Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 12
4- ■ talsvert á um það, hvort þessi Citroén sé með fallegustu bílum, en flestir eru sam- mála um að hann sé framúrskarandi að innan. Bæði er útfærslan frumleg og ólík flestu öðru, en um leið rökræn. Til þessa hefur það háð flaggskipinu, að frágangur hefur aldrei þótt í hæsta gæðaflokki, þótt mikill munur sé orðinn á frá því sem áður var, þegar mikill losarabragur einkenndi hvaðeina að utan sem innan. Citroén XM er hvað frágang snertir talinn sambærileg- ur við aðra lúxusbíla á svipuðu verði, enda þýðir naumast að bjóða uppá annað. í erlendu bílapressunni er hvarvetna lokið miklu lofsorði á loft-og vökvaijöðrunar- kerfið, sem nú er orðið rafeindastýrt og því ennþá betra en áður. í þýzka bílablað- inu Auto Motor und Sport var sagt, að þrátt fyrir þessa tæknilegu fullkomnun, væri fjöðrunin ekki betri en í nýju Fim- munni frá BMW, en bætti við, að það hlyti líka að teljast vel af sér vikið að ná fjöðrun- inni jafn góðri. Nú hafa Citroén XM bæzt nýjar viður- kenningar. ítalskir bílablaðamenn, 120 talsins, veita ári hveiju viðurkenningu, „Prix Auto Europa“. í ár féll þessi viður- kenning í hlut Citroén XM, sem fékk 408 stig. Næstur varð Lancia Dedra með 281 stig, þá Mercedes Benz 500 með 258 stig, Ford Fiesta með 208 stig og loks Audi V8 með 172 stig. Og meira í safnið hjá Citroén XM: „Bíll nútímans", verðlaun, sem finnska tímaritið Tuulilasi veitir og „Gyllta snjókornið", verðlaun, sem franskt tímarit um vetrar- sport veitir. Að lokum hefur „Hjólhýsa- klúbbur Stóra Bretlands“ veitt Citroén XM viðurkenninguna „Towing Car of the Year“, sem sýnir að þessi mjúki Fransari er enginn aukvisi þegar til þess kemur að draga hjólhýsi. „Bíll nútímans", Snnsk viðurkenning 1990. Afburða dráttarhestur - brezk viðurkenning 1990. Citroen XM Bíll ársins“ 1990 - Verðlaun og viðurkenningor úr öllum áttum. CITROEN XM sankar að sér verðlaunum Flaggskip Citroén, sem auðkennt er með XM, var kjörinn . „Bíll ársins“ í stærðarflokki bíla með yfír 2000 rúmsm. vél nú í ár. Það eru 57 evrópskir bílablaðamenn frá 17 löndum, sem standa að því vali. í fyrra hlaut hann hinsvegar „Gullna stýrið“ í sama stærðarflokki á vegum stórblaðsins Bild am Sonntag í Þýzkalandi. Flaggskipið þykir hafa til að bera sterk karaktereinkenni, sem greini það vel frá öðrum bílum, en ólíkt þvi sem tekizt hefur til dæmis hjá Mercedes Benz, hafa hönnuðir Citroén misst niður það sérstæða svipmót, sem löngum einkenndi Citroén DS fyrr á árum. Ef til vill er það vegna þess, að Bertone hinn ítalski tók í sínar hendur að ráða útlitinu og hann hefur fyrst og fremst sett sinn svip á grip- inn. Eins og ævinlega áður, greinir menn WOOfti mmu G332X0P „Gullna stýrið“ 1989 í sínum stærðarflokki. W 36 þúsund stykki voru framleidd af ’57 módelinu, þar af fjögur þúsund með tusku- topp. Safnarabókin okkar segir helstu kost- ina vera aksturseiginleika og hörku vélar- afl, sem kom frá V-8 260 hestafla Hemi- vél. Gallamir eru hins vegar að hann er viðkvæmur fyrir ryði og fírnadýr í rekstri. Verðið á Ameríkumarkaði er 4.500 til 6.000 dollarar fyrir góðan bíl, eða 270 til 360 Gamli tíminn Einn með öllu Hér er ein þvottekta amerísk drossía með öllu sem einkennt gat þessa risavöxnu dreka sjötta áratugarins. Dodge Custom Royal Lancer D-500, svipur- inn er ótvíræður frá öll- um hinum Chrysler bílunum, en þó er eitt- hvað öðru vísi. Sá frægi hönnuður Virgil Exner fór nefnilega höndum um teikninguna og frá honum er komin útfærsla vængjanna og sjálft dollaragrínið: Ríkmannlegt grillið. Þessi er árgerð 1957 og hafði upp á nýjan Ijaðrabúnað að bjóða að framan: Vindingsás á hvoru hjóli. Auk þess var hann með einni helstu tækninýjung þessa tíma, sjálfskipt- ingu, sem stjórnað var með því að styðja á hnappa í mælaborðinu og kölluð er takka- skipting. Bíllinn seldist vel enda smekklega teiknaður, það er eins og hann sé akkúrat skapaður til að fara á rúntinn í sól og æsku- fjöri. Hins vegar stóðu þeir sig ekki jafn vel sem á eftir komu og ’59 þótti hann orð- inn þungiamalegur og salan minnkaði. Um þúsund krónur. I fullkomnu lagi kostar hann 6.500 til 8.500 dollara, eða 390 til 510 þúsund krónur. Hins vegar er hann býsna góð íjárfesting, því að bókin okkar spáir um 50% verðhækkun á honum á næstu árum. Þ.J. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.