Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 2
M^»f EiíR! L |E|N!ID A IR B Æ!K IUIIR Guðbrandur Siglaugsson tók saman ELAINE FEINSTEIN: MARTNA TSVETAYEVA Lives of Modern Women Penguin Books Mariana Tsvetayeva, skáld, fæddist í Moskvu árið 1892. Átján ára sendi hún frá sér fyrstu ljóðabók sína og hlaut lofsverða dóma fyrir hana. Hún kynntist allflestum stórskáldum heimalands síns og samtíðar. Októberbyltingin breytti lífi hennar sem og annarra. Eiginmaður hennar var viðloða hvítliðasveitir og bjó Marina með' barn í Moskvu þegar hungursneyðin var sár og borgarastyrjöld grimm. Hún komst úr landi og settist um stund í Berlín en flutti sig til Prag og loks þaðan til Frakklands þar sem hún bjó við knappan kost í meira en ára- tug. Eiginmaðurinn var genginn til liðs við rauðliðana og þau ákváðu að snúa aftur austur til Moskvu sem þau gerðu. Fljótlega hafnaði eiginmaðurinn í klóm leynilögregl- unnar einsog dóttirin sem lifði þó Stalín og gerði heimsbyggðinni góðverk með því að gefa út verk móður sinnar. . Þetta æviágrip Marinu Tsvetayevu er ekki tæmandi, það eru aftur ljóð þessa 'skálds sem verður skáld á hverri tungu, enda orti hún af móði sem stórskáld. Mar- ina var í vinfengi við Pasternak, Rilke, Önnu Achmantovu, Alexander Blok og Mandelstam svo nokkrir séu nefndir. Hún var uppreisnargjörn og mikil manneskja. Ljóð hennar eru til á flestum tungumálum hins siðaða heims. ROSIE THOMAS: BAD GIRLS, GOOD WOMEN Penguin Books Þetta er áttahundruðsíðungur um tvær stúlkur sem flýja harðræði og skilningsleysi foreldra og freista gæfunnar í höfuðborg- inni. Það gengur ekki allskostar vel í byrjun en fljótt tekur lífið að leika við þær. Önnur verður kvikmyndastjarna meðan hin verður hefðarfrú með nauðsynlegan titil, vöxt og ástir. Sagan gerist á árabilinu 1955 og fram. á þennan áratug sem tekur nú síðustu skref- in. Breytingum í aldarfarinu eru gerð nokk- ur skil en ekki trúi ég að félagsfræðingum þyki mikið í þá stúdiu varið. Þessi bók er afþreying af tegund sem jafnan snýst upp> í andstæðu sína. JOSEPH KOENIG: FLOATER Penguin Books Það er vondur karl á faraldsfæti. Hann hefur setið í svartholi í Kanada en um það bil sem sagan hefst er hann kominn út í frelsið og dýrðina. Hæfíleikar hans felast í' því að leika ljótan á einmana konur. Hann hefur af þeim peninga, nokkra skemmtan og lífið í tilbót. Slóttug stúlka verður á vegi hans og saman leggja þau krafta sína og tækni og stunda leikinn svo lengi sem kost- ur er, en þá kemur hinn svarti lögreglu- stjóri Buck White fram í sviðsljósið og ger- ir skötuhjúunum lífið leitt. Glæpaparið reyn- ir að fara huldu höfði en á endanum eru þau þefuð uppiog makleg málagjöldin bíða þeirra. Auðvitað! Þessi hraðlesni reyfari er eftir einn blaða- mann úr Vesturheimi og byggir hann á sannsögulegum atburðum. Þ Y Z K A L A N D S i S T I L L Allir fyrir öllum EftirHJALTAJÓN SVEINSSON Islenskt máltæki segir að þröngt megi sáttir sitja og hafa lands- menn jafnan tekið það gott og gilt. Kannski er það vegna þess hvað þeir eru fáir og búa í stóru landi. Af þeim sökum hafa íslend- ingar ekki þurft að hafa það á tilfinningunni að þeir séu hver fyrir öðrum alla jafna. Þeim er heldur ekki nauðsynlegt að fara langt til þess að eiga stund með sjálfum sér, óski þeir þess. Ut- lendingar, sem þekkja eitthvað til á íslandi, fullyrða þó gjarnan, að vegna fámennisins virðist allir þekkja alla, og því geti fólk ekki hreyft sig án þess að eiga það á hættu að einhver þekki það hvar sem borið er nið- ur. Þetta kann að vera rétt, — en íslending- ar geta engu að síður státað af því að geta um frjálst höfuð strokið svona yfirleitt. Hér syðst í sambandslandinu Nordrhein- Westfalen, er landið þakið skógi svo langt sem augað eygir. Miðað við mörg önnur landsvæði í Þýskalandi er þetta tiltölulega strjálbýlt. Rétt fyrir norðan tekur þéttbýl- asta svæðið við, hið svonefnda Ruhrhérað, þar sem nokkrar hinna stærstu iðnaðar- borga landsins eru nánast samvaxnar. Mað- ur verður þess áþreifanlega var við það eitt að aka þar um. Umferðin er þar mun meiri en fólk á að venjast hér, og af því leiðir að útblásturinn er mjög mikill og því fær fólk, sem óvant er þessum aðstæðum, ónota- kennd bæði af þrengslunum á hraðbrautun- um og loftinu sem það er tilneytt til þess að anda að sér. Hér í Sigerland hafa íbúarnir töluvert andrými. Skógurinn er mikill og auk þess er héraðið fjalllent. Þó í djúpum dölunum geti stundum myndast óloftspollar í miklum stillum að sumri sem að vetri, þá blæs gol- an og vindurinn um kinnar þegar hærra dregur. Þessar aðstæður notar fólk sér út í æsar. Hvarvetna um skóginn liðast stígar í allar áttir og er hlutverk þeirra ærið mis- jafnt. Sumir eru jafnvel lagðir malbiki, en þeir heyra til bændum á svæðinu, sem þurfa að komast um á dráttarvélum sínum þegar þeir eru að nytja skóginn eða að fara á milli akra eða túna með vinnuvélar sínar. Þeir stígar, sem segja má að séu næstir í virðingarstiganum, eru hinar svokölluðu göngutraðir. Þær eru fyrst og síðast ætlað- ar gangandi vegfarendum og eru þær jafn- an teiknaðar inn á kort. Þær tilheyra stóru og flóknu neti sem liggur á milli þorpa, bæja og borga. Víða hafa verið settir upp vegvísar og jafnvel afstöðukort, svo vegfar- endur villist síður. Göngutraðirnar eru mikið notaðar allan ársins hring, að minnsta kosti hér í Sieger- land. Flestir reyna að fá sér ferskt loft þeg- ar tími gefst til um helgar, en þá er gjarn- an krökkt af fólki í skóginum. Á virkum dögum eru það oftast eftirlaunaþegar sem geta léyft sér þennan munað. Sumir nota þó tækifærið eftir vinnu og fram að myrkri til þess að viðra sig, svo ekki sé nú talað um ef hundur er á heimilinu, en hann fær þá að sjálfsögðu að slást í förina. Sums staðar má finna troðninga, sem myndast hafa smám saman vegna skógarvinnunnar. í raun er umferð um þá bönnuð öllum nema skógareigendum og veiðimönnum. Þeir síðarnefndu eru í sérstökum félögum og er hverju þeirra úthlutað ákveðnum skógar- skika. Þeim er þá leyfilegt að stunda veiðar á villtum dýrum eftir sérstökum reglum. Sum veiðifélögin leggja jafnframt sitt af mörkum til þess að halda skóginum heil- brigðum og hreinum. Af þessum sökum virð- ast sumir veiðimannanna halda að þeir eigi skóginn og geti þess vegna meinað öðrum að fara um hann. Og nú erum við einmitt komin að þessu með máltækið góða, — að þröngt megi sáttir ... og svo framvegis. VEIÐIMAÐUR Skýtur þig Nokkur hópur fólks hér um slóðir stundar nefnilega hestamennsku, ýmist á stórum hestum eða á hinum smávöxnu hestum sem ættir sínar eiga að rekja til eyjunnar norður við ysta haf, — íslands. Þó víða hafi verið gerðir sérstakir reiðvegir um skóginn, — er þá ekki að finna í Siegerland, svo skrítið sem það nú er. Þess vegna hefur hestafólk leyfi samkvæmt óskrifuðum lögum til þess að ríða um skóginn eftir öllum stígum nema þeim sem merktir eru sem gönguleiðir, — og að sjálfsögðu heldur ekki eftir þeim sem lagðir hafa verið bundnu slitlagi eins og það heitir. Þá eru í raun ekki til ráðstöfunár í þessu tilliti nema þær traðir eða troðningar sem fyrr var getið, sem og óskilgreindir stígar sem flokkast ekki undir neitt af þessu. Sums staðar hafa samtök skógareig- enda tekið sér bessaleyfi og sett upp skilti þar sem segir að útreiðar séu bannaðar eft- ir þeirra stígum. Annars staðar á hestafólk það á hættu að mæta veiðimönnum sem þykjast eiga skóginn og hóta að gera hest- ana upptæka. Við þetta bætist svp, að allir sem hyggjast fara á hestbak utan eigin lóð- ar, þurfa að fá sérstakt leyfi hjá viðkom- andi yfírvöldum. Þegar ársgjaldið hefur ver- ið greitt fær hver og einn sérstakt merki með númeri. Aldrei má fara á bak nema að hafa merkið annaðhvort fest utan um háls hestsins ellegar á reiðtygin. Það má því með sanni segja, að undirrit- aður fari aldrei á bak íslenskum gæðingi sínum, öðru vísi en að vera með hálfgerða magapínu vegna kvíða fyrir væntanlegum átökum. Auðvitað stelst hann til þess að ríða líka eftir merktum gönguleiðum, að minnsta kosti á þeim tímum sem Jæstir eru á ferli, — rétt fyrir myrkur á virkum dögum pg snemma á laugardags- og sunnudags- morgnum. Flestir sem verða á vegi hans heilsa kumpánlega og láta hestamanninn afskiptalausan, — svo fremi sem hann sýn- ir hinum gangandi vegfarendum sjálfsagða tillitssemi. Á hverjum degi má maður á hinn bóginn búast við að mæta fólki sem hreytir í mann ónotum og segir að umferð hesta sé stranglega bönnuð og í þetta skipti verði viðkomandi kærður. Sumum er mikið í mun að viðkomandi reiðmaður sé með tilskilin númer og er hann þá sérstaklega inntur eftir því, — oft í frekjutón, — jafnvel þó maður sé staddur á ómerktum stíg, og ekki fyrir neinum. Oft eru þetta téðir veiðimenn í gönguferð, sem þykjast eiga svæðið og ekki eru gæddir því umburðarlyndi sem leyf- ir öðrum að fara um „eign" þeirra. Auðvitað er tekið fullt tillit til veiðimanna þá sjaldan sem þeir eru á veiðum. Það er í rauninni sama hvar hestamaður reynir að fara um á reiðskjóta sínum, alls staðar á hann á hættu að amast sé við honum. Ekki vegna þrengsla á þýskan mælikvarða, heldur vegna skorts á umburð- arlyndi. Ef við setjum á þetta íslenskan mælistokk þá væri sannarlega talað um þrengsli, því í raun er það þannig, að það er sama hversu langt farið er inn í skóg eða í burt frá skarkala þéttbýlisins, — alltaf má einhvers staðar sjá til mannaferða. í fallegu og kyrru veðri skömmu fyrir myrkur á aðfangadagskvöldið síðasta, fór heimilisfólkið hér saman í reiðtúr í skógin- um. Hátíðin var að ganga í garð og því virtist enginn vera á ferli af skiljanlegum ástæðum. Eftir nokkra stund mættum við þó rosknum manni vel búnum. Við buðum gott kvöld. Hann sendi okkur heldur ónota- legt augnaráð og tók ekki undir kveðju okkar. — Ekki fyrr en við buðum aftur gott kvöld heldur harðari í rómnum. Þá svaraði hann loksins kveðjunni og spurði síðan frekjulega: „Hvar eru númerin?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.