Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1989, Blaðsíða 6
Af sýningaflóru Parísarborgar Dagar í París V Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON f ætti á greinargóðan hátt að segja frá litskrúð- ugri listhúsaflóru Parísarborgar væri það efni í margar greinar. Listhúsin (galleríin) eru mörg og margvísleg og stefnumörk þeirra ólík, en hið eina sem þau virðast eiga sammerkt er, að þau stefna nær undantekningarlaust að því að skila hagnaði, helst dijúgum hagnaði. Það gera þau með því að auglýsa verk skjólstæðinga sinna sem mest og best og halda þeim fram sem víðast. Á okkar tímum þýðir það ein- faldlega, að hinir fésterku og áhrifámiklu standa best að vígi, listhús þeirra eru veg- legust svo og auglýsingar í listtímaritum, sem svo aftur virðist skylda viðkomandi tímarit til að birta greinar og reglulega umfjöllun um starfsemi þeirra, og af slíkum leigupennum virðist nóg. Það gerir svo aftur að verkum, að listtímarit eru að meira og minna leyti hlut- dræg og því ekki örugg heimild. Pennar þeirra fá og einnig það hlutverk að rakka niður listastefnur, sem eru í samkeppni um athygli listkaupenda og listáhugamanna. Þetta gerir svo aftur að verkum að þeim sem fylgjast með framrás listarinnar úr ijar- lægð, og eru ókunnir lögmálum nútíma list- markaðar, halda eðlilega, að það sem tíma- ritin vekja athygli á sé um leið það helsta í listinni á hveijum degi. En svo er aldrei að öllu leyti og fleira kemur til sem stjórnar markaðnum og eink- um er áberandi í hinum smærri og ósjálf- stæðari þjóðarheildum og er á stundum í senn skoplegt og sorglegt á hvorn veginn sem er. En peningar einir hafa aldrei verið nóg til að reka listhús og koma listamönnum á framfæri, hér þarf einnig dijúgan skammt af listviti og útsjónarsemi, sem í sumum tilvikum er náðargáfa en mun oftar áunnin og þroskaður eiginleiki. Skólar geta hér fátt kennt nema þá aug- lýsingahönnunarskólar, sem kenna mark- aðssetningu, enda telst það engin tilviljun, að úti í henni Ameríku var það hópur fram- Svona málaði einn af frumkvöðlum strangflatalistarinnar Augvste Herbin í byrjun aldarinnar en einnig litmjúkar sem litsterkar landslags- og húsamynd- Myndir Niki de Saint Phalle eru skrautleg- ar og kyn- þokkafullar og það mun höf- undurinn ekki síður hafa ver- ið á yngri árum og er jafhvel enn ■ gjarnra auglýsingateiknara, sem markaði drýgstu sporin í popp-tónlistinni. Og sumir þeirra hafa kunnað að auglýsa sig betur en flestir aðrir listamenn aldarinnar og notað til þess annars konar aðferðir en t.d. furðu- fuglinn Salvador Dali, þótt mikið hafi þeir af honum lært. En eins og öll önnur mannanna verk þá er það jafnan eitthvað, sem uppúr gnæfir hveiju sinni, en okkar tímar hafa þá sér- stöðu, að hinir firnasterku fjölmiðlar og um leið fjársterkir aðilar hafa haft mikla mögu- leika til að stjóma skoðanamynduninni. Lögmálið er sem fýrr, að það, sem mest er haldið að fólki venst það, fer að þekkja það og telur sig skilja það, eins og að fanganum fer að lokum að finnast ókræsilegt rúg- brauðið ljúffengt eða hungraður maður leggur sér fleira til munns en honum þykir gott. Fjölmiðlar hafa einmitt æst upp hung- ur eftir nýjungum frá upphafi en aldrei eins mjög og á síðari árum, þannig að fólk fær ekki tíma til að melta hlutina, þeir hafa og verið iðnir við að búa til gerviþarfir hvers konar og hér er myndlistin engin undantekn- ing. Það má vera sitthvað af þessu, sem hefur valdið því, að fólk hefur á undangengnum árum í sívaxandi mæli leitað eftir einhveiju traustu og uppbyggjandi í tilverunni. Það er orðið þreytt á þessari mötun, en hneygist í vaxandi mæli að fróðleiksleit og hér eru listir kjörið svið. Eða hvernig á að skilgreina vaxandi straum fólks á listasöfn og tilkomu æ fleiri og veglegri tímarita um listir og hvers konar menningarmál í hillur bóka- búða? Slík tímarit eru farin að veita þekkt- um almennum vikublöðum samkeppni og stóru dagblöðin ytra eru með glæsilegar menningarútgáfur. I ár hafa verið heilsíðu- kynningar á nafnkenndum listamönnum í menningarblaði Politiken, og hef ég naum- ast séð stærri eftirprentanir á myndlistar- verkum í dagblaði, — í sumum tilfellum má gera ráð fyrir, að þær hafi verið stærri en frummyndin! Málið er þannig að margur hrekkur við á listasöfnum, er hann sér í fyrsta skipti, hve sum fræg verk, er hann þekkir úr bókum, eru lítil. En stærðir á myndlistarverkum eru afstæðar. í sumar voru svo listrýnar blaðsins gerðir út á milli sjö frægra listasafna í Evrópu til að kynna þau lesendum, m.a. með glæsilegum lit- myndum af meintum perlum viðkomandi safna. Þetta er gott dæmi um hina nýju og sjálf- stæðu stefnu í menningarmálum og algjöra andstæðu síbylju og mötunar, og vill Poli- tiken og listrýnar blaðsins þeir Peter Mic- hael Hornung og Gunnar Jespersen víst ekki í þessu efni verða eftirbátar. Þá er meira en eðlilegt, að menn vilji hagnýta sér þennan mikla áhuga almenn- ings á listum og hina nýju og um margt óvæntu gróðalind og sjá sér leik í borði til að koma skoðunum sínum og jafnframt hagsmunum á framfæri. En þetta geta þeir ekki lengur með þeim einstefnusjónarmiðum, sem áður riktu iðu- lega í menningarútgáfu dagblaða og tíma- rita, því að þeir vita, að almenningur í dag vill velja og hafna, og því eru ritin fjölbreytt- ari og opnari fyrir andstæðum skoðunum en nokkru sinni fyrr. Nákvæmlega eins og listmarkaðurinn er fjölskrúðugri og opnari en áður. Jean Tinguely var öryggið sjálft er sjón- varpið hafði viðtal við hann við opnun sýn- ingar hans í listhúsinu Be- auborg. Fólk streymir á námskeið og fyrirlestra um myndlist, og langar biðraðir eru t.d. fyrir framan listasöfn í morgunsárið, á inn- ritunardögum þeirra. Eina konu veit ég, sem í því skyni beið í tvo tíma fyrir utan Louvre, að vísu á kærkomnum rigningardegi nú í sumar. Þeir sem skrifa um listir í dagblöð verða nú að taka það með í reikninginn, að þeir eru ekki lengur að höfða til fámenns hóps áhugamanna um listir, heldur dijúgs hluta lesenda. Tími stórasannleika í listum virðist liðinn og þeir, sem vilja prédika hann, þurfa ann- an vettvang en dagblöð og listtímarit svo sem aðrir fulltrúar sértrúarbragða. Listhús OgListmiðlun í lok síðustu aldar og byijun þessara voru Iisthús eitthvað alveg sérstakt í stórborgum og þetta voru tímar framsýnna hugsjóna- manna, sem skynjuðu að ört vaxandi hrær- ingar í þjóðfélaginu kölluðu á ný viðhorf og uppstokkun gilda í listum. Þessi uppstokkun átti sér stað allt um kring og þeir fundu hjá sér köllun til að koma henni á framfæri — miðla nýjum gild- um. Þetta voru dagar forvitra manna svo sem Pére Tanguy og Amboise Vollard, sem eins og tók við af hinum hugumstóra Paul Dur- and Ruel, er i-uddi brautina fyrir impressjón- ista og fékk jafnvel einstaka þeirra til að hætta við að hætta að mála! Séinna komu svo útsjónarsamir og gáfaðír listaverkasalar eins og t.d. Daniel Henri Kahnweiler og Peggy Guggenheim og loks frægir listhúsa- eigendur og listmiðlar eins og Aimé Maegh og Denise René í París og Leo Castelli í New York, svo einhveijir séu nefndir, en á seinni tímum hefur slíkum fjölgað mjög, og um leið heimsþekktum listhúsum og uppboðsfirmum. Það sem áður var hugsjón einstakra manna er nú fjölþjóðleg starfsemi, er byggist á gríðarlegri peningaveltu, sem hefur haft það í för með sér, að myndlistarverk eru að verða öruggustu hlutabréfin á heimsmarkaðinu, — og er ekki út í hött að líkja þeim við hluta- bréf, er svo er komið. — Þessi formáli ætti að gera þá þróun skiljanlega, að listhúsum hefur fjölgað mjög á undanförunum árum til að anna eftirspurn og jafnframt hefur listamönnum fjölgað, en um leið eru nú ríkjandi allt önnur viðhorf en fyrir nokkrum áratugum og er ekki víst, að allir vilji nefna það heilbrigða framþróun í nafni listarinnar, en það væri tilefni hugleið- inga, sem eiga heima á öðrum vettvangi. Tilgangur minn með Parísardvölinni var m.a. að koma mér betur inn í öll þessi mál en mögulegt er úr fjarlægð heima á útsker- inu. Mér var þessi þróun vel ljós, en menn þurfa að standa augliti til auglitis við hana til að gera sér fulla grein fyrir henni. Og það verður síður gert með þeysingi um alla Evrópu á nokkrum vikum en að dvelja um hríð í sjálfri miðju viðburðanna. Að vísu er sú miðja umdeild, en hún hefur óneitanlega Ein afmyndum Herve Tél- émaque á sýn- ingu hans í Galerie Mo- ussion. mmmrngm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.