Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 2
Mosfell
í Mosfellsdal
Landnámu segir, Þórður Skeggi Hrappsson „nam
land að ráði Ingólfs Amarsonar, í hans landnámi
milli Úlfarsár og Leiruvogsár“, og bjó að Skeggja-
stöðum í Mosfellssveit.
Svo segir í Egilssögu, Grímur hét maður og var
Kirkjustaður hefur verið
á Mosfelli frá því
skömmu eftir að kristni
var komið á. í tímans rás
hafa margir mætir menn
gegnt þar prestsþjónustu
og stundað búskap.
eftir SIGURJÓN
SIGURÐSSON
Svertingsson. Hann bjó að Mosfelli fyrir
neðan Heiði. Hann var lögsögumaður árið
1002—3. Hann var auðugur og ættstór.
Rannveig hét hálfsystir hans, sammæðra,
er átti Þóroddur goði Eyvindarson að Hjalla
í Ölfusi. Þeirra son var Skafti lögsögumaður.
Grímur Svertingsson bað Þórdísar Þó-
rólfsdóttur, bróðurdóttur Egils og stjúp-
dóttur. Egill unni Þórdísi engum mun minna
en sínum börnum, Þórdís var hin fríðasta
kona. En fyrir því að Egill vissi, að Grímur
var maður göfugur og sá ráðakostur var
góður, þá var það að ráði gjört. Var Þórdís
gift Grími árið 959.
Leysti Egill þá af hendi föðurarf hennar.
Fór hún til bús með Grími, og bjuggu þau
lengi að Mosfelli. Egill flytur til Þórdísar
að Mosfelli árið 974, og andast þar um
haustið árið 991, áttatíu og eins árs gamall.
Eins og segir í Eglu: Egill tók sótt eftir
um haustið, þá er leiddi hann til bana. En
er hann var andaður, þá lét Grímur færa
Egil í klæði góð. Síðan lét hann flytja hann
. ofan í Tjaldanes og gera þar haug, og var
Egill þar i lagður og vopn hans og klæði.
Grímur að Mosfelli var skírður, þá er
kristni var. í lög leidd á íslandi, árið 1000.
Hann lét þar kirkju gera. En það er sögn
manna, að Þórdís hafi látið flytja Egil til
kirkju, og er þar til jartegna, að síðar er
kirkja var gjörð að Mosfelli, en ofan tekin
af Hrísbrú sú kirkja er Grímur hafði gera
látið, þá var grafinn kirkjugarður. En undir
altarisstaðnum, þá fundust mannabein.
Þykjast menn það vita af sögn gamalla
manna, að mundi verið hafa bein Egils.
Þar var þá Skafti prestur Þórarinsson,
vitur maður. Hann tók upp hausinn. Egils
og setti á kirkjugarðinn. Var hausinn undar-
lega mikill, en hitt þótti þó meir frá líkind-
um, hve þungur hann var. Hausinn var all-
ur báróttur utan svá sem hörpuskel.
Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik
haussins. Tók hann þá handöxi vel mikla
og reiddi annari hendi sem harðast og laust
hamrinum á hausinn og vildi bijóta, en þar
sem á kom, hvítnaði hann, en ekki dalaði
né sprakk, og má af slíku marka, að hauss
sá mundi ekki auðskaddaður fyrir höggum
smámennis, meðan svörður og hold fylgdi.
Bein Egils vóru lögð niður í utanverðum
kirkjugarði að Mosfelli.
Kirkjustaður hefur verið á Mosfelli frá
öndverðu til okkar dags. í áranna rás hafa
margir mætir menn gegnt þar prestþjónustu
og búskap.
Mosellsdalur er á báðar hliðar faldaður
roðagullnum fjöllum og niðandi straum-
vötnum, sem streyma hratt til strandar,
eftir víðum gróðursælum grassléttum,
heiðabrúnum, troðningum og myrkum sand-
öldum.
Ylur, ljós og birta lyfta Mosfellsdal og
bæ, og lauga og tendra í djúpsins kafi.
Framundan dalsmynninu skín víðáttuveldið,
hafið, höfðuborgin og sundin blá, vafin í
straumljósa og sólgeislaskini.
Mosfellskirkja.
iagff •‘F mm
•< á 'IHíkIEsi!rvi r. Jíi;} i I p| ?
' a h IBPMSsi • 'Í3Í' - ^ í 1 l !
> • « - .1
Úr kirkjunni að Mosfelli. Teikning eftir J.C. Greive, jr. 1877.
í gegnum Mosfellsdal á hinn veginn ligg-
ur þvengmjór þjóðvegurinn til Þingvalla.
Framhjá bláum fjalladyngjum, innan um
grasigróin bændabýli og beijarunna.
Strengir óma, hlýir straumar aldanna
færa okkur sögubrot óralangt aftur í
tímann, af kirkju í norðurhiíðum Mosfells-
dals, sem nú síðast var endurreist frá grunni
árin 1964—65, fyrir gjafafé eins af sóknar-
bömum sínum, sem tengdist Mosfellsdal
óijúfandi böndum, fyrir guðlega forsjón
góðs fólks.
Eg held að sóknarbörnin séu öl! mjög
snortin og stolt af helgi þessarar kirkju
sinnar, sem var Maríukirkja og hér hefur
staðið næstum óslitið frá því að kristni var
lögtekin á íslandi. .
Vitað er um samkvæmt skriflegum heim-
ildum, að eftir skráðir prestar hafa gegnt
prestþjónustu við Mosfells-kirkju.
Skafti Þórarinsson Árin 1121 til
Ásgeir Guðmundsson (í Gufunesi). 1143
Bárður Jónsson 1536
Jón Bárðarson (1 Gufunesi). 1540
Þorsteinn Einarsson 1582
Ormur Egilsson 1623
1143
1180
?
1554
1622
1625
Sumarliði Ormsson 1626 1635
Jósef Loftsson 1636 1638
Einar Ólafsson 1639 1693
Pétur Ámundason 1693 1702
Þórður Konráðsson 1702 1713
Bjami Helgason 1713 7
Bjöm Gottskálksson 1719 7
Guðmundur Jónsson 1745 7
Egill Eldjámsson 1752 1753
Böðvar Högnason 1753 7
Jón Hannesson 1775 1798
Auðun Jónsson 1798 7
Markús Sigurðsson 1801 1818
Benedikt Magnússon 1818 1843
Stefán Þorvaldsson 1843 7
Magnús Grímsson 1855 1860
Þórður Ámason 1860 1862
Jón Guttormsson 1862 1862
Jóhann Kn. Benediktssori 1862 7
Páll Pálsson (og Jón Guttormsson) 1865 1866
Þorkell Bjarnason 1866 1866
Jóhann Þorkellsson 1877 1890
Ólafur Stephensen 1890 1904
Magnús Þorsteinsson 1904 1922
Friðrik Priðriksson (KFUM), settur Halldór Jónsson, Reynivöllum, Kjós 1922 1923
og fl. nágrannaprestar 1922
Hálfdán Helgason 1927 1954
Bjarni Sigurðsson 1954 1976
Birgir Ásgeirsson 1976
17/5 árið 1765. Með kgbr. var skipað
að setja kirkju á Lágafelli og leggja þangað
Mosfells- og Gufunessóknir, en það var aft-
urkallað, með kgbr. árið 1776. 7/6. Með
kgbr. 4/9 1847 er Viðey lögð til Mosfells.
Með 1.26/2 1880 er Brautarholtssókn lögð
undir Mosfell. Með lhbr. 21/9 1886, eru
Mosfells og Gufunessóknir sameinaðar óg
ákveðið, að reisa eina kirkju fyrir báðar að
Lágafelli. Með 1.16/11 1907 er Mosfellspre-
stakall lagt niður, og Lágafells- og Viðeyjar-
sóknir lagðar til Reykjavíkur, en Brautar-
holtssókn til Reynivalla. Þetta kom þó aldr-
ei til framkvæmda og með 1.31/5 1927 er
Mosfellsprestakall tekið upp á ný, óbreytt.
Kirkja var eins og áður segir fyrst reist
að Hrísbrú, en var þegar kristni var lögtek-
in á íslandi komin að Mosfelli.
Kirkjan var í gegnum aldirnar á allri
landsbyggðinni samrofin bændamenning-
unni, uppfræðslan var á hennar vegum, og
henni var goldin tíund.
Á þessum tímum var kirkjusókn mjög
góð og til fyrirmyndar, og beittu kirkjunnar
menn öllum hugsanlegum ráðum til þess
að festa fólk í trúnni.
Trúrækni var mikil, menn vöknuðu með
morgunbæn á vörunum, bænrækni var fast-
ur liður í trúarlífi flestra heimila, menn
neyttu ekki máltíðar nema bæn færi á und-
an. Húslestrar voru lesnir og sálmar sungn-
ir, kvöldvökurnar í baðstofunni auðkenndust
af trúrækni, orðkyn’ngi, vinnusemi og lær-
dómi.
Á siðari tímum hefur kirkjunni ekki tek-
ist sem skyldi að samlaga sig borgar- og
bæjarlífinu og fella sig að þéttbýli, Ijölmiðl-
um, breyttum aðstæðum og fjölþættari lær-
dómi.
Kirkjan hefur gegnt margvíslegu hlut-
verki, þó hún hafi alltaf fyrst og fremst
verið líknarstofnun, sem flutti og flytur
lífsins orð.
Mosfellskirkja og fl. kirkjur á lands-
byggðinni hafa á síðari öldum, sérstaklega
á því tímabili, sem húsakynni landsmanna
vóru í algjöru lágmarki, hlaupið undir
bagga, til að létta þjáningar og leysa vanda-
mál. Kirkjurnar hafa oft í einu vetfangi
orðið og verið reiðubúnar til að skjóta skjóls-
húsi yfir mismunandi starfsemi. Þær hafa
verið notaðar í neyðartilfellum, sem sjúkra-
skýli, fundarsalir, hótel og fl. og fl.
Til er mynd í hollensku vikúblaði frá
1878, sem teiknuð var hér á árinu 1877,
úr Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Hana gaf
mér íslenzkur Hollendingur, Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, sem búsettur hefur verið hér á
landi í yfir 30 ár.
í þessu tilfelli var kirkja notuð sem hót-
el, fyrir tvo Hollendinga og tvo Englend-
inga, ferðamenn, sem þarna áttu leið um
og vóru á leið til Þingvalla, Gullfoss og
Geysis, undir fararstjórn Geirs Zoéga.
Ekki var nú dýrt að dvelja á þessu hót-
eli, því fyrir næturgistinguna í kirkjunni
þessa einu nótt, og fyrir te og mjólk og
næturgæzlu lestarhestanna greiddu þeir
aðeins 3 danskar krónur.
En víkjum að bæjar- og borgarlífinu í
dag. Kirkjan á öðru horninu og kráin á hinu
horninu, virðist ekki vera ný bóla. Hér í
Mosfellskirkju sameinaðist þetta í mesta
bróðemi, fyrir meira en öld síðan.
Kannski er það skýringin á nærveru
knæpa og kirkna, að stutt er frá knæpunni
í kirkjuna og mannskepnan ef til vill aldrei
betur fyrirkölluð að hlýða á guðlegan anda
en eftir að hafa drukkið nokkra bjóra.
Við megum ekki gleyma, að íslendingar
hafa bruggað og drukkið mjöð allt frá land-
námi.
Höfundur er fyrrverandi kaupmaður.