Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 9
Uppnuii landvættanna Ólafs sögu Tryggvasonar er frá því sagt er Harald- ur Gormsson sendi seiðmann í hvalslíki til Islands að færa sér njósn af vörnum landsins. Seiðmaður sneri heim með þau tíðindi að óvænlegt væri að leita landgöngu og Danakóngur hætti við fyrir- Eftir Kristján Guðlaugsson hugaða herferð sína til íslands. Nálega hvert skólabarnþekkir þessa sögu og veit að skjaldarmerki Islands er til orðið vegna hennar. En skjaldarmerkið ogfrásögn Snorra á sér aðra eldri fyrirmynd, sem ekki er jafnkunn. Kannski er sú frásögn til marks um löngu gleymd áhrif írskrar menningar á fyrstu öldum íslandsbyggðar. En snúum okkur fyrst að frásögn Snorra. Þá er seiðmaður Haralds Gormssonar svaml- aði inn Vopnafjörð í hvalslíki, segir sagan að dreki einn mikill hafi færst í móti honum og með honum alls kyns ormar og pöddur og hrakið hann frá landi. Innan úr Eyja- firði kom örn í fylgd fjölmargra smærri ránfugla og varnaði honum aðkomu í fjörð- inn, er hann reyndi þar fyrir sér. Ekki tók betra við þegar hann kom til Breiðafjarðar. Þar óð griðungur ógurlegur og margt smærri nauta á móti honum og rak hann burt. Sama sagan endurtók sig síðan er hann freistaði landgöngu á Suðurlandi; jöt- unn einn ægilegur og margir risar með honum komu í mót seiðmanni og þar með sneri hann til hafs og hélt heim til Danakon- ungs með þær fréttir að varnir íslendinga væru svo sterkar að ekki tjóaði að reyna landgöngu. Snorri túlkar þessa frásögn sjálfur á þá lund, að landvættirnar sem hröktu sendi- mann Haralds konungs Gormssonar á brott, hafi verið stórmenni sem bjuggu á íslandi um þessar mundir. Þetta voru þeir Brodd- Helgi sem þá bjó í Vopnafirði, Eyjólfur Valgerðarson í Eyjafirði, Þórður gellir á Vopnafirði og Þóroddur goði í Ölfusi. Mér er ekki kunnugt um að þessi skýring Snorra hafi verið dregin í efa, en ýmislegt bendir til þess að hún sé málum blandin. Landvættirnar íslensku koma nefnilega fyrir á fjölmörgum írskum helgiskrínum sem eru miklu eldri en frásögn Snorra. Eitt jeirra er „Soiscel Molaise" (Guðspjöll heil- ags Molaise). Heilagur Molaise var uppi á sjöttu öld og var síðar tekinn í tölu dýrl- inga. Hann stofnaði klaustur í Devendish í Fermanagh á írlandi. Sjálft helgiskrínið er )ó nokkru yngra, talið vera frá lokum 8. aldar eða byijun 9. aldar. Á loki helgiskrínisins, sem er lagt bronsi og silfri, eru táknmyndir guðspjallamann- anna íjögurra, nöfn þeirra á latnesku letri 'og kennimerki þeirra. Táknmyndirnar eiga rætur sínar að rekja til fyrstu alda kristin- dómsins og koma ósjaldan fyrir á helgi- myndum af guðspjallamönnunum. Þær eru réttsælis maðurinn (engill í sumum mynd- um) sem merki Matteusar, ljónið sem er tákn Markúsar, griðungurinn sem táknar Lúkas og örninn sem er merki Jóhannesar. Þessar táknmyndir koma fyrir á ijölmörgum írskum helgiskrínum, sem eru eldri en guð- spjallaskrín heilags Molaise. Tvennt er frábrugðið með skríni hins írska dýrlings og skjaldarmerkinu íslenska. Röð táknmyndanna er rangsælis í ísienska skjaldarmerkinu sem og í frásögn Snorra, og í stað ljónsins er hafður dreki í frásögn Ólafs sögu Tryggvasonai'. Mér er ekki kunnugt um hvort röð tákn- merkjanna meðal íra hafi verið föst og vel kann að vera, að önnur helgiskrín en „Sois- cel Molaise“ hafi sömu röð og íslenska skjaldarmerkið. Slíkt ætti að vera hægur leikur að rannsaka, enda skiptir það kannski minna máli en hið síðarnefnda. Eftir því sem ég kemst næst, er orðið ljón talsvert yngra í málinu en ritverk Snorra. Orðið dreki merkir hins vegar til forna „óvætt, furðudýr, skaðræðisskepnu". Mér þykir líklegt, að ljón, sem samtíð Snorra hefur tæpast þekkt öðruvísi en af latneskum bókum, hafði hlotið nafnið „dreki“í munni hans. Aðra skýringu kann ég ekki á drekan- um í frásögn Snorra og um leið í skjaldar- merki okkar. Hitt þykir mér sýnu merkilegra hvernig guðspjallamennirnir, eða táknmyndir þeirra, hafa flækst inn í skjaldarmerkið í gervi heiðinna landvætta. Frásögnin á að gerast laust fyrir árið 1000, meðan heiðni var enn við lýði á íslandi. Haraldur konungur Gormsson hafði tekið kristni og tildrög her- ferðar hans er meðal annars sú, að Hákon jarl hafði kastað trúnni og heijað beggja vegna Eyrarsunds með miklum ófriði. Hins er og getið, að íslendingar hafi ort niðvísu á nef hvert um Harald Gormsson og að það hafi ekki verið honum að skapi. Hvernig sem því víkur við, er ljóst að sögnin um landvætt- irnar á sér kristna fyrirmynd og það er þeim mun furðuíegra, þegar þess er gætt að andstaðan gegn kristnitöku var mjög sterk um þessar mundir. Skýringin á þessu liggur ekki á lausu. Ef til vill hafa papar eða snemmkristnir landnámsmenn falið landið guðspjallamönnunum í hendur í bæn- um sínum, til landgæslu og öryggis og arf- sögnin geymst fram á daga Snorra. Hann hefur _svo tekið sér skáldaleyfi og ofið hana inn í Ólafs sögu Tryggvasonar, án þess að gera sér grein fyrir táknrænu gildi hennar í kristni. Það er alls ekki fráleitt að ætla að Snorra hafi verið kunnugt um að ísland átti sér fornar landvættir, eina til hverrar höfuðáttar, án þess að honum hafi verið ljós uppruni arfsagnarinnar eða tákngildis. Hann hefur svo getið sér til um að fyrir- myndir landvættanna hafi verið hugprúðir og frekráðir stórbændur í helstu sveitum landsins. Því hitt er næsta augljóst, að Snorri hefði tengt landvættirnar kristnum fyrirmyndum þeirra, hafi honum verið kunn- ugt um þær. Sé þessi tilgáta mín rétt færir hún líkur að því að áhrif írskrar menningar og krist- inna siða á fyrstu öldum Islandsbyggðar hafi verið talsvert meiri en hingað til hefur verið talið. Það er fremur ósennilegt að lítill _ minnihluti kristinna landnámsmanna frá írlandi hafi fengið að ráða vali land- vætta hins heiðna meirihluta. Enn fráleitara er að hugsa sér að arfsögnin hafi orðið til meðal írskra þræla og bandingja. Mér þykir líklegast að heiðnir landnámsmenn hafi þekkt til arfsagnarinnar, en gefið henni annað og mun ókristilegra innihald en það sem guðræknir, írskir landar þeirra hafa ætlast til. Höfundur er blaðamaður í Noregi GEIR G. GUNNLAUGSSON Tré Ég elska þig stóra og sterka tré ég er stoltur í návist þinni í svip þín um gróðursins guð ég sé geisla í fegurðinni. Það hressir minn hug þegar sál mín er sjúk sólskin og víðar lendur og blöðin þín grænu breið ogmjúk eins og blessandi vinarhendur. Ég elska þig stóra og sterka tré stofn þinn og djúpar rætur í vexti þínum og viðgang sé ég vonir og sárabætur. Höfundur var lengi bóndi í Kópavogi. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Haf við strönd Ég vil finna varir þínar á bijóstum mínum villtar eins og hafið við ströndina vil finna hendur þínar á lendum mínum villtar eins og hafið við ströndina. Ég vil finna hjarta þitt slá við hjartað mitt villt eins og hafið við ströndina. Höfundur er skólastjóri á Vestfjörðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. OKTÓBER 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.