Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1990, Blaðsíða 7
í merkingunni ’glögg’. Menn munu ekki allir kunna því vel að „drekka glóð“ og því hefur verið gripið til samsetningarinnar;o/a- glóð. En auðvitað eru þetta ekki ákaflega sterk rök gegn orðinu og í rauninni f|arri kjama þessa máls. Hann er þessi: Glögg er frábærlega gott orð í íslensku og tilviljun ein að það hefur ekki verið haft um eitthvert kunnuglegt fyrirbæri í þúsund ár. Sama má segja um ýmis „óyrði“ sem ríma við dögg og högg, t.a.m. *ögg*hnögg og *kögg. Vel má reyndar vera að einhver af þessum stjörnumerktu hljóðarunum sé í rauninni íslenskt orð, e.t.v. mállýskubundið, þótt mér sé ekki kunnugt um það. Víst er að ræki eitthvert þessara „óyrða" á íjörurn- ar í útvarpsþættinum íslenskt mál yrði því tekið fagnandi sem góðu og gildu íslensku orði og það þótt einhver óvissa væri um kyn þess oguppruna. Hljóðasambandið <-ögg-fer sem sagt í einu og öllu að íslenskum hljóð- skipunarlögum. En því er eins farið um þetta rím og obbann af öðmm íslenskum rímsamstöfum að málið nýtir það ekki nema að litlu leyti, fyllir ekki í öll skörðin með raunverulegum orðum. Hver’ný „uppfylling" á borð við glögg er landauki í ríki málsins og það því óvinafagnaður að stjaka slíku orði á brott. En hér er fleira í efni. Orð eru ekki að- eins einingar til að tjá merkingu heldur eru þau líka oft menningarsögulegar minjar. Áður er nefnt að bók er sennilega tökuorð. Það er eitt af mörgum orðum sem talið er að hafi borist í norræn mál úr fornensku. Tvö önnur slík eru bókstafur og stafróf Saman segja þessi orð okkur nokkra sögu um samskipti norrænna manna og Engil- saxa við upphaf íslandsbyggðar og um rætur bókmenningar okkar, sögu sem ég er nokkuð viss um að menn vildu síður vera án._ íslenska skartar mýmörgum tökuorðum úr margvíslegustu málum, ekki síst „menn- ingartökuorðum" eins og bók, burgeis, krydd, kurteisi, purpuri og silki og segir hvert þeirra ofurlítið brot af íslenskri menn- ingarsögu. Glögg er auðsæilega enn eitt orðið í þessum stóra flokki „menningartöku- orða“ og er til marks um að þrátt fyrir of- boð engilsaxneskra menningaráhrifa hér á landi eru okkur ekki allar aðrar bjargir bannaðar. Sá siður manna að ylja sér við heitt rauðvín á aðventu hefur borist hingað með þeim fjölmörgu íslendingum sem dval- ist hafa um eitthvert skeið við nám eða störf í Svíþjóð. Um þetta er orðið glögg svolítill minnisvarði og ástæðulaust og reyndar spjöll að brjóta hann niður. Ensku „menn- ingartökuorðin" popp og rokk eru t.d. látin óáreitt, og er það vel, en óttaleg drýli eru þau þó í samanburði við glögg. Nú kann einhver að spyija hvort það hljóti ekki að vera glóð til gildis umfram glögg að það er af íslenskri rót og hvort glóð sé ekki til muna „gagnsærra“ orð en glögg. Báðar spurningarnar bera vott um rangan skilning sem því miður er of almenn- ur og hefur sett íslenskri nýmælasmíð óhæfílega þröngar skorður. Samsett orð, eins og t.d. landafræði, eru oft gagnsæ í þeim skilningi að þekki menn merkingu ein- stakra liða orðsins eru þeir nokkru nær um merkingu heildarinnar. Að sjálfsögðu á þetta hins vegar ekki við um ósamsett orð (og alls ekki öll samsett). Þannig er t.a.m. vita ögagnsætt að tala um land og strönd og eru orðin þó ekki verri fyrir það. Reynd- ar er það eitt af grundvallareinkennum málsins að það er einmitt alls ekki gagn- sætt. Samband hljóða og merkingar er með öllu handahófskennt og væri þessu ekki þannig farið væri mannlegt mál óhugsandi. Við getum reynt að ímynda okkur fólk líkja eftir ’landi’ eða ’strönd’ með hljóðum. Allt tal manna um að orð séu „gagnsæ“ er bersýnilega á hugtakaruglingi byggt. Það sem menn eiga við með þessu tali er að orð séu kunnugleg af öðrum orðum, hafi það sem kalla mætti tengslagildi. Þetta á eink- um við um samsett orð en einnig um ýmis ósamsett, afleidd orð. Þannig munu margir gera sér grein fyrir því að nafnorðið þota er dregið af lýsingarhætti sagnarinnar þjóta en þótt þetta sé ágætt er orðið þota ekki hótinu gagnsærra fyrir vikið. Og þegar að er gáð er tengslagildið ekki heldur ákaflega mikið því að ekki þýðir orðið hvaðeina sem þýtur. Nú má reyndar segja að það sé engin höfuðsynd að nota orðið gagnsæi um (aug- ljós) orðavensl, sé mönnum ljóst hvað við er átt. Ég get fallist á þetta og fjarri sé það mér að hafa eitthvað á móti slíku „gagn- sæi“ í stöku orðum. En menn geta þá rifist um hvort sé betra, lýðum ljós vensl eins orðs við annað eða það sem kalla mætti „menningarsögulegt gagnsæi". Vensl orðs- ins glóð við sögnina glóa ættu t.d. ekki vefjast fyrir neinum en þegar menn hafa það í staðinn fyrir glögg er um menningar- sögulegá fölsun að ræða menningarsögu-l legu gagnsæi er fórnað fyrir tengslagildi. Auk þess er ekki alveg augljóst að glóð eigi að þýða ’heitt og kryddblandað rauðvín’ (frekar en t.d. ’heitur hrísgijónagrautur’ eða ’rauðglóandi rafmagnsofn’), þ.e.a.s. tengsla- gildi orðsins í þessari merkingu er ekki ákaflega skýrt. En hvað sem þessum vanga- veltum líður er það auðvitað aðalatriði í málinu að „gagnsæi", hverrar tegundar sem það er, er í besta falli til prýði en getur ekki ráðið og á ekki að ráða hvaða orð telj- ast á vetur setjandi, sbr. land og strönd. Krafa um almennt „gagnsæi“ orða er ekki aðeins óraunsæ heldur einnig krafa um málfátækt, fáa grunnorðstofna í málinu. Hugtakið „íslensk rót“ á ekki heldur af- skaplega brýnt erindi inn í umræðu um töku- orð og nýyrði. í fyrsta lagi eru hérlend orð yfírleitt ekki af séríslenskri rót heldur af norrænum eða öðrum fjarstæðari toga og því getur það varla skipt sköpum um „gæði“ orða hvort þau hafa borist hingað með nor- rænum mönnum á 9. og 10. öld eða síðar. Það verður m.ö.o. ekki séð að norræna orð- ið glögg sé á nokkum hátt lakara orð en t.d. norræna orðið jól þótt það hafi ekki haft jafn langa landvist hér. í öðru lagi er ein orðrót annarri ekki betri fyrir það eitt að vera af einhveijum ákveðnum uppruna - eða rasa. Þannig er vandséð að grískur uppruni spilli svo mjög fyrir orðinu prestur að það sé miklu lakara orð en t.d. hestur Og ekki sýnist mér að kokkur og trukkur séu verri.orð en t.d. hnakkur eða skrokkur þótt þýskir segi Koch og enskir truck. Það ofurkapp sem sumir leggja á að ný ósamsett orð séu af íslenskri rót er ankanna- legt. En auk þess hefur þetta sjónarmið, ásamt áðurnefndri hugmynd um „gagnsæi“, skrumskælt íslenska mályrkju, dregið auka- atriði fram á kostnað aðalatriða og þar með hindrað að mótuð væri skynsamleg mál- stefna. Tölva og simi eru t.d. margrómuð nýyrði, einkum vegna þess að þau eru dreg- in af íslenskum orðum, tala og fomyrðinu +síma (sem er að sjálfsögðu algerlega „ógagnsætt" nútímamönnum). En auðvitað er þetta eins og hvert annað rugl. Tölva og sími em ekki hótinu betri til síns brúks en t.d. tökuorðin banki og gír og við hefðum ekki verið neinu verr sett með einhveijar snaggaralegar íslenskanir á ensku orðunum computer og telephone (eða d. telefon), t.d. *kompur og fónn eða *teli. Þegar um það er að ræða hvort hafa eigi ný orð af íslenskri rót eða útlendri skiptir auðvitað höfuðmáli hvort orðin eru heiti á nýjungum sem verið er að orða á íslensku í fyrsta sinn eða koma í stað gamalgróinna íslenskra orða. í fyrra tilvikinu á málrækt við en málvernd í hinu síðara. En þegar menn heimta að erlendum nýjungum á sviði verk- og hugmennta séu fengin „gagnsæ" heiti af íslenskri rót er um einhvers konar misskilda málvemd að ræða þar sem hún á alls ekki við, háskalegan mgling á málvernd og málrækt. Ég skal nú skýra þetta aðeins nánar. Öfgafull hreintungustefna kallar á and- stæðu sína og því er það að sumir sem aðra málstefnu hafa tala af lítilsvirðingu um málvernd og telja hana standa í vegi fyrir málrækt og nauðsynlegri málþróun. Hafí menn réttan hugtakaskilning er þó augljóst að bæði málvemd og málrækt eiga rétt á sér. Málvernd stuðlar að því að við eigum enn um sinn sæmilega greiðan að- gang að fortíð okkar og fommenntum og á að réttu lagi að beinast að varðveislu sjálfs málkerfísins og sem flestra þeirra orða sem fyrir em í málinu, eftir því sem fært og skynsamlegt getur talist. Hugsum okkur að menn hættu að nenna að segja t.d. dagur, guð og helgi en fæm þess í stað að segja ávallt *dei*godd og *víkend. Gerð- ist þetta í umtalsverðum mæli væri góðu málsambandi okkar við fortíðina augljóslega stefnt í fullkominn voða. Þetta er aðal- atriði. Það skiptir hins vegar litlu eða alls engu í þessu sambandi hvort menn segja glögg eða glóð, kúpling eða fótstig, róbóti, vélmenni eða jálkur(!) (eins og einhver mun hafa stungið upp á). Glóð í merkingunni ’glögg’, fótstig og vélmenni eða jálkur efla naumast skilning á Eglu og Njálu umfram glögg, kúpling og róbóti. / Af sjálfu leiðir að margbreytni er oft að tökuorðum, sbr. almanak og dagatal og fjöl- mörg önnur slík pör. Um það er hins vegar ekki deilt að standa beri fast gegn afíslensk- un á borð við *dei fyrir dagur. Og þeir munu líka fáir sem em formælendur þess að íslenska taki við miklum fjölda af óís- lenskulegum orðmyndum til að tákna er- lendar nýjungar sem hingað berast, eins og t.d. kompjúter, telefón og róbot. Hér er komið að öðru aðalatriði þessa máls. Orðmyndir eins og kompjúter og rób- ot eiga sér engan augljósan samastað í beyg- ingakerfi málsins. Eins og dæmin sanna er skaðlaust að' veita stðku brði afiþéssú talgi viðtöku enda gefst málinu þá ráðrúm til að sníða af þeim verstu skafankana. Hér má taka dæmi af biskup og Jón sem að réttu lagi ættu að vera *biskupur og *Jónn í nefnifalli en em ekki til skaða og hegða sér enda skikkanlega að öðru leyti. Mjög mikil og ör upptaka óíslenskulegra orðmynda er hins vegar háskaleg, ylli vísast umtalsverð- um spjöllum á beygingakerfínu eða legði það jafnvel í rúst á skömmum tíma. Aftur er það á hinn bóginn fullkomið aukaatriði hvort menn fínna nýjungum orð af íslenskri rót eða laga tökuorð að lögum málsins. Tölva sími og jálkur beygjast ekki hótinu betur en t.d. *kompur *teli og róbóti. Annað atriði sem hafa ber í huga þegar ný orð eru tekin inn í málið er hljóðafar þeirra. Ný orð þurfa sem sagt ekki aðeins að beygjast eftir íslenskum reglum heldur einnig að.fara að hljóðskipunarlögum tung- unnar. Jeppi er að þessu leyti prýðisorð en *djíp alveg ótækt því að hljóðskipunin djí- er vond í íslensku og það breytti engu um þetta þótt *djíp væri haft í hvorugkyni og beygt eins og borð. Djass og jass em hins vegar bæði í góðu lagi. Matematík og astr- ónómía em slettur sem eiga sér langan ald- ur í tali skólafólks og beygjast með sóma en ná ekki að festast í máli almennings vegna mikils atkvæðafjölda í bland við óís- lenskulegt, hljóðafar. Banani og kartafla standa sig að þessu leyti betur og því er það að flestum fínnst fráleitt eða í besta falli broslegt að tala um bjúgaldin og jarð- epli. íslensk málvernd og málrækt snýst að sjálfsögðu ekki aðeins um orð. En að því er orðfærið varðar sérstaklega hafa ýmis aukaatriði nú verið skilin frá þremur einföld- um meginatriðum: 1) Standa ber vörð um gamalgróin orð sem einhver not em fyrir, þ. á m. tökuorð. 2) Kosta skal kapps um að ný orð beyg- ist samkvæmt íslenskum reglum. 3) Ný orð skulu allajafna fara að íslensk- um hljóðskipunarlögum. Þetta mættu sem best vera fyrstu þijú boðorðin í opinberri málstefnu á Íslandi enda gæti eflaust tekist um þau mjög al- mennt samkomulag. Það á hins vegar ekki að vera og .getur aldrei orðið þáttur í íslenskri málstefnu að segja glóð í staðinn fyrir glögg, jálkur í stað róbóti eða bjúgald- in fyrir banani. Nú má reyndar benda á að glóð, jálkur og bjúgaldin fari að íslenskum hljóð- og beygingareglum og því sé það skaðlaust þótt menn haldi þessum og öðrum viðlíka nýmælum fram. En þetta er því miður vond- ur misskilningur. Með nýmælum af þessu tagi eru menn að stugga við góðum tökuorð- um sem þegar hafa náð nokkurri eða jafn- vel algerri rótfestu. Ávinningurinn er enginn en tjónið umtalsvert: Ringulreið í málfars- efnum, efasemdir almennings um eigið málfarságæti og minni málkjarkur hans. í annan stað þyrla menn upp ryki um einskis- verð aukaatriði, beina málumræðu frá meg- inatriðum og hindra svo að mótuð sé skyn- samleg málstefna. Loks eru tillögur af þessu sauðahúsi auðvitað bara hlægilegar. Með þeim gera menn sjálfa sig að viðundri, koma því inn hjá almenningi að málrækt sé aðeins fyrir hjákátlega sérvitringa og stuðla svo að því að hann verði öllu sem að málrækt lýtur fráhverfur. Sú almenna óvissa sem hér er um hvað sé skynsemi og hvað glópska í málfarsefnum veldur því m.a. að einstakir málfrömuðir komast óáreittir upp með alls kyns dáraskap í nafni málvöndunar. Einhver slíkur frömuð- ur mun t.d. vera ábyrgur fyrir því að marg ir fréttamenn útvarps og sjónvarps eru tekn- ir upp á að segja Japanar og íranar í stað- inn fyrir Japanir og íranir og má víst þakka fyrir meðan ekki er sagt *Danar og *afglap- ir. Forsetningar eru nú líka í mikilli ónáð hjá ýmsum fjölmiðlurum. Oft er fundið að tvítekningu forsetninga, eins og í tilbúinn til að og hefur sumum dottið í hug að betra sé að segja tilbúinn að Aðfinnslur á þessa leið vekja nú slíkan ótta við forsetningar á undan skýringarsetningum og nafnháttum að ýmsir virðast telja áhættuminnst að sleppa þeim alveg og segja því tekin var ákvörðun að (svipað og tíðkast í ensku, t.d.) ogtala jafnvel um að menn hafi áhuga að. Eins og þessi dæmi sýna eru öfgar og dyntir ekki til framdráttar íslenskri mál- rækt. Snjöll tökuorð eins og glögg og ró- bóti kartafla og banani tankur og gír bera því hins vegar vitni að almenningur er full- fær um að velja og móta ný orð svo að vel fari. Það er vel því þótt suniir virðist halda eitthvað annað er framtíð íslenskrar tungu á valdi almennings. Glögg skal það heita. Höfundur er málfræðingur og dósent við Há- skóla Islands. l'ts.'PMtinLTOú bH'n i-ist' "ru prr x-1 íf SIGRÚN E. HÁKONARDÓTTIR Minning um eyðibyggð Hús við húsá gömlum grunnum standa, grasivaxinn stíginn treður enginn, voru byggð af mætti margra handa, mörg hér voru sporin áður gengin. Innan dyra ekkert ersem forðum, annarlegur bjarmi skín á rykið, diskar standa steinrunnir á borðum, stólar brotnir þoidu fyrrum mikið. Úti fyrirgrasiðgrænt um hólinn grær og veitir engum saðning lengur. Enn af himni sína geisla sólin sendir jafnt og þá er varstu drengur. Þar sem áður lék sér lamb íhaga, leika fyrir vindum mold og sandar. Sama forsjón elskar allt sem andar, ogþá horfnu sólskinsbjörtu daga. Enn þá kyssa bárur bera kletta, en bátar mosagrónir út um tanga bíða þess, sem víst mun aldrei verða að vaggi á ný í mjúku hafsins fangi. Og þó að hruninn vitinn vísi ei neinum veginn heim að landi í myrkri nætur, sáu ljósið synir hafs og dætur skína töfrabjart frá honum einum. Einhvers staðar gamall maður grætur gengna tíð við náttúrunnar hjarta þar sem ungur drengur átti bjarta æskudaga innst við landsins rætur. ) Höfundurvinnurá skrifstofu í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. MARZ 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.