pétur og Páll troði sér um tær. Hann vill vera einn og út af fyrir sig með allar vélar sínar, áhöld, uppá- tæki og instrúment," 7000 Lýsistunnur Á Klapparstíg 20 er hús sem Einar Finns- son járnsmiður og vegfræðingur reisti. Hann var afi Magnúsar Finnssonar blaðamanns á Morgunblaðinu og Helgu dýralæknis. Á Klapparstíg 25 og 27 voru tveir steinbæir og hét sá síðarnefndi Bjarg. í áföstu steinhúsi var Kristinn Gestsson með bílaverslun á kreppuárunum. Ilann reisti síðar stórhýsið sem nú stendur á þessum stað á horninu á Hverfisgötu. Á nr. 26 var Bergþórshús, kennt við fyrr- nefndan Bergþór Þorsteinsson skipstjóra, en frá því húsi mátti fyrr á öldinni heyra högg mikil. Þar var beykisvinnustofa Jóns Jónsson- ar sem mun hafa verið stórvirkastur íslenskra beykja fyrr og síðar. Á styijaldarárunum fyrri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.