Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Qupperneq 11
FERÐALÖG Leiðir allra Austfirðinga liggja upp á Hérað. Og gistikjarni allra ferðamanna, sem þangað sækja er Hótel Valaskjálf. Hvað býður hótelið helgargestum að vetrarlagi? Hótelstýran, Sigurborg Kr. Hannesdóttir verður fyrir svörum. „Hótel Valaskjálf breytist í skemmtistað á veturna. Hér er oftast dansað um helgar. Héraðs- búar finna alltaf tilefni til að koma saman og skemmta sér. Núna er til dæmis mikið um árshátíðir. Bændahátíðin er stór árlegur við- burður. Hún er alltaf haldin fyrsta vetrardag, 21. október í ár. Síldar- hóf er haldið hér í vertíðarlok. Alltaf er óvissa hvenær vertíð lýk- ur, en það verður trúlega í seinni hluta nóvember. í næsta síldar-. hófi, langar mig til að láta ver- stöðvarnar keppa innbyrðis, til dæmis hver kemur með bestu síldarréttina. Mig langar til líka að endur- vekja Héraðsvökurnar með breyttu sniði. Að halda Fáskrúðs- fjarðar- eða Seyðisfjarðarkvöld- vökur, þar sem hver fjörður kem- ur með sín skemmtiatriði. Kvöld- vökurnar væri síðan hægt að aug- lýsa með einhverjum fyrirvara, svo að gamlir Austfirðingar gætu mætt á staðinn. Talandi um Hér- aðsvökur, þá er örugglega leitun að annarri eins stemmningu og ríkir á þorrablótum á Héraði. Mörg lítil sveitafélög eru hérna, sem halda öll sín þorrablót, úti í sveitum og inni í kaupstað. Menn fara að jafnaði á ein fjögur þorra- blót! stutt er héðan niður á firði. Auð- velt að fá góðan afslátt hjá bíla- leigunum yfir vetrarmánuðina. Og heilsurækt er hægt að stunda ýsundi, með göngu og á skíðum. Útisundlaugin er í tveggja mínútna göngufæri. Hún er opin daglega síðdegis, nema rétt yfir jól og áramót. Fallegar gönguleið- ir eru í Egilsstaðaskógi innan um haustlitina og ekki síður í vetr- arríki fyrir gönguskíðafólk. En eftir að snjór fellur, helst hann á Fjarðarheiði og _ þar eru alltaf troðnar brautir. A Héraði eru ótal heiðavötn með góða veiði. Má þar nefna Ekkjuvatn, Krókavatn, Falleg jöklasýn er fr'á Höfn. Sænautavatn, Þríhyrningsvatn og Ánavatn. Við gætum boðið ferða- mönnum upp á að veiða í gegnum ís, ekkert síður en þeir á Mý- vatni. Það hefur líka komið til tals að búa til íslenska revíu, sem yrði sýnd á hótelinu. Við látum heyra frá okkur síðar“, segir Sig- urborg. Bærinn báðum megin við fljótið, sem geymir hinn fræga Lagar- fljótsorm! * Italíukynninff í Krinsrlunni: --------*Z----£2-------Q Verða Ítalíuferðir vin- sælar að vetrarlagi? Ítalíukynningin í Kringl- unni var með miklum glæsi- brag í síðustu viku. Alls stað- ar héngu ítalskir fánar yfir vörum frá Ítalíu. Næsta fróð- legt að sjá, hvað við flytjum mikið inn þaðan. ítölsk hljóm- sveit spilaði og tískusýning var á efri hæð. í tengslum við kynninguna voru kynntar Italíuferðir á hagstæðu verði, sem ganga strax í gildi. Auðvitað hefur alltaf verið hægt að fljúga með áætlunar- flugi til Ítalíu. En núna hafa Flugleiðir og ítalska flugfélagið Alitalia gert samkomulag um hagstæð verð í daglegum flug- ferðum. Boðið er upp á flug í gegnum Kaupmannahöfn og þaðan til Rómar eða Mílanó. En líka er hugsanlegt að fljúga í gegnum aðra viðkomustaði Flugleiða erlendis og hafa þar viðdvöl. Farþegar eiga síðan kost á að halda áfram til borga innan Ítalíu. Möguleikar eru á viðdvöl í hverri borg fyrir sig. Hægt er að flakka á milli fjög- urra borga á Ítalíu. Einu skil- yrðin eru, að dvalið sé yfir helgi og að ferðinni ljúki innan 30 daga. Flugleiðir og ferðaskrif- stofur sjá um að bóka hótel í viðkomandi borgum. Hér opnast möguleikar á að skoða hin stórkostlegu menn- ingarauðæfi ítölsku borganna utan aðalferðamannatímans. Og líka til að njóta mildrar veðr- áttu við Miðjarðarhafið að vetr- arlagi. Fátt jafnast á við ítalska hönnun, ef fólk er í verslunar- hugleiðingum. Mílanó þykir stórkostleg verslunarborg. Ferð til Rómar kostar 49.210 kr. Til Mílanó 45.900 kr. Feneyja 49.150 kr. Písa 51.370 kr. Rim- ini 51.960 kr. Napólí 54.940 kr. Kataníu á Sikiley 57.170. Hægt er að ferðast til fjögurra borga fyrir um og yfir 50 þús- und kr. Egílsstaðir: Tekst að endurvekja héraðsvökurnar? Héraðsvökur og Fjarðarvökur - Gönguskíðasvæði á Fjarðarheiði og stutt að skreppa niður á firði Höfii: Leikfélagið æfir og frumsýnir á Litlu Sögu 27. október Flugleiðir bjóða að venju ódýrar helgarferðir til margra lands- byggðarbæja í vetur. Margir spyrja eflaust, hvaða afþreyingu landsbyggðjn býður upp á? Hót- elsljórinn, Arni Stefánsson verð- ur fyrir svörum á Hótel Höfn í Hornafírði. „Það er alltaf eitthvað um að vera á hótelinu um helgar, alveg eins og á Hótel Sögu í höfuð- borginni. Enda gengur hótelið und- ir nafninu „Litla Saga“ eða „Smá- saga“ meðal heimamanna! Við bjóðum oft upp á hið vinsæla sjáv- arréttahlaðborð um helgar. Og það er hægt að stunda hér heilsurækt. Heilsuræktarstöð með fullkomnum tækjum, ljósabekkjum og gufubaði er opin_ alla daga, nema sunnu- daga. Útisundlaugin er opin frá kl. 10-2 á sunnudögum og kl. 5-8 á virkum dögum, en kannski verð- ur henni lokað yfir háveturinn. Hótelgestir geta alltaf komist í Byggðasafnið, ef þeir óska. Það er í elsta húsi bæjarins, gömlu verslunarhúsi, sem var flutt frá Papósi í Lóni. Einnig er alltaf kost- ur á skoðunarferðum um nágren- nið fyrir litla hópa. Helsta nýjung- in í ferðamálum hérna á suðaustur horninu eru snjósleðaferðir uppi á jökli, sem hafa mælst mjög vel fyrir. En þær liggja niðri að vetrar- lagi. Seinni hluta vetrar er gott skíðasvæði upp af Höfn. Þar er stutt toglyfta. Við hringdum líka í formann leikfélagsins, Þorstein Sigurbergs- son. Hvað er á fjölunum hjá ykkur í vetur? „Við erum að æfa tvo ein- þáttunga á fullu, sem verða frum- sýndir 27. október á Hótel Höfn. Þeir eru „Já, herra forstjóri", sem leikfélag á Blönduósi hefur tekið fyrir og „Afleiðing", sem Alþýðu- leikhúsið sýndi, ásamt fleiri ein- þáttungum á Hótel Borg fyrir 2-3 árum. Sýningar verða trúlega á föstudags- og sunnudagskvöldum, en hótelið er með dansleiki á laug- ardagskvöldum. Höfúðborg Vestíjarða hét áður„Eyri við Skutulsíjörð" og liggur í skjóli stórbrot- ins fjallahrings ísafjörður: Margt í boði í höfuðstað Vestfjarða Þéttbýlisbúum er boðið upp á ódýrar helgarferðir út á landsbyjggðina. Hvað býður Hótel IsaQörður, í höfúðstað Vestfjaröa, gestum sínum? Hót- elstýran, Aslaug Alfreðsdóttir verður fyrir svörum. „Við bjóðum okkar gestum fyrst og fremst upp á frið og góða hvíld. Það er ekki dansstað- ur á hótelinu. En við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil í vistlegu og rólegu umhverfi. Ovíða úti á landsbyggðinni er betri funda- og ráðstefnuaðstaða, en nýja Stjórn- sýsluhúsið er við hliðina á hótel- inu. Tveir eða þrír skemmtistaðir sjá um fjörið fyrir heimamenn og helgargesti. Við erum með Sjalla eins og Akureyringar! Síðan eru það Staupasteinn og Krúsin, sem eru sambland af krám og dans- stöðum eins og gengur og skipta oft um eigendur og nöfn ekkert síður en skemmtistaðir í Reykjavík! Agætis innilaugar eru bæði á ísafirði og Bolungarvík. Gufubað er í sundlaug ísafjarðar. Hér er góð aðstaða til að stunda heilsu- rækt, bæði tækjasalir og sólbaðs- stofur. Mjög áhugavert sjóminja- safn er í Neðsta kaupstað, sem er elsti hluti bæjarins. Og alltaf er hægt að setja upp skoðunar- ferðir fyrir litla hópa, ef óskað er. Bíóið er með daglegar sýning- ar. Og Litli leikklúbburinn tekur alltaf fyrir a.m.k. tvö verkefni yfir veturinn. Sýningar hjá leik- klúbbnúm hefjast í nóvember. En það er skíðasvæðið sem heillar flesta til sín. Góður skíðasnjór er yfirleitt frá lokum janúar fram yfir páska“. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. OKTÓBER 1989 I 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.