Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 12
B I L A R Fjórhjóladrif o g öryggismál of- arlega í huga bílaframleiðenda A252 þúsund fermetra svæði úti og í sýning- arsölum sýndu 1.946 fi amleiðendur bíla og fylgihluta þeirra frá 36 löndum vörur sínar á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfiirt sem staðið hefúr frá því í síðustu viku. Þarna voru opinberaðar ýmsar nýjung- ar nokkurra framleiðenda en sýning þessi er I senn sölusýning og kynning fyrir þýskan almenning og um leið tæki- færi fyrir bílasala til að kynna sér hvað keppinautarnir eru að gera. Enda mátti. sjá þama nokkra íslenska umboðsmenn bíla. Þá kemur þarna og fjöldi blaða- manna til að safna á einu bretti eíhi og upplýsingum fyrir fjölmiðla sína enda keppast framleiðendur um að ota að þeim eftii sínu og bjóða hressingu í fostu og fljótandi formi ef liðka mætti fyrir. Fjórhjóladrif, góðir aksturseigin- leikar, öryggismál og ryðvörn eru með- al þess sem bílaframleiðendur leggja áherslu á um þessar mundir. Æ fleiri bjóða nú fjórhjóladrifha fólksbíla, sífellt meiri áhersla er lögð á að sýna fram á góða aksturseiginleika og þægindi við aksturinn og um leið vilja æ fleiri fram- Ieiðendur minna á rannsóknir sínar á ömggi bíla sinna. Við greinum hér og í næstu þáttum frá ýmsu sem bar fyrir augu í Frankfurt. Subaru Hjá Subaru 'var mest áhersla lögð á að kynna hinn nýja Subaru Legaey. Með þess- um bíl eru verksmiðjurnar að stíga skrefið inn í samkeppni við bíla með tveggja lítra vélum, þetta er skutbíll eða venjulegur fólksbíll, fáanlegur með framdrifi eða sídrifi. -Við höfum verið að auka sölu á Subaru bílum í Evrópu síðustu 10 árin og við höfum nú framleitt yfir tvær og hálfa milljón fjórhjó 1 adrifs bíla, sagði forstjóri Fuji Heavy Industries á fundi með frétta- mönnum í Frankfurt og hann hélt áfram: -Legacy byggir á tækniþekkingu okkar og reynslu auk þess sem við kynnum nýtt fjaðra- og drifkerfi en við munum leggja mesta áherslu á hversu góðir aksturseigin- Hulunni var svipt af Discovery í Frank- fúrt á dögunum. Land Rover Discovery á að keppa við japönsku jeppana, hann er vel útbúinn hið innra og þægilegur. Subaru Legacy er glæsilegur vagn, mælaborð er allt skýrt og skilmerkilegt og vel útbúið, framendinn á Legacy er lágur og rennilegur. leikar bílsins eru. í janúar sl. prófuðum við bílinn í Bandaríkjunum varð hann í fyrsta sæti í keppni bíla í 100 þúsund km akstri. Var bílunum ekið stanslaust í 19 daga og náði Legacy meðaihraðanum 223,345 km á klukkustund. Við leggjum bílinn því óhræddir í rallkeppni ársins 1990. Legacy er með 1,8 eða 2,2 lítra vélar báðar 16 ventla sem liggja lárétt, eru með fjölinnsprautun og eru 103 og 136 he- stöfl. Bíllinn er sjálfskiptur eða beinskiptur og með aldrifi eða framhjóladrifi. Aldrifið skiptir átakinu jafnt miili fram- og aftur- drifs en tölva breytir átakinu eftir ástandi vegar. Skynjar hún það eftir hraða, bensín- gjöf til vélar, snúningsmismun á fram- og afturdrifi og fleiri merkjum. Subaru Legacy er allur hinn glæsilegasti vagn. Hann er nokkuð stór, 4,6 m langur og vegur frá 1160 upp í 1375 kg. Hurðir opnast vel og gott er að setjast inn í hann að framan sem aftan. Ökumannsæti er auðvelt að stilla og veitir góðan hliðar- stuðning. Þá er stuðningur við mjóbakið mjög góður. Farþegar hafa góðan stuðning af hliðararmpúðum. Mælaborð er gott af- lestrar og gott er að ná til hliðararmanna með stefnuljósa-, þurrku- og ljósarofum. Má segja að strax fari einhvers konar þægindatilfinning um ökumann þegar sest er undir stýri - jafnvel þótt bíllinn hafi ekki verið ræstur og hvað þá ekið. En það hlýtur ad koma síðar. Land Rover Nýr Land Rover var kynntur í Frank- furt og heitir hann nú Discovery. Hér er um að ræða þrennra dyra, fimm manna bíl með möguleika á tveimur aukasætum aftast. Discovery er fyrsta nýjungin hjá verksmiðjunum eftir að Range Rover kom fram á sjónarsviðið árið 1970. Bíllinn kem- ur á markað í Bretlandi um miðjan nóvem- ber og verður fáanlegur með bensín- eða dísilvél. Bensínvélin verður 3,5 1 V8 og gefur hún 145 hestöfl. Dísilvélin er 2,5 1 og 111 hestafla túrbóvél. Nýi Land Roverinn er með ályfirbygg- ingu og hefur algjörlega nýtt útlit eins og sjá má af myndum en segja má að fram- endanum svipi helst til Range Rovers. Hann er með öðrum orðum ekki land- búnaðartæki lengur heldur huggulegur jeppi sem má áreiðanlega leggja talsvert á. Hann er með stórum gluggum og þak- gluggum sem gefa góða birtu og gott út- sýni. Bíllinn er búinn gormafjöðrum og vegur 2,7 tonn, hann er 4,52 m langur, 1,79 m á breidd og 1,92 m hár. Hámarks- hraði bílsins með dísilvél er uppgefinn 147 km en með bensínvél 163 km. Eyðsla bensínvélarinnar við erfið skilyrði er sögð vera 21 1 á hundraðið en aðeins helmingur þess við þjóðvegaakstur og eyðsla dísilvél- arinnar rúmir 9 lítrar og 6,7 lítrar. Að innan er Land Rover Discovery allur teppalagður, með góðu áklæði á sætum og handföng, gírstöng, stýri og fleira er klætt með eins konar golfkúluhúð sem gefur býsna skemmtilegt yfirbragð. Góð geymsluhólf eru í hurðum, líka aftur- hurðinni og kortavasar ofan við framrúðu og svo virðist sem reynt sé á allan hátt að gera bílinn sem best úr garði sem ferðabíl. Mælaborðið gefur ríkulegur upp- lýsingar og viðvaranir auk þess sem þar eru allir venjulegir mælar. Bíllinn er fáan- legur í þremur aðallitum, hvítum, bláum og rauðum en hægt er að sérpanta svart- an og silfurgráan málmlit. Með hinum nýja Discovery segjast forráðamenn verk- smiðjanna vera að keppa við þær ijölmörgu gerðir af jeppum frá Japan sem flætt hafa yfir Evrópul- önd og segjast þeir bjóða ekki síðri- bíl. Vel má taka undir að yfirbragð bílsins er sannfærandi en vafamál er að hann geti keppt í verði á íslandi við þá japönsku. En þótt Dis- covery sé nú að koma á markað má minna á að áfram verður gamli Land Rover 90 og 110 framleiddur þótt hann hafi líka Iítið verið á ferðinni hérlendis. Og í síðasta mánuði héldu verksmiðjurnar upp á 30 ára afmæli Mini - hann var þarna til sýnis líka og var ekki annað að sjá en að hann bæri aldurinn vel. jt Mini stendur fyrir sínu þótt 30 ára af- mæli hans haíi kannski ekki vakið mikla athygli. Enda lítt eða ekkert breyttur og aðeins með 30 hestafla 1000 rúmsenti- metra vél sem gefúr 132 km hámarks- hraða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.