Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 4
Eþíópía - land einnar elstu kirkju veraldar -og margir segja þar hafí staðið vagga mannkyns Allir hafa heyrt um Eþíópíu, nú síðustu ár vegna hörmunga, hungursneyða og þurrka. Víst er að fáar þjóðir hafa orðið eins illa fyrir barðinu á hungurvofunni. En Eþíópía á sér langa sögu. Landið var miki) vægur hlekkur milli Evrópu og Persíu til forna. Eftir séra KJARTAN JÓNSSON Eg bjó á gistiheimili í Nairóbí fyrir mörgum árum. Þar dvaldi fólk af ýmsum þjóðernum og kynþáttum. Fljótlega fór ég að gefa gaum konu, sem gat verið á sextugsaldri. Hún var mjög ljós á hörund af Afríkumanni að vera með fíngerða andlitsdrætti og kúpt nef. Það leyndi sér ekki að hún var frá Eþíópíu af þjóðflokki Amhara. í fylgd hennar var pilt- ur, e.t.v. 5 ára gamall. Ég giskaði á, að hún væri amma hans. Á sama stað voru hjón nokkuð yngri en konan, greinilega af sama þjóðflokki, enda höfðu þau mikið samneyti. Þau voru alúðleg og kurteis. Það var stutt í brosið hjá þessu fólkþ en samt var einhver dapurleiki yfir því. Ég man hvað okkur þóttu Amahararnir fallegir með ljóskaffi- brúnt hörund. Er við fluttumst frá gistiheim- ilinu buðu þau okkur fjölskyldunni í þjóðar- rétt Eþíópa, injerra wodd. Þetta fólk verður mér ávallt minnisstætt. En aldrei fengum við að vita hvers vegna það var þarna, né hvað það var að gera. Það hvíldi einhver leynd yfir því. Löngu síðar frétti ég að amman og strákurinn hefðu verið nákomnir ættingjar keisarans, Heile Selasse. Þau voru á flótta. Sakimar? Að vera af ætt keisar- ans, sem búið var að steypa af stóli. Þetta voru fyrstu kynni mín af Eþíópíu eftir að ég fluttist til Afríku. Allir íslendingar hafa heyrt um Eþíópíu, þó helst af hörmungum landsins. Víst er að fáar þjóðir heims hafa orðið eins illa fyrir barðinu á hungurvofunni. En Eþíópía er merkilegt land, sem á sér miklu lengri sögpi en ísland. Rómveijar seildust til áhrifa þar og það var mikilvægur hlekkur á milli Evrópu og Persíu til forna. Egyptaland var á valdi Eþíópa í 50 ár 700 árum fyrir Krists burð. Þá sátu eþíópskir faraóar við völd þar. Er ætt þeirra 25. konungsætt Egypta- lands. Mikið samneyti hefur verið við íbúa Arabíu og á ýmsum skeiðum hafa strand- héruð vestanverðrar Suður-Arabíu heyrt undir Eþíópíu. í þessu landi er ein elsta kirkja veraldarinnar og ýmsir halda því fram, að þar sé vagga mannkyns. land Og Íbúar Landið er mjög stórt, eða rúmlega 13 sinn- um stærra en ísland. Bæði landslag loftslag og íbúar _eru mjög mismunandi eftir lands- hlutum. Á háum fjöllum getur snjór legið vikum saman, en til eru brennheitar eyðimerk- ur, eins og t.d. Ogaden í suðaustri við landa- mæri Sómalíu, sem oft hefur verið getið í Heile Selasse, keisari, íallið sameining- artákn. Hann var síðasti þjóðhöfðingi hinnar fornu eþíópsku keisaraættar, sem taldi sig vera afkomendur Salóm- ons konungs af Gyðingalandi. Keisaraættin var mikilvægt sameining- artákn eþíópsku þjóðarinnar. fréttum vegna átaka við nágrannana. Suður- hjuti landsins er vel failinn til ræktunar og fijósamur. Það er mikill munur á því eftir landshlutum, hversu miklar framfarirnar eru. Þær eru mestar í höfuðborginni Addis Abeba og í stærri bæjum, en minnka eftir því sem lengra dregur út í sveitir. Á sléttunum og eyðimörkunum eru heim- kynni hirðingjaþjóðflokkanna. Þar er vatnið dýrmætara en gull og aðkomumenn illa séð- ir, því að þeir verða keppinautar um dýrmæt- Ijósmyndarí: Kjartan Jónsson Um 90% íbúa Eþíópíu stunda landbúnaðarstörf. Fátæk alþýðan hefur löngum orðið að þola ilit af höndum auðugra landeig- enda. Eftir byltinguna var allt land þjóðnýtt. Miklar vonir eru bundnar við að landbúnaðurinn muni leiða þjóðina til auk- innar hagsældar. Mengistu Heile Mariam, þjóðarleiðtogi Eþíópíu. Hann tók þátt í að koma keisar- anum frá, og tók við völdum nokkrum árum síðar. Herforingjastjórnin hóf að koma á kommúnisma með aðstoð Sovét- manna. an lífsvökvann. Þær eru ófáar orrusturnar, sem háðar hafa verið um vatnsbólin í aldanna rás. Margir brunnanna eru ævafomir og sum- ir mjög djúpir, allt að 30-40 m. Þrep hafa verið höggvin í veggi þeirra. Þar standa menn hveijir upp af öðrum frá botni og uppi á barma og láta skinnpokana ganga á milli sín með vatninu í um leið og þeir syngja takt- fasta söngva. Víða hefur salt verið gjaldmið- ill þessara þjóðflokka. Loftslag á láglendi er mjög heitt, enda er landið skammt frá mið- baugi. Stór hluti landsins er hásléttur. Þar er loft- slag svalt og fijósemi mikil. Um 90% lands- manna lifa af landbúnaði. Flestir eru smá- bændur. Þeir voru margir leiguliðar stóijarð- eigenda, sem voru yfirstétt, er kúgaði al- þýðuna miskunnaríaust. Ríkti eins konar léns- skipulag, líkt og tíðkaðist í Evrópu á miðöld- um, allt þar til bylting var gerð árið 1974. Um tíundi hluti landsins er ræktaður, en fróð- ir menn telja, að rækta megi allt að 50% þess. Yfirstéttin og lærðir menn búa í borgum og bæjum. Þar er lífið um margt frábrugðið lífinu út í sveitunum. Þar eru allar helstu stofnanir þjóðfélagsins, iðnaður og þjónusta. Þjóð Hugtakið þjóð hefur allt aðra merkingu á Islandi en í Afríku. Hér á landi býr eingöngu fólk af sama kynþætti, sem hefur sameigin- lega menningu og móðurmál. Það gildir öðru máli í Afríku. Þar búa í rauninni margar þjóð- ir innan landamæra flestra landa álfunnar. Oft hefur tilviljun ráðið, hvar landamærin lentu og oft hafa þau skipt þjóðum í tvennt. Þessar þjóðir eru að jafnaði kallaðar þjóð- flokkar, en hugtakið þjóð er skýrara hugtak. Ýmsir þjóðflokkar eru skyldir, líkt og íslend- ingar og Norðurlandabúar, en aðrir eru jafn gjörólíkir og íslendingar og Kínvetjar. Upp- haf þeirra er mjög mismunandi, tungumál og menning einnig. í Norður- og Austur-Eþíópíu gætir arabí- skra áhrifa mjög greinilega, enda fluttust Arabar þúsundum saman yfir Rauðahaf fyrr á öldum og blönduðust innfæddum. í landinu má finna mjög ljósa og fíngerða Araba, kol- svarta blökkumenn og alla litarhætti þar á milli. Margir þjóðflokkanna hafa mjög fíngerða andlitsdrætti, líkt og Evrópubúar, en aðrir hafa grófari, þ.e. þykkar varir og stórt nef eins og íbúar Vestur-Afríku. Sama á við um líkamsbygginguna alla. Hún er mis- munandi eftir þjóðflokkum. Ekki eru allir á einu máli um, hve margir þjóðflokkar Eþíópíu eru. Margir segja nokkur hundruð. Það er því Ijóst, að mörg tungumál eru töluð í landinu. Það skal engan undra, þótt það hafi oft reynst erfitt að halda ríkjum Afríku saman og steypa hinum mörgu þjóðflokkum í eitt þjóðfélag. Þó hefur Eþíópía nokkra sérstöðu, þó að hún hafi ekki farið varhluta af þeim vandamálum, s'em því fylgja. Hún hefur átt sameiningartákn frá alda öðli. Keisaraættin er 2-3000 ára gömui. Hún telur sig vera af- komendur Davíðs konungs Gamla-testament- isins og því útvalda af Guði. Hún hefur alltaf verið sameiningartákn landsmanna. Koptíska kirkjan náði fótfestu á 4. öld. Síðan hefur hún verið þjóðkirkja, eða um 1650 ára skeið. Hún hefur einnig verið sameiningartákn. Nú eftir að keisaraættinni hefur verið vikið frá, er reynt að gera verkamannaflokkinn og sér- staklega forsetann ac' sameiningartákni. í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.