Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 4
Sinfóníuhh'ómsveit íslands Aldrei má láta merkið síga Sinfóníuhljómsveit íslands 40 ára ann 9. mars árið 1950 hélt Sinfóníuhljómsveit íslands sína fyrstu tónleika. Þá hét hún raunar aðeins Sinfóníuhljómsveitin og enginn hafði hugmynd um að hún yrði á næstu fjörutíu árum eins snar þáttur í íslensku menningarlífí og raun ber vitni. Á þeim tíma voru margir heldur mótfallnir því að ríkið legði fé í hljóm- sveitarstarfsemi ,af þessum toga og máls- metandi menn töluðu jafnvel um að rekstur hljómsveitarinnar yrði dýrari en rekstur Háskóla íslands. En vaskir menn, þeirra á meðal Jón Þórarinsson og Ragnar Jónsson í Smára, leiddu baráttuna fram til sigurs og hljómsveitin var stofnuð. Ríkisútvarpið, undir forystu Jónasar Þorbergssonar, lagði til starfskrafta Útvarpshljómsveitarinnar sem skipuð var um fimmtán mönnum og lagði fram af dagskrárfé sínu upphæð sem dugði til þess að unnt væri að ráða fimm erlenda hljóðfæraleikara. Þannig skipuð hélt hljómsveitin sína fyrstu tónleika. „Um fjórðungur hljóðfæraleikaranna í hljómsveitinni eru útlendingar, en starfsemin hefur aukist með árunum: Fleiri tónleikar og meiri kröfur gerðar til hlj óðfæraleikaranna" Eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Eftir fyrstu tónleikana vorið 1950 ríkti nokkur óvissa um framhald þessar starfsemi en borgarstjóm Reykjavíkur lagði fram fé til þess að styrkja Sinfóníuhljómsveitina og nokkru seinna barst henni fjárstyrkur frá Alþingi og þar með var fjárhagsgrundvöllur- inh sæmilega tryggður. Lengi vel byggðist rekstur Sinfóníuhljómsveitar Islands á sam- vinnu þessara þriggja aðila, Ríkisútvarps- ins, Reykjavíkurborgar og ríkissjóðs. Árið 1982 var hljómsveitin gerð að sjálfstæðri stofnun sem rekin er sameiginlega af ríkis- sjóði, Ríkisútvarpinu, borgarsjóði Reykjavík- ur og bæjarsjóði Seltjarnarness. Þessi skip- an mála er óvenjuleg en helgast af smæð okkar þjóðfélags. SlGURÐUR BJÖRNSSON Sigurður Björnsson er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann tók við þessu starfi árið 1977, eftir tuttugu ára nám og starf í Þýskalandi og Austurríki. í sam- tali við blaðamann Morgunblaðisins sagði Sigurður að hann hefði ekki fram að þeim tíma starfað í beinum tengslum við slíka hljómsveit, nema sem söngvari „En auðvitað fer ekki framhjá manni hvernig fyrirtæki eru rekin og óperur eru vitaskuld reknar á svipaðan hátt og hljómsveit. Auðvitað hefur starf hljómsveitarinnar breyst mjög mikið frá hennar fyrstu árum. Hún hefur stækkað og nú eru haldnir miklu fleiri tónleikar ár- lega en áður var gert. Hún ferðast Iíka mun meira um landið, enda er það á stefnuskrá hljómsveitarinnar. Þetta er ekki einkahljóm- sveit Reykjavíkur heldur hljómsveit allra landsmanna." Sigurður sagði ennfremur að nú væru gerðar miklu strangari kröfur um hæfni hljóðfæraleikara en í fyrstu var gert. Um fjórðuiujur hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljóm- sveit íslands nú eru útlendingar, en þeir fer fækkandi, því æ fleiri íslendingar hafa á undanförnum árum komið þar til starfa. Drottning Listanna Hús- næðislaus á íslandi „Nú þykir mönnum sem tímabært sé að hugsa til þess að hljómsveitin stækki í áföngum, bæði til þess að hún geti tekið við ungum og efnilegum íslenskum hljóð- færaleikurum og svo hins að hún verði fær um að takast á við stærri verkefni en áður af myndarskap. Það er eitt helsta baráttu- mál okkar sem störfum að málefnum sin- fóníutónlistar á íslandi að stuðla að bygg- ingu tónlistarhúss, þar sem hægt væri að halda tónleika, flytja óperur og færa upp ballettsýningar. Jafnframt væri hugsanlegt að nýta húsið undir ráðstefnur af ýmsu tagi," sagði Sigurður. „íþróttahallir hafa vérið hér mjög á dagskrá og vafalaust eru þær þarflegar en menn mega ekki gleyma tónlistinni. í óperunni Ariadne auf Naxos eftirRichard Strauss, lætur tónskáldið Hugo von Hofmannsthal, eina aðalpersónuna segja: „Tónlistin er heilög list sem saman- safnar öllum dyggðum; einsog engill um skínandi hásæti. Þess vegna er hún hin heilaga meðal listanna. Hin heilaga tónlist." Það er sorglegt að tónlistin, þessi glæsta drottning listanna, skuli ekki eiga þak yfir höfuðið í þessu landi."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.