Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Blaðsíða 6
ísólfsskáli
Á ÍSÓLFSSKÁLA
Næsti bær við Krýsuvík-
urlönd að vestanverðu
er ísólfsskáli. Bærinn
stendur undir lágu
hararabelti í góðu skjóli
fyrir norðanáttinni. í
jarðamatsbók er jörðin
talin vera 16 hundruð
að dýrleika. Veglengd frá Þórkötlustöðum til
ísólfsskála er um það bil 25 km og liggur
upp svokallaða Hálsa, kringum Festarfjall og
niður að sjó á hægri hönd. Hlunnindi jarðar-
innar eru talin vera trjáreki og selalátur und-
ir Festarfjalli. En eins og öllum mun nú ljóst
vega slík hlunnindi ekki þungt nú þótt góð
þættu fyrr á öldum. Landrými er mikið á
Isólfsskála en ákaflega hijóstrugt og illt yfir-
ferðar, hraun og sandur. Það má raunar telj-
ast furðulegt að hægt skuli vera að búa þar
góðu búi á landbúnaði eingöngu og einhvern
veginn fínnst manni margir staðir ákjósan-
legri til landbúnaðar. Þarf ekki að lfta nema
fáeina kílómetra í austurátt til að sannfærast
um það.
í mínu ungdæmi bjuggu á ísólfsskála hjón-
in Agnes og Guðmundur Guðmundsson, mik-
il ágætis hjón. í þá daga var það talin holl
og góð skemmtun að fara um helgar þegar
vel viðraði í útreiðartúra frá Grindavík til
Krýsuvíkur. Var þá stundum komið við í heim-
leið á ísólfsskála, þar sem vel var tekið á
móti gestum.
Á þeim árum stundaði ísólfsskálabóndinn
venjulega sjóróðra á vetrarvertíðum frá Þór-
kötíustöðum í Grindavík, og þá að venju hjá
bróður sínum, Hjálmari á Þórkötlustöðum,
miklum og aflasælum dugnaðarformanni. Það
var að vísu ekkert óvanalegt í þá daga að
bændur stunduðu sjóróðra á vetrarvertíðum
til að afla búum sínum fiskmetis, sem allsstað-
ar var talið sjálfsagt og nauðsynlegt. En það
er hollt fyrir nútímamenn að gera sér grein
fyrir því hvað forfeður okkar þurftu oft mik-
ið á sig að leggja. Guðmundur þurfti mjög
oft að ganga frá ísólfsskála til skips, vega-
lengd sem er um 25 kílómetrar, eins og áður
er getið. Hvernig skyldi ungum mönnum lítast
á að gera slíkt í dag.
Þau ísólfsskálahjón, Agnes og Guðmund-
ur, bjuggu góðu búi, þótt aðstæður væru oft
þröngar frá náttúrunnar hendi. Fjölskyldan
var stór, enda börnin mörg. Ég þekkti flest
þeirra vel. Sum voru um tíma á heimili for-
eldra minna og önnur unnu undir minní stjórn
í fyrirtæki föður míns. Öll voru þau öndvegis-
manneskjur, dugandi, heilbrigð og ráðvönd.
ísólfur sonur þeirra ágætu hjóna er nú eig-
andi jarðarinnar ásamt konu sinni Herte, sem
er af þýskum ættum. Þau búa þar mýndarbúi.
Það er með ólíkindum, hversu búskapur á
ísólfsskála hefur dafnað vel á liðnum árum
og lýsir það best dugnaði þeirra hjóna Hertu
og Isólfs. Bæði hafa þau starfað við búskap-
inn svo að segja myrkranna á milli.
Þess má geta, að ísólfur er afbragðs
grenjaskytta.
Það er athyglisvert hversu búskapurinn
hefur blessast vel hjá þessu dugnaðarfólki,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður frá náttúrunnar
hendi.
Hjónin á Isólfsskála, Agnes og Guðmundur Guðmundsson.
ÓLAFUR E. EINARSSON
ísleifur á ísólfsskála.
. i I
11 ---f
Þula frá
Selatöngum
ILesbók Morgunblaðsins 25. nóv-
ember 1989 skrifar Ólafur Ein-
arsson frá Garðhúsum í
Grindavík smágrein um útræði
frá Selatöngum og lýkur hann grein-
inni með þulu sem hann telur að
unglingspiltur hafi ort, sem þar var
við sjóróðra. Pilturinn hafi orðið möt-
ustuttur og félagar hans þá lofað
honum að bæta þann baga ef hann
gæti komið nöfnum allra þeirra í eina
þulu. Ólafur lýkur greininni með
þessari nafnaþulu sem mér finnst þar
nokkuð endaslepp.
Þegar ég var ungur drengur lærði
ég þessa þulu hjá afa mínum: Jóni
Ólafssyni, bónda í Tungu í Fljótshlíð,
sem var fæddur árið 1842. Hann
stundaði sjóróðra á sínum yngri árum
á Loftstöðum, Þorlákshöfn og víðar
og mun hafa lært þuluna þar syðra,
hann hafði þuluna allmiklu lengri en
Ólafur og mun ég nú setja hana hér
eins og ég lærði hana og hef kunnað
frá barnæsku.
Þulan er á þessa leið.
Tuttugu og þijá Jóna telja má,
tvo Áma, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein þá,
Þorvald, Gunnlaug, Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar,
Vilhjálmur Gesti verður jafn,
Vernharður, tveir Bjarnar.
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil,
Erlenda þijá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markús snar,
með þeim Hannes, tveir Sigurðar,
Loftur, Hallvarður, Hálfdán senn,
þar sést hann Narfi hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn
sjálfur Guð annist þá.
ODDGEIR GUÐJÓNSSON, Tungu í
Fljótshlíð.
KRISTINN GÍSLI
MAGNÚSSON
Fjötrar
Sársaukinn
þetta hvassviðri
æsku minnar
Stóð ég einn undir orðum:
þaggaður niður
Starði voteygður
missti tak
Sárt undan höggum
verð ég gegnblautur
til skrauts
í andliti mínu
Höfundur er prentari