Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Síða 5
Ég kom fyrst til Spánar árið 1956, árið sem byltingin varð í Ungverjalandi. Spán- veijar voru þá ekki búnir að jafna sig eftir borgarastyijöldina. Þar var almenn fátækt og stöðnun ríkti á mörgum sviðum. Þessu stöðnunartímabili lauk í raun og veru ekki fyrr en eftir dauða Francos. Spánn var þá mikið afturúr, sem kallað er og skar sig mjög frá öðrum Evrópuþjóðum. En það var líka ýmislegt sérkennilegt sem maður fann á Spáni sem aðrir höfðu lagt fyrir róða, daglegt líf var um margt líkt því sem tíðkað- ist annars staðar á síðustu öld. Öll sið- ferðileg viðhorf voru í ákaflega föstum skorðum og það lá þung félagsleg refsing við að bijóta gegn þeim. Það var mikið eftirlit með unglingum, sérstaklega bjuggu ungar stúlkur við mikinn húsaga. Lausa- kaup með þeim í skúmaskotum var hvorki leyfilegt né tíðkanlegt. Ég fór heim eftir þennan vetur á Spáni og fór að vinna við blaðamennsku á Tíman- um. Ég var alinn upp á góðu framsóknar- heimili svo það lá beint við. Ég hafði enda sent þangað pistla frá Spáni. Það var Hauk- ur Snorrason sem réði mig. Fljótlega eftir að ég bytjaði í blaðamennskunni fór ég að skrifa bækur. Ég gaf út smásagnasafnið Hitabylgju árið 1960 og skáldsöguna Dag- blað árið 1964. Síðan hef ég ekki skrifað fleiri bækur af því tagi. Það er sagt að ljóð séu lóðrétt en óbundið mál íárétt. Eg missti snemma áhugann á því lárétta en áhugi minn á því lóðrétta óx. Minn tími til að yrkja er á morgnana milli klukkan fimm og sjö. Það er gott að fara á fætur vel sofinn og yrkja meðan maður man drauma sína. Ég var á Tímanum í 8 ár og vann þar flest nema að skrifa leiðara. I dag lít ég á dagblöð einsog hver annar lesandi. Eftir þessi átta ár langaði mig að breyta til og flutti mig yfir á Fréttastofu útvarps. Þar var mér tekið mjög vel. Stefán Jónsson fylgdi mér inn á hvert herbergi í húsinu og kynnti mig fyrir fólki. Ég lagði mig aldr- ei sérstaklega fram um að tala í útvarp. Ég hitti um daginn gamlan samstarfsmann minn af fréttistofunni og hánn sagði við mig: „Þú varst nú alltaf á móti fréttum og ég virði það við þig.“ Ég efa það að ég hafi nokkurn tíma á móti fréttum, en ég hef kannski verið á móti því fyrirkomulagi sem tíðkaðist á fréttaflutningi. Ég man ég stakk uppá því að fréttatímarnir yrðu af- markaðir þannig að það væri ákveðið svig- rúm sem mætti ætla þeim á hveijum degi, en engin skylda að uppfylla þetta svigrúm. Ef ekkert væri í fréttum þá mætti segja það, ef fréttaefni entist svona í 5 til 10 mínútur, þá það. Sá tími sem eftir væri yrði uppfylltur með spilverki af grammi- fónsplötum. Ég held að Jón heitinn Magnús- son hafi verið hlynntur þessu því hann komst einhvern tíma svo að orði: „Okkar hlutverk er ekki að búa til fréttir,“ og átti þá við að okkar hlutverk væri að segja frétt- ir og afla frétta en ekki að búa þær til. En með fjölgun og lengingu fréttatíma þá varð það knýjandi nauðsyn að búa til frétt- ir enda var það gert í stórum stíl og svo er enn.“ Lengst af var Baldur í innlendum fréttum og var ég samstarfsmaður hans á fréttastof- unni um nokkurt skeið. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég hóf störf þar var skilti sem var á borði Baldurs, en á því stóð: Undefined flying object inspector sem í þýðingu Baldurs hljóðar svo: Eftirlitsmað-. ur fljúgandi furðuhluta. Ég nefni þetta skilti við Baldur og hann hlær við. „Það komu eitt sinn einhveijar fréttir af slíkum hlutum þegar ég var á vaktinni og það kom í minn hlut að skrifa um þá frétt. Jón Örn Marinósson henti þetta á lofti og gerði grín að öllu saman eins og hans er von og vísa, enda vorum við þá sessunautar. Hann bjó til þetta skilti. Það var nær alltaf góður andi á fréttastofunni," segir Baldur. „Ég vann fyrstu árin með hinum landskunnu fréttamönnum, Thorolf Smith, Hendrik Ott- óssyni og Stefáni Jónssyni. Þetta voru skemmtilegir menn og léttir í máli. Frétta- stjóri var Jón Magnússon, hann var merki- legur maður, hans verkstjórn var ákaflega markviss og hann var óvenjulega réttsýnn maður og fljótur að átta sig og bregðast við hveiju sem var. Af honum lærði ég mikið í fréttamennsku. Hann dó langt fyrir aldur fram. Það eru rúm fimm ár síðan ég hætti á fréttastofunni og hóf að gefa út Fréttabréf Ríkisútvarpsins. Ég hef verið þar í smáverkum og líkar það vel. Lao Tse segir að menn eigi að starfa án strits, það hef ég alltaf reynt að gera. Núna fylgist ég helst með fréttum í sjónvarpi og hlusta á útvarpsfréttir ef ég er staddur í bíl. En ég losaði mig við bílinn minn fyrir tveimur árum svo það er ekki mjög oft að svo ber við. Meðan við Baldur höfum talað hefur fé- lagi Mao horft á okkur syfjulegum augum af teiknaðri mynd eftir Gylfa Gíslason. Á lessum tímum játninga og hreinsana eru flestir búnir að stafla öllum myndum af látnum kommúnistaforingjum inn í geymslu, ef þeim hefur hreinlega ekki ver- ið hent. Ég spyr Baldur hvort þessi mynd sýni hug hans í pólitískum efnum. „Ætli ég hafi ekki „bilast í Ungó“ einsog Þórberg- ur Þórðarson orðaði það,“ svarar Baldur. „Ég átti vissulega mína bamatrú en ég gekk að miklu leyti af þeirri trú árið 1956. Það er raunar svo að það hefði verið eitt- hvað bogið við ungling frá alþýðuheimili sem ekki varð snortinn af vinstri stefnu í þá daga. Ég kann hins vegar ekki við svo- kallað hreinsunarhugarfar, bæði hjá vinstri eða hægri mönnum. Mér finnst að menn ættu að láta sér hægt í kröfum sínum um iðrun og yfirbót. Það er erfítt að spá, sér- staklega um framtíðina. Það er mikið látið núna með Gorbatsjov, menn vilja láta hann hafa enn meiri völd. En éjg held að reynsl- an sýni að valdið spilli. Eg er ekkert viss um að Ceausescu sálugi hafi verið bijálaður alla tíð. En það fer hins vegar ekki milli mála að hann verði að teljast hafa verið það í ellinni og þau hjón raunar bæði. En gæti ekki átt sér stað að eitthvað færi að bjáta á með heilsuna hjá Gorbatsjov ef hann yrði gerður svo valdamikill að hann fengi öllu að ráða í sovéska heimsveldinu árum sam- an? Hvað pólitískan áhuga minn snertir þá hef ég takmarkaðan áhuga á pólitík sem ’ snýst um vasapeninga þeirra sem hlut eiga að máli, eins og sú íslenska gerir oft á tíðum.“ Það eru komin tvö ár síðan það kom fyrst til tals milli okkar Baldurs ég tæki við hann viðtal. En hann var hálf hlélegur við það, einsog hann orðar það. „Þetta er kannski fyrirtekt, en mér hefur þótt nóg um hvað rithöfundar hafa farið geyst í blöð- unum á undanfömum árum, sérstaklega á bókavertíðinni frá því síðsumars og fram undir jól,“ segir Baldur. „Mér finnst það dálítið brogað ef rithöfundar neyðast til að selja bækur sínar sem koma út hjá forlög- um. Með því að láta tala við sig á hverri stöð og á hveiju blaði, árita bækur í bóka- verslunum, klifra utan á húsveggjum, fljúga um í þyrlu og guð má vita hvað. Lao Tse segir: Áð afloknu góðu verki og þegar heið- ur er fenginn á verkamaðurinn að draga sig í hlé. Kannski óttast menn að þeir fái engan heiður. En hvað táknar það annað en offramleiðslu á bókum? Sú offramleiðsla veldur því að höfundar sjá sig tilneydda til þess að láta meira og meira á skrípatorg- inu. Ég kynntist þessu ofurlítið þegar fyrsta bókin mín kom út, auglýsingafarganið var þá byijað. Uppúr því áttaði ég mig á því hvað þetta er viðsjárvert.“ Þegar tal okkar Baldurs tekur að hníga að lesendum nær hann í Ljóðorminn og flettir þar uppá þýðingu Eysteins Þorvalds- sonar á ágætri ritgerð eftir T.S. Eliot, sem heitir: Félagslegt hlutverk ljóðlistar. Þar segir Eliot að það hæfí skáldi best að eiga sér fámennan lesendahóp. En lesendurnir þurfí að vera góðir og áhrifamiklir. Ef séu þeir hins vegar margir þá kunni að vera eitthvað bogið við skáldskapinn. Hér hættir Baldur að glugga í ritgerðina en segir mér þess í stað svolitla sögu: „Ég hitti eitt sinn karl uppá lofti í Naustinu. Hann sagði mér það að ég ætti svona tvö hundruð lesend- ur. Ég spurði hvort hann héldi virkilega að þeir væru svo margir. „Já,“ sagði hann, „ég er búinn að reikna það út og ég fer nokkuð nærri um þetta.“ Ég varð feginn og þóttist góður að eiga þennan lesendahóp og vona bara að maðurinn hafi áætlað rétt og að þetta séu lesendur í anda Eliots." Spjall okkar endar með því að Baldur tekur að vitna í ritgerð eftir Lorca sem heitir E1 duende, sem útleggst á íslensku Dunandi. „Þar segir Lorca að til séu þijár tegundir af skáldum. Skáld sem eigi sér skáldgyðju, skáld sem eigi sér engil og þriðji hópurinn og líklega sá fámennasti sem eigi sér anda, einskonar jarðálf, sem heim- sækir ekki bara skáld heldur marga aðra listamenn. Þegar t.d. litlar spænskar stúlk- ur dansa á berri jörðinni þá smýgur hann uppí iljarnar á þeim. Þegar hann er kominn upp undir hné verða allir komu hans varir og fólkið tekur að hrópa Olé, sem líklega er afbökun á orðinu Allah. Andinn nær valdi á listamanninum. Þessarþijártegund- ir skálda eru næsta ólíkar, engillinn leið- beinir sínum skáldum, gyðjan þylur í eyra en dunandinn smýgur inn í líkama skálds- ins og altekur hann. E1 duende býr ekki í manni stöðugt heldur kemur til manna utan frá og fer síðan aftur. Þetta held ég að sé viðhorf ýmsra skálda en kann að vera ofurl- ítið feimnismál sumra þeirra, því þetta er erfitt að útskýra. Dunandinn kemur í blóð- ið“ i * * s 11 ti i: i ÁRNI GRÉTAR FINNSSON Gatan mín Margir hafa gengið þessa götu gamla horfna tíð, eftir henni líkt og straumur líður lífið ár og sfð. Löngum hafa lítil barna augu litið þennan hring. Heimur þeirra hann var þessi gata, húsin allt í kring. Innan tíðar uxu þau úr grasi og til þeirra sást laumast til að flétta saman fingrum í feimnislegri ást. Svo giftu þau sig gjarnan - börnin fæddust og gatan sífellt fékk nýjan svip með nýrri kynslóð hverri, sem niður hana gekk. Já, kynsióðirnar koma hratt og fara. Við könnumst við þá sjón, er leiðast þau, sem léku börn hér forðum, nú lúin gömul hjón. Minningar frá gömlum dögum gieymast, gleymast dægurmál fólksins, sem að forðum þessa götu fyllti líf og sál. Höfundur er lögfræðingur og bæjar- stjórnarmaður í Hafnarfirði. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir Skiptirþað máli?og út kom hjá bókaforlaginu Skugg- sjá. í bókinni eru teikningar eftir Eirík Smith. Ljóðið birtist í Lesbók 3. marz, en þau mistök urðu, að tvö síðustu erindin féllu niður og eru höfundur og lesendur beðnir veivirðingar á því. GEIR G. GUNNLAUGSSON - Góðar fréttir Það rofar í mannlífsins myrka geim við morgunsins skínandi roða, er fréttir úr austursins fjarlæga heim frelsi og hamingju boða. Að vera komna úr hafvillu heim hlekki og múra brjóta. Éggæti af hjarta glaðst með þeim sem gleðinnar munu njóta. Konan við Esjurætur Vorkvöldin hennar voru löng hún vakti um bjartar nætur, hún kunni svo mikið afkvæðum og söng konan við Esjurætur. Sú kona var bæði voldug og vís vinnandi öllum stundum. Fjallið var eins og fegurðardís með fossum og gróðrarlundum. í hlíðinni lindirnar breiddu’út sinn barm og breyttust í skínandi fossa, og elskendur leiddust þar arm í arm í unaði brennheitra kossa. Nú eru vorkvöldin liðin löng — og lítið í dyggðabrunni. Konan erhorfin sem kvaðogsöng kvæðin sem þjóðin unni. Hlíðin er orðin að hijóstrugum mel og horfnar rósirnar mínar, mér fannst eins og hjarta mitt frysi í hel að frétta um ófarir þínar. Þvíhefégsvo margoft hugminn spurt þá hrunið er flest til grunna: Féllust þeim hendur? Fluttu þeir burt, sem frelsi og gróðri unna? Höfundur er bóndi í Lundi í Fossvogi. VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR Anna Jóna (in memoriam) „Ekki nafn á gamalli konu,“ sagðir þú. Nei, þú ert síung fæðist á hverju vori í blómum og fuglasöng frjósamri mold og hækkandi sól. Sköpunarkraftur náttúrunnar fijóduft vorsins. Anna Jóna Vor I loftinu angan Ijúfra tóna Söngur spörfuglanna sætur eins og sumarið sem brýtur sér leið gegnum kulda, myrkur og klakabönd. Það vorar. Höfundur er blaðamaður og þjóðfélags- fræðingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. MARZ 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.