Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 6
GLÖGG
EÐAGLÓÐ
Anýliðinni jólaföstu tóku einhverjir vinir tung-
unnar upp á því að nefna tíðhafðan aðventu-
drykk ölglóð eða jólaglóð í stað glögg, með
þeim rökum helstum að glögg sé af sænskum
uppruna og eigi því ekki erindi inn í íslensku.
íslands fer frám 'mikið sköpunarstarf og
gleðin, sem er samfara því að spila, er þar
enn fyrir hendi sem betur fer.“
Björn R.Einarsson
Einn úr hópi elstu hljóðfæraleikara Sin-
fóníuhljómsveitar íslands er Bjöm R. Ein-
arsson básúnuleikari. Árið 1985 kom Oddur
sonur Björns til starfa í hljómsveitinni, hann
spilar á sama hljóðfæri og faðir hans. Þeir
em einu feðgamir í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Bjöm hefur leikið með hljómsveitinni
frá upphafi. Hann er Reykvíkingur og fór
að blása upp úr fermingu, einsog hann orð-
ar það. „Dr. Mixa kenndi mér á píanó í tvo
vetur, en annars var þetta utanskólanám.
Karl Runólfsson kenndi mér að blása og
einnig tónfræði en það var Albert Klan,
þýskur flóttamaður sem spilaði á Borginni,
sem valdi fyrir mig hljóðfæri árið 1940.
Mig langaði að komast í hljómsveit Klans
og hann sagði að sig vantaði mann á bás-
únu. Þar með var leið mín ráðin. Samtímis
hljómsveitarspilinu fór ég að læra rakara-
iðn. Ég fékk sveinsbréf og meistarabréf í
iðninni og kynntist konunni minni Ingi-
björgu Gunnarsdóttur í Iðnskólanum, en við
iðn mína hef ég ekki unnið síðan.
Árið 1945 gekk ég í hljómsveit sem
nokkrir strákar höfðu stofnað. Hljómsveitin
var fljótlega kennd við nafn mitt. Ég spilaði
í danshljómsveit til ársins 1960. Mér fannst
þetta skemmtilegt starf, en þreytandi. Sam-
.hliða danstónlistinni spilaði ég í útvarps-
hljómsveitinni undir stjóm Þórarins Guðna-
sonar. Það var lausavinna. Þegar Sinfóní-
hljómsveitin var stofnuð þá fékk ég að vera
með. Við æfðum niðri í Gúttó og svo voru
tónleikar hálfsmánaðarlega í Þjóðleikhús-
inu. Þessir tónleikar voru atburðir í þá daga
og alltaf vel sóttir. Núna eru þessir tónleik-
ar miklu hversdagslegri. Það var erfitt að
fá fólk til að spila fyrstu árin og svo settu
peningamir okkur stólinn fyrir dymar. Laun
fyrir starfíð vom lág en við, sem spiluðum
á danshúsum með, höfðum það ágætt. Flest-
ir unnu eitthvað með starfí sínu í Sinfóníu-
hljómsveitinni. Ég kenndi ekki á þessum
ámm en hef kennt síðustu árin.
Enginn Karlmaður í
SlNFÓNÍUHLJÓMSVEITINNI
EFTIR 50 ÁR?
Verkefnaval hljómsveitarinnar var þá eins
og nú talsvert undir stjórnendum komið.
Fyrsti stjómandinn var Olaf Kjelland, norsk-
ur að ætt. Hann vildi helst spila rómantísk
verkefni. Seinna fengum við stjómendur frá
Þýskalandi, Póllandi, Tékkóslóvakíu og
Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Við
fengum einnig hljóðfæraleikara frá ýmsum
löndum. Engin ein tegund af tónlist er mér
hugstæðari en önnur af því sem hljómsveit-
in hefur leikið. En þó sitja í mér áhrif frá
Brahms, Beethoven og Tsjajkovskij, í verk-
um þeirra höfunda em kaflar sem gaman
er að blása. Ég lít gjarnan á tónverk útfrá
blásturhljóðfæranum.
Ég held að við séum fjögur í hljómsveit-
inni sem höfum verið frá upphafi. Auk mín
em það fíðluleikararnir Jónas Dagbjartsson,
Herdís Gröndal og Ingvar Jónasson sem
áður lék á fíðlu en er nú lágfíðluleikari.
Herdís var ein þriggja kvenna sem lék í
Sinfóníuhljómsveitinni fyrstu árin. Hinar
vom Katrín Dalhoff og Rut Hermanns. Ég
yrði hins vegar ekki hissa þó það yrði eng-
inn karlmaður í þessari hljómsveit eftir
fímmtíu ár, slík hefur þróunin orðið í þessum
efnum.
Lengi vel leit almenningur svo á að það
að spila í sinfóníuhljómsveit væri tæpast
vinna heldur eitthvað sem fólk gerði sér til
dægrastyttingar.Fólk spurði kannski: Hvað
ertu að vinna, og maður svaraði: Ég spila
í Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá sagði við-
mælandinn gjaman: Já, ég veit það, en
hvað vinnurðu?
Á fyrstu ámm Sinfóníuhljómsveitarinnar
vantaði fólk til starfa en nú hef ég á tilfinn-
ingunni að það fari að verða offramboð.
Það þyrfti að stofna aðra sinfóníuhljóm-
sveit þar sem karlmennimir gætu þá fengið
vinnu. En grínlaust þá koma margir
íslenskrir hljóðfæraleikarar ekki heim af því
þeim bjóðast einfaldlega betri kjör úti. Það
tel ég ekki heppilega þróun.
JÓHANNES GEORGSSON
í Sinfóníuhljómsveit íslands hefur löngum
starfað talsverður hópur af útlendingum.
Einn þeirra, Jóhannes Georgsson, er rúm-
enskur að ætt og uppruna en hefur fengið
íslenskan ríkisborgararétt. Ég ræddi við
Jóhannes á heimili hans og konu hans Lauf-
eyju Lindu Harðardóttur. Jóhannes sagði
mér að hann væri fæddur árið 1948 í Ro-
man í Rúmeníu, gamalli miðstöð Rómverja
í Rúmeníu. Jóhannes á tvær systur og einn
bróður. Faðir hans var vínfræðingur sem '
lagði stund á sönglist í frístundum sínum
en móðir hans lék á píanó og fíðlu. Hún
var frönsk og hafði menntast í Sorbonne í
París og var píanókennari að atvinnu. „Ég
byijaði að læra á kontrabassa um leið og
ég hóf nám á tónlistarbraut í menntaskóla
16 ára gamall. Sá skóli er í Isaí, sem er
80 km frá Roman. Iasí er höfuðborg Mold-
au. Ég fór til Búkarest 21 árs gamalfí tón-
listarháskóla. Meðal þess sem ég lagði stund
á þar var kontrabassi, hljómsveit, kammer-
sveit, tónfræði, kontrapunktur, hljómfræði
og kennsla. Ég lauk prófi með góðum vitnis-
burði, fékk 9,5. Ég hef beðið í tíu ár eftir
ljósriti af prófskírteini mínu og fékk það
fyrst fyrir 3 mánuðum. Það var bannað í
Rúmeníu þar til nú að senda prófskírteini
úr Jandi.
Ég var 4 ár í tónlistarháskólanum og var
25 ára þegar ég lauk námi þar. Eftir það
lék ég í útvarpshljómsveit í Búkarest en
samtímis stundaði ég nám eitt ár í viðbót
á kontrabassa hjá frægum kennara, Prun-
er. Árið 1977 hætti ég í hljómsveit í Rúm-
eníu og fór til Júgólasvíu til Ljublijana og
spilaði j)ar sem fyrsti maður í ópemhljóm-
sveit. Árið 1978 var ég í þijá mánuði við
Zagrebópém á meðan ég var að bíða eftir
vegabréfsáritun til Þýskalands til þess að
fara að spila í Diisseldorf. Mér var sagt að
koma heim til að fá áritunina en hún var
ekki tilbúin þegar ég kom og ég hef ekki
fengið þá áritun enn í dag.
MÚTAÐIMANNITIL AÐ KOM-
ASTTILÍSLANDS
Vegna þessa fór ég til íslands. Ég kom
hingað 8. spetember 1979. Mér fannst mjög
gaman fyrst þegar ég kom hingað, þetta
var ferð til frelsis. Ég hafði sent Sigurði
Bjömssyni snældu með_ leik mínum og þeir
hjá Sinfóníuhljómsveit íslands vildu fá mig.
Ég varð að selja allt mitt dót, þar á meðal
10 giftingarhringi úr gulli sem ég hafði fjár-
fest í í Moskvu. Eftir að ég hafði mútað
manni til að útvega mér vegabréfsáritun til
íslands þá gat ég notað flugmiðann sem
Sigurður hafði sent mér út til Rúmeníu fyr-
ir mig og kontrabassann. Ég talaði svolítið
í þýsku og ensku þegar ég kom og þannig
gat ég gert mig skiljanlegan. Ég hafði kennt
talsvert úti og ég hélt því áfram þegar ég
kom hingað. Eg reyndi að fara í íslensku í
Háskólann en það gekk ekki nógu vel því
ég átti erfítt með að mæta vegna æfínga
hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Ég æfði þá mik-
ið eftir hádegi af því að ég ætlaði að kom-
ast til Essen í Þýskalandi. Ég ætlaði nefni-
lega aldrei að vera lengi á íslandi.
Mér fór fljótlega að fínnast óskaplega
erfítt að vera hér. Mér fannst umhverfíð
svo framandi, allt svo lítið og gróðurlaust
og fékk yfir mig dapurlega tilfinningu þeg-
ar frá leið. En svo gerðist-það árið 1981
að ég kynntist Laufeyju Lindu, sem ég gift-
ist skömmu seinna. Hún vildi ekki heyra á
það minnst að fara til Þýskalands og sagði
að ef ég vildi giftast sér þá yrði ég að búa
á íslandi. Ég átti í ofurlitlu sálarstríði en
ákvað svo að vera kyrr héma og nú veit
ég að ég valdi rétt. Við hjónin eigum tvær
dætur, Ragnheiði og Alexöfidm ,sem em
þriggja og eins árs. Við höfum einnig sett
á stofn fyrirtæki, Romis, sem flytur inn
bamaföt og fleira. Konan mín vinnur nú
aðallega við það, en ég spila.
Mér fínnst Sinfóníuhljómsveit íslands góð
og ég var satt að segja hissa á því hve góð
hún var þegar ég heyrði fyrst í henni. Ég
hef einnig verið vel sáttur við þá tónlist sem
hljómsveitin hefur leikið. í dag fínnst mér
hægt að segja með sanni að hljómsveitin
sé mjog góð og margir hljóðfæraleikararnir
gætu spilað með hvaða sinfóníuhljómsveit
sem er.“
SlNFÓNÍUHLJÓMSVEITIN
ÞARF Á Stuðningi Að
HALDA
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur gefið út
myndarlegan bækling um starfsemi sína
starfsárið 1989-90. í bæklingnum er einnig
grein eftir Jón Þórarinsson þar sem hann
stiklar á stóm í sögu hljómsveitarinnar.
Lokaorð hans em þessi: „Aldrei má láta
merkið síga og engu takmarki er nokkru
sinni endanlega náð. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands þarf því enn á stuðningi að halda til
framhaldandi starfs, eigi aðeins fjárhagsleg-
um styrk eins og samavarandi stofnanir í
öðmm löndum, heldur einnig, og alveg sérs-
taklega, skilningi sjómválda og almennings
á því mikilvæga hlutverki sem hún gegnir
í okkar smáa samfélagi og sem fulltrúi þess
út á við á sínu sviði.“ Við þessi orð Jóns
Þórarinssonar er engu að bæta, aðeins
hægt að taka undir þau og vona að ráða-
menn og landsmenn allir geymi þau sér í
minni.
Það ofurkapp sem sumir
leggja á að ný ósamsett
orð séu af íslenzkri rót
er ankannalegt. En auk
þess hefur þetta
sjónarmið, ásamt
áðurnefndri hugmynd
um „gagnsæi“,
skrumskælt íslenska
mályrkju, dregið
aukaatriði fram á
kostnað aðalatriða og þar
með hindrað að mótuð
væri skynsamleg
málstefna.
HALLDÓR ÁRMANN
SIGURÐSSON
Þetta held ég að sé mjög misráðið og mun
rökstyðja það hér á eftir. Aðaltilgangurinn
með þessari grein er þó að nota það tilefni
sem glóð og glögg gefa til að fjalla um
hvaða stefnu beri að hafa um nýjungar í
orðaforða og orðafari en slíkar nýjungar
verða hér nefndar nýmæli einu nafni.
íslensk nýmælagerð á 19. og 20. öld
hefur mótast mjög af svokallaðri hrein-
tungu- eða málverndarstefnu sem m.a. mið-
ar að því að útrýma orðum af erlendum
uppruna en hefja orð af íslenskri rót til vegs
í þeirra stað. Hér verður því þó haldið fram
að meira máli skipti að nýmæli séu
„íslenskuleg" en beinlínis af íslenskri rót,
þ.e.a.s. fari að íslenskum beygingareglum
og hljóðskipunarlögum.
Nýmæli skipast í tvo höfuðflokka, ný orð
og nýmerkingar. Nýmerking kallast það
þegar orð fær einhveija nýja merkingu,
annaðhvort í stað eldri merkinga eða ásamt
þeim. Mjög oft eiga nýmerkingar sér erlend-
ar rætur og era þá nefndar tökumerking-
ar, sbr. t.d. algengustu nútímamerkingu
orðanna drottinn , forseti og þingmaður.
Og verður seint þurrð á.
Ný orð eru ýmist tökuorð eða nýyrði
af íslenskri rót. Á meðal nýyrðanna eru þó
fím af samsettum orðum sem að hálfu leyti
em af útlendum toga, þ.e.a.s. merkingar-
lega. Hér er átt við tökuþýðingarnar svo-
kölluðu en tökuþýðing er það þegar erlent
orð eða orðasamband er þýtt lið fyrir lið,
sbr. t.d. kjarnorka fyrir e. nuclear energy
Bein þýðing er mikilvirkasta og oft hand-
hægasta aðferðin til að koma orði eða orðum
að útlendri hugsun á íslensku og því úir og
grúir í málinu af tökuþýðingum frá öllum
öldum íslandsbyggðar. Sem betur fer.
Ósamsett nýmæli af íslenskri rót virðast
oft talin eðlust allra nýmæla enda em mörg
afkvæmi hreintungustefnunnar á meðal
þeirra, t.a.m. þota (nýmerking) og þyrla
(nýyrði). Ýmis önnur orð í þessum flokki
em Iakari en þessi. Um tökuorðin gegnir
þessu sama máli að þau eru mjög misvel
að íslenskum þegnrétti komin. Róbot og
kompjúter eru t.d. bersýnilega ótæk orð í
íslensku. En á meðal tökuorðanna eru líka
orð sem fara svo vel í málinu að enginn
veitir því lengur eftirtekt að þau eru af
útlendum toga. Um þetta er auðvitað
ógrynni dæma, bæði fornra, eins og bók
og kirkja og nýrra eða nýlegra, t.d. banki,
gír, skanni, smit og tankur.
Margir leggja stund á nýmælagerð sem
eins konar íþrótt og tekst oft vel. Því miður
er mönnum þó ekki alltaf ljóst hver eru
skynsamleg markmið þessarar iðju. Á skrif-
stofumáli mundi þetta sennilega vera orðað
svo að „samræmda heildarstefnu" skorti í
þessum efnum. Þetta veldur því að íslensk
nýmælagerð er um of háð duttlungum ein-
stakra manna og einnig því að menn ganga
stundum of langt í málhreinsun og valda
með því málspjöllum, þótt ætlun þeirra sé
auðvitað önnur.
Þegar menn taka nú upp á því að segja
glóð eða jólaglóð í stað giögg er einmitt um
málspjöll af þessu tagi að ræða, sprottin
af allt of algengum misskilningi á eðli mál-
ræktar. Hugum nánar að þessu.
Eins og áður er getið finna menn það
helst að orðinu glögg að það er sænskrar
ættar enda er fátt annað að þessu ágæta
orði að finna. Enn er reyndar nokkur óvissa
um kyn orðsins en það eru varla rök gegn
því. Sama máli gegnir um nokkur algeng
orð, t.a.m. sykur og skúr og dettur víst
fáum í hug að amast við þeim af þeirri
sök. Heyrst hefur að galli sé á orðinu giögg
að menn tali um það í hálfkæringi að þeir
„glöggvi sig“ og verði „glöggir“ en heldur
fínnst mér þeir skopi skroppnir og daufir f
dálkinn sem þetta setja fyrir sig.
Glóð er að sjálfsögðu ágætt orð til síns
' brúks en eitt sér er það e.t.v. ekki heppilegt