Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 8
Jakob Jónsson frá Hrauni Djúpavogskveðja 20. júní 1989 1. Staðurinn Stund nemur staðar, stöðvast tímans rás. Hverfur hugur til heimahyggða. Stíg ég glaður íjrengin spor. Ég horfi með lotning á háan tindinn. Goðaborgin girt er hömrum tákn þess valds sem vakir yfir landsins heill og lífi þjóðar. Eg eygi grænar, grösugar eyjar, gullperlur fagrar í feldi hafsins. Ég heyri sæta söngva svara fjallsins þögn, papanna ákall: „pater noster,“ „ave, María, “ miskunnarbæn. 2. Sagan En atburðasagan er ömefnum skráð. í Hermannastekkunum hetjan barðist með páli og reku við ræningjaflokk. í Álfheiðarskúta hin unga mær faldi sig hrædd fyrir fjanda flokki. I Rakkabergi voru bænir fluttar, klukkum hringt / huldukirkju. í Gleðivíkum var glaumur og dans, en gleymd eru kvæðin sem kveðin voru við vikivakanna söng. í Mönnuvíkinni minnti brimið á brak úr skipi sem brotnaði í spón. Og sjálfur man ég þá myrku nótt er Sæfarann rak undan vindum og veðri, en sægarpar kaldir voru sóttir í Lífólfssker er kviknaði sól yfir köldum degi. Þá nótt var vakað við voginn djúpa og talað í hljóði við himnanna Guð. Ornefni gleymast, engar sögur lifa um aldur og ævi. En koma munu menn í manna spor. Atburðir gerast sem enginn man, en fortíðin býr sér í barna hugum brumknappa nýja til framtíðar gróðurs og fagur-vaxtar. 3. Börnin Svört voru skerin, silfruð þokan, blikar sólar Ijós í blíðu morguns. Vakna ég glaður til vinnu og leiks. Bergmála hrópin af barna vörum - frá háum klettum og hörðu hrauni. Við hlaupum um móa, um mela og tún, mælum okkur mót við dásemdir dagsins, draumsóley, klettafrú, bláa fjólu, grasið grænt, gula sóley, hvíta Baldursbrá, kýr og hross í haga, hund og kött á hlaupum. Ég kveðst á við.krumma á klettabrún. Leik mér við lambið og litla hvolpinn, horfi á maðkinn í moldarflagi, gægist inn í grjótgarð, þar sem gapandi ungar hjúfra sig í hreiðri h ver að öðrum. Áraglam telur tök minna handa er ræ á fjörðinn að renna færi. Börnin hlaupa um gjótur og gil. Við stiklum á steinum um strönd og ijörur, leitum gimsteina úr græðis fangi. Horfum niður í hafsins veröld. Hljóður beygur um hugann læðist: Hvað geymir djúpsins dimmi heimur? 4. Kirkjan Kirkjan á aurnum er ekki stór. Hljómur klukkunnar kallar lágt. En þar snart mig ungan andi alföður. Á fermingardegi föðurröddin færði mér boð frá hæstum hæðum. „Trú á Guð og frelsarann, von um ódauðleik og eilíft iíf, kærleika til guðs og manna.“ Ég kraup við grátumar Kristi vígður, snortinn af ást til allra sem leit ég innan veggja. Smár var söfnuður, samfélag stórt. Miljónir manna njóta miskunnar hans, sem sigraði á krossi synd og dauða, lofðungs himins og helgaðrar jarðar. Hér er samfélag engla og anda eilífra, dálítið brot af Drottins liði. sem hvorki fá rúmað himnar né heimar. Altarismyndin af upprisu Drottins er boð til Guðs barna og blessun lífs. Ég fann Guðs nálægð í friði sálar sem dropinn finnur, að dýpi sjávar er sama eðlis og sjálfur hann. 5. Aldanna rás Fjórar aldir, - fjögur hundruð ár verzlunarstaður við voginn djúpa. Konungsbréf ritað í Kaupmannahöfn kynslóðum setti lögin. Sagan mun geyma og gleyma gleði og sorgum, örbirgð og auð. Húsin risu með háum þökum, hörðum og digrum bjálkum. Skipin komu og sigldu frá landi, sjórinn á vegi í allar áttir. En leiðlúúir bændur og búalið báru sinn varning í vöruhúsin. Fénaðinn ráku um fjallaskörðin, fimbulsanda og jökulfljót. Og gróðurinn efldist og óx við voginn, útlent og innlent hlið við hlið. Æskan sigldi til annarra landa, kom aftur með þekking og fijóan hug. En þung var byrðin er þrýsti að herðum en þyngstur var fjötur hins fjarlæga valds. Þá heyrðist í lofti lúðurhljómur, herhvöt til frelsis og frægðarverka. Ég man þann anda sem yljaði og gladdi er íslandi veittist að nýju þor. Hinn þríliti fáni, fullveldi þjóðar, frelsi til samtaka og samvinnu lýðs, réttindi full handa þeim sem að þjáðust af þrúgandi áþján aldarfarsins. 6. Horft fram Með nýrri öld koma nýjar leiðir, nýjar hugsanir, nýjar vonir. Skáldanna sýnir skerpa viljann, skrýðist landið, læknast sárin. Jörðin nærir þau grös er gróa, grefur sig sól gegnum skýjahjúpinn. Allsgáð þjóð skal á íslandi byggja. Ónýttur verði hver eiturbrunnur. Hreinu lofti, hreinu hafi, hreinni jörð og hreinum huga lifi vor þjóð í gæfu og gleði Guði vígð um aldurdaga. Enn bendir tindurinn hái til himins, hringt er til messu í kirkju Guðs. Hafið er enn sem hin útrétta hendi, erfiðið launar lifandi jörð. Enn munu bergmála björg og hamrar af barnanna gleði og bjarta söng. En hann sem er hæstur höfuðsmiður, höfundur alls sem augað sér, verndar um aldir voginn djúpa, vizkan og dýrðin og valdið er hans. 7. Endirinn Er stundin hinzta himins og jarðar upp mun renna við ragnarök, bráðna fjöllin, brennur sjórinn, gróður fellur, en grimmur dauði dóm sinn fellir, en dagsljós dvínar, samt munu lifa sálir manna, samfélag andans, eilíf messa í ódauðleikans æðsta musteri, í mætti Guðs föður, frelsarans fórn, upprisu lífsins ævarandi. „Djúpavogskveðju 20. júní 1989“ ætlaði höfundur að flytja 20. júní 1989 á afmælis- hátíð Djúpavogs, æskustöðva sinna. Dr. Jakob lést í heimsókn sinni austur þar 17. júní. Synir hans Þór Edward og Jón Einar fluttu ávarp hans og Ijóðið sem hér er birt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.