Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1990, Side 9
bjargar-á- Frakkastíg- 17 er Sæmundur Páls-
son sá frægi lögregluþjónn, öðru nafni Sæmi
rokk.
Forseti Alinn Upp í Skúr
Á 19 er einlyft timburhús. Þar bjó Gunn-
ar Björnsson skósmiður framanaf en síðar
Helgi Sæmundsson sjómaður, bróðir Nínu
myndhöggvara, og enn síðar Jón Guðmunds-
son verkamaður. Á nr. 20 er múrhúðað timb-
urhús frá 1907, byggt af Steingrími Guð-
mundssyni, afa Steingríms Hermannssonar
ráðherra. Þar bjó lengi Magnús Magnússon
múrari og síðar tengdasonur hans, Árni
Þórðarson sjómaður. í steinhúsinu á 21
bjuggu feðgarnir Eiríkur Sigurðsson tré-
smiður og Sigurður Júlíus Eiríksson múrari.
Á 22 er myndarlegt timburhús með gluggum
í Vínar-júgend-stíl. í því húsi hafa fjölmarg-
ir menn búið, m.a. Gísli Jóhannsson frá
Eyrarbakka en meðal barna hans voru Jó-
hann starfsmannastjóri Flugfélags íslands
og Garðar flugmaður.
Á 23 er pínulítið timburhús en vel hirt.
Þetta var upphaflega skúr en árið 1920 fékk
Jón Guðmundsson sjómaður leyfi til að
breyta honum í íbúð. Jón fórst með Leifi
heppna í Halaveðrinu mikla 1925 og síðan
bjó ekkja hans, Gróa R. Jóhannesdóttir, í
þessu litla húsi ásamt börnum sínum. Eitt
þeirra var Snorri Jónsson járnsmiður, fyrr-
verandi forseti Alþýðusambands íslands.
Á Frakkastíg 24 er tvílyft forskallað timb-
urhús inni í sérkennilegum garði, skreyttum
hraungrýti. Áfast er tvílyft steinhús nr. 24B.
Hér bjó sama ijölskyldan lengi, fyrst Guð-
mundur Höskuldsson bókbindari og síðan
synir hans, þeir Guðmundur Elías járnsmiður
og Valdimar skipstjóri. Loks bjó Einar járn-
smjður, sonur Guðmundar Elíasar, á 24.
í framhaldi af húsunum nr. 24 og 24B
og áfast er húsið Frakkakstígur 26B. Þar
bjó meðal annarra Ingólfur Jónsson banka-
ritari í Útvegsbankanum. Framan við það,
við götuna, er svo Frakkastígur 26A, einlyft
steinhús frá 1923. Það reisti Guðlaugur
Guðlaugsson verkamaður sem kallaður var
Laugi frá Árbæ af því að hánn var tengda-
sonur Margrétar á Árbæ. Nú býr þar sonur
hans, Erlendur prentari.
Á 25 var timburhús, sem rifið var árið
1963. Þar bjó frá 1912 til dauðadags 1941
ísólfur Pálsson organleikari og tónskáld frá
Stokkseyri, faðir Páls ísólfssonar tónskálds
og þeirra bræðra og hafa því oft úr því
húsi hljómað ljúfir tónar.
NÚ TÓK FYRST í HNÚKANA
Þar rétt fyrir ofan var hið merka Listvina-
hús sem einnig var rifið 1963 til að rýma
fyrir viðbyggingu Iðnskólans. Þórarinn B.
Þorláksson listmálari átti mikinn þátt í til-
urð Listvinafélagsins árið 1919 en það reisti
húsið á þessum stað, langa einlyfta stein-
byggingu. Listvinafélagið átti að styðja lista-
menn, fræða almenning um listir og halda
sýningar. Björn Th. Björnsson segir um þetta
félag:
„Frá stofnun Listvinafélags Islands árið
1919 hafði það gengist fyrir almennum sýn-
ingum — að tveimur árum undanskildum —
og dómnefndir félagsins valið myndirnar. Á
sýningu þess vorið 1925 kom fram mikil
óánægja með valið til hennar, og var þá
horfið að því vafasma ráði að hafa vorsýning-
una 1927 frjálsa öllum þeim er myndir vildu
senda. En nú tók fyrst í hnúkana. Sumir
reiddust því, að hér væri öllum sleppt lausum
sem á pentskúf gætu haldið, en aðrir hinu,
að reyndari listamenn „köstuðu rusli inn á
sýninguna" í óvirðingarskyni við þá ungu.
Jóhannes Kjarval birti auglýsingu í blöðun-
um þess efnis, „að hann vari alla þá við, er
listsýningar sækja, að fara ekki á sýningu
Listvinafélagsins, sem nú er, vegna þess,
að hann álítur, að hætta stafi af að vera í
miðsal hússins, vegna sprunginna veggja og
rangrar byggingar á þakinu".
Þótt formaður Listvinafélagsins, Th.
Krabbe vitamálastjóri, mótmælti þessu um
loftið og veggina í miðsalnum sem hreinum
uppspuna, sýndist öðrum Kjarval hafa nokk-
ur lög að mæla. - - -
Sýning þessi markaði áfanga að ýmsu
leyti, en það gerir hana þó sögulegasta, að
þar komu fram þrír ungir menn sem áttu
síðar eftir að leiða umbyltinguna í íslenskri
málaralist, þeir Snorri Arinbjarnar, Þorvald-
ur Skúlason og Gunnlaugur Óskar Schev-
ing.“
Deilur þær sem Björn getur um urðu svo
til þess að Ljstvinafélagið liðaðist í sundur
þetta vor. Haustið 1929 tók Guðmundur
Einarsson frá Miðdal húsið á leigu og hóf
þar framleiðslu á leirmunum sem var algjör
nýjung hér á landi. Rjúpurnar, hrafnarnir
og dúfurnar sem voru á öðru hverju íslensku
heimili um miðja öldina voru allar gerðar í
þessu húsi.
Höfundur er sagnfræðingur.
Sóley Eiríksdóttir í vinnustofu sinni viðLindargötu ásamtnokkrum „konum“ úrsteini, sem hún sýnirá Kjarvalsstöðum.
Imynd konunnar í steinsteypu
og kristninnar á jámplötum
Nokkur orð um samsýningu SÓLEYJAR EIRÍKSDÓTTUR
og JÓNS AXELS BJÖRNSSONAR sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag.
au Sóley Eiríksdóttir og
Jón Axel Björnsson, sem
opna sýningu saman á
Kjarvalsstöðum í dag, eiga
bæði allmargar sýningar
að baki, þótt ung séu þau
að árum. Þeim verkum
sem þau sýna nú er það
sameiginlegt að vera stór og þung og það
var frekar kvíðvænleg tilhugsun á þessu heim-
ili að eiga eftir að flytja þau á Kjarvalsstaði
og koma þeim fyrir þar. Leið Sóleyjar hefur
legið frá smáskúlptúrum úr leir ’ til miklu
stærri verka eins og þeirra, sem sjást hér á
myndinni. Hún smíðar þá fyrst úr plötum,
klæðir þá síðan með vírneti og bæði múr-
húðar yfirborðið og málar. Þessir skúlptúrar
eru ekkert kvenmanns meðfæri, og þegar við
mynduðum gripina var listakonunni alveg
hlíft við átökum, því hún var fyrir tveimur
dögum komin heim af fæðingardeildinþi með
nýfædda dóttur. Það var því eins og nærri
má geta í mörg horn að líta hjá þeim Sóleyju
og Jóni Axel, því sýningin á Kjaivalsstöðum
var löngu ákveðin.
Skúlptúrar Sóleyjar einkennast af nokkuð
ströngu, geómetrísku formi, en teljast víst
fígúratíf list þegar betur er að gáð. Það eru
nefnilega kvenmannsbrjóst á þeim öllum og
aðspurð um þetta lykilatriði sagði Sóley, að
þetta væru allt saman konur. Hún væri alltaf
að tjá sig um konur, en kannski væri réttara
að segja: ímynd konunnar. Stundum eru þess-
ar táknrænu ímyndir í hvíld, stundum eitt-
hvað að bjástra. Kvennalistakonur, spurði ég.
Nei, Sólei kvaðst ekki vera í neinni femínista-
baráttu með þessu. En stundum upplifir hún
kynsystur sínar eitthvað þessu líkt. Það er
aftur á móti spurning, sem ekki verður svar-
að hér, hversvegna Sóley notar steinsteypu
frekar en einhver áferðarmýkri efni til að tjá
sig um ímynd konunnar.
Jón Axel hefur fengið inni í vélsmiðjunni
Héðni í bili og veitir ekki af plássinu, því
hann hugsar stórt og verður þessvegna ekki
með nema örfá verk á sýningunni. Stærsta
myndin, um það bil mannhæðarhá, er 15
metrar á lengd ,og öll unnin á járnplötur eins
og þeir nota í Héðni. Þær eru að byija að
ryðga og þá fær yfirborðið margvísleg og
mjög fínleg litbrigði. Þessi mynd heitir „Sjö
nætur“ með tilvísan píslargöngunnar, sem
maður gæti ímyndað sér að sé hér tákngerð
með máluðum bjálka. Hann nær í gegnum
allar plöturnar og endar í krossmarki.
Á annarri ámóta langi-i mynd, sem unnin
er á tréplötur, svífa málaðair diskar, jafn
margir postulunum og Kristi. Myndin heitir
„Kvöldmáltíð“ og vísunin er öllum augljós
þegar nafnið hefur verið kunngert. Þessar
myndir var einfaldlega ekki hægt að mynda
í heilu lagi, en hér er mynd af þeirri þriðju;
„Spegill" heitir hún og er bæði máluð á járn-
og tréplötur. Formið er hinsvegar mjög
stílfært krossmark með málaðri mynd af ein-
hverskonar búri eða grind og tveimur bikur-
um; í öðrum þeirra er blóð.
Þrátt fyrir þessa notkun á táknmyndamáli
kristninnar, kveðst Jón Axel ekki vera að tjá
sig um píslargöngu frelsarans eða þjáningu
mannsins almennt. Á bak við þessar pælingar
lægi ekki trúarþörf, þótt hann gerði sér ljóst,
að litið yrði á verkin sem relegiös, eða trúar-
leg, vegna þess að annað er naumast hægt,
þegar þetta klassíska táknmál er notað. Þetta
er kannski trúarlegt landslag, sagði Jón Ax-
el, sprottið af menningarsögulegum ástæðum.
I raun og veru er þetta konsept, eða hug-
myndalist, sem svo hefur verið nefnd og hef-
ur oft byggst einvörðungu á því að velta upp
einhverri hugmynd án þess að klassísk mynd-
ræn gildi kæmu við sögu, svo sem litur og
form. „Ég veit að þetta er nærri konsept-
inu“, segir Jón, en munurinn liggur í því, að
ég hef alltaf afneitað því formleysi, sem ein-
kenndi konseptið. Hjá mér skiptir formið
mjög miklu máli“.
Hughmyndafræði í myndlist fæddist að
sjálfsögðu ekki með konseptlistinni, en hún
hefur haft veruleg áhrif í þá veru, að unnið
■sé með ákveðna hugmynd. Stundum virðist
það komið út fyrir mörk myndlistar og mætti
þá öllu frekar flokka það undir heimspeki.
Það er ljóst að Jón Axel byggir á hugmynda-
fræði, en hann heldur engu að síður í gömul
og gróin gildi, sem byggjast m.a. á kröftugu
formrænu samspili.
Gísli Sigurðsson
Jón Axel við verk, sem heitir „Spegill“ og er þegar betur er að gáð, stílfært krossmark. Á þessum krossi
er einliverskonar búr eða bygging ásamt bikurum, sem eru enn ein vísun til kristins táknmáls.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. MARZ 1990 9