Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 10
Hvað varð um
offj ölgunarógnina?
að tók varla nokkur mað-
ur eftir því, sem kann þó
að hafa verið mesti
merkisviðburður sögnnn-
ar á níunda áratugnum:
Eftir heila öld stöðugrar
fólksfjölgunar, fór að
draga úr fæðingum.
Fólksfjölgunarsprengjan, sem hefur virst
ógna framtíð mannkynsins á jörðinni, dreg-
ur nú úr sinni eigin virkni. Fólksfjöldinn
mun aukast frá því sem hann er nú, eða úr
5 milljörðum, þangað til árið 2050, en ef
sama tilhneiging viðhelst, eins og verið hef-
ur á síðasta áratug, mun hún staðnæmast
um það leyti við um það bil 9 milljarða.
Og hinar nýju landbúnaðaraðferðir „grænu
byltingarinnar" munu sjá öllum þessum
nýju munnum fyrir fæðu. „Hin stórkostlega
uppgötvun," segir Louis-Michel Lévy, sem
starfar við frönsku lýðræðisstofnunina, „er
sú, að það verður engin fólksfjölgunar-
sprenging."
En þessar góðu fréttir segja þó ekki alla
söguna. Enda þótt draga muni mjög úr
fólksfjölgun á næstu áratugum, sýna lýð-
fræðilegar rannsóknir merki um ýmsar
hættur og menn munu þurfa á öllu sínu
hugviti að halda til að leysa hin ýmsu vanda-
mál. Milljónir manna munu svelta heilu
hungri á næsta áratug vegna náttúruham-
fara, ófullkominna aðflutningskerfa og
óstjómar yfirvalda. Líkur eru á, að fæðing-
um muni fækka í Suður-Ameríku og Asíli-
löndum, einkum í Kína, en konur í Afríku-
löndunum sunnan Sahara munu halda áfram
að eignast sín fimm eða sex böm hver, og
auka þannig enn á hina þungu byrði þessa
Lýðfræði íjallar um það
sem koma skal og um
þessar mundir gefur hún
fyrirheit um batnandi
horfur. Líkur eru á að
bamsfæðingum muni
fækka þar sem fjölgunin
er mest nú og gæti jafnvel
farið svo að mannekla
yrði á sumum svæðum
j arðarkringlunnar.
meginlands. Uppflosnaðir bændur munu
halda áfram að flykkjast til yfírfullra stór-
borganna, sem eru engan veginn undir það
búnar að hýsa þá. Mexíkóborg verður orðin
að 25 milljóna borg um 2050.
í öðrum löndum verður vandamálið hins
vegar fólksekla. í öllum hinum iðnvæddu
ríkjum heims, nema þremur (á íslandi, írl-
andi og í ísrael), eignast konur nú færri
en tvö böm hver, sem er talsvert minna en
þarf til að viðhalda þeim fólksfjölda, sem
fyrir er. í Vestur-Þýskalandi hefur fæðing-
um fækkað í 1,3 á konu og þegar er farið
að skorta 18 ára gamla Þjóðveija til her-
þjónustu. Sú flóðbylgja austur-þýskra inn-
flytjenda, sem undanfarið hefur skollið á
Vestur-Þýskalandi, hefur þó breytt flestum
lýðfræðispám fyrir Þýskaland. Hinir nýju
innflytjendur, sem líklegt er að muni nema
einni milljón manna eða meira í Vestur-
Þýskalandi á þessu ári og næsta, koma til
með að gera meira en að bæta upp fólks-
eklu þá, sem hefur orðið vegna fækkandi
fæðinga, að minnsta kosti í nokkur ár.
Á Italíu, sem enn telst til rómversk-
katólskra landa, hefur fæðingartíðni hrapað
hér um bil jafn langt niður og í Vestur-
Þýskalandi og talsvert niður fyrir Svíþjóð.
Sem stendur bæta innflytjendur frá Mexíkó
og öðrum Suður-Ameríkulöndum úr fólks-
eklu í USA. í flestum Evrópulöndum heldur
fólki áfram að fjölga lítillega frá ári til árs
— af þeirri einföldu ástæðu, að bamafjöld-
inn sem fæddist í kringum 1960 er nú kom-
inn á bamsburðaraldurinn. En tilhneigingin
í öllum þróuðum iðnríkjum er sú sama.
Fólki fækkar.
Alls staðar í heiminum hækkar meðalald-
urinn hröðum skrefum. Meðalaldur í Evr-
ópu, Japan og Norður-Ameríku nálgast nú
óðum áttatíu ár og áttatíu og fjögur hjá
konum. „í fyrsta skipti í mannkynssög-
unni,“ segir Peter Laslett í Trinity College,
Cambridge, „verður ljöldinn allur af
hraustu, gömlu fólki á jörðinni." Þetta er
þegar farið að skapa vandkvæði fyrir félags-
lega þjónustu og eftirlaunasjóði. I Japan,
þar sem meðalaldurinn hækkar nú einna
hraðast, skapast sérstök vamdamál. Fram
undir okkar daga var það til siðs í Japan,
að aldraðir Japanir byggju hjá bömum
sínum og væru á þeirra framfæri. Þetta
gildir ennþá um helming gamla fólksins.
En þriggja-kynslóða japanska fjölskyldan
er að byija að leysast upp og það fé, sem
veitt er í opinbera sjóði til umönnunar aldr-
aðra hrekkur hvergi nærri til að fullnægja
vaxandi þörf.
Eitt af því, sem er líklegt að hljótist af
því að hafa of margt fólk í fátækum heims-
hlutum og of fátt í þeim ríkari, em stórfelld-
ir fólksflutningar með tilheyrandi þjóðemis-
vandamálum. Enn sem komið er býr aðeins
einn hundraðshluti jarðarbúa annars staðar
en í sínu föðurlandi. En fólksflutningar eru
allir í eina átt, — frá fátæktinni í suðri til
velsældarinnar í norðri. Frá Mexíkó til
Bandaríkjanna, frá Tyrklandi, Mið-Austur-
löndum og Afríku til Vestur-Evrópu.
AðhaldUtanfrá
Eitt erfíðasta vandamálið sem Evrópu-
bandalagið stendur frammi fyrir í viðleitni
sinni til að komp á sameiginlegum markaði
í árslok 1992, er að stemma stigu við þess-
um gífurlegu fólksflutningum. Þessi 1992-
áætlun gerir ráð fyrir algeru ferðafrelsi
fólks, sem byggir Evrópulöndin tólf. í Bret-
landi og Vestur-Þýskalandi óttast menn, að
innflytjendur frá araba- og Afríkulöndum
muni nota sér tiltölulega slaka landamæra-
gæslu í löndum eins og Grikklandi og á
Spáni til þess að komast á ólöglegan hátt
til Norður-Evrópu.
Lýðfræðilegar breytingar hafa valdið
jafnalvarlegum vandamálum í Sovétríkjun-
um. Hélén Carrére d’Encausse, sém er
franskur sérfræðingur í málefnum Sov-
étríkjanna, benti á það 1978, að fæðingar
í suður- og austurhluta Sovétríkjanna væru
tvöfalt eða þrefalt tíðari en í rússneska lýð-
veldinu. Af þessu mátti draga augljósar
ályktanir. Það yrði stöðugt erfiðara fyrir
Rússa, sem standa í stað hvað varðar fólks-
fjölgun, að halda Azerbaijönum, Armenum
og Uzbekum í skefjum. Þessar ábendingar
Carréré d’Encausse virðast í meira lagi spá-
mannlegar núna, þegar hver „þjóðarheildin"
af annarri rís upp og krefst sjálfstjórnar.
Síðustu tölur sýna, að jafnvel í þeim lýðveld-
um, sem Rússar byggja ekki, hefur tala
nýfæddra hrapað stöðugt síðan 1979, en
ekkert þeirra hefur þó enn komist niður í
2,3 böm á hveija konu, sem á við um hinn
evrópska hluta Sovétríkjanna.
Yfírleitt má segja, að fólksfjölgunin í
heiminum stefni nú í átt að einhvers konar
stöðugleika. í stað þess, að búast megi við
ógnum og skelfíngum í anda Malthusar,
virðist nú allt benda til „mjúkrar lýðræðis-
legra lendingar", eins og Leon Tabah, fyrr-
verandi stjómandi fólksflöldadeildar Sam-
einuðu þjóðanna, orðar það. Það sem mest-
ar vonir vekur er, að í Kína, þar sem fjórð-
ungur mannkynsins á heima, hafa fæðingar-
tölur lækkað um meira en helming á síðustu
tveimur áratugum og nú er álitið, að fjöldi
Kínveija muni ná 1,6 milljarða manna há-
marki um miðja næstu öld.
Japan og Suðaustur-Asíulöndin em nú
með svipaðan barnafjölda og Vestur-Evr-
ópa. Jafnvel í Indlandi, sem. búist var við
að færi fram úr Kína á næstu öld sem fjöl-
mennasta ríki heims, hefur nú þróunin snú-
ist við og fæðingum fækkar. Sama er að
segja um hina rómversk-katólsku Suður-
Ameríku, enda þótt þessi lönd séu seinna á
ferðinni en flest þróuð ríki.
I Mið-Austurlöndum og Afríku sunnan
Sahara er fijósémin hins vegar engu minni
en áður. Afrískar konur, sem hlotið hafa
einhveija upplýsingu, em reyndar ennþá
fijósamari en eldri kynsystur þeirra, sem
enga fengu menntunina. Þetta kemur til
af því, að þær venja bömin sín af brjósti,
en bijóstagjöfin var áður fyrr öragg getnað-
arvöm, þótt fmmstæð væri. Þar að auki
lifa nú fleiri böm í Afríku blökkumanna
vegna bættrar heilbrigðisþjónustu.
Lýðfræðingar taka skýrt fram, að spár
þeirra um langtímaþróun geti verið í meira
lagi skeikular. Til dæmis var álitið til
skamms tíma, að fólk, sem flytti úr sveitum
í borgir, myndi halda áfram að eignast jafn
mörg böm og það hafði áður gert. En nú
benda allar líkur til þess að svo sé ekki.
Fólk lágar sig fljótt að bameignasiðum
borgarbúa. Svo að nú er ekki lengur búist
við því, að stórborgir tuttugustu og fyrstu
aldarinnar verði alveg jafn risavaxnar og
áður var haldið. Á sama hátt laga alsírskar
og tyrkneskar fjölskyldur, sem flytja til
Vestur-Evrópu, sig strax að háttum gest-
gjafa sinna, hvað varðar takmarkanir bam-
eigna.
Óttinn við offjölgun kann að vera tals-
vert minni í seinni tíð, en stjórnmálamenn
heimsins munu hafa nóg annað að glíma
við. Þar má nefna hækkandi meðalaldur,
skort á vinnuafli og ráskið sem hlýst af
vaxandi fólksflutningum. Hreyfiaflið í hjól-
um sögunnar er lýðfræðilegs eðlis, og eitt
af því undarlega við mannlegt eðli er, hvað
við eigum oft erfitt með að sjá það sem er
beint fyrir framan neflð á okkur.
SCOTT SULLIVAN
Mynd Eiríkur Smith
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON
Gatan mín
Margir hafa gengið þessa götu
gamla horfna tíð,
eftir henni líkt og straumur líður
lífið ár og síð.
Löngum hafa lítil barna augu
litið þennan hring.
Heimur þeirra hann var þessi gata,
húsin allt í kring.
Innan tíðar uxu þau úr grasi
og til þeirra sást
laumast til að flétta saman fingrum
í feimnislegri ást.
Svo giftu þau sig gjarnan — börnin
fæddust
og gatan sífellt fékk
nýjan svip með nýrri kynslóð hverri,
sem niður hana gekk.
Höfundur er lögfræðingur og bæjarstjórnar-
maöur í Hafnarfirði. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók
hans, sem heitir Skiptir það máli? og út kom
. hjá bókaforlaginu Skuggsjá. I bókinni eru teikn-
ingar eftir Eirík Smith.
Mynd Birgitta Jónsdóttir
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR
Tilraunin
Ég dreg þráð um hjarta mitt
kreisti blóðdropa nautnar úr því.
Helli þeim í auga hans
en hann hlær ekki
bara þráir.
Þá tek ég marglitan plastpoka
blæs gleði minni í hann.
Legg pokann í sál hans
og hann hlær
og hann þráir
Nú tek ég hann í fangið sem barn
hvísla tónum í eyra hans.
Blæs myndum ekki orðum
í hjarta hans.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Birgittu, sem ber
heitið Frostdinglar og er með pennateikningum
eftir höfund bókarinnar.
10