Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 5
Ljósmyndari: Kjartan Jónsson Frá Addis Abeba. Ýmsar glæsibyggingar prýða borgina, en stutt er í fátækleg hús. Allar helstu stofhanir Iandsins og stór hluti iðnaðar og þjónustu eru þar. ríki, þar sem þriðjungur íbúanna er kristinnar trúar, annar þriðjungur múhameðstrúar og hinir andadýrkendur af einhverju tagi, er hæpið að höfuð ríkisins, sem í upphafi lýsti því yfir, að ríkið hefði guðleysi sem grundvall- arafstöðu, geti orðið sterkt sameiningartákn. En Eþíópía hefur sérstöðu á fleiri sviðum. Landið varð aðili að Þjóðabandalaginu árið 1923 og 1931 fékk það sína fyrstu rituðu stjórnarskrá. En það, sem er merkilegast, er, að landið varð aldrei nýlenda. Reyndar söl- suðu ítalir Eritreu undir sig í lok síðustu ald- ar, en urðu að láta í minni pokann, er þeir hugðust leggja allt landið undir sig. Þá gjör- sigraði her keisarans ítalska herliðið. 1935 hernámu Italir landið, en Bretar hröktu þá á brott árið 1941. Þar sem Eþíópíumenn hafa aldrei verið undirokaðir af erlendu valdi um langan tíma, eru þeir frábrugðnir íbúum margra landa Afríku, sem hafa verið nýlendur í lengri eða skemmri tíma. Þeir eru stoltir af séreinkenn- um sínum og vilja varðveita þau. Þetta sést t.d. á ríkismálinu, amharísku. Stafróf málsins er mjög flókið með hátt á þriðja hundrað tákn. Menn hafa ekki viljað taka upp lat- neska starfófið, sem ætla mætti, að væri mun einfaldara. Landsmenn eru stoltir og vilja fá að stjórna málum sínum sjálfir. Allur undir- lægjuháttur er þeim mjög ijarri. A hinn bóginn hefur landið ekki notið hins jákvæða við að vera nýlenda. Vegakerfi, mennta- og heilbrigðiskerfi eru stutt á veg komin og allar framfarir voru lengi mjög hægfara. Stjórnkerfið var mjög fomeskjulegt allt fram að byltingu kommúnista. Bylting Árið 1973 var gerð bylting í Iandinu í kjöl- far hungursneyðar, sem kostaði um 200.000 manns lífið. Ástæðurnar voru margar og ekki allar ljósar. Þeir, sem að henni stóðu, bentu mjög á litlar og hægfara framfarir, spillingu og arðrán yfirstéttarinnar á alþýðunni. Allt þetta átti við rök að styðjast. Nýir valdhafar hugðust umbylta þjóðfélaginu á skömmum tíma og lofuðu landsmönnum gulli og grænum skógum. Öll hús í einkaeign og iðnfyrirtæki voru þjóðnýtt svo og allt land og kommúnisma var komið á með sterkri miðstýringu. í ársbyijun 1987 var efnt til almennra kosninga um nýja stjómarskrá. 81% kjósenda greiddu henni atkvæði. Samkvæmt henni er Eþíópía sósíalistískt ríki. Leyft er að fram- leiðslutæki séu í einkaeign, en þó aðeins á meðan verið er að koma á sönnum vísindaleg- um sósíalisma. Forsetinn, sem fer með æðsta vald ríkisins er kosinn af þinginu til 5 ára. Hann er yfirhershöfðingi og skipar alla ráð- herra, dómara og æðstu embættismenn þjóð- arinnar. Við hlið þingsins er verkamanna- flokkur Eþíópíu með 11 manna æðstaráði og 134 manna miðstjóm. Meðlimir hans voru aðeins um 50.000 fyrir tveimur árum, en nú er verið að gera mikið átak til að styrkja hann og afla honum fleiri meðlima. Flestir þingmenn eru meðlimir verkamannaflokksins, en þó ekki allir. Kveðið er á um að trúfrelsi megi ekki nota á þann hátt, að það stangist á við hagsmuni byltingarinnar og ríkisins. Nýtt atriði í stjórnarskránni er að bannað er að halda mönnum án dóms og laga í meira en 48 klukkustundir án þess að þeir komi fyrir rétt. Höfundur starfaði við kristniboð í Kenya ásamt fjölskyldu sinni. Eþíópía í tölum Flatarmál: 1.351.250 km2 íbúafjöldi: 50 milljónir (áætlað) Fólksfjölgunarhraði: 2-3%. Höfuðborg: Addis Abeba (Merkir: Nýja blómið). Háskólar: Addis Abeba, Asmara. Ríkismál: Amharíska. Forseti: Mengistu Heile Mariam. Gjaldmiðill: Birr (=100 sent). Gengi: Birr er fastbundið gengi Banda- ríkjadals og er jafnvirði 2,07 dollurum. Verðbólga: 9,8% (1986). Þjóðartekjur á mann: 9.300 kr. (1986). Erlendar skuldir: 90 milljarðar kr. (1986). Utflutningur: Olía og olíuvörur, bílar, tæki o.fl. Tímatal: 13 mánuðir í árinu. Nýársdagur er 11. september. Nú er árið 1981. Trúarbrögð: 1/3 múhameðstrúar, 1/3 kristnir, 1/3 andadýrkendur. Ótal margir þjóð- flokkar búa í Eþíópíu. Þeir eru margir mjög frá- brugðnir hverjir öðr- um. Hirðingjar hafa ekki fasta búsetu. Þeir búa á þurrum sléttum. Vatnsöflun er þeim oft erfið. RÚNAR KRISTJÁNSSON Tregi Þögnin um skóginn fer sem fugl á vængjum, friðar allt líf við næturhelgan blund. Sefur í laufi söngur grænu trjánna, silfurdögg skín á mosableikri grund. Andar í skjóli greina gömul minning, geng ég í draumi einn til móts við þig. Þú gafst mér lífsins sæla sigurvinning, sannleikans ást sem blæddi í gegnum mig. Geng ég í draumi slóð sem eitt sinn áður okkur var vígð og geymir beggja spor. Veit þó að aldrei aftur hlær í tijánum æskan sem hjörtun fyllti þetta vor. Finn ég í djúpi sálar tregans tóna, tilfinning mín er öll í sárum þar. Hugur sem vildi horfnum dögum þjóna hrekkur þá upp frá draumi þess sem var. Þögnin um skóginn fer sem fugl á vængjum, fjötrar um eilífð lífs míns bænasvar... Höfundur býr á Skagaströnd. BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Trén Þau standa við húsið í dvala eða blóma trú sínum rótum. Hverfa aldrei, falla aldrei nema fyrirhendi hins syngjandi stáls. Þau geyma minni árstíða og ásta. Harmleikja og hláturs. Trén sveipa garðinn kynlegum skuggum og anda grænu í grá húsin. Þau bogna ekki heldur gildna og fá á sig virðulegan blæ sem árunum fjölgar. Þau aðlaga sig þungum vindinum hvort heldur hann blási á með eða á móti. Vindur feykir frjókornum í misfrjóan svörð. Nokkur flögra inn um gluggann og setjast að í hjarta mínu. Höfundur sendir þessa dagana frá sér nýja Ijóðabók hjá AB. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. OKTÓBER 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.