Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1989, Qupperneq 16
mn B 1 L A R Skottrýmið er gott hjá Foringjanum. Toyota 4 Runner - Foringinn. Morgunblaðið/Bjami F oringinn frár stendur undir 1 royota lafni Mælaborðið er skýrt og gott og hægt er að stilla stýrið. Akstur Það sem einkennir Foringjann þegar ekið er af stað er fyrst hversu hljóðlátur bíllinn er. Teppi í gólfum og góður frágangur virð- ist einangra vel og heyrist því mjög lítill hávaði frá vél. Fjöðrunin er mjúk og bíllirin mylur því nánast átakalaust undir sig möl og gijót á grófum vegum. Hann leggst einn- ig allvel í beygur á holóttum malarvegi á nokkurri ferð en segja má þó að þessi bíll njóti sín betur á grófum vegum og ósléttum þar sem reynir fremur á mýkt og afl en hraðann. Á þannig slóðum fer líka vel um 'farþega sem ökumenn nema hvað lítil loft- hæð í aftursætum getur orsakað það að farbefrar reki sirr unn undir Framboð á hvers kyns fjórhjóladrifnum bílum fer stöðugt vaxandi og á það bæði við um jeppa og fólksbíla. Frá Toyota höfum við gegnum árin kynnst Land Cruiser og Hilux jeppunum sem hér hafa verið boðnir í ýmsum gerðum og henta til ólíkra verkefiia. Nú er kominn nýr kostur í slaginn, Toyota 4Runner, sem þeir kjósa að kalla Foringjann. Segja má áð hann brúi ákveðið bil milli Hilux sem er jeppi í lægri verðflokki (ef hægt er að tala um lágt verð þegar jeppar eiga í hlut) og Land Cruiser sem er í þeim hærri og sjálfsagt má segja að Foringinn liggi mitt á milli þeirra hvað útbúnað snertir. Foringinn er með öðrum orðum sterklegur jeppi, fimm manna, með góðu farangursrými, 150 hestafla vél, mjúkri fjöðrun, ýmsum þægindum og kostar tæplega 2,2 milljónir króna. Toyota umboðið P. Samúelsson hefur nú fengið Foringjann í sölu og hafa margir beðið hans með óþreyju. Sumir hafa reynd- Á bílasýningunni í Frankfúrt mátti sjá framtíðarbíla frá nokkrum framleiðend- um eða frumgerðir. Þessir bílar eiga hugsanlega eftir að koma á markað í svipaðri mynd eða notað verður úr þeim það sem framleiðendur telja eiga erindi í Qöldaframleiðslu. Þannig mátti sjá frá Toyota 4500 GT sportbíl með sex gíra kassa og kringum 300 km hámarkshraða sem gefur fjölskyldubílnum alveg nýja möguleika! Frá Nissan var sýnd frumgerðin UV-X ar náð sér í notaðan bíl frá Bandaríkjunum til að þurfa ekki að bíða. Fulltrúar Toyota verksmiðjanna segjast hafa hannað Foringj- ann til að mæta ólíkum þörfum manna fyr- ir borgarakstur og akstur utan vega í einum og sama bílnum. Hann eigi að geta gengið jafnt fyrir ferðir í óperuna sem upp á Sprengisand. Og víst má taka undir, að sé það eitthvert atriði fyrir ökumönnum þá geta þeir sómt sér vel á Toyota Foringja hvar sem er og hann er líka þægilegur í meðförum hvort heldur er á borgarmalbiki eða vegleysu. Ymis þægindi Vélin er V6 með tveimur yfirliggjandi knastásum, 3 1 og 150 hestöfl og er hún með tölvustýrðri innsprautun. Á hún að geta komið bílnum í 165 km hámarkshraða. Bíllinn er búinn gormafjöðrun að aftan með tvöföldum stífum og jafnvægisstöng og að framan er sjálfstæð fjöðrun með snúnings- öxlum og jafnvægisstöng. Foringinn er aft- urdrifinn og snúast drifskaftið og framdrifs- hluti millikassans ekki þegar bíllinn er í sem er all rennilegur bíll eins og sjá má af myndunum hér. Hann á að geta skilað mönnum í allt að 210 km hámarkshraða í fjölskyldubíltúrnum. Vélin er 2 1 og bíllinn virðist allur rúmgóður og næstum eðlilegur fimm manna bíll nema hvað hann er þó með nokkru öðru yfirbragði að utan sem innan. Við hönnun hans lögðu sérfræðingar Nissan í Brussel, Englandi og Japan saman krafta sína og teiknuðu á tölvukerfi sín sem þeir gátu tengt gegnum gervihnetti. jt Mjúk fjöðrun Foringjans kemur vel í Ijós á grófitm og ósléttum vegarslóðum. afturdrifi. Tenging framöxla er sjálfvirk þegar sett er í framdrif og ekki er því þörf á að opna lokur eða læsa þeim utan frá. Jeppar hafa löngum verið útbúnir með lágmarksþægindi og ekki talin þörf á slíku fyrir torfæruakstur. Það sem er ekki fyrir hendi bilar ekki og kannski eins gott þegar um erfiðar fjallaferðir er að ræða. Kannski er þetta þó allt að breytast á síðustu árum. Framleiðendur keppast við að bjóða sem best útbúna jeppa, helst með öllum þægind- um fólksbíls sem geta að auki dugað í veg- leysum og ófærð. Foringinn er þar engin undantekning - þar er nóg af þægindunum. Þegar sest er upp í bílinn verða fyrir góð fram- sem aftursæti með hefðbundnum still- ingum. Lofthæðin mætti þó að skaðlausu vera meiri fyrir aftursætisfarþega. Speglar, rúður og læsingar eru rafknúin, mælaborð er skýrt og greinilegt og í hurðum og á bökum framsæta eru geymsluhólf af ýmsum stærðum og sérstakan glasabakka má draga út fyrir miðju mælaborðsins. Allt eru þetta hlutir sem telja verður til þæginda en ekki nauðsynlegir í jeppa eða landbúnaðartæki. Jeppar í dag eru hins vegar annað og meira - og kannski miklu fremur sportökutæki eða stöðutákn. Skottrými er yfrið nóg í Foringjanum og það má síðan lengja um allan helming sé aftursætið lagt fram. Verður það þá 1,68 m langt. Afturhurðin er í raun einn hleri opnað- ur á þann veg að fyrst er rúðunni rennt niður annað hvort með lykli eða með rofa milli framsæta og síðan er hurðin opnuð með handfangi innan frá. Foringinn er 4,47 m langur, 1,69 m breið- ur og 1,755 m hár. Lengd milli hjóla er 2,625 m og hæð undir lægsta punkt er 21 cm. Þessi hæð ætti að duga í flestum tilfell- um en segja má að menn þurfi að fara með gát með afturendann þegar ekið er í vegleys- um því hann stendur nokkuð langt aftur fyrir hjólin. Bíllinn er á 15 þumlunga felgum. Kraftur er með ágætum. Vinnslan er góð en viðbragðið sjálft er þó ekkert sérstakt og er hann 19,5 sekúndur að ná 100 km hraða. Hámarkshraðinn er gefinn upp 165 km á klukkustund eins og fyrr segir og víst hlýtur það að vera nóg. Gírskiptingu þarf að venjast nokkuð, að minnsta kosti ef bílstjórar eru vanir stuttri gírstöng sem lítið þarf að hreyfa eins og oft er í fólksbílum. Gírstöngin hjá Foringjanum er nokkuð löng og langt á milli gíra. Það er í sjálfu sér ekki galli heldur spurning um það hveiju ökumenn eru vanir og hversu fljótir þeir eru að laga sig að þessu. Foringinn er alllipur til aksturs í borg, hann er laufléttur í vökvastýrinu og menn eru fljótir að ná leikni að leggja í þröng stæðin. Sé bílnum ekið í fjórhjóladrifi finnur bílstjóri strax ákveðinn mun - allt verður heldur þyngra í vöfum - en að sumarlagi vantar snjó og hálku til að geta sannreynt kosti fjórhjóladrifsins. Ekki var bíllinn iagð- ur í neina vegleysur og því ekki reynt á hæfni hann á því sviði en endurtaka má að hann er mjúkur á grófum vegarslóðum. Ekki liggur Ijóst fyrir hver eyðslan er. Á ferð um landið hafa fulltrúar umboðsins sagt bilinn eyða kringum 14 1 á hundraðið við venjulegan akstur. Nokkrum lítrum þarf því að bæta við þá eyðslu í borgarakstri. Ljóst er því að hér er ekki um neinn spari- bauk að ræða. Fjárfesting Foringinn frá Toyota er vel útbúinn og vandaður jeppi. Þægindi eru fyrir hendi, góður kraftur, mýkt og gott rými. Fyrir þetta þarf að greiða kr. 2.190.000 krónur og nokkrum tugum þúsunda betur vilji menn sóllúgu. Með Foringjanum eru menn ekki að kaupa neinn venjulegan fjöl- skyldubíl heldur ýmislegt fleira og fjárfest- ingin eftir því. Til samanburðar má nefna að Hilux með tvöföldu húsi kostar rúmar 1,5 millj. króna þannig að munurinn er tals- verður. Hér þurfa kaupendur því að hugsa sig að minnsta kosti tvisvar um. jt Nissan UV-X frumgerð er hraðskreiður fjölskyldubíll framtíðarinnar. Framtíðarbílar í Frankfurt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.